Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lambakjöt á Bandaríkjamarkað MEÐ tilvísun til greinar í Morgunblað- inu 20. ágúst 1996, um sölu á náttúru- vænu íslensku lamba- kjöti í Bandaríkjunum þætti okkur vænt um ef Morgunblaðið vildi birta eftirfarandi at- hugasemdir við nefnda frétt, til að koma að frekari skýr- ingum á málavöxtum og gefa réttari mynd af þróun málsins: 1. Cooking Excell- ence Ltd., gekkst fyrir innflutningi á íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna í maí 1995. Frá þeim tíma gerði fyrir- tæki okkar samninga við 6 keðjur stórmarkaða, sem reka 1400 versl- anir í New York, New Jersey, Connecticut, Pennsylvania og Delaware. Þessir stórmarkaðir eru Gristede’s og Sloans, Shop Rite, Patmark, King Kullen, Grand Uni- on og A&P. Islenskt lambakjöt er nú til sölu til neytenda í 700 af þessum 1400 stórmörkuðum. 520 þessara verslana eða um 74% þeirra fengu fyrstu afgreiðsluna af íslensku lambakjöti í apríl 1996, en síðan eru einungis liðnir 5 mán- uðir. Með hliðsjón af þessari stað- reynd er útilokað að draga þá ályktun að horfur í sölu á íslensku lambakjöti séu slæmar, þótt smá- sala gangi hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, sérstaklega þeg- ar slík fullyrðing er einungis byggð á 5 mánaða reynslu af smásölu íslensks lambakjöts í Bandaríkjun- um. 2. Mjög vinsamlegt samband og góð samvinna hefur ríkt milli Coóking Excellence Ltd., Bænda- samtakanna og Áforms um fram- kvæmdina á þessu reynslutímabili. Þrátt fyrir að við höfum að vísu ekki alltaf verið sammála um ein- stök atriði, hafa allir sem eru tengdir þessu verkefni ávallt fylgst vel með gangi markaðsmála. Þess vegna komu gagnstæð ummæli Sigurgeirs Þorgeirs- sonar okkur mjög á óvart. Við höfum margsinnis lagt til við Áform, að Sigurgeir og einstakir bændur kæmu vestur til þess að kynna sér með eigin augum allar aðstæður. Því miður hefur ekkert orðið úr slíkum heim- sóknum. Sigurgeir verður að skilja að hvorki Bændasamtök- in né Cooking Excell- ence Ltd. geta sagt stórum smásölukeðj- um fyrir verkum, hvemig samvinnu okkar og þeirra eigi að vera háttað. Slík framkoma væri ofmetnaður, sem fulltrúar lít- ils lands með takmarkaða fjármuni hafa ekki efni á. Stór smásöluversl- unarkveðja í Bandaríkjunum sem hefur vilja og er fús til að bjóða íslenskt lambakjöt til sölu í öllum verslunum sínum sýnir með því traust á framleiðslunni og viður- kenningu á að íslenskt lambakjöt falli vel í geð neytenda. 3. íslenskt lambakjöt hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu í smásölu vegna þess að uppafleg áætlun um auglýsingar sem Cooking Excel- lence Ltd. lagði fram og Áform samþykkti hefur ekki verið fram- kvæmd. í marsmánuði 1996 bað Áform um, að draga verulega úr auglýsingakostnaði miðað við upp- haflega áætlun til þess að tryggja fjármagn í auglýsingar sem við áttum að fá til ráðstöfunar yfir vor- og sumartímabilið 1996. Því miður hefur Áform ekki staðið við þennan þátt samkomulagsins. Þrátt fyrir nýjar áætlanir um minnkaða auglýsingaherferð hefur Áform ekki lagt fram neitt fjár- magn samkvæmt samkomulagi þar um. 4. Islenska lambakjötið er skor- ið og sneitt niður til þess að