Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 4
Tveir ný- liðar í fýrsta hópi Hoddles Morgunblaðið/Ásdís Kjölbátar í kyrrðinni ÍSLANDSMÓTIÐ í kjölbátasiglingum hófst á miðvikudagskvöldið og var framhaldð í gærkvöldi en keppninni lýkur á laugardag- inn. Keppnin fer fram úti fyrir Hafnarfirði, nánar tiltekið á Hraunavík, og er búist við jafnrl og spennandi keppni þá tvo daga sem eftlr eru. Fyrir þá sem hug hafa á að fylgjast með keppninni er rétt að benda á að gott er að fylgjast með henni frá Hva- leyrarholtinu í kringum golfvöll Keilis. Myndin er tekinn þaðan á miðvikudagskvöldið þegar kjölbátarnir sigldu um sundin blá í kyrrðinni, en búist er við ágætum vindi í dag þannig að kjölbátarnir ættu að fá bærilegan byr í seglin. GLENN Hoddle, landsliðs- þjálfari Englendinga, valdi í gær landsliðshópinn í fyrsta sinn en Hoddle tók við þjálfun enska liðsins af Terry Vena- bles að lokinni Evrópukeppninni á Englandi í júní. Tveir nýliðar eru í hópu- um, David Beckham hjá Manchester United og David James hjá Liverpool, en einn- ig kallaði landsliðsþjálfarinn þá Matthew Le Tissier hjá Southampton, David Batty hjá Newcastle og Gary Pal- lister þjá Manchester United aftur inn i Iiðið. Englendingar munu mæta Moldóvu þann 1. september næstkomandi og mun enska liðið sakna þeirra David Platts og Tony Adams þjá Arsenal, Phil Nevilles hjá Manchester United og Jamie Redknapps hjá Liverpool, sem allir eru frá vegna meiðsla. Fyrsti landsliðshópur Hoddles er annars skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markvcrðir: David Seaman (Arsenal) Ian Walker (Tottenham) David James (Láverpool) Varnarmenn: Gary Neville (Manchester United) Gary Pallister (Manchester United) Stuart Pearce (Nottingham Forest) Steve Howey (Newcastle) Gareth Southgate (Aston Villa) Sol Campbell (Tottenham) Miðjumenn: Paul Gascoigne (Glasgow Rangers) Paul Ince (Inter Mílanó) Steve McManaman (Liverpool) David Batty (Neweastle) Matthew Le Tissier (Southampton) David Beckham (Manchester United) Steve Stone (Nottingham Forest) Nick Barmby (Middlesbrough) Darren Anderton (Tottenham) Framherjar: Teddy Sheringham (Tottenham) Alan Shearer (Newcastle) Les Ferdinand (Newcastle) Robbie Fowler (Liverpool) FRJALSIÞROTTIR Michael Johnson hleyp- ur400 metra í Briissel Bailey í Newcastle- skyrtu HEIMSMETHAFINN, heims- meistarinn og Ólymíumeistarinn í 100 m hlaupi karla, Donovan Bailey frá Kanada, sló heldur betur í gegn hjá þeim 10.000 áhorfendum í Gateshead í Eng- landi sem komu þangað á mánu- daginn til þess að sjá hann etja kappi við Linford Christie i sið- asta 100 m hlaupi Bretans á heimaveili. Christie hætti við keppni vegna meiðsla en Bailey hreif mannfjöldann með sér þrátt fyrir að hann væri langt frá sinu besta. Ástæðan var sú að Bailey klæddist skyrtu enska félagsins Newcastle fyrir og eft- ir hlaupið, og á skyrtuna hafði hann látið prenta heimsmets- tíma sinn í 100 m hlaupi, 9,84. Þetta vakti mikla hrifningu hjá áhorfendum enda eru þeir flestir á bandi Newcastle sem er í fáeinna km fjariægt frá Gateshead. „Þessa skyrtu ætla ég að ramma inn og hengja hana upp í stofunni heima,“ sagði Bailey en þess má geta að tveir leikmenn Newcastle, Peter Beardsley og Les Ferdin- and voru á meðal áhorfenda. MICHAEL Johnson, sem sigraði bæði í 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir skömmu, ætlar að hlaupa á þriðja „gullmóti" alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins af fjórum, sem fram fer í Briissel í kvöld. Johnson meiddist lítillega í þann mund er hann kom í markið í 200 metra hlaupinu á leik- unum og hefur ekki keppt síðan. Nú segist hann hins vegar klár