Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 39 I I I ! 1 1 í i : í l i i i Veitt doktors- gráða í stjórn- unarfræði á sviði flugmála •Sveini Viðari Guðmundssyni var veitt doktorsgráða í stjórnunarfræði á sviði flugmála frá Cranfield Uni- versity, College of Aeronautics, í Englandi, 14. júní sl. Vörnin fórfram í nóvember á síðasta ári. Ritgerðin, sem er 390 síður að lengd, ber heitið Corporate Failure and Dis- tress Prediction Based on The Comb- ination of Quantitative and Qualitat- ive Data Sources: The Case of The New-Entrant Airlines in The United States. í rannsókninni var notast við spurningakönnun sem gerð var með- al stjórnenda nýheija flugfélaga og gagnagrunn unninn upp úr töluleg- um upplýsingum frá bandaríska sam- gönguráðuneytinu, til að gera spálík- ön fyrir rekstrarerfiðleika og gjald- þrot nýherja flugfélaga sem störfuðu á tímabilinu 1978 til 1993 í Banda- ríkjunum. Mikill meirihluti þessara flugfélaga varð gjaldþrota eða var yfirtekinn af stærri flugfélögum á tímabilinu sem vakti töluverðan áhuga á rekstri þeirra, sérstaklega í ljósi þess að þau áttu mörg hver mikilli velgengni að fagna í byijun. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar voru þær að með því að nota kennitölur byggðar á öðrum töluleg- um upplýsingum en íjármálalegum eingöngu, náðist meiri spánákvæmni tveimur og þremur árum fyrir rekstr- arerfiðleika eða gjaldþrot. Þá kom í ljós að spálíkön byggð á spurninga- könnunum styðja niðurstöður hefð- bundinna líkana, sem gerir notkun slíkra kannana mögulega að hálfu fyrirtækja og bankastofnana sem einn lið í aðvörunarkerfi áður en kemur til alvarlegra rekstrarerfið- leika sem leiða til gjaldþrots. í rann- sókninni kom jafnframt fram að í byggingu líkana sem notast ekki við Ljármálalegar kennitölur þarf að taka sérstakt tillit til stefnusetningar sem hefur áhrif á kostnaðaruppbyggingu ef hámarka á flokkunarnákvæmni. Dr. Sveinn Viðar Guðmundsson er fæddur 17 ágúst 1962 á Siglu- firði. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1982. Að stúdentsprófi loknu hélt hann til náms við Florida Institute of Techno- logy og lauk þaðan BSc gráðu í flug- rekstrarfræði á sviði stjórnunar árið 1985 með fyrstu einkunn, og meist- aragráðum í viðskiptafræði og kerf- isfræði frá sama skóla árið 1987. Að loknu námi starfaði hann í mark- aðsdeild Arnarflugs, þá sem mark- aðsstjóri VISA Island og síðan hjá Menntaskólanum í Kópavogi sem deildarstjóri ferðabrautar, þar til hann hélt til frekara náms arið 1992. Dr. Sveinn hefur stundað ráðgjafar- störf og rannsóknir víða., m.a. fyrir Evrópusambandið, Flugmálastjórn íslands og Flugleiðir hf. Hann starf- ar nú sem dósent við viðskiptadeild London Guildhall University í Lund- únum og stýrir þar mastersnámi í alþjóðaviðskiptum og samgöngum. Foreldrar Sveins eru Erla Nanna Jóhannesdóttir fulltrúi hjá Hótel Sögu og Guðmundur Sveinsson húsasmíða- meistari, bæði búsett í Reykjavík. Formenn Norrænna iðjuþjálfafélaga funda Sjóvinna ÍSjó- minjasafni NÚ fer hver að verða síðastur að sjá verklega sjóvinnu í Sjó- minjasafni Islands, Hafnar- firði, en sunnudaginn 28. ág- úst frá kl. 13-17 sýnir gam- all sjómaður vinnu við lóðir. Sjóvinna hefur verið fastur lið- ur í starfsemi safnsins í sumar. Endurnýjun sýningar á annarri hæð safnsins er nú að mestu lokið en þar hefur m.a. verið settur upp gúmmí- björgunarbátur sem safninu áskotnaðist nýlega. Var hann smíðaður í Englandi 1958 og er einn elsti sinnar gerðar hér á landi. Vestmannaeyingar voru brautryðjendur í notkun gúmmíbjörgunarbáta í ís- lenskum skipum