Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 33 ARI G UÐJÓNSSON + Ari Guðjónsson var fæddur í Höfnum 7. apríl 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ragnheiður Jóns- dóttir og Guðjón Gunnlaugsson. Börn þeirra voru sex: Þorbjörg, f. 1912, látin, Ari, Lovísa, f. 1916, lát- in, Jón Rósant, f. 1917, látinn, Þór- dís, f. 1919, og Svanfríður, f. 1921. Ari kvæntist 8. apríl 1937 Salvör Veturliðadóttur. Börn þeirra eru þrjú: Sigrún, gift Sveini Arnasyni og eiga þau tvær dætur, Halldór, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur og eru börn þeirra sex, Helgi, kvæntur Mai-Britt Krogsvold og eiga þau eina dóttur. Útför Ara fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú þegar vinur minn Ari Guð- jónsson, rakarameistari, er allur, langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Við kynntumst fyrir meira en 30 árum og myndaðist þá milli okkar vinátta, sem entist fram til síðasta dags. Ari eignaðist í gegnum tíðina marga kunningja og vini. Margir þessara manna voru viðskiptavinir á rakarastofunni, en auk þess kynntist hann ýmsum mönnum á öðrum vettvangi, t.d. í Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann átti marga gleðimorgna. Ýmsir sem ekki þekktu Ara náið, veltu því fyr- ir sér, hvernig hann væri í raun og veru. í viðkynningu reyndist hann sérlega glaður maður sem geislaði út frá sér hvar sem hann kom. Til marks um það er sú staðreynd, að í vinahópi hans er að fínna menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Ástæðan var sú, að hann hafði góða nærveru og menn löðuðust að honum eins og ósjálfrátt. Ari var mjög áhugasamur um klassíska tónlist og var vel heima í verkum meistaranna. Bókmenntir skipuðu einnig háan sess í lífi hans. Hann eignaðist góðan bókakost og las mikið. Samfara áhuga á bókmennt- um lagði Ari sig jafnframt mikið eftir ættfræði og hafði gaman af að sjá, hvernig margt i fari manna erfist. Ýmsar athuganir hans á þessum sviðum voru merkilegar og stundum mjög gagnlegar. I ljósi þessara staðreynda umgekkst hann samferðamenn sína og átti oft orð til afsökunar, þegar verið var að halla á einhvern. Eitt af því eftirtektarverðasta í fari Ara var framkoma hans við þá sem minna máttu sín á einhvern hátt. Þeir sem oft komu á rakara- stofuna veittu þessu athygli. Ari átti það til að sækja mann út á götu, bjóða honum upp á ókeypis klippingu og hárþvott. Jafnframt var ánægjulegt að heyra hve nær- gætnislega hann talaði við þessa kunningja sína. Oft voru þetta menn sem aðrir skiptu sér lítið af eða sniðgengu. Gjafmildi var einn af stærstu góðgirnisþáttum í fari Ara, því að hann var sígefandi en ætlaðist ekki til endurgjalds. En Ari gladdi ekki einungis fátæka menn - heldur einnig þá sem meira höfðu handa á milli en sem hann vissi að einhverra hluta vegna leið ekki vel. Lítil vinargjöf kom þessum mönnum oft vel og hressti þá upp við að finna velvildina sem gjöfinni fylgdi. Ein ánægjulegasta saga, sem um Ara má segja, er á þessa leið: Miðaldra listamaður, sem Ari hafði þekkt lengi, veiktist og varð að leggjast inn á Vífilsstaðahælið. Þá voru margir hræddir við berkla og fáir komu að heim- sækja sjúklinginn. Einn var þó sá sem gleymdi honum ekki - heldur heimsótti hann oft og kom þá færandi hendi. Það var Ari rak- ari. Sjúklingurinn var lengi veikur og þar að auki auralaus og fjarska einmana. Eftir að honum batnaði náði hann sér vel á strik efnalega - en aldrei gleymdi hann vináttu- bragði Ara, þegar verst hafði staðið á. Einum þætti í fari Ara má ekki gleyma en það er spaugsemin. Ari var manna fyndnastur og sagði vel frá. Hann bjó yfir ýmsum fróðleik um menn og málefni, sem gaman hefði verið að halda til haga, en hann vildi ekki láta setja slíkt á bók. Einn þáttur í fari Ara, sem fáir vissu um, var hið ótrúlega næmi hans, sem stundum var