Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Áfiýjunarnefnd fjallar j um stjórnarmenn í Olís * Urskurðar að vænta um mán- j aðamótin VIÐSKIPTI Velta SR-mjöls nam 2,2 milljörðum króna fyrstu sex mánuðina Hagnaður jókst um 72% ognam 163 milljónum SR-mjöl hf. Úr milliuppgjöri 1996 Rekstrarreikningur Milljónir króna Rekstrartekjur Rekstrargjöld Rekstrarhagnaöur fyrir afskriftir Afskriftir Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Hagnaður fyrir reiknaða skatta Hagnaður tímabilsins Efnahagsreikningur 30.júni: Eignir: Milljónir króna Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals l Skuidir og eigið fé: \ Skammtímaskuldir Langtfmaskuldir Eigið fé Skuldir og eigiö fé samtals Janúar-júní 1995 1994^ Breyt. 2.261 1.877 383 113 J30I 240 163 1996 1.267 1.891 1.787 1.553» +27% +21% 233 103 5 136 95 1995 +64% +9% +76% +72% 1.086 1.799 3.158 Sjódstreymi Milljónir króna Veltufé frá rekstri 275 990 1.893 3.158 1995 354 2.886 750 661 1.475 2.886 1994 202 +17% +5% +9% -63% +50% +28% +9% +75% HAGNAÐUR SR-mjöls hf. nam 163 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins og jókst hann um rúmlega 72% miðað við sama tíma- bil í fyrra en þá nam hagnaður 95 milljónum króna. Betri afkoma skýrist fyrst og fremst af fram- leiðsluaukningu og verðhækkun- um afurða. Heildarvelta fyrirtæk- isins nam 2.261 milljón króna og rekstrargjöld án afskrifta 1.878 milljónum. Velta á sama tímabili í fyrra nam 1.787 milljónum króna. Á meðfylgjandi töflu eru helstu lykiltölur úr milliuppgjöri félagsins sýndar. Tekjur félagsins eru aðallega af framleiðslu á mjöli og lýsi úr loðnu og síld. Fyrirtækið stundar ekki útgerð loðnuskipa og hefur ekki annast loðnufrystingu á Asíu- markaði, samhliða rekstri fiski- mjölsverksmiðja, eins og algengt er í greininni. Stefnir í metár Ljóst er að það stefnir í metár í aflamagni hjá fyrirtækinu á þessu ári að sögn Hlyns Jónssonar Arndal, framkvæmdastjóra fjár- málasviðs SR-mjöls. „Árið 1993 var metár í aflamagni hjá fyrir- tækinu og þá var unnið úr 348 þúsund tonnum af hráefni. Ljóst er að það met verður slegið á fyrstu átta mánuðum þessa árs,“ segir Hlynur. Það skiptir miklu máli fyrir af- komu fyrirtækisins að fiskimjöl hefur hækkað í verði frá fyrra ári og þá hefur sú verðlækkun á lýsi, sem varð í kjölfar yfirlýsingar al- þjóðafyrirtækisins Unilever um að það myndi hætta að nota fiskilýsi í sínar afurðir, að mestu leyti gengið til baka. SR-mjöl rekur eig- in söludeild og segir Hlynur að fyrirtækið njóti stærðarhag- kvæmni, sem hafi skilað sér í lægri útflutningskostnaði. „Með skipu- lagningu og festu í sölumálum hefur okkur tekist að komast hjá verðlækkunum, sem hafa orðið við skyndisölu á afurðum, sem gripið er til hérlendis þegar mikil vinnsla á sér stað á skömmum tíma. Lýsi lækkaði t.d. töluvert í verði í júlí síðastliðnum vegna slíkra sölu- samninga.