Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 11 FRÉTTIR Minnast 100 ára vígslu- afmælis Akraneskirkju Eitt hundrað ár eru liðin frá vígslu Akraneskirkju og verður þess minnst næst- komandi sunnudag. Jón Gunnlaugsson riflar upp sögu kirkjunnar og ræðir við sóknarprestinn, séra Björn Jónsson Á SUNNUDAG eru liðin eitt hundrað ár frá vígslu Akraneskirkju. Tímamótanna verður minnst á veg- legan hátt, bæði með hátíðarguðs- þjónustu kl. 14, þar sem biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, predik- ar og samsæti að henni lokinni. Þá gefur sóknarnefnd út veglegt afmæl- isrit í tilefni aldarafmælisins þar sem ijallað er um sögu Akraneskirkju og fyná Garðakirkna í máli og myndum. Akraneskirkja er fyrsta og eina kirkjan sem reist hefur verið á Skipa- skaga. Áður en hún reis áttu Akur- nesingar kirkjusókn að Görðum, en þar stóðu sóknarkirkjur þeirra öldum saman, hver af annarri byggð á sama grunni. Um 1880 var farið að ræða um nauðsyn þess að reisa Akumes- ingum sóknarkirkju niðri á Skipa- skaga. Þar var byggðin orðin lang- þéttust en Garðar voru langt úr leið. Eins og oft spunnust um þessa hug- mynd harðar deilur sem stóðu í rú- man áratug. Síðan var nokkur ágreiningur um hvar hin nýja kirkja skyldi staðsett. Helst komu til greina tveir staðir, á klöpp sunnan Brekku- bæjar og lóð sem nefnd var „Bjarg- stöð“ og var eign Hallgríms Jónsson- ar sem boðist hafði til að gefa kirkj- unni lóðina. Á endanum var sú lóð valin. Komst ekki til vígslu Bygging kirkjunnar hófst í sept- embermánuði 1895, samkvæmt leyfi landshöfðingja og gekk kirkjusmíðin mjög vel og var henni lokið sumarið 1896. Yfirsmiður var Guðmundur Jakobsson húsasmíðameistari, faðir Þórarins Guðmundssonar, hins landskunna fiðluleikara og tón- skálds. Vígsluathöfn hinnar nýju Akraneskirkju fór fram 23. ágúst 1896 og ætlaði biskup íslands, Hall- grímur Sveinsson, að framkvæma hana og af því tilefni var fenginn franskur og vandaður áttæringur í þorpinu til að flytja biskup yfir fló- ann. Var báturinn málaður og prýdd- ur svo sem best var á kosið. Bátur- inn var aldrei notaður því þegar til kom var ófært milli Reykjavíkur og Akraness og komst biskup því ekki til að framkvæma vígsluna og kom það í hlut séra Jóns A. Sveinssonar héraðsprófasts að framkvæma vígsl- una í umboði og forföllum biskups. Séra Jón var þá sóknarprestur Akur- nesinga og flutti við þetta tækifæri snjalla vígsluræðu. Byggt af framsýni Akraneskirkja var og er stórglæsi- legt hús og af mörgum talin meðal fegurstu guðshúsa hér á landi. Hún er byggð af framsýni og stórhug, eins og best sést af þeirri staðreynd að árið 1896 hefðu flestir íbúar þorpsins, a.m.k. þeir fullorðnu, rúm- ast í einu inni í henni. Og enn í dag, eftir heila öld, gnæfir hún yfir bæ- inn, fögur og tignarleg og 'bendir til himins með sínum helga krossi. Á henni eru engin ellimörk sjáanleg, þrátt fyrir öldina, sem nú er að baki. Það er augljóst að hún nýtur enn sem fyrr verðugar umhyggju bæði hvað varðar útlit og innri aðbúnað. Akra- neskirkja á margt góðra gripa. Má sem dæmi nefna altaristöflu eftir Sigurð Guðmundsson máiara, skírn- arfont skorinn af Ríkharði Jónssyni og stórglæsilegt pípuorgel. Safnað- arheimilið Vinaminni var vígt á 90 ára afmæli kirkjunnar sumarið 1986. Núverandi organleikari er Katalín Lörincz og formaður sóknarnefndar er Jóhannes Ingibjartsson. Hátíðardagskrá Eins og áður er getið verður af- mælisins minnst með hátíðarguðs- þjónustu