hon- um til verulegra óþæginda. Dæmi um þetta má nefna. Ari átti það til að finna á sér, ef einhver þægi- legur eða óþægilegur viðskiptavin- ur var á leiðinni til hans f klipp- ingu. Tveir kunnir athafnamenn, sem báðir voru góðir vinir hans sóttu þannig að honum, að úr hon- um dró allan mátt og hann vissi um leið að nú væri von á skapmikl- um viðskiptavini. Þetta reyndist rétt hjá honum. Einnig kom það fyrir, að Ari gekk að hurðinni á rakarastofunni og smellti í lás. Ef hann var spurður, hvers vegna hann gerði þetta svaraði hann: Það er einhver óreglumaður á leiðinni hingað, en hann vil ég ekki inn á stofuna. Þetta fór eftir sem hann sagði. Ari var algjör bindindismað- ur en langt frá því að vera öfgafull- ur. Hann átti það til að gefa vini sínum koníaksflösku í afmælisgjöf. Trúmál höfðuðu alltaf mikið til hans, en hann hélt sínum skilningi á þeim út af fyrir sig - en iét öðrum eftir að deila um þau mál. Um líf að þessu loknu sagðist hann ekki gera sér rellu - en hann kvaðst þó vona að hann fengi hand- an landamæranna nóg að starfa við verkefni við sitt hæfi. Hann Ari Guðjónsson þurfti ekki að kvíða vistaskiptunum miklu, því að svo margar góðgerðartöskur hafði hann borið til þeirra, sem á þurftu að halda, að hann gat ekki búist við öðru en góðum móttökum sér til handa að lífsstríði loknu. Ari kvæntist ungur að árum Sal- vöru Veturliðadóttur frá ísafirði og bjuggu þau í góðu hjónabandi og eignuðust 3 böm sem löngu eru uppkomin. Hætt er við, að margt hefði farið á annan veg ef Ari hefði ekki notið sinnar góðu konu, sem alla tíð studdi hann í starfi og tók vel á móti vinum hans og kunningj- um. Hennar er nú söknuðurinn mestur og sendum við hjónin henni og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristíne Guðmundsdóttir, Kormákur Sigurðsson. Með fyrstu minningum okkar systkinanna flestra um Ara er þeg- ar fjölskyldan í Holti undir Eyjafjöll- um ætlaði að flytja til Akraness í byijun ágúst 1946 og hann kom austur til að klippa og snyrta hóp- inn áður en haldið yrði í kaupstað- inn. Vinátta hafði myndast milli Ara og föður okkar, Jóns M. Guðjóns- sonar, þegar þeir bjuggu í sama húsi í Hafnarfirði 1923 og hélst sú vinátta meðan báðir lifðu. Haustið 1946 ákváðu Ari og Sallý að flytja til Akraness með börnin sín þtjú og varð að ráði að þau fengu inni í kjallaranum á Kirkjuhvoli þar sem þau bjuggu í átta ár. Ari opnaði eigin rakara- stofu á Akranesi í desember sama ár og rak hana til 1958 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Sambýlið á Kirkjuhvoli var alla tíð einstaklega gott og gengum við krakkarnir út og inn á báðum heimilunum eins og eitt væri. Eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur hélst sambandið milli fjölskyldn- anna og þegar við lítum til baka finnst okkur Ari alltaf hafa verið fastur punktur í tilverunni og okkur fannst hann ekkert eldast þó árin liðu, hann var alltaf eins, léttur í iund og snar í snúningum. Alltaf var jafn gott að koma til þeirra á Njálsgötuna, Ari glettinn og gam- ansamur og Sallý jafnan róleg og yfirveguð en laumaði oft skemmti- legum athugasemdum inn í sam- ræðurnar. Alveg var sama hvert umræðuefnið var, aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Ara því hann var bæði víðlesinn og stál- minnugur og vitnaði jafnt í þjóðleg- an fróðleik, ættfræði og bókmennt- ir og sérfróður var hann í verkum Laxness. Síðustu árin gekk Ari ekki heill til skógar en lét ekki á því bera, þjónaði sínum föstu, tryggu viðskiptavinum fram á síð- asta dag, sennilega frekar af vilja en mætti. Við erum þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans og geymum minn- inguna um einstakan mann, Elsku Sallý, Sigrún, Halldór, Helgi og fjölskyldur, Guð styrki ykkur á erfiðri skilnaðarstund. Systkinin frá Kirkjuhvoli og fjölskyldur. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Mér koma þessi orð Bólu-Hjálm- ars, hins ágæta skagfirska skálds, oft í hug er ég horfl á bak vinum mínum og kunningjum, og æ verður það oftar eftir því sem árin líða og maður sjálfur eldist. Og enn stend ég frammi fyrir því að maður sem ég þekkti nokkuð náið er horfinn sjónum, það er Ari Guðjónsson, rakarameistari á Njáls- götunni. Ég fluttist hingað til Reykjavíkur snemma árs 1968 og kom þá frá Siglufirði, þar sem ég hafði verið prestur í rúmlega áratug og kynnst mörgu góðu fólki. Þar voru á þeim tíma tveir rakarar og fór ég á víxl til þeirra, því að ekki var sæmandi fyrir sóknarprestinn að gera þar mannamun. Þegar ég var nú fluttur í borgina við sundin þurfi ég einnig á klipp- ingu og rakstri að halda. Ég hélt því af stað einn daginn út í óviss- una og gekk Njálsgötuna enda mið- svæðis í hinu nýja prestakalli mínu, og viti menn, ég rakst þar inn á rakarastofu, þar sem tveir rakarar voru að störfum. Ég var strax boð- inn velkominn af eldri manninum sem mér leist einkar vel á. Hann var brosmildur með glettnisglampa í augunum og kvikur mjög á fæti. Fljótlega bauð hann mér í stólinn og ekki var hann þegjandalegur við hinn ókunnuga mann, heldur talaði til mín eins og hann hefði alltaf þekkt mig, og sagðist vita að ég væri nýi presturinn í Hallgríms- kirkju. Hann sagðist kannast við höfuðlagið „því að ég hef oft klippt pabba þinn, þegar hann var á ferð hér syðra, svo ég ekki tali um föður- bræður þína og frændur, þá feðga Halldór gervilimasmið og Arnór son hans á Grettisgötunni og Steingrím á Lokastígnum". Þar með vorum við Ari orðnir góðir kunningjar og ég fór ánægður út af rakarastof- unni vel klipptur og hét með sjálfum mér að þangað skyldi ég fara aft- ur. Og sú varð raunin, sporin mín til Ara Guðjónssonar voru mörg orðin áður en yfír lauk og get ég staðfest það að leiðarlokum, að hann einn annaðist hársnyrtingu mína. Og alltaf var jafn notalegt að koma til Ara. Blikið í augunum hið sama, brosið kankvíst og alltaf hafði hann eitthvað að segja sókn- arprestinum sínum, ekkert um mis- gjörðir annarra, heldur eitthvað sem snerti borgarlíflð eða góðlát- legt gaman. Þegar hann hafði klippt mig sagði hann oft: „Nú ætla ég að bjóða prestinum upp á höfuðbað," og þegar því var lokið gat hann gjarna sagt: „Nú býð ég upp á kaffisopa hérna á bak við og vindil með.“ Og undan þessu varð ekki komist. Já, Ari var með höfðings- lund en þó með sína ljúfmannlegu þjónustu, sem öllum var látin í té svo vel og fagmannlega sem kostur var. Ari var bráðgreindur maður og einstaklega orðheppinn. Ég minnist margra orðatiltækja hans og hins létta og gamansama hláturs, sem þeim fylgdi. Og tíminn leið svo hratt, svo ótrúlega hratt. Og svo var það síðla vetrar, að ég kom að rakarastofunni læstri um miðjan dag. Það hafði aldrei komið fyrir áður. Eitthvað hafði gerst. Ég frétti að Ari hefði veikst og væri á sjúkrahúsi. Sú dvöl var ekki löng. Nokkru síðar hringdi hann í mig og sagðist hafa selt rakarastofuna og flutt sig um set nokkrar húslengdir á Njálsgötunni. Hann tjáði mér, að ég væri velkom- inn að koma heim til sín, hann gæti klippt mig þar, ef ég vildi. Ég þáði það með þökkum og kom þá inn á hið nýja og vistlega heim- ili þeirra hjónanna. Fékk ég ágæta klippingu eins og venjulega, þó að vinur minn hefði verulega látið á sjá síðasta tímann, og ég fann að hann þurfti verulega að taka á til að ljúka verkinu og ég fann einnig að ekki var honum ljúft að gefast upp. I nokkur skipti kom ég heim til hans, síðast fyrir mánuði, og að verklokum bauð hann mér kaffi í eldhúsi hjá frúnni. Og nú er hann horfinn þessi kviki svipbjarti og gamansami maður. Hann mun ætíð skipa sinn sess í huga mínum enda vorum við búnir að hittast oft á 28 ára tímabili. Ari átti sinn sérstaka „stíl“, ef svo mætti segja, þann stíl átti enginn annar. Eg hefði gjarnan viljað kveðja þennan kunningja minn og sóknarbarn frá altari kirkjunnar minnar, þeirrar kirkju sem hann var svo oft búinn að tala um við mig og hrósa, en ég á þess ekki kost, þar sem annar prestur hefur verið til þess valinn. „Mínir vinir fara fjöld.