Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 34
J4 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR + Þóra Ágústs- dóttir fæddist í Stykkishólmi 30. apríl 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. ágúst síðastliðinn. Þóra var dóttir hjónanna H. Ágúst- ar Pálssonar skip- stjóra, f. 26.8.1896, d. 14.7. 1959, og Magðalenu Níels- dóttur, húsmóður, f. 16.6. 1897, d. 21.5. 1975. Systkini Þóru: Guðmundur, f. 4.12. 1918, d. 3.12. 1978, As- geir, f. 2.1. 1921, Jón Dalbú, f. 16.9. 1922, Sigurður, f. 23.9. 1925, Dagbjört Elsa, f. 27.8. 1926, Þórólfur, f. 25.4. 1928, Hrafnhildur, f. 18.9. 1938. Hinn 31.7. 1954 giftist Þóra Jóhannesi Kristjánssyni, f. 21.8. 1914, d. 22.11. 1983, fyrrver- andi prentsmiðjusljóra og kaupfélagssljóra. Hann var sonur hjónanna Kristjáns A. Kristjánssonar kaupmanns og Sigríðar H. Jóhannesdóttur, ljósmóður frá Suðureyri. Börn Þóru og Jóhannesar eru: 1) Sig- ríður Hanna Jóhannesdóttir, f. 28.11. 1954, gift Ágústi Þórar- inssyni. Börn Sigríðar eru Ebba Guðný, f. 9.7. 1975, og Jóhann- es, f. 31.3. 1979. 2) H. Ágúst Jóhannes- son, f. 21.2. 1960, kvæntur Ragnheiði Bachmann Gunn- arsdóttur. Börn Ág- ústar eru Gunnar, f. 1.4. 1986, Þóra, f. 14.7. 1988, og Brynja, f. 3.7. 1996. 3) Guðrún E. Jó- hannesdóttir, f. 2.7. 1965, í sambúð með Jóhannesi Halldórs- syni. Börn Guðrún- ar eru Þórður, f. 6.2. 1988, og Sól- veig, f. 27.5. 1990. Þóra ólst upp í Vík í Stykkis- hólmi. Hún tók landspróf 1951 í Stykkishólmi og stundaði nám við Húsmæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni 1953-54. Á ár- unum 1990-94 lagði hún stund á þýsku- og enskunám í Þýska- landi og Bandaríkjunum. Hún starfaði hjá Pósti og síma 1951-53 og hjá Búnaðarbanka íslands í samfleytt 27 ár, frá 1969 til dauðadags. Fyrst við útibúið í Stykkishólmi, til 1984, og síðan við Háaleitisútibú í Hótel Esju. Hún var skrifstofu- stjóri hjá bankanum frá 1982. Útför Þóru fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það rigndi og var dimmt yfir þeg- ar hún Þóra hné skyndilega niður í dagsins önn. Það voru dimmar og erfiðar vikumar tvær sem hún lá á sjúkrabeði og ljóst varð að hverju stefndi. En sólin skein og bjart yfir öllu daginn sem baráttunni lauk og hún várð frjáls, iaus við fjötrana sem lík- aminn var orðinn. Sólin og birtan minnti á hve góðu dagsverki þessi merka kona skilaði, hversu vel hún nýtti þann tíma sem hún hafði. Ég kynntist henni ekki að ráði fyrr en hún flutti til Reykjavíkur, eftir að hún var orðin ekkja. Frá þeim tíma varð hún sannur borgarbúi og naut alls þess sem borgarlífíð hefur upp á að bjóða. Hún sótti tónleika, myndlistarsýn- ingar, leiklistarsýningar og lét sig aldrei vanta á listahátíð. ^s- Þóra var mjög fróðleiksfús kona og afar vel að sér um flesta hluti. Hún var stöðugt að bæta við þekk- ingu sína og kynnti sér tungumál, sögu, heimspeki og ótal fleiri efni á ýmsum námskeiðum og skólum, bæði hér heima og erlendis. Þóra átti fallegan garð, sem hún ræktaði í Hólminum, oft við fremur erfíð skilyrði og þótti henni sárt að missa hann er hún flutti suður. En hún hafði alltaf falleg blóm á svöl- unum hjá sér og hélt þar áfram að reyna sig við blómaræktun, m.a. rósaræktun. Hún fór oft í gönguferðir um gró- in hverfí borgarinnar til að skoða gróður og garða og hún fór reglu- lega í Laugardalinn að njóta gróð- ursins þar. Þegar ég eignaðist minn garð var það Þóra sem kenndi mér undir- stöðuatriðin í garðyrkju, gaf mér garðyrkjubækur, tók þátt í öllu sem ég gerði og forðaði mér oft frá að gera mistök og hvatti mig til dáða. Og nú stendur gula rósin hennar sem ég „fóstra“ í garðinum fyrir hana, í fullum blóma, hávaxin og glæsileg eins og hún Þóra mín var. Auk alls þessa ferðaðist hún mik- ið bæði innanlands og utan og hafði frá mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja