Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR + Kris1jana Kristj- ánsdóttir fædd- ist í Langholtsparti í Hraungerðishreppi í Flóa 10. september 1920. Hún lést 17. ágúst síðastliðinn á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli. Foreldrar Krisljönu _ voru Kristján Olafsson, f. í Laugardælum 29. maí 1878, d. 3. júní 1956, bóndi og smið- ur í Bár í Flóa, og seinni kona hans Ragnheiður Þorkels- dóttir, f. í Smjördölum 30. októ- ber 1893, d. 3. mars 1991. Krisljana var elst fjögurra dætra þeirra hjóna, hinar eru Sigríður, f. í Langholtsparti 17. september 1921. Hún býr á Sel- fossi. Ragna Þorgerður, f. í Bár 5. apríl 1923. Hún býr í Kópa- vogi; og Sigrún Denegan, f. í Bár 11. apríl 1928, býr í Tampa í Flórída. Með fyrri konu sinni Kristjönu Jóakimsdóttur, f.18. maí 1879, d. 30. nóvember 1918, átti Kristján þijú börn, Jóhönnu Guðrúnu, f. í Reykjavík, 15. febr- úar 1905, d. 6. júní 1991, Ólaf, f. í Reykjavík 2. júní 1906, d. 22. apríl 1978, og Katrínu, f. í Sig- túnum á Selfossi 4. ágúst 1908. Tryggvi Bjamason, f. 10. jan- úar 1932, bóndi að Lambastöðum Kæra Kristjana. Nú ert þú lögð af stað í ferðina miklu, sem á fyrir okkur öllum að liggja þegar að kall- ið kemur. Við í Baughúsum 36 minn- ..umst þín ævinlega sem ömmu hans Kjartans Inga á Laugateig. Við þessa götu hófum við búskap okkar og kynntumst þér og okkar góðu vinum, dóttur þinni Þórunni og fjöl- skyldu hennar. Þú varst alltaf svo traust og góð amma, hafin yfir hið daglega amstur og þras hversdagsins. Róleg og tókst hlýlega á móti Arnari Óskari syni okkar, sem þá var smápolli. Hjá þér og Ingimundi heitnum bundust þeir Arnar Óskar og Kjartan Ingi, barna- barnið þitt, tryggum vináttuböndum, sem enn halda mörgum árum seinna. Oft var glatt á hjalla hjá þessum ungu drengjum þegar þeir fengu að leika sér að vild í húsinu þínu undir öruggri handieiðslu þinni. Mörgum 'árum síðar þegar veikindi þín dundu yfir dáðumst við að því hversu mikla í Flóa, kom með móður sinni Stefan- íu Jónsdóttur að Bár þegar hann var á fyrsta ári og ólst hann þar upp hjá henni til fullorðins ára. Kristjana giftist 6. ágúst 1943 Ingi- mundi Guðmunds- syni brunaverði, f. í Amundakoti í Fljóts- hlíð 24. mars 1911. Ingimundur lést 4. desember 1985. Kristjana og Ingi- mundur eignuðust eina dóttur Guðrúnu Þórunni, fædda 27. apríl 1953. Guðrún Þórunn er meinatæknir að mennt. Maður hennar er Jón Bergmundsson rafmagnsverk- fræðingur, fæddur 25. október 1952. Þau eiga tvö böm Krist- jönu, fædda 5. desember 1973, og Kjartan Inga, fæddan 16. júlí 1978. Sambýlismaður Krisljönu er Ágúst Ásgeirsson, fæddur 29. september 1964. Kristjana og Ágúst eiga soninn Ingimund sem er fæddur 22. júni 1995. Kristjana lærði sauma í Reykjavík og lauk sveinsprófi og starfaði hún lengst af við þá iðn meðfram húsmóðurstörfum. Útför Kristjönu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. ró og innri styrk þú sýndir í þeirri baráttu. Við kveðjum þig Kristjana í hinsta sinn á þessum fallegu síð- sumardögum með söknuð í huga. Kæru vinir, Þórunn, Jón, Kjartan Ingi, Kristjana yngri og fjölskylda. Við sendum ykkur hugheilar sam- úðarkveðjur í minningu um góða konu. Vigdís, Arnar og Egill. í dag kveðjum við hinstu kveðju tengdamóður mína