Morgunblaðið - 24.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 24.08.1996, Page 1
64 SÍÐUR B/C 191. TBL. 84.ÁRG. LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Parísarlögreglan bindur enda á mótmæli 300 Afríkumanna í kirkju Boðar baráttu gegn tóbaki BILL Clinton Bandaríkjaforseti samþykkti í gær tillögur Mat- væla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) um að tóbak yrði flokkað undir fikniefni og því fært undir vald- svið eftirlitsins. Reglur um aug- lýsingar verða hertar og sagði forsetinn að tóbaksframleiðend- um yrði gert að fræða börn um hættuna við reykingar. „Við er- um í dag að hefja beinar aðgerð- ir til að vernda börnin okkar fyrir tóbaki og einkum auglýs- ingunum sem gera börn háð þess- ari vöru,“ sagði Clinton. Mike McCurry, talsmaður for- setans, sagði að gert væri ráð fyrir að tóbaksframleiðendur myndu reyna að fá ákvörðuninni hnekkt fyrir dómstólum. Auglýs- endur álíta að með nýju reglun- um verði ákvæði stjórnarskrár um Ijáningarfrelsi brotin. Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, hefur verið andvígur hertum reglum og sagði einn af fulltrúum Clintons að Dole yrði nú að gera upp við sig hvort hann vildi frem- ur vernda, „börnin eða hagsmuni tóbaksframleiðenda". ■ Umhyggja eða áróður/15 Þriðjungur fær landvistarleyfi París. Reuter. FRANSKA lögreglan batt í gær með áhlaupi enda á hartnær tveggja mánaða mótmæli 300 Afr- íkumanna í kirkju í París og stóðu aðgerðirnar yfir í hálfa aðra klukkustund. Lögreglumenn beittu kylfum og hnefum þegar þeir rudd- ust framhjá hópi stuðningsmanna afrísku mótmælendanna, sem voru síðan leiddir eða dregnir út úr kirkjunni og fluttir á brott í sjúkra- bílum og rútum. Tíu Afríkumannanna höfðu ver- ið í mótmælasvelti í 50 daga og þeir voru fluttir á hersjúkrahús en hinir í fangelsi í París. Jean-Louis Debré innanríkisráðherra sagði að um 100 þeirra fengju dvalarleyfi í Frakklandi. Þúsundir manna gengu um götur Parísar í gær- kvöldi til að mótmæla aðgerðunum, sumir báru spjöld með orðunum „Ég skammast mín fyrir að vera Frakki“. Afríkumennirnir, sem eru flestir frá Malí, lögðu kirkjuna undir sig til að knýja á um það að þeir fengju dvalarleyfi í Frakklandi eftir að Reuter Jeltsín gefur Lebed skilyrt umboð til friðarsammnga Yfirmenn herja bjartsýnir á frið Grosní, Moskvu. Reutor. DEILUAÐILAR I Tsjetsjníju virt- ust í gær einhuga um að virða vopnahléð sem samningar náðust um í viðræðum Alexanders Lebeds, yfirmanns öryggisráðs Rússlands, og fulltrúa uppreisnarmanna á fimmtudag. Vopnahléið tók giidi um hádegi í gær að þarlendum tíma og var að mestu kyrrt í héraðinu eftir það. Æðstu herstjórnendur beggja aðila í héraðinu voru bjart- sýnir á að friðurinn yrði nú varan- legur og skýrt var frá því að her- sveitir Rússa væru þegar farnar að tygja sig til brottfarar frá Suður- Tsjetsjníju. Borís Jeltsín forseti ræddi friðar- umleitanirnar í síma við Lebed í gærkvöldi og lýsti að sögn Itar- Tass-fréttastofunnar stuðningi við vopnahléssamninginn. Forsetinn veitti Lebed umboð til að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna um lausn á deilunum um stöðu Tsjetsjníju en uppreisnarmenn vilja fullt og óskorað sjálfstæði héraðsins. Bíður Jeltsín átekta? Oljóst var í gærkvöldi hve ótví- ræður stuðningur forsetans var og fyrr um daginn var sagt að hann myndi bíða eftir skriflegri skýrslu frá Lebed eftir helgina áður en hann tjáði sig. I tilkynningu frá blaðafulltrúa Jeltsíns í gærkvöldi sagði að forsetinn hefði gefið Lebed leyfi til að ræða samning þar sem tekið væri fram að Tsjetsjníja væri hluti rússneska sambandsríkisins og