Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ SÓLEY SIG URJÓNSDÓTTIR + Sóley Sigur- jónsdóttir fæddist í Keflavík 17. ágúst 1925. Hún lést á Land- spitalanum 14. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Vigfúsína Sigríður Vigfús- dóttir frá Stokks- eyrarseli og Sigur- jón Jóhannesson, þau bjuggfu að Stokkseyrarseli til ársins 1924 þá fluttu þau til Keflavíkur. Vigfúsína og Sigur- jón eignuðust 5 börn: Sigríður, f. 29.6. 1916, d. 8.10. 1989. Guðbjartur, f. 14.8. 1917, d. 27.5. 1965. Guðlaugur, f. 7.5. 1919, d. 19.7. 1968. Viktoría, f. 24.10. 1922, d. 20.1. 1991. Sóley eignaðist tvö börn með fyrri manni sínum John Slou- sky, f. 6.3. 1922. Margrét Jean, f. 15.10. 1949, d. 12.2. 1955. John Slousky f. 4.3. 1951, d. 3.11. 1951. Seinni maður Sóleyjar var Þorgeir Óskar Karlsson, f. 5.3. 1917, hann lést 26.10.1995. Þau bjuggu fyrstu árin að Sólvöllum í Keflavík. 1955 fluttu þau í hús sitt að Sólvallagötu 4 í Kefla- vík. Þau eignuðust þijú börn: Margeir, f. 24.9. 1955, bygg- ingameistari í Kefla- vík, kona hans er Astríður Lilja Guð- jónsdóttir, hús- stjórnarkennari. Þau eiga fjögur börn: Þorgeir Óskar, f. 16.7. 1977, nemi, Sóley, f. 15.8. 1983. Elva Björk, f. 5.6. 1985. Margrét Lilja, f. 10.12. 1991. Þau búa í Keflavík. Katr- ín Ósk,f. 20.11.1957, hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir, maður hennar er Guð- mundur Gestur Þórisson, tré- smiður. Hún á Heiðar Inga, f. 21.8. 1985, með Júlíusi Heiðari Sigurðssyni feldskera. Saman eiga Katrín og Guðmundur Björgvin Karl, f. 24.9. 1992 og Þóri Geir, f. 29.9.1994. Þau búa á Stokkseyri. Ingibergur, f. 2.3. 1963, útgerðarstjóri. Sambýlis- kona hans er Málfríður Bald- vinsdóttir, hárgreiðslumeistari. Börn þeirra eru Theodór, f. 26.1. 1987, og Sóley Björg, f. 29.3.1994. Þau búa í Garðinum. Útför Sóleyjar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hef- stathöfnin klukkan 14. Við þökkum þér elsku mamma fyrir allt í lífinu, atlætið og allt það góða sem þú hefur fyrir okkur gert. 0, ást sem faðmar allt! I þér minn andi þreyttur hvílir sig, þér fús ég offra öllu hér, í undradjúp þitt varpa mér. Þín miskunn lífgar mig. Ó, fagra lífsins ljós, er skín og lýsir mér gleði og þraut, mitt veika skar það deyr og dvín, ó, Drottinn minn, ég.flý til þín, í dagsins skæra skaut. Ó, gleði’, er skín á götu manns í gegnum lífsins sorgarský. Hinn skúradimmi skýjafans er skreyttur litum regnbogans og sólin sést á ný. Ó, ég vil elska Kristi kross, er kraft og sigur veitir mér. Að engu met ég heimsins hnoss, því Herrann Jesús gefur oss það líf, sem eilíft er. (Mathes. - Sigurbj. Sveinsson.) Þín börn, Margeir, Katrín Ósk og Ingibergur. Þín endurminning eins og geisii skín, á okkar leið og mýkir hjartans sárin. Já vertu sæl við sjáumst vina mín, í sælu Guðs er þerrar harma tárin. I hug minn kemur andblær iiðinna ára, þegar ég minnist Sóleyjar þá minnist ég góðrar konu sem við sambýlisfólk hennar höfum deilt með fölskvalausri og traustri vin- áttu. Hún var kona sem gekk hægt um í samskiptum við aðra en var alltaf skemmtileg í viðræðum og hafði sínar ákveðnu skoðanir á þeim málum sem rædd voru og sagði hispurslaust sem henni bjó í bijósti. Nú þegar eitthvert besta vor og blíðasta sumar er að kveðja með þeirri fegurð sem vorið og sumarið veitir þá hefur verið barið að dyrum hjá vinkonu okkar og hún kölluð til þess ferðalags sem enginn kemst undan að takast á hendur. En sárt ér að sjá á eftir myndarlegri konu á góðum aldri þurfa að láta undan sigð dauðans. Fyrstu raunverulegu kynni mín af Sóleyju voru þegar hún og maður hennar fiuttu í