Kristjönu Krist- jánsdóttur sem lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli þ. 17. ágúst á sjö- tugasta og sjötta aldursári. Kristjana fæddist í Langholtsparti í Flóa þ. 10. september 1920 en flutt- ist nokkurra ára gömul að Bár í sömu sveit og óx þar úr grasi. Hún var elst af íjórum dætrum þeirra Kristjáns Ólafssonar trésmiðs og bónda og seinni konu hans Ragn- heiðar Þorkelsdóttur, en fyrri konu sína hafði Kristján misst í Spönsku veikinni frá þremur ungum börnum. í Bár var hefðbundinn búskapur að þeirra tíma sið auk þess sem heimil- isfaðirinn stundaði smíðar þar víða um sveitir, reisti fjölmörg hús og sá m.a. um smíði á meginhluta brúa og lokuvirkja í Flóaáveitunni. Þegar Kristjana var innan við tví- tugt fór hún til Reykjavíkur, fyrst í vist, en lagði síðan fyrir sig sauma- skap og tók sveinspróf í þeirri iðn. Vann hún við sauma æ síðan meðan heilsa leyfði. Kristjana var mjög fær í sinni grein og átti ekki langt að sækja það því móðir hennar var annáluð hannyrðakona. Kristjana var mjög glæsileg kona eins og þær allar Bárarsystur. Kristjana giftist Ingimundi Guð- mundssyni brunaverði þ. 6. ágúst 1943. Var sambúð þeirra með mikl- um ágætum og eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu Þórunni, sem gift er undirrituðum og eru barnabörnin tvö, Kristjana og Kjartan Ingi og eitt barnabarnabarn sem heitir Ingi- mundur í höfuðið á langafa sínum. Það var fyrir um 25 árum sem ég byijaði að venja komur mínar á heimili þeirra Kristjönu og Ingi- mundar við Háaleitisbrautina þegar samdráttur hófst með mér og einka- dótturinni. Með okkur tókust strax ágætis kynni þrátt fyrir sítt hár og hermannajakka að hætti þeirrar kynslóðar sem þá var að komast til fullorðinsára. Nokkrum árum síðar var ég til heimils hjá þeim um skeið og betra sambýlisfólk er ekki hægt að hugsa sér. Eftir að Kristjana og Ingimundur fluttust á Laugateiginn naut hún þess að hugsa um garðinn sinn sem fljótlega bar af öðrum í götunni fyrir blómskrúð og ræktarsemi. Ekki var ræktarsemin síðri við barnabörnin tvö sem bjuggu skammt frá við sömu götu og fyrir þau var eins og um eitt heimili væri að ræða, í tveimur húsum. Þetta nábýli þriggja kynslóða var með hinum mestu ágætum og ósjaldan var öll fjölskyldan saman- komin við spjall og góðan viðurgjörn- ing í mat og drykk. Kristjana og Ingi- mundur voru ættrækin og um margra ára skeið var ættingjum safnað saman til veglegrar veislu á jóladag. Ingimundur lést í umferðarslysi árið 1985 og var missir Kristjönu mikill. Upp frá því fór heilsu hennar að hraka. Blóðsjúkdómur sem blund- aði í henni virtist magnast við áfall- ið án þess þó að hægt væri að festa hendur á honum. Þegar hann upp- götvaðist að lokum var skaðinn skeð- ur og Kristjana náði sér ekki á strik. Síðustu æviár sín dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli og þrátt fyrir að sjúkdómurinn setti á hana mark vann hún þar hug og hjörtu starfsfólksins með hógværum glæsi- leika. Naut hún þar frábærrar umönnunar starfsfólksins sem létti henni stundirnar þar til yfir lauk. Blessuð sé minning hennar. Jón Bergmundsson. Það er dálítið erfitt fyrir nútíma- fólk sem alið er upp við iðandi borg- arlíf, greiðar samgöngur, skipulagða heilsugæslu og flesta þá