Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samræmmg trygg- ingagjalds óútfærð EKKI hefur ennþá verið gengið frá hvernig staðið verður að samræm- ingu tryggingagjalds í eitt gjaldþrep samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar í vor eftir tilmæli frá Eftirlits- stofnun EFTA. í gildi hafa verið tvö gjaldþrep en Eftirlitsstofnunin álítur að líta megi á mismunandi álagningu gjaldsins sem ríkisstyrki til þeirra atvinnugreina sem greiða lægra tryggingagjald og hafi þess vegna óeðlileg áhrif á samkeppnisstöðu fyr- irtækja. Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri tekju- og eignasviðs í fjármála- ráðuneytinu, segir að gjaldið verði samræmt á ákveðnum aðlögunartíma en að honum loknum verði sama gjaldhlutfall fyrir allar atvinnugrein- ar. Stefnt er að því að breytingamar verði gerðar í þremur áföngum á ár- unum 1997-1999. í fyrsta áfanga er stefnt að því að dregið verði verulega úr mismun hærra og lægra gjaldsins. Tryggingagjald þurfa launagreið- endur að inna af hendi af greiddum vinnulaunum og öðrum launagreiðsl- um. Tryggingagjald er samsett af Stefnt að breyt- ingum í áföngnm 1997-1999 tveimur gjöldum, atvinnutrygginga- gjaldi og almennu tryggingagjaldi. Atvinnutryggingagjald skal vera 1,5% af gjaldstofni en almennt trygg- ingagjald hefur verið lagt á í tveimur gjaldflokkum. í lægra gjaldflokki skal greiða 2,05% af gjaldstofni en í þeim gjaldflokki greiða launagreið- endur í sjávarútvegi, iðnaði, landbún- aði, hugbúnaðariðnaði, kvikmynda- iðnaði, gisti- og veitingahúsarekstri og á bílaleigum. Launagreiðendur í öðrum gjaldskyldum atvinnugreinum hafa greitt 5,35% af gjaldstofni. Tekjur af atvinnutryggingagjaldi skulu renna til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs en tekjur af almennu tryggingagjaldi til Tryggingastofn- unar ríkisins og Vinnueftirlits ríkis- ins. Indriði segir að nýtt samræmt gjald verði ákvarðað með tilliti til þess að heildartekjur ríkissjóðs verði hinar sömu og áður, eða um 10 millj- arðar króna. Samræmt gjald verður því mitt á milli gömlu gjaldþrepanna. Ekki hefur komið til álita að lækka gjaldið, að sögn Indriða. Hann bend- ir á að gjaldtakan sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkið og nú þegar stefnt sé að hallalausum fjárlögum sé erfitt um vik að rýra þessar tekjur. Mishröð aðlögun Indriði staðfestir að gagnrýnis- raddir hafí komið fram vegna fyrir- hugaðra aukinna álaga á fyrirtæki sem áður voru í lægra gjaldþrepinu. „Það lítur enginn hýru auga til þess að rekstrarkostnaður hækki. Það er aftur á móti mikilvægt sjónarmið, með tilliti til samkeppnisstöðu og sanngirni, að menn sitji við sama borð,“ segir Indriði. Indriði segir að menn telji forsend- ur atvinnugreina tii að aðlagast breyttum aðstæðum ólíkar. Þess vegna komi til álita að aðlögun að samræmdu gjaldi verði mishröð eftir atvinnugreinum. A KHI útskrifar fyrstu kennaraefnin með B.Ed.-gráðu úr fjarnámi Kennslan gekk vonum framar FYRSTU grunnskólakennararnir með B.Ed.