af þessum ferðum sínum. í mínum augum var hún fyrst og fremst móðir og amma. Á sinn ró- lega og yfírvegaða hátt kom hún oft að vitja barna sinna og barna- barna og ef á þurfti að halda var hún boðin og búin að aðstoða, fræða og leiðbeina. Lífíð er hverfult, en samt áttu allir von á því að Þóra, kletturinn í fjölskyldunni, yrði alltaf til staðar meðan á þyrfti að halda. Hún var hraust kona og átti mörg góð ár framundan sem hún ætlaði að nýta vel þegar hún gæti hætt að vinna og það átti hún svo sannar- lega skilið. En hversu óréttlátt sem okkur fínnst fráfall hennar vera ber að þakka þann tíma sem við fengum með henni. Elsku Þóra mín, hafðu hjartans þakkir fyrir öll árin og fyrir öll fal- legu orðin í minn garð, sögð og ósögð. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Ragnheiður Bachmann. t Elskuleg eiginkona mín, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu miðvikudaginn 21. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd, aettingja og vina, Magnús Kr. Jónsson. Lokað í dag vegna jarðarfarar ARA GUÐJÓNSSONAR, rakarameistara, Njálsgötu 82, Reykjavík. Rakarastofan Hárbær, Sveinn Árnason. í dag er Þóra Ágústsdóttir, skrif- stofustjóri í Háaleitisútibúi Búnað- arbankans, kvödd hinstu kveðju. Ég kynntist Þóru þegar hún hóf störf í Búnaðarbankanum í Stykkis- hólmi fyrir mörgum árum. Kynni okkar fóru aðallega fram í gegnum síma þegar við vorum að reka erindi skjólstæðinga okkar. Þetta samstarf okkar leiddi til góðrar vináttu. Þegar Þóra missti mann sinn, tók hún þá ákvörðun að fiytja til Reykja- víkur, enda stefndu börn hennar að framtíðarbúsetu þar. Það þarf mikið átak og það er stór ákvörðun að selja stóra húseign með fallegum, persónulegum garði á jafn fögrum stað og Stykkishólmi. Þetta gerði Þóra með miklum dugnaði og í Breiðholtinu bjó hún sér nýtt per- sónulegt og notalegt heimili. Það atvikaðist svo þannig að þeg- ar Þóra flutti til Reykjavíkur tók hún við starfi skrifstofustjóra í Háaleitis- útibúi Búnaðarbankans. Þar áttum við mjög gott samstarf sem yfirmenn útibúsins, þar til ég fluttist um set í annað útibú. Þóra var framúrskar- andi góður starfsmaður; dugleg, vandvirk, samviskusöm, heiðarleg og þolinmóð. Skemmtilegt var að fylgjast með því hvað Þóra átti gott með að aðlag- ast borgarlífinu. Hún fór oft á tón- leika og fylgdist vel með leikhúsum borgarinnar og öðru menningarlífi. Það vakti og aðdáun okkar sam- starfsmanna hennar hvað hún var órög við að tileinka sér umferð- armenningu borgarinnar á nýja bíln- um sínum. Þóra var mjög fróðleiksfús og fór í náms- og kynnisferðir til annarra landa og naut þess að ferðast bæði innanlands og utan. Á þessari stundu er ég fullur þakklætis fyrir að hafa kynnst Þóru og hennar fjölskyldu og átt með henni samleið um margra ára bil. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Böðvar Magnússon Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Það voru þungbærar fregnir þeg- ar við fréttum að Þóra hefði veikst alvarlega um verslunarmannahelg- ina. Við höfðum kvatt hana káta og hressa á föstudeginum. Engan grunaði þá að við myndum ekki sjá hana aftur. Þóra hóf störf sem skrifstofu- stjóri í Búnaðarbankanum í Háa- leiti fyrir ellefu árum, en hafði áður starfað í Búnaðarbankanum í Stykkishólmi. Var það mikill hagur fyrir okkur að fá hana því að reynsla hennar og góðar gáfur nutu sín vel í þessu starfi. Hjá okkur eignaðist Þóra góða vini og þó að hún væri elst okkar var ekki hægt að merkja það. Hún tók þátt í öllu sem fram fór meðal starfsfólksins hvort sem það voru sumarbústaðaferðir eða aðrar skemmtanir. Nutum við sem yngri vorum oft móðurlegrar um- hyggju hennar og ráðlegginga. Þóra lét ekkert aftra sér í að auka þekkingu sína og víðsýni. Hún fékk náms- og utanfararstyrk hjá bank- anum fyrir nokkrum árum. Dreif hún sig af stað, ein síns liðs, full tilhlökkunar að takast á við ný verk- efni og á vit ævintýranna. Fyrst fór hún til Köln í sumarskóla, síðan til Boston í þrjá mánuði. Þessar ferðir gáfu henni mjög mikið. Það sýnir vel dugnað og áræði Þóru þegar hún dreif sig í að kaupa sér fyrsta bílinn, komin á sextugsaldur. Gerði hún það til að vera fijálsari ferða sinna. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að þakka Þóru sam- fylgdina, hennar verður sárt saknað af okkur öllum. Við vottum börnum hennar, tengdabörnum, barnabörn- um og öllum ættingjum og vinum Þóru okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk Búnaðarbanka Islands, Háaleitisútibúi. Allt frá því ég fyrst man eftir mér hefur Þóra föðursystir verið hluti af tilverunni. Hún bjó með fjöl- skyldu sinni á neðri hæðinni í húsinu sem ég ólst upp í. Seinna byggðu þau Jóhannes hús á næstu lóð á Laufásveginum í Stykkishólmi. Krakkarnir hennar, þau Sigga Hanna, Gústi og Guðrún eru á svip- uðu reki og við systkinin og við ól- umst upp meira og minna eins og einn hópur með tvær mömmur og tvo pabba og ekki má gleyma ömmu okkar ailra, sem bjó á heimili Þóru og Jóhannesar. Alltaf vorum við velkomin á heim- ili þeirra og gerðum ekki mikinn greinarmun á því á hvorri hæðinni við lentum í kaffitímanum. Oftast einhver mamma í húsinu til að kyssa á bágtið eða spyija leyfis til að fara í beijamó eða niður að bryggju að veiða. Eftir að ég fór burt í skóla á ísafirði og seinna til Reykjavíkur minnkaði sambandið við Þóru og fjölskylduna niðri, en rofnaði aldrei. Þóra sýndi alltaf mikinn áhuga á námi mínu, fylgdist með framvindu og gladdist hjartanlega yfir góðum árangri. Það sýndu skeyti, kort og blómasendingar við útskriftir. Það var mér mikil hvatning að finna áhuga hennar og metnað fyrir mína hönd. Ég minnist tveggja heimsókna hennar til okkar Eiríks þegar við bjuggum í Bandaríkjunum. Þá lagði hún lykkju á leið sína til að geta átt með okkur nokkra daga. Þá kynntist ég vel fróðleiksfýsn hennar og áhuga á umhverfi sínu. Þá kom mér á óvart kjarkur hennar við að þvælast ein í stórborg og bjarga sér á eigin spýtur. Skömmu eftir að við hjónin sner- um aftur til íslands byijuðum við að syngja í kór hér í Reykjavík og það átti nú heldur betur upp á pall- borðið hjá Þóru frænku. Það fannst henni gott uppátæki, enda mætti hún á alla tónleika sem kórinn okk- ar stóð fyrir og eftir þá fyrstu sendi hún okkur blómvönd með þakklæti fyrir skemmtunina. Það er undarleg tilhugsun að hún Þóra frænka skuli ekki lengur vera á meðal okkar. Hún kvaddi á sólrík- um sumardegi. Á þessum tímamót- um langar mig til _að þakka henni tryggð og vináttu. Ég mun minnast hennar með hlýju og þakklæti fyrir þann áhuga og hvatningu sem hún veitti mér. Elsku Sigga Hanna, Gústi og Guðrún. Þið hafið misst mikið, en ég veit að það veganesti sem móðir ykkar gaf ykkur og sú fyrirmynd sem hún var, halda áfram að vera ykkur stoð í lífinu. Blessuð sé minning elskulegrar frænku minnar. Oddný Sigurðardóttir. Fregnin um andlát Þóru Ágústs- dóttur, frænku minnar og kærrar vinkonu, kom mér ekki á óvart. Við vorum systkinabörn og næstum jafn- aldra, aðeins um eitt ár á milli okk- ar. Ég var stödd í Stykkishólmi, á „Dönskum dögum“, þegar andláts- fregnin barst mér, laugardaginn 17. ágúst sl. Um viku áður hafði hún veikst skyndilega og dró sá sjúkdóm- ur hana til bana á örfáum dögum. Þetta var hennar nánustu og öðrum okkar ættmennum hennar og vinum mikið og harmþrungið reiðarslag, ekki sízt þegar haft er í huga, að með Þóru hverfur góð og hæfileika- rík kona af sjónarsviðinu langt um aldur fram. Fyrir alllöngu hafði Þóra hugsað sér að vera í Stykkishólmi helgina síðastliðnu, sem kennd er við hina „Dönsku daga“. Höfðum við frænk- ur hugsað okkur gott til