“ Hráefniskaup námu 1.107 millj- ónum króna en á sama tíma í fyrra námu þau 878 milljónum. Hlutfall hráefniskostnaðar í skilaverði af- urða er svipað milli ára eða tæp 60% og segir Hlynur að það sé með mesta móti ef miðað sé við tölur síðustu ára. Ýmis rekstrarkostnaður hefur lækkað frá fyrra ári og að sögn Hlyns má aðallega þakka það mjög samfelldum veiðum og einstaklega hagstæðu veðri á síðustu vetrar- vertíð. Viðhaldsliðir námu 101 milljón króna fyrstu sex mánuðina en áætlað er að veija allt að 180 milljónum til viðhaldsfram- kvæmda á árinu. Hlynur segir að ef afkoman verði með svipuðum hætti seinni hluta ársins komi til greina að flýta viðhaldsfram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar voru á næsta ári. Eiginfjárhlutfall lækkar í 60% Eigið fé félagsins nemur nú 1.892 milljónum króna og er eigin- ijárhlutfallið 60% en var 67% um síðustu áramót. Hlynur segir að lækkun þess þrátt fyrir góðan hagnað orsakist af nýjum lántök- um upp á 450 milljónir króna vegna byggingar nýrrar fiski- mjölsverksmiðju í Helguvík. „Framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar ganga samkvæmt áætlun og reiknum við með að hún verði komin í fullan gang á næstu vetrarvertíð. Áætlaður stofnkostn- aður er 700 milljónir og mun verk- smiðjan geta unnið úr 800 tonnum af hráefni á sólarhring,“ segir Hlynur. Gengi hlutabréfa í SR-mjöIi hefur farið hækkandi á verðbréfa- þingi að undanförnu. I gær var gengi þeirra skráð 3,50 og það sem af er þessu ári hefur gengi hluta- bréfa í félaginu hækkað um 67%. Þetta er meiri hækkun en varð á gengi bréfanna allt síðasta ár en þá hækkuðu þau um 54%. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur nú til meðferðar úrskurð Samkeppnisstofnunar um að Olafur Ólafsson, forstjóri Samskipa hf., og Kristinn Hallgrímsson, sem hefur annast lögmannsstörf fyrir Olíufé- t lagið (Esso), víki sæti úr stjórn OIís vegna of náinna tengsla við Esso. ' Skriflegur málflutningur hefur farið } fram í málinu og segir Stefán Már Stefánsson, prófessor og formaður áfrýjunarnefndarinnar, að úrskurð- ar hennar megi vænta um næstu mánaðamót. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að líta bæri á kaup Esso og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olís og stofnun Olíudreif- ^ ingar ehf. sem samruna í skilningi samkeppnislaga. Ráðið setti sam- * runanum tiltekin skilyrði, sem félög- y in þyrftu að fullnægja svo að ákvæð- um samkeppnislaga um ógildingu samruna yrði ekki beitt. Eitt þess- ara skilyrða var að stjórnarmenn og starfsmenn Esso eða þeir, sem í störfum sínum væru verulega háð- ir Esso skyldu ekki sitja í stjórn Olís. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa og Kristinn Hallgrímsson hrl. | sitja í stjórn Olís og telur Samkeppn- . isráð að tengsl þeirra við Esso sam- rýmist ekki áðurnefndu skilyrði. | Niðurstöðu að vænta Samkeppnisráð beindi þeim fyrirmælum til Esso og Texaco að féiögin myndu sjá til þess að Ólafur og Kristinn færu úr stjórn Olís fyr- ir 10. ágúst sl. en ella yrði gripið til viðurlaga í samræmi við sam- keppnislög. Fyrirtækin skutu hins | vegar úrskurðinum til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála og má * búast við að hann liggi fyrir um f mánaðamótin. Afkoma Flugleiða versnaði fyrstu 6 mánuðina 844 milljóna kr. rekstrartap Flugleiðir hf. ýÁ Úr milliuppgjöri, jan.-júní 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996Í A1995 Breyt. Rekstrartekjur 7.975 7.008 +14% Rekstrargjöld 8.426 7.228 +17% Rekstrarhagnaður (-tap) (451) (219) +105% Hreinn fjármagnsgjöld (397) (423) -6% Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (848) (642) +32% Hagnaðuraf sölu eigna 0 325 Áhrif dótturfélaga 9 15 -40% Hagnaður (tap) tímabilsins (844) J307) +175% Efnahagsreikningur 30. júní: 1996 1995 Veltufjármunir 6.080 5.185 +17,3% Fastafjármunir 15.165 14.952 +1,4% Eignir