tækni sem einkennir lífið nú til dags, að imynda sér aðbúnað í uppvexti þeirra sem nú eru að kveðja lífið í hárri elli. Þannig fer mér er ég reyni að átta mig á lífinu í Bár í Flóa á uppvaxtar- dögum Kristjönu Kristjánsdóttur sem kvödd er hinstu kveðju í dag. Þegar maður gengur um Bárar- land í dag, yfir stórgert þýfið og virð- ir fyrir sér ummerkin, sem smátt og smátt eru að hverfa, sér maður krók- ótta farvegi vatnslænanna með ör- stuttu millibili, lág garðabrotin sem héldu að áveituvatninu á vorin og gróin tóttabrot lambhúsanna á örliti- um hólbörðum sem þó rísa aðeins rétt upp fyrir þúfnakollana. Ef maður lítur aðeins upp úr þessu flata lands- lagi blasa við lágir hraukar á bökkum Hróarsholtslækjarins, fyrstu merki breyttra tíma, tíma Flóaáveitunnar, dyranna að nútímanum í Flóanum. Ef litið er aðeins til hliðar blasa við yngri og brattari hraukar framræslu- skurðanna og á milli þeirra kýfð vél- tæk tún, sem í raun breyttu litlum og dreifðum heytóftum í stórar hlöð- ur. í baksýn má sjá röð af háum staurum, sem flytja raforku og þar með er runnin upp allt önnur öld. Þessar breytingar á mannvist og náttúru Flóans lifði Sjana. Hún var í raun fædd í fornöld þó hún dæi fyrir aðeins fáeinum dögum á öld hátækni, íjölmiðlunar og hnattreisa. Þegar þetta blasir við rennur það upp fyrir manni að maður spyr of lítið. Hvernig var að vera ung stúlka í Flóanum þegar hann var allur und- ir vatni og öll erindi þurfti að reka þvers og kruss yfir og um vatnsósa veglausar mýrar? Hvemig framtíðar- sýn blasti við ungu fólki sem ólst upp við að raka slægju upp úr bleytunni til þess að reyna að þurrka hana á þeim rimum og börðum þar sem ekki vatnaði upp í grasrótina? Hvaða væntingar bærðust í bijósti þess þeg- ar það öslaði krapann í heimagerðum sauðskinnsskóm á leið í fábrotinn skóla þess tíma? Hvernig þótti því að kúra í litlu og þröngu húsnæði án rafmagns og hitaveitu, síma, út- varps og sjónvarps? Og hvernig var að búa við vitneskjuna um að þarna gat riðið yfir ægilegur jarðskjálfti án undanboða, fellt hús, meitt og drepið menn og skepnur og maður gat ekk- ert við því gert? Þegar Sjana fæddist voru liðin aðeins 24 ár frá slíkum atburðum og þá var móður hennar aðeins þriggja ára gamalli bjargað úr rústunum á næsta bæ, Smjördöl- um og flutt á hestakerru til Reykja- víkur til vetrardvalar. Við sem nú erum á góðum aldri getum ímyndað okkur sumt í þessa veru, því við munum endadægur þessara einföldu tíma, annað hvort eigin minni eða foreldra vorra. En unga fólkið getur það varla svo raun- sönn mynd sé á. Það á yflrleitt afa og ömmur, langafa og langömmur úr allt öðrum heimi, heimi einfaldrar þekkingar og fábreytiiegrar tækni. Þess vegna er illt að hafa ekki grennslast betur eftir. Með Sjönu er gengin manneskja sem þekkti þennan tíma af eigin raun og skildi hann vel, en því miður var þekking hennar ekki krufin og geymd okkur til betri skilnings á horfnu mannlífi og fram- stæðri nýtingu á náttúrugæðum. Sumir heimspekingar spá því að þess konar þekkingar muni aftur verða þörf, og ef satt er, þá er illt að þurfa að læra hana alla á sjálfum sér. Þó lífið hafi verið frumstætt í Bár á fyrri hluta aldarinnar, var það á engan hátt fátæklegt, búskapur Kristjáns bónda Ólafssonar