Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • PRENTHÚSIÐ hefur hafið út- gáfu á flokki bóka byggðum á sjón- varpsþáttunum Ráðgátur („The X-fiIes"). Ráðgátur fjalla um verk- efni sem bandaríska alríkislögregl- an glímir við, en tveir útsendarar hennar hafa sérhæft sig í rannsókn- um á óútskýranlegum, dularfullum og oft og tíðum ótrúlegum málum sem ríkisstjómin og alríkislögreglan vilja láta leysa hratt áður en al- menningur kemst að sanneikanum og skelfing grípur um sig. Þetta eru málin sem flokkuð hafa verið undir bókstafinn „X“. Fyrsta bókin er komin út og nefn- ist hún Skuggaverur og er hún skrifuð af spennusagnarithöfundin- um Charles Grant. I þessari sögu f ara Scully og Mulder til Fort Dix í New Jersey til að rannsakaein- kennileg morð. Hermenn hafa verið myrtir á dularfullan hátt í þessum rólega bæ. Stefnt er að útgáfu þessara bóka með nokkurra mánaða millibili. ------» ♦ ♦------ Jasstónleik- ar á Jómfrú- artorginu NÆSTSÍÐUSTU jasstónleikar veitingahússins Jómfrúin verða næstkomandi laugardag milli kl. 16-18 á Jómfrúartorginu milli Lækjargötu 4 og Hótels Borgar. Það er tríó Ara Haraldssonar sem kemur fram skipað þeim Ara Har- aldssyni, saxófón, Sebastian Mot- ini, trommur, og Tómas R. Einars- son, bassi. Tónleikarnir fara fram á Jómfrú- artorginu bak við Smurbrauðsveit- ingahúsið Jómfrúin, Lækjargötu 4, Reykjavík. Austurstræti 17,4. hæð,101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 SUÐURUM HÖFIIM! Nýjustu, stærstu og glæsilegustu skemmtiferðaskip heimsins - Umboð á íslandi - CARNIVAL CRUISE LINES: IMAGINATION, INSPIRATION, FASCINATION, SENSATION og DESTINY, stærstu farþegaskip heimsins. Einstakt sértilboð á nokkrum brottfórum í ágúst, sept. og okt. Láttu drauminn rætast í tengslum við draumadvöl á DÓMINIKANA. Verð frá kr. 50 þús. á mann í 7 daga siglingu. TÖFRAR AUSTURLANDA Ferðaævintýri ævi þinnar! STÓRA AUSTURLANDAFERÐIN 5.-23. okt. Perlurnar BALI, SINGAPORE, HONG KONG, BANGKOK, LONDON. Fá sæti laus. HEIMSKLÚBBUR INGOLFS TÖFRAR1001 NÆTUR 17. okt.-6. nóv. BANGKOK, RANGOON, MANDALAY, PHUKET, BAHRAIN, LONDON. Einstök, spennandi og heillandi lífsreynsla. Hágæðaferðir á tækifærisverði núna. Fararstjórar: Ingólfur Guðbrandsson og Jón Ormur Halldórsson, dósent, stjórnmálafræðingur. CARNIVAL CRUISES UMBOfl Á Í8LANDI FEROASKRIFSTOFAN PRIMA^ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson DAVID Pizarro og Ragnar Björnsson leika á orgel Grundar- fjarðarkirkju. Fjórhent á ferð um landið SVO virðist sem tvíleikur á orgel vaxi að vinsældum nú um stund- ir. Fyrr í sumar léku bresk-banda- rísku hjónin Andrews og Fishell tvíleik á orgel Hallgrímskirkju og nú eru þeir Ragnar Björnsson og bandaríski orgelleikarinn David Pizarro á tónleikaferð um landið og leika tvíleik á orgel. Á efnis- skránni eru verk eftir Bach, Hándel, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Grundarfirði, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin á mánudagskvöldið. Orgelleikar- arnir héldu áfram ferð sinni og léku á Hvammstanga og Hólma- vík. Næstu tónleikar verða á Dal- vík mánudagskvöldið 26. ágúst kl. 20.30 og síðan verða haldnir tónleikar í Hóladómkirkju þann 27. ágúst kl. 20.30. Sjöttu tón- leikarnir verða á Akranesi þann 31. ágúst kl. 17, sjöundu í Eyrar- bakkakirkju þann 1. september kl. 20.30 og þeir síðustu í Dóm- kirkjunni þann 2. september kl.20.30. Æskilegt er að tónleikagestir geti séð orgelleikarana og eru tón- leikastaðirnir valdir með það í huga. Þar sem því verður ekki við komið verður komið fyrir sjón- varpsskermi niðri í kirkjunum, svo gerlegt sé að fylgjast með handa- og fótaburði orgelleikaranna. Handverkið er í góðu lagi LIST OG HÖNNUN Py rit G 15 SKART Ilena Constantíneanu, Helle Lövig Espersen, Anders Leed Christensen, Guðbjörg Kristán Ingvarsdóttir, Kar- ina Noyons, Mette Vivelsted Mette Saabye. Opið virka daga 10-18, laug- ardaga 10-14. Lokað sunnudaga. Til 25.8. Aðgangur ókeypis. GULLSMIÐJA Pyrit G 15 á Skólavörðustíg 15, kynnir hóp út- skriftarnema frá „Instutet for Ædelmetal", en þeir fengu ferða- og sýningarstyrk frá norrænu ráð- herranefndinni til að fara með sýn- ingu til íslands og Finnlands. Mjög vel og