-gráðu útskrifast úr fjarnámi frá Kennaraháskóla ís- lands í dag. Þórir Ólafsson rektor segir að fjarkennslan hafí gengið vonum framar. Hann minnir á að íslendingar séu með fyrstu Evr- ópuþjóðum til að bjóða upp á full- gilt háskólanám í fjarnámi. Þórir sagði að 200 manns hefðu sótt um að komast í fjarnámið fyrir tæpum fjórum árum. Af þeim hefðu 80 verið valdir úr og lykju 54 náminu nú. Námið hefur farið fram með þeim hætti að nemend- urnir hafa verið í tengslum við kennara við Kennaraháskólann og átt innbyrðis samskipti um ís- ienska menntanetið. Nemendurnir hafa svo setið á skólabekk í skólan- um í Reykjavík um tveggja til þriggja vikna skeið tvisvar á hveiju ári. Hópurinn hefur sinnt æfinga- kennslu í hinum ýmsu kjördæmum landsins. Þórir sagði að hér væri um mik- ið hagsmunamál fyrir landsbyggð- ina að ræða. „í hópnum er tölu- vert um konur með fjölskyldur. Margar af þeim hafa haft orð á því að ef ekki hefði verið fyrir fjarnámið hefðu þær aldrei farið í háskólanám," sagði hann. Hann sagði margir hefðu verið í hlutastarfí við kennslu en mælt hefði verið með því að nemendur væru ekki í meira en hálfu starfí með náminu. Tveir hópar í fjarnámi Þórir minnti á að íslendingar væru með fyrstu Evrópuþjóðum til að bjóða upp á fullgilt háskóla- nám í fjarnámi. Nú biðu fjölmarg- ir háskólar víða um heim slíkt nám. Alls stunda 60 nemendur í tveimur hópum fjarnám til B.Ed.- gráðu við Kennaraháskólann nú. Útskrift fyrstu nemanna fer fram í Kópavogskirkju kl. 15 í dag. Vestmannaeyjaferj- an Herjólfur í slipp Uppselt í sigling- una til Noregs VESTMANNAEYJAFERJAN Herjólfur siglir af stað til Noregs í slipp að kvöldi 4. september nk. Von er á ferjunni til baka 23. sept- ember. Fagranesið frá ísafirði leysir Heijólf af hólmi í siglingum milli lands og Eyja frá 9. til 20. september. Hundrað farþegar fara með Herjólfi til Noregs. Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs hf., sagði að gert væri ráð fyrir því að Heij- ólfur færi í slipp á tveggja ára fresti og síðast hefði verið farið árið 1994. Tími hefði því verið kominn til að huga að viðhaldi feijunnar á nýjan leik. 6 tilboð bárust Útboðsgögn voru send til 20 aðila og bárust 6 tilboð í verkið. Tvö tilboð bárust frá Englandi, 2 frá Noregi, 1 frá Danmörku og 1 frá íslandi. Lægsta tilboðinu að fjárhæð um 18 milljónir, frá Nymo AS í Grimstad rétt fyrir norðan Kristjansand í Noregi, var tekið. Islenska tilboðið var frá SIipp- stöðinni á Akureyri og reyndist nema 24 milljónum, samanborið við norska tilboðið. Viðhaldsverk- efnið felur í sér heilmálum og yfir- ferð á feijunni. Fjölskyldubíllinn með Magnús sagði að Vestmanney- ingar og aðrir landsmenn hefðu ekki verið lengi að bregðast við auglýsingu um siglingu Heijólfs til Noregs enda hefðu margir haft góða reynslu af því að fylgja skip- inu áður í slipp. Uppselt var í 100 kojur í skipinu á um tveimur dög- um. Verð í koju með morgunverði var frá 12.000 kr. upp í 20.000 kr. Innheimt var 10.000 kr. auka- gjald fyrir hvern bíl. Flestir far- þeganna hafa kosið að hafa með sér fjölskyldubílinn. Ný upplýs- ingaskilti BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, af- hjúpaði í gær upplýsingaskilti við göngustíga í