gekk býsna vel þó hann væri mikið að heiman við smíðar. Hann missti fyrri konu sina, Kristjönu Jóakimsdóttur frá Selfossi frá þrem ungum börn- um, tveim dætrum og einum syni. Ragnheiður Þorkelsdóttir frá Smjördölum varð síðari kona hans og gekk börnum hans í móður stað. Hún stjórnaði heimili og búi í frá- veru bóndans af hógværð en með góðum árangri og þau eignuðust fjórar dætur. Sjana var elst þeirra alsystranna. Loks kom svo að Bár ungur drengur með móður sinni og ílentust þau bæði til frambúðar. Barnahópurinn i Bár var því stór og hann var myndarlegur og ekki skorti þar á lífsgleði og vinnuþrek. Enda er það haft eftir nýlega látnum öldungi í Flóa að í Bár hafi á þessum tíma verið myndarlegasti hópur upp- vaxandi ungmenna í Flóa og hugtak- ið Bárarsystur er eldra fólki í Flóa enn ferskt í huga. Aldraðan Flóa- mann hitti ég fyrir nokkru sem lýsti því með þungum áherslum hversu einstaklega miklar gæðakonur Sig- ríður í Smjördölum og dóttir hennar Ragnheiður í Bár hefðu alla tíð ver- ið og hve þeim hafi verið lagið að snúa öllum atburðum til betri vegar. Það er ljóst að Sjana var sprottin úr góðum jarðvegi, enda leyndi það sér aldrei í fari hennar. Eiginleika formæðra sinna bar hún og notaði af viti. Hún var mikil myndar- og sómakona, sem kunni skil á flestum hlutum úr samtíð sinni. Ásamt manni sínum Ingimundi Guðmunds- syni brunaverði frá Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum átti hún látlaust og gott heimili í Reykjavík, þar sem gott var að koma og vera. Rausn þeirra beggja var sérstaklega við brugðið. Ingimundur var alþekktur fyrir styrk sinn og traustleika. Þrátt fyrir rýra skólagöngu bjó Sjana yfir kunnáttu í gegnum lestur og eftir- tekt sem jafnan kom í ljós þegar umræður spunnust og skipti ekki höfuðmáli hvað var rætt, hún var ætíð með á nótunum, hafði bæði skilning og skoðanir. Yfir henni var reisn og virðuleiki sem gaf orðum hennar áhersluþunga. Hún var mjög trygglynd kona og ættrækin og tók óskyldu venslafólki eins og mér sem endurheimtum ættingja. Þegar fólk Bárarsystra hittist var andrúmsloft- ið jafnan líkast samkomu eða hátíð þó ekki væru tyllidagar. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Þórunni, sem sækir fas og lífsafstöðu til beggja foreldra sinna. Páll Imsland. Sjana systir. Þetta nafn hefur al- veg sérstakan hljóm og stendur fyrir svo marga mannkosti í mínum huga. Við systkinin tókum það upp eftir móður okkar að kalla Kristjönu móð- ursystur okkar Sjönu systur, mikið til vegna þess hve stóran sess hún og ijölskylda hennar skipaði í lífi okkar og líka til að stríða móður okk- ar á því hve henni var gjamt að vitna í orð og gerðir systur sinnar. Sam- band þeirra systra var mjög sterkt. Þær voru að mörgu leyti líkar, en einnig ólíkar án þess að það traflaði vináttu þeirra og systrakærleik. Alla tíð frá því ég man eftir mér hef ég átt Sjönu að. Hún hafði ein- stakt lag á að láta börn njóta sín í sinni návist og lögðu þau hjónin Sjana og Ingimundur strax grunn að vináttu við okkur systkinin. Þessi vinátta hefur verið að þroskast alla tíð síðan og höfum við ríkulega feng- ið að njóta hinna miklu mannkosta þeirra. Framkoma Sjönu og viðmót einkenndist af reisn og virðingu, en kímni var einnig hennar