snyrtilega er staðið að þessari kynningu í hinu þokka- fulla húsnæði, þótt maður hefði óskað að fá annað upp í hendurnar en einungis heft blöð. Hins vegar eru upplýsingarnar á þeim skilvirk- ari en gengur og gerist hér í borg, sem auðveldar skoðandanum að setja sig inn í hugmyndirnar á bak við sköpunarferlin. Og eins og seg- ir „hafa skartgripahönnuðirnir ný- útskrifuðu leitast við að skapa nýj- ungar í danskri skartgripahönnun, með því að vinna á óhefðbundinn hátt með form og efnivið, notkun og annað. Eðli verkanna hefur í för með sér, að maður kemst ekki hjá því að taka afstöðu til hvers og eins skartgrips og til þess boðskapar, sem sá setn skartgripinn ber sendir frá sér.“ Ekki skyldu menn þó láta þessa dálítið kyndugu stefnuyfirlýsingu aftra sér frá að skoða sýninguna, því handverkið er f góðu lagi og hér er ekki um um tiltakanlega róttæk vinnubrögð að ræða. Minnir mann helst á það hve það þarf GÍSLI Snær Erlingsson tekur við verðlaunum í Giffoni á Ítalíu Benjamín dúfa verðlaunuð KVIKMYNDIN Benjamín dúfa eft- ir Gísla Snæ Erlingsson hefur nú verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlotið 5 viður- kenningar. Um síðustu helgi fór fram í Haugasundi í Noregi veiting Amanda verðlaunanna en til þeirra voru tiinefndar 12 kvikmyndir, þar af tvær frá íslandi, Cold Fever og Benjamín dúfa. í byijun júní var haldin í fýrsta sinn í Varna í Búlgaríu alþjóðleg hátíð kvikmynda sem fjalla um börn og unglinga. Þar fékk Benj- amín dúfa tvenn fyrstu verðlaun, bæði af hálfu alþjóðlegs dómstóls og einnig af hálfu dómnefndar sem einungis var skipuð börnum. í Giffoni á Italíu er haldin ár hvert kvikmyndahátíð sem á eftir Feneyjahátíðinni er sú þekktasta þar í landi. Valið var til hátíðarinn- ar úr nærri 400 kvikmyndum og hlutu 14 myndir náð fyrir augum dómnefndar, þar á meðal Benjamín dúfa. Myndin fékk tvenn verðlaun frá Salernoborg, ein fyrir bestu mynd og ein fyrir bestan leik. Á 14. alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Poznan í Póllandi sem BENJAMÍN dúfa vekur víða athygli. haldin var 22.-28. apríl hlaut Gísli Snær Erlingsson sérstaka viður- kenningu fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni. Aðstandendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar barna og ungl- ingamynda, sem var haldin í 13. sinn í Malmö í Svíþjóð í lok mars fóru fram á að fá að sýna Benjam- ín dúfu sem opnunarmynd hátíðar- innar. Á kvikmyndahátíðinni í Berlín var kvikmyndin valin í 13 mynda úrtak kvikmynda sem fjalla um börn og unglinga og hlaut lofsam- leg ummæli. Tónleikar í Kornhúsinu ÁRBÆJARSAFN verður opið helg- ina 24. og 25. ágúst frá kl. 10-18. Laugardagurinn verður eins og áð- ur helgaður bömum og verður dag- skrá fyrir þau kl. 15. Á sunnudeginum kl. 16 verða tónleikar í Kornhúsinu. Flutt verða lög tónskáldsins Sigvalda Kalda- lóns. Flytjendur em Sigvaldi Snær Kaldalóns og Anna Margrét Kalda- lóns. Textablaði um Sigvalda Kald- alóns verður útbýtt. Að öðru leyti verður hefðbundin dagskrá. * HALSMEN, hönnuður Helle Lövig Espersen. mikið hugrekki til að vinna í sígild- um vinnubrögðum í skólum nú til dags, en slík er útilokað að úrelda hvað sem allri nýjungagirni viðvík- ur. Einnig má minna á, að skart hefur haft boðskap að flytja frá ómunatíð og helst því meiri sem þeir em eldri. Það sem öðru fremur gefur þess- um tilraunum gildi er svo einmitt hve vinnubrögðin að baki gripanna em traust og vönduð og hve stefnu- mörkin eru klárlega skilgreind í knöppu máli. Hugmyndirnar eru sóttar víða að, svo sem til atóms- ins, moldarinnar, tilvistarinnar, náttúmaflanna, grundvallarlög- mála hrings og kross í töfrabrögð- um, rúms forms og skugga, afbök- unar á formum, línua líkamans ... Á stundum er eins og full mörk- uð hugmynd hafi skapað of mikil heilabrot og það hafi komið niður á útfærslunni og þeim óþvingaða yndisþokka sem er eðal skapandi handverks. Höndlast helst er hug- myndir verða til milli handanna, eðlilega og ósjálfrátt. I heild er þetta markverð sýning sem lofar góðu og vonandi tekst hinu unga fólki ætlan sín, að skapa nýjungar í danskri skartgripahönn- un - og íslenzkri um leið ... Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.