árið 1950 og sönnuðu slíkir bátar fljótlega gildi sitt. Þeir voru lögskipaðir 1957. í forsal Sjóminjasafnsins stendur enn yfir sýning á 15 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara og eru þau öll til sölu. HINN árlegi formannafundur nor- rænna iðjuþjálfafélaga fór fram dag- ana 8. og 9. ágúst í húsnæði Banda- lags háskólamanna í Reykjavík. Þetta var í annað sinn í 15 ár sem Iðjuþjálfafélag íslands var gestgjafi fundarins. Á myndinni eru standandi efst f.v.: Karin Liabö, formaður Norsk Ergoterapeutforbund, Hope Knútsson, formaður Iðjuþjálfafélag íslands, Kari Carlberg, varaformaður og Riitta Konkola, formaður Suomen toimintaterapeuttiliitto ry, frá Finn- landi. Sitjandi f.v. eru: Tina Voltelen, formaður Ergoterapeut foreningen í Danmörku, Inga-Britt Lindström, formaður Förbundet Sveriges Ar- betsterapeuter og Bolette Bendixen, varaformaður Ergoterapeut for- eningen í Danmörku. Skátalífsdagiir í Húsdýragarði SKÁTAFÉLÖGIN í Reykjavík standa fyrir Skátalífsdegi í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum laugardaginn 24. ágúst. Dagurinn er hugsaður sem kynning á skátastarfi en nú fer í hönd nýtt starfsár hjá skátum. I garðinum verður sett upp þrautabraut, vatnasafarí og veggur fyrir bjargsig. Ennfremur verða rad- íóskátar og tölvuskátar á staðnum. NÆSTSÍÐASTI áfangi í raðgöngu á vegum Ferðafélags íslands og Útivistar verður sunnudaginn 25. ágúst. Gengin verður leiðin frá Kolviðarhóli um Draugatjörn, Engidal, Maradal og áfram að Nesjavöllum, þægileg leið um stór- brotið landslag vestan Hengils. Síð- asti áfangi verður genginn sunnu- daginn 7. september og þá frá Nesjavöllum að Þingvöllum. Gengið verður fyrir Húsmúlann um Engidal sem er dalverpi norðan Húsmúla vestan Hengils og fellur þaðan Engidalskvísl (fyrstu drög Elliðaáa) vestur um Bolavelli. Þeir munu draga nafn sitt af því að þar og á graslendinu norðan Svína- hrauns var upprekstrarland bænda vestan og austan heiða. Maradalur Þá verður hægt að fara í hjólbörur- allý, baka hike-brauð, gera vinabönd og læra hvernig á að umgangast íslenska fánann. Einnig verður póstaleikur í garðinum og verða dregin út 6 nöfn þeirra sem klára alla pósta og fá þau ársgjald í skáta- félagi í verðlaun. Kl. 16.30 endar dagurinn með kvöldvöku að hætti skáta. er hömrum girtur afdalur, vestur af Skeggja, hæsta tindi Hengils. Inn í Maradal er einungis gengt um þröngt einstigi og er hann einna líkastur hringleikahúsi og afar sér- kennilegur. Þeir sem vilja stytta gönguna geta tekið rútu á Nesja- vallavegi en áfram verður gengið þaðan að Nesjavöllum. Brottför verður kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. Afmæli Fimmvörðu- skála FIMM ár eru liðin frá vígslu Fimmvörðuskála á Fimmvörðu- hálsi og í tilefni þess efnir Úti- vist til afmælishátíðar, fyrst á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 31. ágúst og síðan í Básum sama kvöld. í frétt frá Útivist kemur frað að lagt verður af stað í Bása föstudaginn 30. ágúst kl. 20 og gist þar. Morguninn eftir verð- ur farið upp á Fimmvörðuháls þar sem verður kaffisamsæti og um kvöldið er farið aftur í Bása þar sem verður kvöldvaka. Klukkan átta á laugardags- morgni verður lagt af stað með rútu úr Reykjavík upp á Fimm- vörðuháls. Gist verður í Básum um nóttina. Hægt er að koma inn í ferðoina við Skóga klukk- an 11.30. -kjarni málsins! Raðganga að Nesjavöllum Mótmæli vegna komu herskipa ÝMIS samtök og stofnanir hafa mótmælt komu herskipa úr fasta- flota Atlantshafsbandalagsins hingað til lands. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir undrun og andúð á þeirri stefnu utanríkisráðherra og ríkisstjórnarinnar að tengja ís- land í vaxandi mæli við hernaðar- umsvif á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Dæmi um þetta sé heimsókn herskipanna sem sé sumpart liður í heræfingum. Samtökin Friður 2000 hafa sent bréf til borgarstjórans í Reykjavík, forsætisráðherra og utanríkisráð- herra og vakið athygli á því að þúsundir kjarnorkuvopna séu talin vera um borð í herskipum auk hundruða kjarnavopna, þar af stór hluti í skipum Atlantshafsbanda- lagsins. Þá hafi fleiri hundruð kjarnorkuslys átt sér stað um borð í herskipum. Er óskað eftir upplýs- ingum um hvort íslensk stjórnvöld hafi fullvissu fyrir því að þau skip sem hingað koma séu ekki búin kjarnorku og hvað borgaryfiivöld, ríkisstjórnin og Almannavarnir ætla að gera ef kjarnorkuslys eigi sér stað um borð í erlendu her- skipi innan íslenskrar lögsögu. Þá hefur samvinnuhópur friðar- hreyfinga sent borgarstjóranum í Reykjavík eindregin mótmæli vegna ákvörðunar borgaryfirvalda að taka á móti herskipaflotanum. Það sé ógnun við vopnlausa þjóð að þiggja heimsóknir vígdreka. Er óskað eftir svörum við því hver tók þá ákvörðun að veita herskipa- flotanum viðtöku, hvort ákvörðun- in hafi verið borin undir kjörna borgarfulltrúa og hvort borgaryf- irvöld líti hermenn sömu augum og venjulega ferðamenn. ------»-♦ ♦------ LEIÐRÉTT Nöfn misrituðust í INNGANGI minningarorða um Þórarin Jónsson í blaðinu síðastliðinn þriðjudag urðu þau mistök að faðir hins látna var sagður Sverrisson í stað Sveinsson. Þá misritaðist einnig nafn Annette Nielsen. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. UAPPDRÆ'ITl QG Vinningaskrá 15. útdráttur 22. ágúst 1996 f/m V** f íbúðarvinningur Kr, 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 40972 Kr. 100.000 Ferðavinningar Kr. 200.000 (tvöfaldur) 5074 7398 54285 65013 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 288 7103 37095 43753 57998 67000 1035 10594 37853 55057 65042 72132 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.C 100 (tvöfaldur 495 12953 21830 30626 44487 53358 62434 72076 803 13283 21839 30752 44601 53496 63230 72190 1848 13350 21981 31149 44669 53668 63703 72536 2391 13453 22169 31160 44773 53932 63843 72546 3506 13589 22412 31373 45167 54339 63949 72631 3767 13753 23007 32212 45229 54590 64332 72705 3987 13857 23536 32245 46999 54642 64904 72792 4478 13884 23668 33742 47082 54688 65265 72809 4760 14570 23741 35199 47818 54960 65509 73083 4922 14634 24597 35390 47873 55155 65531 73306 5082 15888 24887 36077 47925 55173 65834 74123 5956 16228 24970 36457 48037 55670 66069 74483 6405 16956 25255 37658 48137 55893 67156 74721 6732 17074 26260 38391 48196 56207 67359 75742 7583 17209 27211 38640 48427 57391 67431 75883 7768 17589 27365 38694 48666 57914 67885 76039 7950 17887 27437 38734 49064 58300 68033 76058 8351 18077 27676 39597 50137 58485 68243 76205 8668 18216 27981 39640 50499 58552 68473 76402 8983 19031 28560 39911 50698 58612 68687 77151 9302 19048 28661 40590 51324 58665 68908 77210 9383 19469 28813 41433 51385 59786 68970 77254 9463 20092 29024 42539 52163 60325 69188 78168 10001 20392 29251 42755 52214 60984 69203 78658 10014 20677 29355 43177 52276 61282 69308 79069 10113 20855 29993 43354 52960 61382 69351 79123 10196 20914 30103 43479 53029 61506 69572 79198 10861 21089 30189 43567 53102 61979 70250 79379 11147 21165 30327 43611 53130 62330 70967 11729 21582 30596 43793 53314 62409 71783 Hcimasíða á Intcrneti: http//www.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.