Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hlutverk lögreglu í AÐSENDRI grein í MBL nýlega var fjallað um störf lög- reglumanna við um- ferðareftirlit. í grein- inni spyr höfundur hvers vegna lögreglan hafi afskipti af sum- um ökumönnum á meðan aðrir eru látnir í friði fyrir samskonar brot. Hann spyr og um „hvort kæra á hendur lögreglunni um of hraðan akstur yrði tekin til greina og hvort umræddum ökumanni yrði gert að greiða sektina, eða bara embættið - ef málið fengist þá yfir höfuð tekið fyrir". Þá spyr hann um hvort „það væri satt að embættismenn og frammáfólk sem tekin hafa verið fyrir misgróf brot, hafi sloppið með heilræði, þar sem meðal-Jóni er ekki sýnd nein mis- kunn?“. í greininni er lagt til að lögreglan eigi að láta „nánast blá- saklaust fólk“ í friði, en beina kröft- um sínum fremur að þeim, sem sýna af sér vítavert gáleysi, frekju og virðingarleysi og beita því háum sektum og ökuleyfissviptingum. Þessu er til að svara að ef rök- studd kæra berst á hendur lögreglu- mönnum um of hraðan akstur fær hún sömu meðferð og aðrar kærur með sambærilegum hætti. Öku- manni ökutækis, sem staðinn er að umferðarlagabroti, er ávallt gert að greiða sína sekt, ekki fyrirtæki eða embætti það, sem hann starfar fyrir, jafnvel þó hann sé á ökutæki í eigu þeirra. Ef „embættismenn og frammáfólk" er staðið að brotum fær það sömu meðferð og aðrir. Enginn greinarmunur er gerður á Jóni, meðal-Jóni eða Séra Jóni í þeim efnum. Lögreglan semur hvorki né setur lög, það gerir Alþingi. Það er hins vegar Iögreglunnar að fylgja eftir sumum ákvæðum þeirra laga. Það gerir hún eftir bestu getú innan þeirra marka, sem aðstæður og möguleikar hennar gefa tækifæri til. Umræða um skilgreiningu af- brota er yfirleitt afstæð þar sem niðurstaðan hlýtur ávallt að ráðast af þeim forsendum sem gefnar eru hveiju sinni. Ef það væri vilji lög- gjafans að líta ætti framhjá gild- andi viðurlagabundnum „veiga- minni“ brotum væri varla ástæða fyrir alþingismenn að setja takmarkanir þar að lútandi eða láta geta þeirra sérstaklega í lög- um eða reglum. Hafa ber í huga að lögreglu- menn, sem afskipti hafa af ökumanni fyrir of hraðan akstur, hafa ekki brotið neitt af sér. Það gerði ökumaðurinn hins vegar og þess vegna ætti hann fremur af því tilefni að líta í eigin barm en reyna að gera lítið úr störfum þeirra sem þó eru að sinna lögbundnum skyldum sínum. Það er öllum ljóst sem það vilja vita að lögreglan getur aldrei stað- ið alla að öllum þeim brotum, sem framin eru. Til þess þyrfti hún ein- faldlega miklu meiri mannskap, jafnvel svo mikinn að geta leikið maður á mann. Það myndi væntan- lega hafa þær „afleiðingar“ að draga myndi lítillega úr tekjum rik- issjóðs, en útgjöld hans hins vegar aukast svo mikið að skattbyrði á almenning yrði nánast óbærileg. Það er því varla raunhæft að stilla dæminu upp með þeim hætti. Málið virðist fyrst og fremst snúast um það, nú sem fyrr, hver eigi að vera megináherslan í störfum lögreglu og að hveiju athygli hennar eigi að beinast öðru fremur. Um það hafa verið skiptar skoðanir og svo mun verða áfram. í lögum um lögreglumenn segir að ríkið haldi uppi starfsemi lög- regluliðs, sem hafi það verkefni að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, stemma stigu við lögbrotum og vinna að uppljóstran brota, sem framin hafa verið. Lög- reglumenn vinna það heit að þeir ræki starf sitt af kostgæfni og vinni að því af fremsta megni að halda uppi