aðlaga kjötið að kröfu neytenda í Banda- ríkjunum. Þessi vinnsla er vinnu- aflsfrek og dýrari í Bandaríkjunum Um 3-5 ár þarf, segir Signrður B. Sigurðs- son, til að skapa mark- aðsaðstöðu til frambúð- ar í Bandaríkjunum. en á íslandi. Cooking Excellence Ltd. hefur boðið Bændasamtökun- um að öll vinnsla fari fram á ís- landi og þar með hækka verulega skilaverð til bænda og veita þann- ig aukna vinnu til þeirra slátur- húsa á íslandi sem standa að þessu verkefni. Ekkert svar hefur borist frá Islandi þessu viðvíkjandi. 5. Það eru engin tengsl milli söluumboðs okkar fyrir íslenskt lambakjöt og annarra íslenskra afurða, sem við höfum til sölumeð- ferðar. Ennfremur er ekkert sam- band milli samninga um dreifingu á lambakjöti hvorki við sölu á reyktum laxi né íslensku vatni. Um mismunandi markaði er að ræða, auk þess er haft samband við aðra innkaupastjóra í stór- markaðsverslunum. 6. Það er samhljóða álit sér- fræðinga smásölustarfseminnar og smásölukaupmanna að árangur dreifingar og sölu á íslensku lambakjöti til þessa í Bandaríkjun- um sé athyglisverður og búast megi við aukningu á sölu þegar til langs tíma er litið. 3-6 ár þarf til að skapa markaðsaðstöðu til frambúðar í Bandaríkjunum. Hins- vegar er Ijóst að sé hætt við þetta framtak eins og nú virðist líklegt að gert verði, mun íslenskt lamba- kjöt falla út af þessum markaði um all langan tíma eða þar til önnur kynslóð innkaupastjóra smásölukeðja er tilbúin að gefa lambakjötinu frá íslandi annað tækifæri. Höfundur er frumkvæmdnstjóri Cooking Excellence Ltd. íNew Jersey. Sigtirður B. Sigurðsson Fimm spurningar um vegagerð á Kili Á FERÐ minni inn á Hveravelli fyrir skömmu tók ég eftir nýuppsettum mæli- punktum fyrir vegar- lagningu, frá Hvera- völlum og suðurum. Mér er fullkunnugt að margir íslending- ar, einkum þeir sem hálendinu unna, eru mótfallnir þeim vega- framkvæmdum sem á undanförnum árum hafa sett svip sinn á norðanverðan Kjal- veg, þó sér í lagi byggingu brúar yfir Seyðisá. Mér er til efs að slíkt mannvirki hefði verið reist í dag á skjön við allar náttúrulegar að- stæður á Kili, svo mjög hefur vit- und almennings vaknað í sam- bandi við umhverfismál á síðustu árum. í ljósi þeirrar umræðu sem farið hefur fram að undanförnu um framkvæmdir á Hveravöllum og Kjalvegi varpa ég fram eftirfar- andi spurningum sem mér þætti vænt um að fá svör við frá vega- málastjóra á opinberum vettvangi: 1) Hverjar eru helstu ástæður fyrir framkvæmdum til að greiða fyrir umferð um Kjalveg og hverjir eiga helstu hagsmuna að gæta í því sam- bandi? 2) Hefur farið fram umhverfismat í sam- bandi við áætlaðar áframhaldandi vega- framkvæmdir á Kili og hafa þær verið sam- þykktar af skipulagi ríkisins? 