samtals 21.245 20.136 +5,5% l Skuldir oo eioið 16:1 Milliónir króna Skammtímaskuldir 6.116 5.519 +10,8% Langtímaskuldir 10.719 10.328 +3,8% Eigið fé 4.410 4.289 Skuldir og eigið fé samtals 21.245 20.136 +5,5% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 21% 21% Veltufjárhlutfall 0,99 0,94 Handbært fé frá rekstri Millj, króna 770 624 +23% Bjóðum allskonar lager og hillukerfi fyrir stærri sem minni lagern. Endalausir möguleikar. Aðeins vönduð vara úr spænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 FLUGLEIÐIR töpuðu 844 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs og er það talsvert lakari afkoma en á sama tímabili á síðasta ári. Velta félagsins jókst hins vegar um 14% miðað við sama tímabil í fyrra. Tap Flugleiða á fyrri árshelmingi síðasta árs nam 307 milljónum króna, en að jafnaði er tap af starfsemi félags- ins á þessu tímabili vegna árstíða- sveiflu í flutningum. Gert er ráð fyr- ir að hagnaður verði af starfsemi félagsins i ár. Meginástæða lakari afkomu fé- lagsins í ár er sú að á fyrri hluta síðasta árs seldi félagið eina Boeing 737-400 þotu með 325 milljóna króna hagnaði, en slíkum söluhagn- aði var ekki til að dreifa nú. Þá hækkaði rekstarkostnaður Flugleiða meira en tekjur, m.a. vegna áfram- haldandi lækkunar fargjalda á al- þjóðamarkaði, að því er segir í frétt frá félaginu. Lakari afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir að þessi afkoma valdi nokkrum vonbrigðum en hins vegar hafi verið fyrirsjáanlegt í vor hvert stefndi. „Þetta er um 200 milljóna króna verri rekstrarafkoma en var á sama tíma í fyrra, burtséð frá sölu- hagnaði af vélinni. I okkar áætlunum gerðum við hins vegar ráð fyrir því að afkoman yrði um 100 milljónum króna lakari á fyrstu sex mánuðunum en hún var í fyrra, en að við myndum vinna það upp á síðari hluta ársins þar sem við vorum að bæta við okkur nýrri flug- vél og 100 manna starfsliði í kringum það og að opna tvo nýja staði. Það er ákveðinn byijunarkostnaður sem liggur í því.“ Sigurður segir að einnig komi hér til hækkandi eldsneytisverð, en flest flugfélög í heiminum hafí verið að horfa upp á um 12-19% hækkanir á eldsneytisverði. Að auki komi gengis- hækkun á dollar iila út fyrir félagið. Þessir þættir hafi rýrt rekstraraf- komu þess um 100 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Reiknað með mun betri afkomu á síðari hluta ársins Sigurður segir hins vegar að gert sé ráð fyrir því að þær fjárfestingar sem félagið hafi ráðist í í lok síð- asta árs og á fyrri hluta þessa árs muni skila sér í auknum tekjum á síðari hluta ársins og á því næsta. „Við bytjuðum ekki að fljúga á nýju leiðunum fyrr en í apríl og raunar ekki á fullu fyrr en í júní. Síðan höfum við einnig breytt okkar stefnumótun og erum því að vinna á talsvert öðrum nótum nú en oft áður, þ.e. sem ferðaþjónustufyrir- tæki en ekki einungis flugfélag. Við gerum ráð fyrir að ná viðbótarár- angri þar sem muni skila sér að ein- hveiju leyti á síðari hluta þessa árs en þó ennþá meira á næsta ári.“ Sigurður segist því nokkuð bjart- sýnn á framhaldið. Staða félagsins sé góð sem endurspeglist m.a. í mjög góðri greiðslustöðu þess. Þrátt fyrir þetta tap hafi handbært fé frá rekstri verið 770 milljónir og handbært fé í lok júní hafí numið '2,3 milljörðum króna. i i i i i i \ i l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.