stjórnarskránni og öðrum lög- um landsins. Lögreglumönnum ber að sýna árvekni í starfi og kunna glögg skil á ábyrgðinni sem starfinu fylgir. Tilvist lögreglu ein sér eða að minnsta kosti nærvist lögreglu- manna skapar mönnum oft nægi- legt aðhald. Kjarninn í hlutverki lögreglumanna er að skapa varnað um að fylgt sé viðurkenndum leik- reglum og sambúðaháttum þjóðfé- lagsins, eða með öðrum orðum fyr- irbyggjandi starfsemi. Lögreglumenn þurfa því miður oft að hafa afskipti af fólki vegna lögbrota. Þessi mannlegu samskipti geta auðveldlega boðið upp á árekstra af ýmsu tagi. Á hveiju ári þurfa lögreglumenn t.d. að hafa afskipti af u.þ.b. 16 þúsund öku- mönnum, sem brotið hafa umferð- arlögin, auk þess sem þeir þurfa árlega að handtaka á annan tug þúsunda manna af ýmsum ástæð- um. Um er að ræða ólíkt fólk í mismunandi ástandi, oft við mjög erfiðar aðstæður. Sumum er ekki Á hverju ári þurfa lögreglumenn, að sögn — Omars Smára — Armannssonar, að hafa afskipti af um það bil 16 þúsund ökumönnum. sjálfrátt sökum ölvunar, lyfja- eða fíkniefnaneyslu og til er það fólk sem því miður er ekki heilt heilsu. Alloft þurfa lögreglumenn að taka skjótar ákvarðanir, jafnvel í hita leiksins. Stundum getur mikið gengið á í skamman tíma og er í raun merkilegt að ekki skulu fleiri telja sig til „fórnarlamba lögreglu" en raun ber vitni. Lögreglumenn reyna jafnan að beita ekki meira harðræði en þörf er á á hveijum tíma. Þó hlýtur alltaf að verða til fólk sem er og verður óánægt með afskipti lögreglunnar af sínum mál- um, eðli málsins samkvæmt. Hvað sem tilfinningum og skiptum skoð- unum um þau mál líður er fyrir öllu að ekki hljótist það af sem ekki er hægt að bæta. Lögreglan er að jafnaði undir smásjá og þarf að vera það, þar sem henni er fengið mikið og vandmeð- farið vald. En hún á ekki síður en aðrir rétt á að njóta sannmælis þegar umfjöllun um hennar málefni er annars vegar. Logreglan hefur kappkostað að eiga sem besta sam- vinnu og samstarf við almenning. Eftir því sem samstarfið er betra því meiri líkur eru á ánægjulegri úrlausn þeirra vandamála, sem upp kunna að koma. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Ómar Smári Ármannsson Um náttáru og náttáruleysi Eru lög og reglur náttúruvæn? Líklega er það þessvegna sem mannfólkið býr til ráð eins og nátt- úruverndarráð og umhverfisráð og fleira í þeim dúr. Lög og reglugerð- ir eru sett til að vernda náttúruna, hafa fyrir okkur vit. Svo er um lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993. Þau lög voru sett til að koma í veg fyrir spjöll á náttúr- unni, eða eins og stendur í greinar- gerð „koma í veg fyrir stórskaða á umhverfi og náttúru af völdum framkvæmda ... eins og til dæmis kjarnorkuvá".!!! Nú ber svo við að þessi lög eru notuð til að koma í veg fyrir að maðurinn geti lagt sinn skerf til end- urheimtar eðlilegra landgæða. Þessi lög eru notuð til að koma í veg fyrir að áhuga- hópar með aðstoð Landgræðslunnar geti komið á eðlilegu gróðurástandi, snúið jarðvegstapi í gróður- sókn, á 130 ferkíló- metra manngerðri eyðimörk á Hólasandi. Er náttúrunni best borgið með ríkisforsjá? Forystuöfl náttúruleysis lands- ins, náttúruverndarráð og Skipulag ríkisins, hafa miklar áhyggjur af því að „ásýnd landsins muni breyt- ast við landgræðsluaðgerðir“ og þvi aðeins hægt að samþykkja upp- græðsluna með þvílíkum skilyrðum að undrun vekur. Að svartur sand- urinn víki fyrir gróðurþekju veldur þessum aðilum áhyggjum! Það