“ Já, þeim fjölgar stöðugt kunningjunum, sem hverfa yfir móðuna miklu. Ég þakka Ara Guðjónssyni hlýtt hand- tak á vegi lífsins og bið honum allr- ar blessunar Guðs í bráð og lengd. Ragnar Fjalar Lárusson. Á rakarastofu sækja menn ekki aðeins þjónustu, klippingu eða rakstur, heldur eru stofumar fé- lagsmiðstöðvar í orðsins fyllstu merkingu. Þar er miðlað fræðslu og upplýsingum. Þar myndast kunningsskapur, jafnvel vinátta, og miðjan, sem allt snýst um, er rakar- inn_ sjálfur. Ég átti því láni að fagna að „detta inn á“ rakarastofuna hans Ára. Mér féll strax vel við mann- inn. Hann klippti mig vel, en fyrst og fremst var hann ræðinn og skemmtilegur. Hann var fljótt búinn að komast að því með spurningum sínum, hver nýi viðskiptavinurinn var, og þá kom í ljós, að hann hafði ekki aðeins þekkt ýmsa látna for- feður mína og ættingja, heldur líka fö) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - Glœsileg hnífapör ömmu konu minnar. Hann var sem tengill við fortíðina, og hafði því ávallt umræðuefni á takteinum, ef samræður um viðburði líðandi stundar entust ekki meðan á klipp- ingu stóð. Hann var vel lesinn í gömlum bókum og gat miðlað miki- um fróðleik. Það var þó fyrst og fremst maðurinn Ari, sem mér fannst búinn mörgum kostum, sem prýða góðan dreng: Glaðværð, hjartahlýju og geislandi persónu- leika. Þegar Ari hætti störfum á stofu sinni, bauð hann mér að koma heim til sín í klippingu. Mér var það bæði heiður og ánægja. Nú er því lokið. Ég sakna Ara. Eftirmaður hans verður vandfundinn. Bergur Jónsson. Tækifærin, sem okkur gefast, til að auka þroska okkar og stækka sjóndeildarhringinn eru margvísleg og leynast víða. Oftar en ekki er það eigið framtaksleysi, sem kemur í veg fyrir, að við nýtum þessi tæki- færi. Við höldum ef til vill dauða- haldi í það, sem við höfum eða þekkjum, í stað þess að opna hug- ann fyrir því, sem er nýtt og fram- andi. Nú eru nokkrir áratugir síðan ég hóf að stunda sund reglulega í þann mund, sem Sundhöll Reykjavíkur er opnuð á hveijum virkum degi. Áður en þessar ferðir hófust, taldi ég fasta morgungesti þessa heilsu- brunns sérvitringa. Ferðirnar hafa þó ekki aðeins stuðlað að líkams- rækt heldur einnig skemmtilegum og gagnlegum kynnum við marga samferðamenn. Éinn þeirra er Ari Guðjónsson rakarameistari, sem nú er kvaddur. Um árabil skiptumst við á nokkrum orðum hvern morgun, sem við hittumst. Varð það ávallt til þess, að ég gekk bjartsýnni til minna verka en ella hefði orðið. Ari var mjög minnugur og vissi margt úr bæjarlífi Reykjavíkur, sem gaman var að rifja upp með honum. Sagði hann skemmtilega frá og var öllum til gleði í þessum hópi. Nokkur misseri eru nú liðin frá því, að heilsa Ara bilaði og hann hætti að koma í Sundhöllina en kveðjur bárust þá með öðrum hætti og fylgdumst við félagar hans þar með líðan hans til hinsta dags. Er víst að við minnumst hans allir með hlýju. Stundum heimsótti ég Ara á rakarastofuna á Njálsgötunni. Þar var unnt að komast í samband við strauma í borgarlífinu, þótt Ari færi ávallt vel með það, sem hann heyrði og sá í starfí sínu. Var óméS" anlegt að eiga Ara að, eftir að ég hóf bein afskipti af stjórnmálum, því að hann var jafnan jákvæður og vinsamlegur í afstöðu sinni og lét frá sér heyra, þegar mikið var í húfi. Fyrir þessi góðu kynni vil ég þakka á kveðjustundu um leið og ég votta Salvöru Veturliðadóttur, eiginkonu Ara, og ástvinum hans innilega samúð. Blessuð sé minning Ara Guðjóns- sonar. Björn Bjarnason. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.