Öskjuhlíð. Uppsetn- ing og gerð skiltanna er fjármögn- uð með styrk úr Menningar- og styrktarsjóði Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis. Skiltin eru fimm talsins og á hverju þeirra eru tvö kort og spjald með texta. A kortin eru m.a. merktar inn göngu- og skokk- brautir á Öskjuhlíðarsvæðinu. I ávarpi sem Baldvin Tryggva- son, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, flutti sagði hann meðal annars að með uppsetningu skiltanna væri Sparisjóðurinn að endurgjalda Reykvíkingum og íbúum ná- grannabyggðanna það traust sem þeir hafa sýnt sparisjóðnum á liðn- um árum og vildi á þennan hátt leggja sitt af mörkum til að gera gott útivistarsvæði enn betra. Morgunblaðið/Ásdís Tillaga um upptöku nýrrar gjalclskrár vegna vatnsgjalds Aukavatnsgj ald atvinnuhúsnæð- is hækki ekki TILLAGA vatnsveitustjóra um upp- töku nýrrar gjaldskrár við innheimtu vatnsgjalds felur í sér sömu breyt- ingu á innheimtu vatnsgjalds vegna íbúðarhúsnæðis og atvinnuhús- næðis. Af atvinnuhúsnæði er annars vegar innheimt vatnsgjald og hins vegar aukavatnsgjald samkvæmt notkunarmæii. Guðmundur Þórodds- son, vatnsveitustjóri, segir að auka- vatnsgjaldið hafí verið hækkað um 15% í fyrra. Ekki hafí því verið gerð tillaga um hækkun þess nú. Eins og greint hefur verið frá felur tillaga vatnsveitustjóra í sér að vatnsgjald verði ekki lengur 0,13% af fasteignamati heldur verði innheimt 3.000 kr. fastagjald og 77 kr. á hvern fermetra. Sama breyting verður á innheimtu vatnsgjalds vegn.a atvinnuhúsnæðis. Aukavatns- gjaW samkvæmt mæli hækkar ekki endá hækkaði aukavatnsgjaldið um 15% í fyrra. f'* tiljögum Guðmundar til borgar- s kemur fram að vatnsgjáld ndi lækka um meira en 10% vegnaí3l% atvinnuhúsnæðis og úm 0 til Í0% vegna 17% atvinnuhús- næðis. Tillögurnar hefðu í för með sér að vatnsgjald myndi hækka um 0-10% vegna 2% atvinnuhúsnæðis, um 10 til 20% vegna 2% atvinnuhús- næðis, um 20 til 30% vegna 8% at- vinnuhúsnæðis og meira en 30% vegna 36% atvinnuhúsnæðis. Vatnsgjald hefur lækkað Guðmundur sagði að með tillög- unum væri annars vegar verið að Þróun vatnsgjalds og byggingarvísitölu Vísitölur, 1991 = 100 1991-1996 120 115-- 110 100 I i Byggingarvísitala Vatnsgjald, íbúðarhúsn. Vatnsgjald, atvinnuhúsn. 1991 992 1993 1994 1995 1996 stuðla að sanngjarnari innheimtu vatnsgjaldsins og hins vegar að hækka tekjur vatnsveitunnar um 15%. „Tvær meginástæður eru fyrir því að þörf er á hækkuninni. Annars vegar hefur vatnsgjald farið lækk- andi. Ég get nefnt að vatnsgjald vegna íbúðarhúsnæðis hefur að með- altali lækkað um 7% miðað við þróun byggingarvísitölu á sl. 5 árum. Vatnsgjald vegna atvinnuhúsnæðis hefur jafnvel lækkað enn meira eða um rúmlega 18% á sama árafjölda," sagði Guðmundur. Hina ástæðuna fyrir hækkuninni kvað hann vera að vatnsveitunni hefði verið falið að halda við heim- æðum samkvæmt nýlegum lögum frá Alþingi. Kostnaður vegna við- gerða og endurnýjunar heimæða yrði sífellt hærri því aldur vatnsæða í borginni yrði sífellt hærri. Stór hluti vatnsæða í borginni væri t.a.m. eldri en 50 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.