sem veldur mér áhyggjum er hvernig hægt er að komast að slíkri niðurstöðu. Álit ríkisstofnana virðist vera háð einhverri undar- legri sjálfvirkni. Náttúrusnautt rík- isbáknið leitar álits hjá sjálfu sér til að sannfæra sig um ágæti ákvarðana sinna. Skipulag ríkisins leitar til Hollustuverndar ríkisins, Þjóðminjasafns íslands, Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, náttúruverndarráðs, sveitarstjórna og fleiri slíkra aðila. Allir jamma og japla á pappírsfjallinu sem orðið Álit ríkisstofnana, segir Sigurjón Benedikts- son, virðist háð undar- legri sjálfvirkni. er til vegna kröfu náttúru„verndar“ ráðs um mat á umhverfisáhrifum náttúrulegrar uppgræðslu á Hóla- sandi. Og senda síðan reikning! Erum við öll náttúrulaus? Hvað um álit Umhverfissjóðs verslunarinnar, Hagkaups, íslands- banka, Húsgulls, bakarísins Kringl- unnar og miklu miklu fleiri sem hafa stutt þessa uppgræðslu með tugum milljóna króna og vinnu- framlagi? Hvað með álit þitt? Höfundur er tannlæknir á Húsavík og stuðningsmaður Húsgulls. NÁTTÚRULEYSI er ein afleiðing nútíma- lifnaðarhátta. Bæði kemur slíkt fram í fækkun fæðinga og svo tilfinningasljóleika sem elur af sér félagsleg vandamál. Hin hliðin á náttúruleysi kemur fram er mannskepnan tapar tengslum sínum við móður jörð, maður- inn afneitar nátt- úrunni. Líf án náttúru er ekkert líf og ekki einu sinni mögulegt. Sigurjón Benediktsson Kvótakerfi - úrkast - auðlindaskattur UMRÆÐA um sjávarútveg er ávallt merkileg og tekur á sig hinar merkileg- ustu myndir. Skal engan furða þar sem milljarða hagsmunir eru í húfi - hagsmun- ir einstaklinga, byggðarlaga og þjóð- ar. Þrátt fyrir allt sundurlyndið á þessu sviði náum við að snúa bökum saman þegar kemur að deilum við útlendinga. Nægir þar að nefna þorskastríðin á sínum tíma, Smugu- deilur og nú síðast karp við Dani vegna hinnar þverr- andi Kolbeinseyjar. Þá höfum við orðið einhuga um að hneykslast á meintum ríkisstyrkjum Norð- manna í sjávarútvegi og talið þá skekkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðlegum fiskmörkuðum. En maður, líttu þér nær. Til sanns vegar má færa að í íslenskum sjáv- arútvegi sé ríkjandi bullandi styrkjakerfi. Þannig má halda því fram að leiga á kvóta milli ein- stakra útgerða nemi tugum eða hundruðum milljóna króna árlega. Leiguliðar styrkja þannig leigusala og gera hinum síðarnefndu kleift að styrkja stöðu útgerða sinna. Þetta skapar svigrúm til að sækja m.a. á fjarlægari mið, Smuguna, Flæmska hattinn o.s.frv. Á meðan veiða leiguliðar á heimaslóð og borga jafnvel 100 krónur í veiði- leyfi á hvert kíló. Vitaskuld er þetta ekkert annað en óbeinn ríkis- styrkur þar sem auðlindin er eign þjóðarinnar. Gallinn er bara sá að leiguliðarnir borga brúsann. Þann- ig er mér kunnugt um fyrirtæki sem borgar um 70 milljónir í leigu á kvóta til þess að geta haldið uppi atvinnu í byggðarlagi sínu. Fróðlegt er að velta fyrir sér hver fær þessar milljónir og fyrir hvað. Þá er ekki úr vegi að spyija hvaða áhrif þessar 70 milljónir hafa á rekstur fyrirtækisins eða svigrúm þess til að hækka laun verkafólks- ins. Það hljómar sem hin argasta mótsögn þegar við öðrum þræði tölum um auðlindina sem þjóðar- eign en horfum samtímis á einstak- ar útgerðir eða einstaklinga maka krókinn hressilega á þessari þjóð- areign okkar. Almenningi, eiganda auðlindarinnar, svíður þetta fyrir- komulag og finnst réttlætiskennd sinni misboðið. Hinir smærri í út- gerðinni eru ósáttir