Sam- eignarhúsið á Kirkjuvegi 1 í Kefla- vík og nú hafa þau kvatt okkur, bæði með stuttu millibili og söknum við góðs sambýlisfólks þar sem þau voru. Þrátt fyrir fullkomnun í lækna- vísindum nútímans virðist vera erf- itt að komast fyrir og lækna sum sjúkdómsmein. Það er sárt að þurfa að sjá á eftir þeim báðum hjónum falia fyrir sama sjúkdómi á skömm- um tima án þess að þar væri rönd við reist. Annars kom andlátsfregn Sóleyjar okkur ekki að óvörum, hún hefur ekki gengið heil til skógar í langan tíma en þrátt fyrir það að við höfum vitað að hveiju dró erum við aldrei viðbúin dauðanum. Sóley var ákaflega vel verki far- in enda á meðan heilsu hennar naut við tók hún að sér ýmis verk heim að vinna fyrir aðra. Sóley var snyrtileg kona sem klæddist vel og var ákaflega myndarleg í öllu hús- haldi. Heimilið hennar fallega búið húsgögnum sem báru henni vitni um gott val á því sem hún vildi hafa í kringum sig. Sóley átti myndarbörn sem öll eru gift og búin að mynda sér sín eigin heim- ili og bera foreldrum sínum góðan vitnisburð um það uppeldi sem þau nutu. Vorið beð þinn vökvar tárum vakir sól á ystu bárum greiðir hinsta geislalokkinn grúfir sig að bijóstum hranna. Moldin að þér mjúk skal hlúa móðurlega um þig búa rétta þér á rekkjustokkinn rós úr hendi minninganna. (MÁ) Og nú þegar Sóley er lögð af stað í sína hinstu för til þess staðar sem okkur er öllum ætlað að gista að aflokinni veru sinni hér. Hér fylgja henni blessunarorð og bænir frá döprum hjörtum sambýlisfólks hennar en sem jafnframt gleðst yfir því að hún skuli vera leyst frá þeim þrautum sem hana þjáðu. Ég veit að á móti henni hefur verið vel tekið af ástvinum hennar sem á undan voru farnir og þar hafa ver- ið fagnaðarfundir. Ég votta öllum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sóleyjar Sig- uijónsdóttur. Magnús Þór. Þegar mér bárust þau sorgartíð- indi að Sóley hans Geira, eins og við í fjölskyldunni nefndum hana, væri látin komu mér í hug orð spá- mannsins Kahlil Gbran um tímann: „Þið eruð vön að mæla tímann og hið ómælanlega. Þið hagið gerðum ykkar eftir stundaglasi og bindið MINNINGAR jafnvel anda ykkar við stundir og árstíðir. Tímann gerið þið að fljóti, setjist síðan á bakkann og horfið á strauminn." Andlátsfregnin barst mér til eyrna á fyrsta sumarleyfis- degi mínum, en ég hafði einmitt hugsað mér að eiga með Sóleyju eina stund í rólegheitum í fríinu. En stundaglas hennar er tæmt í þessu lífi. Fyrsta minning mín af Sóleyju var í þá daga þegar ég var lítil stelpa og hlutirnir voru svo einfald- ir. Ég var send til að kaupa tvinna í Bláfell, sem var ein fínasta búðin í Keflavík og þar var Sóley ein af fínustu búðarkonum bæjarins. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar ég og fjölskylda mín eignuð- umst húsið við Sólvallagötu 2, gömlu Sólvellina sem móðir Sóleyj- ar hafði átt lengst af. Því stóð Sóleyju ekki á sama um húsið eða þá sem í því bjuggu. Við höfðum ekki búið lengi í næsta húsi við íjölskyldu Sóleyjar þegar góður vinskapur myndaðist milli barna okkar. Yngstu börnin í íjölskyldun- um, Guðbjörg og Ingibergur, voru fyrst til að stofna til vinskapar. Mér er einkar minnisstætt þegar Guðbjörg kom heim einn daginn í fallegum, rauðum inniskóm sem Sóley hafði saumað á hana meðan þau léku sér saman. Börn okkar nágrannanna áttu mjög vel saman enda þótt þau ættu öll aðra vini frá fyrri kynnum. Margeir var elst- ur barna Sóleyjar og setti hann ekki fyrir sig að leika við Helga og Inga enda þótt þeir væru yngri. Katrín setti það heldur ekki fyrir sig að leika við Elínu og stundum kom hún einnig til