einkenni. Sjana var ákaflega trygglynd mann- eskja og hún virtist ekki eiga í vand- ræðum með að yfirfæra kærleika sinn til þeirra sem fyrir voru í íjöl- skyldu- og vinahópnum á maka og börn sem bættust við. Þegar við hjónin vorum að setjast að í Reykja- vík, ungt fólk um tvítugt íjarri fjöl- skyldum okkar, hölluðum við okkur mjög að föður- og móðursystkinum okkar og fjölskyldum þeirra og veitti frændfólkið okkur ómetanlegan stuðning við að fóta okkur í stór- borginni. Sjana og Ingimundur voru meðal styrkustu bakhjallanna á þessum árum. Það er mér ákaflega dýrmætt að hafa átt vináttu þeirra sem alltaf var veitt af örlæti. Ragnheiður Kristjánsdóttir. Nú er eisku amma mín farin. Hún hefur fengið frið frá öldum lífsins. Amma hafði lengi átt við vanheilsu að stríða og hvíldin henni kærkomin. Amma dvaldi síðustu æviár sín á Skjóli við gott atlæti. Ég vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Skjóls fyrir góða umönnun og kær- leika í hennar garð. Amma og afi áttu yndislegt heim- ili á Laugateigi 15. Þar ríkti regla og festa, en umfram allt ástúð og kærleikur. Þangað var mjög gott að koma og það þótti fleirum en okkur íjölskyldunni. Amma var einstaklega vandvirk og eru þær ófáar flíkurnar sem hún saumaði á okkur íjölskyld- una og sjálfa sig. Allt var mjög vel gert og frágangur til fyrirmyndar. Hún unni lika garðinum sínum og allt Iifnaði við sem hún kom ná- lægt. Hún ræktaði mörg falleg blóm og salat. Hún kenndi mér að þekkja blómin í garðinum og bera virðingu fyrir þeim. Hún kunni líka ógrynni af vísum og lærði ég þar af henni. Það þótti mér mjög gaman og ennþá er ég mikill ljóðaunnandi. Amma var mér líka mikil stoð og stytta í lífsins ólgu- sjó. Hún stóð með mér í gegnum súrt og sætt og tók alltaf minn málstað. Það var alveg ómetanlegt að eiga hana að. Hún var mér sönn vinkona. Ég ólst að miklu leyti upp hjá henni og tel ég að ég hafi haft mjög gott af því. Hún kenndi mér margt mjög gott, s.s. góða um- gengni, kurteisi og að fara vel með hlutina. Það er alveg ómetanlegt að búa að því. Ég þakka elsku ömmu fyrir allt það góða sem hún hefur gefið mér. Megi hún hvíla í friði og hið eilífa ljós lýsa henni. Guð geymi hana. Kristjana Jónsdóttir, nafna og barnabarn. t Ástkær fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR EYJÓLFSSON húsasmfðameistari, Grenimel 4, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 21. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur Bjarkar Árelíusson, Ásdfs Hildur Jónsdóttir, Ása Laufey Sæmundsdóttir, Sigríður Ólöf Sæmundsdóttir, Jón Óskar Sæmundsson, Karólína Einarsdóttir, Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir, Jón Ari Helgason, Stefanfa Guðrún Sæmundsdóttir, Bragi Vilhjálmsdóttir og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri JÓNAS HALLGRÍMSSON vélvirki, Skeiðarvogi 149, er andaðist á öldrunardeild Landspítal- ans, Hátúni 10a, þann 13. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Elín Steinunn Árnadóttir, Magnús Jónasson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arngrfmur Jónasson, Guðrún Björk Jónasdóttir, Halldór Jónasson, Hallfríður Jónasdóttir, Þórður Björnsson, Árdís Jónasdóttir, Hjörtur Sandholt, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.