3) Hefur verið leit- að álits almennings á vegaframkvæmdum á Kili, með hliðsjón af þeirri viðteknu skoðun að hálendi Islands sé almennings- eign? 4) Um þessar mundir fer fram viðamikil könnun á væntingum erlendra ferðamanna til hálendis íslands og afstöðu þeirra til ýmissa umhverfistengdra mála, m.a. aðgengi og þjónustu á há- lendinu. Glöggt er gests augað, og er annars ekki ætlun yfirstjórn- enda vegamála að bíða eftir niður- stöðum þessarar könnunar, áður Yerður áfram hægt, spyr Jón Baldur Þorbjörnsson, að skilgreina Kjöl sem hluta af hálendi íslands ef þvert yfir hann verður lagður vegur fyrir hraðf ara umferð? en ráðist er í frekari framkvæmd- ir á hálendinu, hveiju nafni sem þær nefnast, jafnt á Kili sem ann- ars staðar? Eg læt eina aukaspurningu fljóta með í lokin, án þess beinlínis að vænta svara við henni: Verður áfram hægt að skilgreina Kjöl sem hluta af hálendi íslands ef þvert yfir hann verður lagður vegur fyr- ir hraðfara umferð? Með von um skjót og góð við- brögð. Höfundur er leiðsögumnöur og bíltækniráðgjafi. Jón Baldur Þorbjörnsson Olíublettir og Blómabreiða ÞEGAR rætt er um þátt erlendra auðhringa í atvinnurekstri hérlendis rís að jafnaði íjölmennur flokkur er geldur jákvæði við öllum tilmælum um aðstöðu og áhrif hér á landi. Það virðist með ólíkind- um hvernig olíuhring- um tekst að telja fólki trú um að þeir séu eins- konar forystuflokkur í skógrækt og gróð- urvemd. Sjónvarps- áhorfendur hafa nú um árabil horft á sjón- hverfingar auglýsinga- manna, sem starfa á vegum olíufélaganna og vinna af alefli að því að mgla dómgreind og skyn áhorfenda frétta og auglýsinga. Með tæknibrellum og vaðli tekst þeim að telja hrekklausum áhorf- endum trú um að olíu- félögin leggi helst stund á gróður- vernd og blómabreiður. Fjöldi fag- urra jurta rís af moldarbeði fyrir kraftaverk bensín- og olíufélaga. Hvernig væri að sjónvarpsáhorf- endur brygðu undir sig betri fætin- um og röltu út á næsta bílastæði? Er þar ekki ljöldi olíubletta? Hvar eru blómin, baldursbráin blíð, eða fífillinn fagur? Hvar er brekkusóley Jónasar Hallgrímssonar? Smávinir fagrir, foldarskart? Hver greiðir hreinsun í ijörum og á hafsvæðum þar sem olíuskip farast og menga firði, flóa og strendur? Hver bætir tjón er verður af fugladauða? Er það ekki almenningur, ríkissjóður viðkomandi lands, þar sem olíuskip auðhringanna steyta á skeri? Vísindamenn eru tíðum bornir fyrir niðurstöðum á rannsóknum um hagkvæmni og hollustu. Rússneskur vísindamaður að nafni Pavloff lagði stund á rannsóknir á atferli dýra. Frægastur var hann fyrir tilraunir sínar á hundum. Pavloff komst að þeirri niðurstöðu að sumum hundum svipar um margt til manna. T.d. ef þeir ættu von á einhverskonar um- bun eða hlunnindum. Þá var ekki að sökum að spyija. Þeir komu fagn- andi og dilluðu rófunni. Þeir áttu von á æti. Pavloff þurfti ekki annað en hringja bjöllu. Hann boðaði hund- unum matargjafir með þessum hætti. Þeir byijuðu strax að slefa. Blessaðar skepnurnar. Þær vissu sínu viti, en héldu samt áfram að ganga á fjórum fótum og dilla róf- unni. Og bíða eftir því að húsbónd- inn hringdi bjöllunni. Margur er sá er bíður þess með óþreyju að heyra einhvern fulltrúa erlendra auðhringa hringja bjöllu og kalla til starfa verkfúsar hendur. Og flytja boðskap við rætur Olíu- fjallsins. Nú má spyija: Þurfum við fleiri Olíufjöll? Er ekki nóg að búa við ofurveldi olíufursta BP, Esso og Shell? Og fjármálaveldi bílakónga og bankahringja? Og hvað um eimyiju og útblástur verksmiðja er spúa án afláts ólofti svo súrnar í augum? Allt strit íslenskra launaþræla, hvort heldur sem þeir starfa á veg- um fijálshyggjufyrirtækja eða