Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Krækiberja- sulta o g hlaup Það er gróska í krækiberjunum sem í öðrum gróðri, segir Kristín Gestsdótt- ir, sem um helgina tíndi krækiber í Gálgahrauni. EGAR ég var að fara inn í bílinn minn hér á hlaðinu kvöldið 12. ágúst, sá ég eitthvað grábrúnt hreyfast í grasinu. „Nú, já, er músin farin að færa sig nær húsinu?“ hugs- aði ég, en þegar ég aðgætti þetta betur voru þarna þrír hrossagauksungar nýskriðnir út eggjunum með mömmu sinni á kvöldgöngu. Líklega hefur þetta verið seinna ungasettið nú í sumar og nokkuð seint ef þeir eiga að komast á legg fyrir vet- urinn, en hver veit nema góða veðrið haldist, hrossagaukum og öðrum til heilla og ánægju. En það er fleira en fuglar sem vaxa í góða veðrinu, allur jarð- argróður er vænlegur. Kartöflur undan einu grasi fylla meðal- stóran pott, gulræturnar tútna út og lengjast, sumar snúa sig saman svo úr verður hinn feg- ursti skúlptur. Salatblöðin breiða úr sér eins og regnhlífar. Dillið er bara komið með mikil- mennskubrjálæði og teygir sig til himins eins og baunagrasið forðum og krækiberin, svört, stór og safarík bíða þess að verða tínd. Margt er hægt að búa til úr krækibeijum, bæði ábætisrétti, kökur, sultu og saft. Hin síðari ár geymi ég kræki- beijasaft í mjólkurfernum í frysti, sýð svo sykurvatn og bæti út í við notkun. Þannig getur maður ráðið sykurmagn- inu. En sjóða verður upp á beij- asafanum til þess að drepa efna- kljúfa, sem eyða vítamínum í saftinni - líka í frysti. Sulta geymist vel í hreinum krukkum, ef sjóðheitri sultunni er hellt í krukkuna heita, krukkan þarf að vera fleytifull og síðan er lokið skrúfað fast á. Stundum kemur smellur í krukkuna eftir nokkra stund, en ég hefí aðeins einu sinni orðið fyrir því að krukkan springi, gæti hafa ver- ið brestur í henni áður. Sultan sígur niður og loftrúm myndast og rotvamarefni er óþarft. Not- ið ekki álpott til að sjóða í, held- ur stálpott eða emeleraðan pott. Krækiberjasulta með rabarbara 1 kg krækiber 1 kg rabarbari 1 '/■! kg sykur 1. Þvoið krækiberin og látið vatnið renna af þeim, setjið í pott. Þvoið rabarbarann og setj- ið saman við. 2. Bætið sykrinum út í og sjóðið við hægan hita í um 2 klst. Hrærið öðru hveiju í og gætið þess að ekki sjóði upp úr. 3. Hellið í hreinar, heitar krukkur, hafið fleytifullar, skrúfíð lokið strax á. 4. Merkið með innihaldi og dagsetningu. Krækiberjahlaup með sítrónusafa 1 lítri hreinn krækibeijasafi 1 kg sykur _______safí úr einni sítrónu__ hleypiefni fyrir hlaup, magn skv. leiðbein. á umbúðum. 1. Setjið krækibeijasafa og sítrónusafa í pott. Látið sjóða. Setjið hleypifni út í og sjóðið eins lengi og segir á umbúðum. 2. Takið pottinn af hellunni og setjið sykurinn út í. Hrærið vel í þar til sykurinn er uppleyst- ur. Setjið pottinn ekki aftur á helluna. Áríðandi er að setja sykurinn í á eftir hleypiefninu. 3. Hellið heitu á hreinar krukkur, sjá hér að ofan. Krækiberjahlaup með rabarbarasafa Þetta hlaup er búið til á sama hátt og hlaup með sítrónusafa, sjá hér að ofan, en í stað sítrón- usafa er notaður 1 dl sterkur rabarbarasafí. Athugið: Visst sýrumagn þarf að vera í krækibeijasafan- um til þess að hann hlaupi. Sterkur rabarbarasafi 250 g rabarbari 2 dl vatn Þvoið rabarbarann og skerið hvern legg í femt. Setjið í pott ásamt vatni. Sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. Síið safann á fínu sigti eða grisju. Notið saman við krækibeijahlaupið, sjá hér að ofan. Athugið: Visst sýrumagn þarf að vera á krækibeijasafan- um til þess að hann hlaupi. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir til Binna „FÖSTUDAGINN 16. ág- úst sl. komum við fíörutíu konur úr Kópavogi í orlofs- ferð á vegum orlofsnefndar húsmæðra til Hólmavíkur. Þar hafði verið ákveðið að stansa og þiggja veitingar í Riis-húsi. Er okkur bar að garði mætti okkur slík ljúfmennska að ég get ekki orða bundist. Ekki var nóg með að kaffið væri sérlega gott og vöfflurnar heldur líka viðmót fólksins. Er lokið var að mestu við kaff- ið kom Binni, sá er sér um veitingareksturinn og bauð okkur að skoða húsið sem er hundrað ára gamalt. Leiddi hann hópinn um hin skemmtilegu salarkynni bæði á aðalhæðinni og um koníaksstofuna í risinu og sagði okkur sögu hússins í stuttu máli á meðan, út- skýrði rúnir á fjölum og svaraði öllum fyrirspum- um brosandi. Slík ljúfmennska sem þama mætti okkur er ómetanleg og vil ég þakka starfsfólkinu, einkum þó Binna og óska honum til hamingju með reksturinn með ósk um að hann gangi sem best í framtíðinni." Birna Árnadóttir Óskasteinar KONA hringdi með upplýs- ingar fyrir Sigurbjörgu sem hringdi frá Sauðár- króki og óskaði eftir upp- lýsingum um lag eitt sem Sverrir Guðjónsson syngur ásamt karlakór. Lagið er ungverskt þjóð- lag og textinn eftir Hildi- gunni Halldórsdóttur og heitir Óskasteinar. Það er í þremur erindum og fer það fyrsta hér á eftir: Fann ég á ijalli fallega steina, faldi þá alla, vildi þeim leyna. Huldi þar í hellisskúta heilia- steina. Alla mína unaðslegu óska- steina. Tapað/fundið Gleraugnahulstur tapaðist GLERAUGNAHULSTUR merkt Linsunni með gleraugum í tapaðist fyrir skömmu, sennilega við Skógarfoss. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-1153. Bangsi fannst LITILL gulbrúnn bangsi í gallabuxum fannst undir Sandfelli í Grafningi sl. sunnudag. Eigandinn má vitja hans í síma 554-3759. Gullarmband tapaðist FREMUR svert gullarmband, u.þ.b. 1 sm. á breidd, tapaðist á Snæfellsnesi sl. laugardag, mjög líkiega við afleggjarann að Búðum eða við Búðakirkju. Skilvís fínnandi er beðinn að hringja í síma 553-6855. Silfurarmband fannst ÁLETRAÐ silfurarmband fannst við Landspítalann 18. ágúst sl. Eigandinn má vitja þess í síma 565-8856. Pakki fannst FUNDIST hefur pakki sem féll af þaki fólksbíls er ók Holtaveg þriðjudaginn 20. ágúst sl. kl. 17.45. Eigandinn má vitja pakkans í síma 568-5836 og fær hann afhentan gegn nánari lýsingu. Gæludýr Páfagaukur óskast PÁFAGAUKUR óskast gefins. Upplýsingar í síma 587-0565. ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega í Hafnarfirði til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn L030 krónur. Þeir heita frá vinstri talið Þórarinn Ólafsson, Gunnar Björn Kolbeinsson og Gústav Arnar Magnússon. Þeir Arnór Víkings- son og Bjarni Magnússon unnu með þeim í hluta- veltunni en gátu ekki verið með á myndinni. HOGNIIIREKKVISI Yíkveiji skrifar... VÍKVERJI dagsins er mikill áhugamaður um íþróttir og Ólympíuleikar og Evrópukeppni í knattspyrnu á einu sumri hafa ekki orðið til þess að slá á þennan áhuga svo nokkru nemi. Þvert á mót hefur áhuginn glæðst ef eitt- hvað er. Þess vegna fagnar Vík- veiji því að fótboltinn er farinn að rúlla á völlum í Evrópu á nýjan leik. Fyrstu leikimir benda til þess að skemmtilegt knattspyrnuár sé í uppsiglingu. Einkanlega er gam- an að sjá hversu knattspyrnan stendur með miklum blóma í Eng- landi. Víkveija er til efs að enska deildakeppnin hafí nokkru sinni verið sterkari en nú. Fjöldinn allur af erlendum leikmönnum hefur bæst við þá sem spiluðu í deildinni í fyrra og verður fróðlegt að fylgj- ast með gengi þeirra og hvort þeim tekst ekki að Iyfta knatt- spyrnulistinni enn frekar. Byijunin lofar góðu. Hið fornfræga lið Manchester United virðist fírna- sterkt og ef draga á ályktun af þessum fyrstu leikjum virðist fátt geta komið í veg fyrir að þeir endurtaki leikinn frá í fyrra og hampi Englandsmeistaratitlinum á nýjan leik. xxx VÍSITALA neysluverðs hefur enn eina ferðina tekið kipp vegna mikillar árstíðabundinnar hækkunar á verði grænmetis. Þeg- ar mið er tekið af því hversu lítið útgjöld vegna grænmetiskaupa vega í heildarútgjöldum vísitölu- fjölskyldunnar er í rauninni ótrú- legt hvað þessar breytingar á grænmetisverði geta haft mikil áhrif á vísitöluna til hækkunar og lækkunar. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að verðlag á grænmeti hér á landi er óvenju hátt. Það er til að mynda ótrúlegt að í fyrra- sumar hafi verð á mörgum græn- metistegundum verið í „sögulegu“ hámarki allt frá árinu 1988, en lengra aftur náðu athuganir ekki, ef Víkveiji man rétt. Þá var því borið við af talsmönnum bænda að óhagstætt veðurfar í fyrrasum- ar væri sökudólgurinn. Víst var veður leiðinlegra í fyrrasumnar heldur en í sumar og kann að vera að það hafí leitt til einhverra hækkana á verði grænmetis. Það skal viðurkennt að Víkveiji hefur ekki sérþekkingu til að meta hvernig veður hentar til grænmet- isræktunar. Veðrið í sumar hefur hins vegar verið bjart og sólríkt og því má ætla að grænmetisverð þurfí ekki að vera hátt í sumar af þeim ástæðum, auk þess sem hægt er að ætla að bættar ræktunarað- ferðir og aukin kunnátta ættu að skila sér í framleiðniaukningu í grænmetisrækt eins og í mörgum öðrum greinum. Þá verður ekki framhjá því litið að grænmeti nýt- ur mikillar tollverndar vegna samningsins um GATT. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert kröfu um að þessar reglur verði endur- skoðaðar og verður fróðlegt að fylgjast með hvaða niðurstöðu málið fær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.