yrði ekki skilin frá því. Lebed hefur áður viðrað þá hug- mynd að íbúarnir útkljái málið í þjóðaratkvæði og Rússar hlíti niðurstöðunni, hver sem hún verði. Ljóst er að mikil valdabarátta fer nú fram í Kreml og helstu andstæð- ingar Lebeds, sem segist vilja verða eftirmaður Jeltsíns á forsetastóli, geta varla unnt honum þess að koma á friði í Tsjetsníju. Lebed segist búast við ásökunum um að hafa látið um of undan uppreisnar- mönnum en vera reiðubúinn að veija gerðir sínar. Jeltsín er sagður bíða átekta, kanna hvort Lebed geti komið á viðunandi friðarsamn- ingum án þess að álitshnekkir Rússa verði of mikill og fari svo muni hann veita Lebed fullan stuðning. Reuter FRANSKIR lögreglumenn í átökum við fólk sem reyndi að koma í veg fyrir að þeir gætu handtekið Afríkumennina 300. franska stjómin hafði ákveðið að vísa þeim úr landi. í hópnum voru allmörg börn. Eftir nokkurra mínútna rysking- ar komst lögreglan að aðalinngangi kirkjunnar. Enginn mun hafa slas- ast alvarlega. Öxi var beitt til að höggva í sundur keðju á dyrunum og þykk viðarhurðin var rifin nið- ur. Afríkumennirnir höfðu staflað upp húsgögnum innan við dyrnar en greiðlega gekk að bera þau burt. Níræður glanni London. The Daily Telegraph. KYLFINGAR í Thorpeness í Suffolk áttu fótum fjör að launa þegar 90 ára gamall fyrrverandi klúbbfélagi þeirra ók inn á 18. braut á 50 km hraða á flótta undan lögreglu sem elti hann í golfvagni. Gamli maðurinn hélt út á golfvöllinn er hann varð þess var að lögreglan ók á eftir honum með blikkandi ljós. Vildu löggæslumenn ná tali af honum, því þeir töldu sig hafa ástæðu til að ætla að bíll hans væri ótryggður. Þeir skiptu yfir í golfvagn þegar á völlinn kom, en mistókst að hafa hendur í hári þess gamla. Hann var handtekinn dag- inn eftir, sviptur ökuleyfi í hálft ár og sektaður. Tölvumis- tök ollu slysi Dallas. Reuter. STAÐFEST hefur verið að mannleg mistök ollu því að Boeing-þota flugfélagsins American Airlines fórst í Kólombíu í desember sl., að sögn fulltrúa félagsins. Flugstjórinn er sagður hafa valið bókstafinn R er hann gaf tölvu skipanir fyrir undir- búning lendingar í borginni Cali; maðurinn hafi talið að R stæði fyrir miðunargeisiann Rozo frá ratsjárstöð við flug- völlinn, eins og reyndar hafi staðið á flugkortinu. Af ein- hveijum ástæðum eru tveir miðunargeislar undir þessum bókstaf í Kólombíu, hinn er við höfuðborgina Bogota og nefnist Romeo. Vegna þess- ara mistaka lét sjálfstýringin þotuna beygja til hægri í átt að háu fjalli. Kohl ver hækkun neyzlu- skatts Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, reyndi í gær að lægja gagnrýni á þá fyrirætlun stjórnar sinnar að hækka virð- isaukaskatt, með því að segja að markmiðið með hækkuninni væri að minnka byrði skatt- greiðenda. Kohl, sem sneri heim í gær úr sumarleyfisdvöl í Austur- ríki, vonaðist til að binda enda á deilur, sem hafa legið í loft- inu um þetta mál allt frá því hlé var gert á fundum þýzka þingsins fyrr í sumar. „Lækk- un skattbyrðarinnar skiptir sköpum við að hressa upp á efnahagslífið, skapa atvinnu og treysta framleiðsiuaðstæð- ur í Þýskalandi," sagði kanzl- arinn. 60% á móti áætlun Kohls Samkvæmt skoðanakönnun sem þýzk sjónvarpsstöð gerði eru 60% Þjóðverja mótfallin áætlunum kanzlarans um að hækka virðisaukaskatt til að fjármagna lækkun á tekju- skatti, einungis 27% eru henni fylgjandi. Vandi stjórnvalda er sá að skattalækkanir gætu aukið fjárlagahalla sem gæti orðið svo mikill að ekki tækist að uppfylla skilyrði Maastricht- samkomulagsins fyrir aðild að myntsambandinu árið 1999.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.