að sjá nýfædda barnið hana Þórlaugu, eða til að spjalla við mig allt eftir því hversu stór hún vildi vera í hvert sinn. Vinskapurinn var ekki aðeins bundinn við börnin því með okkur fullorðna fólkinu myndaðist einlæg vinátta. Mér er sú stund ógleyman- leg þegar Geiri kom yfir til mín og sagðist ætla að slá blettinn okk- ar, honum munaði ekkert um það um leið og hann slægi sinn. Taldi hann að hann Jónatan minn hefði nóg annað að gera þegar hann kæmi þreyttur heim úr Sigöldu. Og þau urðu fleiri verkin sem hann létti undir með grasekkjunni ungu með fullt hús af börnum. Þau voru einnig mörg sporin sem ég hljóp með hálfsaumaða flík til að fá holl ráð hjá Sóleyju um næsta nálfar. Sóley var sannkölluð listakona á allar hannyrðir. Hún saumaði nán- ast allar flíkur á sig og sína og mátti vart sjá hvort þær voru heimasaumaðar eða keyptar hjá færustu klæðskerum því slíkt var handbragð hennar. Nágrannarnir áttu fleiri stundir saman en þær sem snerust um daglegt amstur. Stundum var boðið til kaffidrykkju í eldhúsum eða stássstofum, allt eftir því hvert tilefnið var. Á slíkum stundum urðu kynnin náin. Sóley og Geiri bjuggu yfir mik- illi lífsreynslu en við vorum ung og tiltölulega reynslulítil. Ung að árum varð Sóley fyrir því skelfilega óláni að missa tvö ung börn af fyrra sambandi og Geiri átti fyrir þijá syni af fyrra hjónabandi. Þessi lífsreynsla mótaði þau og þau lögðu áherslu á samvinnu og samstöðu. Heimili þeirra, sumarbústaðurinn í Borgarfirði, uppeldi barnanna og samneytið við barnabörnin báru öll merki um samvinnu og samstöðu. Sóley var mikil og góð mann- eskja. Hún var ljúf og þægileg í umgengni en það þýðir ekki að hún hafi verið skaplaus kona. Hún bjó yfir mikilli skapfestu og hafði sínar skoðanir um menn og málefni sem hún stóð og féll með. Veikindi þjökuðu Sóleyju síðustu árin og oft gekk hún óheil til skóg- ar, en reisn hennar var slík að því var vart trúað að þar færi sársjúk kona. Geira sinn missti hún fyrir ári þannig að stutt er stórra högga á milli fyrir ástvinina. Elsku Mar- geir, Katrín, Ingibergur, makar og aðrir vandamenn, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur á raunastundum. Sólveig Þórðardóttir. INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR + Ingibjörg Stef- ánsdóttir fædd- ist i Efrihlíð 24. ágúst 1906. Hún lést 16. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannesson og Ól- afía Hjálmrós Ól- afsdóttir. Maki: Ragnar Þorkell Jónsson bóndi á Bústöðum. Börn: Fjóla Sigurgeirs- dóttir, f. 1929. Maki Gunnar Þorsteins- son, d. 1974. Þeirra börn Ragnar og Sigríður Ingi- björg. Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ólíklega hvarflar það að þeim mörgu vegfarendum, sem leið eiga umk Bústaðaveginn, að skammt austan kirkjunnar handan vegarins, hafi staðið blómlegt sveitabýli allt til ársins 1970, en Bústaðir lögðust af um það leyti og var það eitt síð- asta sveitabýlið innan lögsagna- rumdæmis Reykjavíkur, sem var í ábúð. Flestöll austurhverfi Reykjavíkur eru kennd við jarðirnar, sem færðar voru undir lögsögu Reykjavíkur um og eftir síðustu aldamót. Þannig færðust jarðirnar Bústaðir,_ Breið- holt og hlutar Ártúns og Árbæjar undir lögsögu Reykjavíkur árið 1923. Þetta riijast upp nú, þegar Ingi- björg Stefánsdóttir ráðskona og síð- ar húsfreyja á Bústöðum er kvödd í dag, en hún hefði orðið níræð á morgun. Margt hefur breyzt í áranna rás síðan Ingibjörg réð sig fyrst sem ráðskona hjá Ragnari bónda Jóns- syni á Bústöðum upp úr 1930, en þau giftu sig síðar. Bústaðir voru þá ekki í alfaraleið, en þar var alhliða búrekstur með