í slaginn og hleypur 400 metra. Daniel Komen, Kenýabúinn tví- tugi sem náði á dögunum næst besta tíma sögunnar í 3.000 metra hlaupi, mætir alsírska heimsmethafanum Noureddine Morceli á vegalengdinni á þriðja „gullmótinu" í Brussel í kvöld. Talið er að þeir félagar geri harða hríð að heimsmetinu. Kenýastrákurinn, sem komst ekki á Ólympíuleikana, hefur verið í mikl- um ham síðan. Eftir að hann náði öðrum besta tíma frá upphafi í 3.000 metra hlaupi í Mónakó 10. ágúst náði hann sama árangri í 5.000 metra hlaupi í Ziirich nokkrum dög- um síðar. Fróðlegt verður að sjá hvernig honum reiðir af gegn Morc- eli, sem setti gildandi heimsmet í Mónakó fyrir tveimur árum. Metið er 7 mín. 25,11 sekúndur. Það var ekki fyrr en í gær að Ijóst var að Michael Johnson yrði með í kvöld. „Ég er í góðu ásigkomulagi núna,“ sagði hann á blaðamanna- fundi í gær. „Ég hlakka mikið til hlaupsins." Johnson neitaði á fundin- um sögusögnum þess efnis að hann hygðist leggja áherslu á 100 metra hiaup í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið í Aþenu á næsta ári. „Ég er ekki þunglyndur 100 metra hlaupari sem hleyp 200 og 400 metra vegna þess að ég er ekki nógu góður,“ sagði þessi fótfrái Texas-búi. „Ég hleyp 200 og 400 metrana og er ánægður með að halda því áfrarn." Rússneska stúlkan Svetlana Ma- sterkova, Ólympíumeistari í 800 og 1.500 m hlaupi, sem bætti heims- metið í míluhlaupi í Ziirich í síðustu viku, mætir mózambísku stúlkunni Maria Mutola í 1.000 m hlaupi. Og í 100 metra hlaupi karla taka í kvöld þátt gullverðlaunahafar í greininni á fernum síðustu Ölymp- íuleikum; Carl Lewis (1984 og 1988), Linford Christie (1992) og Donovan Bailey, sem sigraði í Atl- anta. Ato Boldon, bronsverðlauna- hafi frá Atlanta, og Bandaríkjamað- urinn Dennis Mitchell hlaupa einnig 100 metrana. Frankie Fredericks, silfurverð- launahafi í 100 og 200 m hlaupi í Atlanta, hleypur 2Ó0 m í kvöld en hann er einn sjö íþróttamanna sem enn eiga möguleika á að vinna hluta gullstanganna 20 sem í boði eru fyr- ir þá sem sigra í sömu grein á öllum „gullmótunum“ fjórum. Tvö eru að baki, í Osló og Zúrich og það fjórða og síðasta verður í Berlín eftir viku. Þeir sem sigra í sömu grein á öll- um mótunum fjórum skipta á milli sín 20 eins kílóa gullstöngum, sem metnar eru á um 26 milljónir króna. Hinir íþróttamennirnir sem hafa sigruðu bæði í Osló og Zúrich eru eftirtaldir: Merlene Ottey frá Jama- íka (100 metra hlaup), Daninn Wil- son Kipketer (800 m), Bandaríkja- maðurinn Derrick Adkins (400 m grindahlaup), Bretinn Jonathan Edwards (þrístökk), Þjóðveijinn Lars Riedel (kringlukast) og búlg- arska hástökksdrottningin Stefka Kostadinova. KNATTSPYRNA Brann áfram BRANN, lið þeirra Birkis Krist- inssonar og Agústs Gylfasonar, tryggði sér í gær rétt til að leika í 1. umferð Evrópukeppni bikar- hafa, rétt eins og KR-ingar í fyrrakvöld. Brann vann Shelbo- urn frá írlandi 2:1 í Bergen í gær en sigraði 3:1 í fyrri leiknum. Lið frá Bretlandseyjum riðu ekki feitum hesti frá undan- keppninni að Evrópukeppni bik- arhafa í gærkvöldi. M.a. varð Hearts frá Skotlandi að sætta sig við að sitja heima, gerði 1:1 jafn- tefli í Edinborg gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad. Fyrri leikn- um lauk með markalausu jafn- tefli þannig að Rauða sljarnan kemst áfram á marki gerðu á útivelli. Þess má að lokum geta að Llansantffraid, sem er áhuga- mannalið frá Wales, tapaði fyrir pólska liðinu Ruch Chorzow 5:0 en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum. Þetta væri varla í frá- sögur færandi nema fyrir það að í Llansantffraid búa aðeins 850 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.