meðan risar kætast og veija fyrirkomulagið af kunnu alefli. Er veiðileyfagjald lausnin? Nokkrir aðilar hafa bent á veiði- leyfagjald sem lausn gegn ofan- greindri meinsemd. Hins vegar hafa fáar útfærslur verið sýndar á þeirri lausn. Þær sem birtar hafa verið fela engar grundvallarbreyt- ingar í sér gagnvart meintu kvóta- braski heldur hafa þær verið kynntar sem viðbót ofan á ríkjandi kerfi. Framsalinu, leigunni eða sölunni á kvótanum er ætlað að vera jafn óheft sem fyrr. Hveijar yrðu afleiðingamar? Ég trúi því að þar með yrði endanlega gengið á milli bols og höfuðs á hinum smærri og meðalstóru útgerðum en risarnir sölsuðu undir sig þjóð- areignina alla. Þar með væri fisk- vinnsla og útgerð á íslandi komin í svipaða stöðu og kjúklingafram- leiðsla í Bandaríkjunum en þar annast 49 aðilar megnið af kjúkl- ingaeldi fyrir 250 milljóna manna þjóð. Munurinn er sá að í Banda- ríkjunum þrífast sam- hliða þjónusta, iðnaður og aðrar atvinnugrein- ar með miklum blóma meðan íslenskt at- vinnulíf er enn heldur fábreytt. Við þurfum að svara því hvort við teljum þjóðhagslega rétt að sjávarútvegur á íslandi verði í hönd- um 10-15 aðila. Hvaða áhrif hefur það á atvinnustig þjóðar- innar meðan ekki bíða störf á öðrum sviðum? Hvað eiga menn svo við með auðlinda- gjaldi? í raun greiðir útgerð og vinnsla nú þegar gjald með beinum og óbeinum hætti til ríkissjóðs. Þannig greiða útgerðir t.d. í þróunarsjóð sjávarútvegs skatta og skyldur af tekjum sínum að ógleymdum sköttum launafólks í sjávarútvegi. Að bæta við gild- andi fyrirkomulag einhvers konar auðlindagjaldi, sem rynni í ríkis- sjóð, væru nýjar álögur á atvinnu- greinina. Mér er til efs að greinin standi að óbreyttu undir því. Við skulum líka hafa í huga að sú til- Við þurfum að svara því, segir Hjálmar Arnason í fyrri grein sinni, hvort við teljum þjóðhagslega rétt að sjávarútvegur verði í höndum 10-15 aðila. hneiging er ávallt rík að hækka alla skatta. Á fáum árum hefur t.d. staðgreiðslan hækkað úr 35% í 42%. Ríkiskassinn er óseðjandi hít og vissulega er freistandi fyrir fjármálaráðherra á hveijum tíma að hækka veiðileyfagjald örlítið á hveiju ári til að bæta stöðu ríkis- sjóðs. Þolir sjávarútvegur það? Enginn getur hins vegar neitað að skoða einhveija útfærslu veiði- leyfagjaldsins. Framsal aflaheim- ilda er lykilatriði í hagræðingu milli skipa. Þannig er eðlilegt að einstakar útgerðir geti skipst á heimildum í því skyni að gera reksturinn sem hagkvæmastan. Þegar framsalið eitt og sér er hins vegar orðið gróðalind einstaklinga eða útgerða tel ég hagkvæmnis- rökin vera misnotuð. Slíkt styrkja- kerfi í sjávarútvegi er ranglátt og í mótsögn við hugmyndir um þjóð- areign. Standi valið á milli áfram- haldandi „brasks“ eða einhvers forms veiðileyfagjalds í ríkissjóð þá er síðari kosturinn rökréttari og eðlilegri. Eðlilegra er að skoða hugmyndir þess efnis að skip, sem ekki veiða helming af kvóta sínum sjálf, missi aflaheimildir. Þá má hugsa sér að útgerðir geti skipst á aflaheimildum milli tegunda en bannað verði að selja eða leigja öðrum kvótann. Þeim aflaheimild- um væri eðlilegra að skila til stjórn- valda og endurúthluta t.d. gegn gjaldi er rynni í ríkissjóð eða á öðrum forsendum. Alltént er ljóst að leigu- og söluþróun aflaheimilda getur ekki haldist óbreytt enda felur hún í sér mismunun og rang- læti. Höfundur er alþingismaður fyrir Reykjaneskjördæmi. Hjálmar Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.