Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C *YgnnfcI«toito STOFNAÐ 1913 190. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 23. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Talið að lyfjaeftirliti verði falin aukin völd Tóbak verði flokkað sem fíkniefni Washington. Reuter. ÞESS er vænst að Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, tilkynni í dag að hann muni verða við tillögum Matvæla- og lyfjaeftirlitsins um að aðgangur barna og unglinga að tób- aki verði takmarkaður. Að sögn CMV-sjónvarpsins fela tillögurnar meðal annars í sér að tóbak verði flokkað sem fíknilyf. Hvort af tilkynningunni verður í dag veltur á því hvort starfsfólk fjár- málaskrifstofu forsetaembættisins verður búið að endurskoða tillögurn- ar, en að sögn háttsetts embættis- Boeing-737 verði breytt Washington. Rcuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) lagði í gær til að breytingar yrðu gerðar á stjórnbúnaði Boeing 737-flugvéla vegna tveggja flugslysa sem orðið hafa á síðustu árum og ekki hefur fundist skýring á. Slysin urðu við Pittsburgh 1994 og í Colorado 1991 og beindist grun- ur manna að svokölluðum stýrisstill- um og hliðarstýrisbúnaði. Sá grunur hefur ekki fengist staðfestur en FAA telur þó ástæðu til að breytingar verði gerðar á vélunum til að gera þær öruggari. manns, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er ekki víst að því verði lokið. Lokatillögur lyfjaeftirlitsins um hvernig koma megi í veg fyrir að börn og unglingar ánetjist tóbaki voru sendar forsetaembættinu í síð- ustu viku. Er afstaða eftirlitsins sögð byggð á þeim niðurstöðum rann- sókna að nikótín í tóbaksafurðum sé ávanabindandi. í fyrra samþykkti forsetinn tilmæli lyfjaeftirlitsins þess efnis, að tóbak skyldi flokkast sem lyf og því heyra undir reglugerðir eftiriitsins. Bandaríska blaðið The New York Times segir frá því í gær, að sam- kvæmt tillögunum verði lyfjaeftirlit- inu fengin stóraukin völd, sem feli í sér róttækustu aðgerðir yfirvalda gegn sígarettuframleiðendum síðan 1964 er landlæknir gaf út skýrslu þess efnis að tengsl væru milli reyk- inga og lungnakrabbameins. Hlutabréf lækka í verði Hlutabréf í tóbaksfyrirtækjum hríðféllu í verði á markaði í New York í gær, bæði vegna frétta af yfirvofandi reglugerðarbreytingu og einnig vegna þess að búist er við að kviðdómur í Indiana kveði upp úrskurð í dag um hvort sígar- ettuframleiðendur séu ábyrgir fyrir því er neytendur ánetjast tóbaki. Stúlkunum vottuð virðing ÞÚSUNDIR Belga vottuðu stúlk- unum tveimur, sem sultu í hel í haldi barnanauðgara, virðingu sína er þær voru bornar til grafar í gær. Stóð fólkið við götur sem líkkistum stúlknanna var ekið um. Grétu margir er kisturnar fóru hjá. Stúlkurnar, Melissa Russo og Julie Lejeune, báðar átta ára, voru bornar til grafar í borginni Liege og þar fór einnig fram minningarathöfn. Var henni út- varpað og sjónvarpað beint. Ekki hefur linnt kröfum um að dauðarefsing verði tekin aftur upp, og að komið verði í veg fyr- ir að barnaníðingar verði látnir lausir úr fangelsi áður en þeir hafi afplánað dóma sína, en sú var einmitt raunin með manninn sem rændi stúlkunum og misnot- aði þær. Lögregla handtók í gær fimmta manninn í tengslum við málið en hann er grunaður um að hafa aðstoðað fyrrnefndan mann við barnaránin. Reuter Jeltsín Rússlandsforseti óánægður með árangur af störfum Lebeds Nýr vopnahléssamningur undirritaður í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom fram opinberlega í gær í fyrsta sinn síðan 9. ágúst er hann sór embættis- eið. Virtist hann við sæmilega heilsu en var stirður og talaði hægt. Hann gerði gys að orðrómi þess efnis að hann hygðist fara til Sviss að leita sér lækninga. Til þess hefði hann engan tíma núna, ef hann tæki sér leyfi yrði það í Rússlandi. Jeltsín sagð- ist aðspurður ekki fyllilega ánægður með frammistöðu Alexanders Lebeds, yfirmanns öryggisráðsins, sem reynt hefur að koma á friði í Tsjetsjníju og undirritaði í gær samning við upp- reisnarmenn um enn eitt vopnahléið. Vopnahléið átti að taka gildi klukkan átta f.h. í dag að íslenskum tíma. Sagði Lebed að rússneskar hersveitir myndu yfirgefa Grosní í dag, föstudag, og yrði borgin undir sameiginlegri herstjórn deiluaðila. Hafinn yrði á ný brottflutningur rússneska liðsins frá héraðinu öllu en ekki væri hægt að fullyrða hve- nær honum lyki. „Stöðvum fyrst bardagana og síðan skulum við ræða Reuter BORÍS Jeltsín forseti flytur sjónvarpsávarp á skrifstofu sinni í Kreml í gær í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá því að valdaránstilraun harðlínu-kommúnista gegn síðasta Sovétforset- ainim, Míkhaíl Gorbatsjov, var bæld niður. tímasetningu," sagði Lebed. Eftirtvo daga myndi hann fara aftur til við- ræðna um drög að friðarsamningi í Tsjetsjníju og yrði þá fjallað um erfið- asta deiluefnið: kröfur Tsjetsjena um fullt sjálfstæði. Hann greindi ekki nánar frá því hyer lausnin yrði en sagðist reiðubúinn að sæta árásum æstra þjóðernissinna sem myndu kalla lausn hans niðurlægingu fyrir Rússa. „Öllum sem eru óánægðir er vel- komið að kvarta, jafnvel hjá forset- anum eða Guði almáttugum," sagði hershöfðinginn fyrrverandi. Hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að leyfa ætti Tsjetsjenum að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vildu fullt sjálfstæði. „Núna hefur hann völdin" Jeltsín forseti hefur áður gefið Lebed fyrirmæli um að tryggja yfir- ráð Rússa í Grosní, sem er að miklu leyti á valdi uppreisnarmanna, fyrir lok mánaðarins. „Munum að hann hét alltaf kjósendum því að leysa vandann í Tsjetsjníju ef hann fengi til þess völd," sagði forsetinn um Lebed er hann ræddi við fréttamann Ria JVbvost/-sjónvarpsstöðvarinnar í gær. Þá hafði ekki enn verið skýrt frá vopnahléinu. „Núna hefur hann völdin en því miður er ekki enn hægt að sjá með vissu árangur af störfum hans. En við missum ekki móðinn. Við munum fylgja málinu eftir." Sagðist Jeltsín fá daglega upplýs- ingar um gang mála í héraðinu. Deilt um viðræður Peres og Arafats Ramallah. Reuter. SPENNAN milli ísraelsstjórnar og Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) magnaðist í gær þegar Yass- er Arafat, leiðtogi palestínsku sjálf- stjórnarsvæðanna, varð að fresta fundi með Shimon Peres, fyrrver- andi forsætisráðherra ísraels, þar sem ísraelsk yfirvöld drógu í þrjár klukkustundir að heimila flug þyrlu hans á fundarstaðinn. Arafat varð ókvæða við og aflýsti samninga- fundi PLO og fulltrúa ísraelsku stjórnarinnar í mótmælaskyni. Ara- fat og Peres hittust á Gaza-svæðinu síðar um daginn. Palestínumenn sökuðu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísra- els, um að hafa sjálfur hindrað flug- ið. Netanyahu hefur sakað Peres um að grafa undan stjórninni með því að halda áfram viðræðum við arabíska leiðtoga þótt hann sé nú í stjórnarandstöðu. ¦ Stríðshættan/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.