sunnudaginn 25. ágúst sem hefst kl. 14. Að henni lokinni býður sóknarnefnd til samsætis í Safnaðar- heimilinu Vinaminni og nýtur þar traustrar aðstoðar kirkjunefndar kvenna. Þar verða flutt tónlistaatr- iði. Opnaðar verða sýningar sem tengjast sögu Akraneskirkju, bæði í listasetrinu á Kirkjuhvoli og í safnað- arheimilinu Vinaminni. Fjórir prestar þjónað í eina öld Á ÞEIM 100 árum sem liðin eru frá vígslu Akraneskirkju hafa aðeins fjórir prestar þjónað söfnuðinum. I fystu séra Jón A. Sveinsson prófastur, næst Þorsteinn Briem prófastur, sá þriðji séra Jón M. Guðjóns- son prófastur og nú séra Björn Jónsson prófastur. Séra Björn hefur verið sóknarprestur Akurnesinga frá 1975 og hann segist að- spurður að safnað- arstarfið sé gott og söfnuðurinn yndislegur í alla staði, þó í sjálfu sér sé ekki hægt aðhrósa honum fyrir kirkjurækni. Á því eru þó nokkrar undantekningar, foreldr- ar fermingarbarna sækja guð- þjónustur með börnum sínum mjög vel meðan fermingarundir- búningur stendur yfir og eldri borgararnir sækja kirkju sína að jafnaði mjög vel og þegar ég messa á dvalarheimilinu er yfir- leitt fullur salur, þá er barnastarf- ið með miklum blóma, segir Björn. Athygli vekur að aðeins fjórir prestar hafa þjónað söfnuðinum þau hundrað ár sem kirkja hefur verið á Akranesi og því er Björn spurður hvort Akranes sé gott prestakall? Já, það er rétt að prestar sem valist hafa til að gegna starfi sóknarprests á Akra- nesi hafa yfirleitt verið lengi í starfi og vissulega hljóta sóknar- börnin að hafa haft áhrif á það og þeir af þeim sökum verið ánægðir með starfs- vettvang sinn. Sóknin er þægileg yfirferð- ar, ekki miklar vega- lengdir og nægilega mikið að gera. Gott samstarfsfólk Séra Björn segir erfitt að meta það hvað standi efst þeg- ar rifjað er upp það helsta í safnaðar- starfinu í eina öld. Ég hygg að flestir myndu nefna starf prestanna og vissu- Iega hljóta þeir að hafa staðið sig vel, þó ég vilji ekki nefna það hvað sjálfan mig áhrær- ir. Þá tel ég að til starfa í sóknar- nefnd hverju sinni hafi valist gott fólk sem ann kirkju sinni og vill veg hennar sem mestan. Þá hef ég notið þeirrar gæfu að hafa frá- bært samstarfsfólk, bæði kirkju- kórinn sem og aðra starfsmenn. Eitt er staðreynd segir Björn, að enginn af prestunum sem setið hafa á Akranesi hefur sótt um annað prestakall og allir hafa þeir setið þar til starfstíma þeirra er lokið. Björn segir erfitt að spá í fram- tíð safnaðarstarfs á Akranesi en er þó bjartsýnn á að starfið verði áfram á traustum grunni. Ég sé fyrir mér þann möguleika að ný kirkja rísi á Akranesi innan ekki langs tíma og á Akranesi verði tvær sóknir í einu prestakalli. Við búum vel að safnaðarstarfi okkar með tilkomu safnaðarheimilisins og þurfum að treysta það. Björn Jónsson r ím Dönsk pyteuveisla1. 10pvlsur,l0bPaud og SS sinnep 398.- NOATUN IMýtt og ófposið lambakjöt: k Wýrsináfctt Kótilettur Súpukjöt 695. 9 395.« Hryggir 1/1 Framhryggur ,,, Læri 1/1 675. pr.kg. Lærissneiðar 795.9 JolaldakjötM Wt ogótrosið Gúliasfi Fíffe Luntlir Innralæri Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NOATUN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200. LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888. FURUGRUND 3. KÓP - S. 554 2062, ÞVERHOLT 6. MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511. KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBR 68 - S. 553 6700. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.