mjólkurfram- leiðslu. Lengi vel var mjólkin flutt í bæinn á hestvögnum til neyt- enda en næstu ná- grannar nutu þeirrar þjónustu að fá hana senda heim á brúsum. Ragnar Jónsson þótti dugmikill bóndi og með Ingibjörgu hon- um við hlið voru Bú- staðir myndarbýli í fögru umhverfi Foss- vogsdalsins. Eiga margir rosknir Reykvíkingar góðar minningar um samskipti sín við þau Ragnar og Ingibjörgu. Eftir að Ragnar féll frá 1972, bjó Ingibjörg með dóttir sinni Fjólu í Marklandi í Fossvogi unz hún lézt á heimili sínu sl. föstudag. Ingibjörg var um margt merkileg kona, kjarkmikil, fjölfróð og víðles- in. Hún átti stóran systkinahóp, en alls voru systkinin 18 talsins. Nú lifir aðeins eitt þeirra, Alexander Stefánsson fyrrverandi leigubíl- stjóri, en hann var einn af stofnend- um Hreyfils. Það er til marks um kjark Ingi- bjargar, að háöldruð ferðaðist hún hvað eftir annað ein sín liðs til Kaliforníu í Bandaríkjunum til að heimsækja systur sína sem þar var búsett. Með Ingibjöru og Fjólu dóttur hennar og börnum hennar var eink- ar traust og hlýlegt samband alla tíð og naut Ingibjörg hlýju og vin- áttu þeirra á kyrru ævikvöldi. Þó að bærinn Bústaðir sé horfinn sjónum er heilt borgarhverfi, sem heldur minningu hans á lofti, svo og hin fagra Bústaðakirkja, þar sem Ingibjörg húsfreyja á Bústöðum verður kvödd í dag. Blessuð sé minning hennar. Alfreð Þorsteinsson. EGGERT WAAGE + Eggert Stefán Sigurðsson Wa- age var fæddur í Reykjavík 8. sept- ember 1936. Hann lést að heimili sínu 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Aðalheiður Ingibjörg Ólafs- dóttir og Sigurður Óskar Eggertsson Waage sem bæði eru látin. Eggert kvæntist 1956, _ Guðnýju Huldu Isleifsdóttur, f. 28. apríl 1938. Börn Eggerts eru Sigurður Óskar, ísleifur Helgi, Guðrún Hulda og Edda. Barnabörn hans eru 4 og eitt barnabarnabarn. Útför Eggerts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég var fjögurra ára, kom inn á heimili foreldra minna 18 ára gamall piltur, það var Eggert Wa- age, en hann var þá nýtrúlofaður Huldu systur minni. Ég átti eftir að kynnast honum náið og „bralla" ýmisiegt með hon- um þau 42 ár sem við áttum sam- an, þeim er nú lokið við brottför Eggerts úr þessum heimi. Það er margs að minnast frá þessum tíma. Sem polla fannst mér mikið til Eggerts koma, hann var að vinna á stórum vinnuvélum og fékk ég oft að fara með honum í vinnuna, í það fóru heilu og hálfu dagarnir sem hér eru þakkaðir. Eggert var sérlega laginn við störf sín og ekki vantaði kjarkinn þegar vinna þurfti við erfiðar aðstæður, þá var aðdáun mín enda- laus! Ferðalögum hafði hann mikið yndi af og voru þær ófáar ferðirn- ar sem við fórum sam- an um landið, tveir ein- ir eða með fjölskyld- unni. Eftir að ég giftist og stofnaði heimiii voru farnar margar ferðir í fjölskylduhjólhýsið á Laugarvatni, en þar var ávallt glatt á hjalla, Eggert var þá oftast manna kátast- ur. Því hafa allir kynnst sem leituðu til Eggerts að hann var ávallt boð- inn og búinn til að aðstoða og leggja góð ráð til. Þetta kom mjög vel í ljós fyrr í sumar þegar ég vann við smáframkvæmdir við heimili mitt. Þá kom Eggert sem oftar til mín, hann var fljótur að sjá réttu lausn- ina og lá ekki á liði sínu við fram- kvæmdir. Fyrir um fjórum árum slitu þau samvistum Hulda systir mín og Eggert, en eftir sem áður fylgdist hann mjög vel með fjölskyldunni. Aðdáun mín sem polla breyttist með tímanum í virðingu sem ég tel hafa verið gagnkvæma í þessi 42 ár. Eggert minn, blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Þinn mágur, Skúli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.