rík- isvalds, fer í það, að stærstum hluta, að greiða okurvexti banka, bifreiða- kostnað og bensíngjöld, auk vá- trygginga og bifreiðaskatta. Bjarg- ræðisvegir, sem svo voru nefndir, sjávarútvegur og landbúnaður lepja dauðann úr skel. Harðsnúin erlend auðfélög beina pú áhuga sínum að íslandi. Sá áhugi er einkum bundinn vonum um að ná fótfestu hér á landi vegna þriðju heimsstyijaldarinnar. Þá á höfnin í Helguvík að leika einskonar Möltu- hlutverk. Þá færist íjör í Hvalijörð- inn þótt ekki verði það síldarskip, sem þar liggja. Allt þetta skynja þeir, sem fylgjast með hernaðar- áformum stórveldanna. Það eina sem ekki er vitað: Hver verður and- stæðingurinn? En það láta herfor- ingjar og olíufurstar sig engu varða. Aðalatriðið er „að halda áfram að gera eitthvað" eins og Gvendur Guðbjarts sagði. Og manna byss- urnar. „Mér er sama í hvaða Keflavík ég ræ“ var haft eftir vermanni fyrrum. Hveijir róa nú þaðan? Bandaríska hernámsliðið hefir lagt bjargræðisvegi Suður- nesja í rúst. Suður- nesjamenn eru að mestu hættir að sækja sjóinn. Þeir treysta á flugvöllinn til framfær- is. Ef horfur eru á sam- drætti þar þá er bæjar- stjórinn óðar en varir kominn á ijóra fætur og hefir gripið betli- stafinn. Landbúnaðinn hafa bandarísk stjórnvöld einnig jafnað við jörðu, ef svo má segja. Með Marshallaðstoðinni og áburðarverk- smiðju voru íslenskir bændur ginnt- Um þessar mundir er görug umræða um fá- tækt o g ríkidæmi, fram- tíðarkosti íslendinga og viðhorf til framkvæmda og mannvirkjagerðar, fjármagns og rekstrar- forms, skrifar Pétur Pétursson, og veltir fyrir sér þætti innlendra og erlendra auðhringa í samfélaginu. ir til þess með fagurgala og blekk- ingum að auka svo túnrækt og íjölga nautgripum og sauðfé að sama skapi að til vandræða horfir. Þeim var talin trú um að óþijótandi markaðir biðu þeirra í Guðseigin- landi - Bandaríkjunum. Ef ekki hjá betri borgurum þá a.m.k. í Sing Sing.'Árangurinn má sjá þessa dag- ana þegar rosknir bændur eru skornir við framleiðslutrog bænda- samtaka og faðirvori jarðræktar og búsældar snúið uppá hernaðaríjand- ann. Sókn erlendra auðjöfra sem herða nú tök sín á vinnulýð og smáþjóð- um. Krefjast frelsis fjármagns og auðs, en skerða jafnframt athafna- frelsi einstaklinga og reyna af al- efli að bijóta niður félagssamtök almúga vekur ugg í bijósti. Það vakti athygli er gerður var samningur um afnot Helguvíkur- hafnar. Þar hefír bandaríska her- námsliðið forgang. íslendingar eru í annarri röð. Þeir eiga að verða skipaskækjur í sínu eigin landi hvenær sem hemámsliðinu þóknast að nefna „hættuástand". Innrás olíuhringa, erlendra banka, sem kaupa upp ijölmiðla og aukin hernaðarumsvif Bandaríkja- manna, að viðbættum afskiptum óþroskaðra og illa upplýstra „stjórn- málamanna" í ráðherraembættum skapa geigvænlega hættu á ófarn- aði þjóðarinnar í náinni framtíð. Kaupmenn fagna nú komu þýskra herskipa til Reykjavíkur. Séra Bjarni Jónsson kvað það erfiðasta prestverk sitt að tilkynna árangur- inn af voðaverki þýsks kafbáts við Garðskaga 10. nóvember 1944 er sökkt var óvopnuðu kaupfari hlut- lausrar þjóðar. Höfundur er þulur. Pétur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.