glóðarinnar að hittast þar og rifja upp bernsku- minningarnar í fæðingarbæ okkar. En margt fer öðruvísi en ætlað er og enginn veit fyrirfram sinn vitjun- artíma. Þóra mín, blessuð frænka mín, var öll áður en af þessu gat orðið. Þóra var ein af átta börnum þeirra heiðursþjóna, Magðalenu Níelsdótt- ur og Ágústar Pálssonar, skipstjóra og útvegsbónda í Vík við Stykkis- hólm. Ágúst var móðurbróðir minn, bróðir Ástu móður minnar, börn Páls Guðmundssonar, bátsformanns í Höskuldsey og seinna í Stykkis- hólmi - og Helgu Jónasdóttur frá Helgafelli í Helgafellssveit. Alls voru börn þeirra Helgu go Páls 12, sem upp komust. Ágúst, faðir Þóru, og Ásta, móðir mín, ólust því upp í stór- um systkinahópi. Sjö þessara systk- ina festu rætur í Stykkishólmi og bjuggu þar til æviloka. Frændgarður okkar þar var því stór og mikil vin- átta og tíður samgangur á milli alls frændfólksins, þar sem aldrei bar neinn skugga á en gleðin og elsku- legheitin sátu í fyrirrúmi. Náið var samband við frændfólkið í Vík, sem var rétt innan við Stykkishólm, en þar bjuggu þau góðu búi Ágúst og Magðalena, foreldrar Þóru. Það var einstaklega kært milli móður minnar og Magðalenu og einnig milli föður míns, Lárusar, og Ágústar, en um skeið áttu þeir sam- an bát og gerðu út. I Vík vorum við systkinin alltaf velkomin og eigum góðar og fagrar minningar þaðan. Það var einstakt að koma í Vík til okkar góða frændfólks. Við frænd- systkinin vorum heimagangar þar. Þar nutum við hjartahlýjunnar í rík- um mæli. Við Þóra gengum saman I barna- skóla og miðskóla. Hún var mikill námshestur. Var dúx á landsprófi og miðskólaprófí og hefði átt auð- velt með að stunda langskólanám sökum þess hve allt nám lá vel fyrir henni. Én hún fór snemma að vinna. Um skeið unnum við saman á Land- símanum í Stykkishólmi. Seinna, um alllangt árabil, starfaði hún við útibú Búnaðarbankans í Stykkishólmi. Ung giftist hún góðum manni, Jó- hannesi Kristjánssyni, fyrrum kaup- félagsstjóra og útgerðarmanni í Stykkishólmi, ættuðum frá Suður- eyri í Súgandafirði. Hann var sonur Sigríðar H. Jóhannesdóttur, ljósmóð- ur og Kristjáns A. Kristjánssonar, kaupmanns þar. Þeir Jóhannes og Þorgeir, eiginmaður minn, voru ná- frændur, þar sem feður þeirra voru systrasynir. Jóhannes var mikill öð- lingsmaður og hjónaband þeirra Þóru einkar farsælt. Mikill harmur var kveðinn að Þóru, börnum hennar og ættingjum, þegar Jóhannes féll frá 1983. Eftir það býr hún aðeins eitt ár í Stykkis- hólmi, flytur til Reykjavíkur 1984 og hefur starf við Háaleitisútibú Búnaðarbankans að Hótel Esju og verður skrifstofustjóri þar. Var hún einstaklega vel liðin af samstarfs- fólkinu þar og viðskiptavinum úti- búsins. Það var einstaklega gott að vinna með Þóru og vera í návist hennar. Hún var glaðsinna, skemmtileg og jafnlynd. Hún var sterkur persónu- leiki og til hennar báru menn, karlar og konur, ósjálfrátt traust - og í engu brást hún. Hún var einnig mikil húsmóðir, lifði fyrir börnin sín og barnabörnin og var þeim mikil stoð og stytta. Hún var starfsöm kona og oftast önnum hlaðin, en gaf sér þó tíma til þess að sinna hugðar- efnum sínum á lærdómssviði og hafði náð góðum tökum á dönsku, ensku og þýsku. Þóru er sárt saknað af öllum, sem hana þekktu. Ég trúi því að henni verði vel tekið hinuin megin og með sömu hlýju og þeirri, sem hún veitti svo mörgum í þessu lífi. Ebba Lárusdóttir. Elsku amma. _Nú er víst komið að kveðjustund. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að njóta samveru við þig í rúmlega 17 ár, og góð ár hafa þau verið. Því miður var ég einungis fjög- urra ára gamall þegar hann Jóhann- es afi minn dó, og þykir mér sárt að hafa ekki kynnst honum betur, því ófáir hafa sagt mér hversu góð- ur maður hann var. En ég kynntist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.