Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarbær stendur fyrir uppgræðslu á Glerárdal Morgunblaðið/Kristján ÍBÚAR í Gilja- og Síðuhverfi eiga eftir að verða þess varir er uppgræðslu lands á Glerárdal, norðan Glerár lýkur en þetta er svæðið sem fokið hefur hvað mest úr yfir íbúða- byggðirnar í þessum hverfum. Danskir dagar á Akureyri Mesta fok- svæðinu lokað AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að því fonna upp á nýtt gaml- ar malarnámur sem hætt er að nota í landi Glerár ofan Akureyrar. Bærinn keypti landsvæðið af einka- aðila fyrir fáum árum, til að græða það upp og nýtur aðstoðar Land- vemdar við framkvæmdina. Einnig mun Landgræðsla ríkisins aðstoða við uppgræðsluna. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Akureyrarbæjar segir að uppgræðsla á þeim löndum sem bærinn á sunnan Glerár hafí hafist fyrir mörgum árum en þetta land- svæði, norðan við Glerá, hafi staðið eftir vegna eignarhalds einkaaðila. Hann segir að hér sé um fyrsta áfanga verksins að ræða en á næstu fjórum árum sé stefnt að því að loka þessu raskaða svæði og klæða það gróðri á ný. íbúarnir verða ánægðir „Þetta er einmitt það svæði sem fokið hefur hvað mest úr yfir bæ- inn, sérstaklega yfir Gilja- og Síðu- hverfi og verið ibúum þess til mik- illa óþæginda. En nú sér fyrir end- ann á því og íbúarnir á þessum svæðum, sem hafa þurft að þurrka ryk úr gluggasyllum sínum í það minnsta tvisvar í viku verða vafa- laust ánægðir.“ Landið sem kortlagt er sem uppgræðuslusvæði á Glerárdal, beggja vegna árinnar er um 205 hektarar og er þegar búið að græða stóran hluta af því upp. Árni Stein- ar segir að stefnt sé að því að sá í svæðið sem unnið hefur verið við í þessum fyrsta áfanga strax og snjóa leysir næsta vor en það er um 10-15 hektarar að stærð. DANSKIR dagar standa yfir á Akureyri í næstu viku, en í dag, laugardag hefst fyrsta atriði dag- skrárinnar þegar pnuð verður dönsk vörusýning Ketilhúsinu í Grófargili ki. 16. Henning R. Ols- en, menningarfulltrúi danska sendiráðsins, verður viðstaddur opnun sýningarinnar. Árni Steinar Jóhannsson, sem ásamt fleirum hefur annast undir- búning dönsku daganna, sagði að AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju sunndudaginn 25. ágúst. Prestur sr. Guðmundur Guðmunds- son héraðsprestur. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16 sama dag. Prestur sr. Guðmundur Guðmundsson. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöld- messa verður í kirkjunni nk. sunnu- dag, 25. ágúst kl. 21. Ath. breyttan tíma. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks, laugar- dagskvöldið 24. ágúst kl. 20.30. þess væri vænst að dönsku dagarn- ir gætu orðið að árlegum viðburði á Akureyri. „Grunnurinn var lagður með komu Klaus Kappel sendiherra Dana til Akureyrar í desember á síðasta ári en síðan hefur verið unnið við undirbúninginn,“ sagði „Með þessum dögum viljum við styrkja tengslin milli landanna, verslun og viðskipti en ekki síst á menningarsviðinu." Vakningasamkoma kl. 20 á sunnu- dag og bæn og lofgjörð kl. 20.30 nk. föstudagskvöld, 30. ágúst. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma kl. 20 á sunnudag. Turid og Knut Gamst, yfirforingjar Hjálpræðishersins á íslandi og Fær- eyjum, syngja og tala. ' KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 á laugar- dag og kl. 11 á sunnudag. Messa verður í Kaþólsku kirkjunni á ísafirði kl. 18 á laugardag og kl. 11 á sunnudag. Messur Verkalýðsleiðtogar segja vinnu við kröfugerð fyrir komandi kjarasamningaviðræður að hefjast Langlundargeð launafólks þrotíð Forystumenn verkalýðsfélaga á Akureyri eru þokkalega sáttir við atvinnuástandið á svæðinu það sem af er ári og bjartsýnir fyrir veturinn. Kristján Krisljánsson ræddi við þá um atvinnumálin og komandi kjaraviðræður en samningar eru lausir um áramót. Fjöldi atvinnuleysisdaga hjá verkalýðsfélögum á Akureyri og nágrenni Atvinnuleysisdagar fyrstu sjö mánuðina 1996 1995 Verkalýðsfélagið Eining, Akureyri 25.626 37.173 Iðja, félag verksmiðjufólks 6.421 6.921 Sjómannafélag Eyjafjarðar 2.765 2.692 Félag málmiðnaðarmanna 400 1.327 Félag verslunar- og skrifstofufólks 10.160 13.595 Félag byggingamanna, Eyjafirði 1.408 4.167 Skipstjóra og stýrimannafélag Norðurl. 572 588 Vélstjórafélag íslands, Akureyri 353 676 Verkstjórafélag Akureyrar og nágr. 420 707 ATVINNUÁSTANDIÐ á Akureyri hefur batnað töluvert fyrstu sjö mán- uði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt yfirliti um fjölda atvinnuleysisdaga hjá níu verkalýðsfélögum á Akur- eyri, hefur aðeins orðið fjölgun daga hjá Sjómannafélagi Eyja- fjarðar fyrstu sjö mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæða þessa er helst rakin til kvótaleysis útgerða. Forystumenn verkalýðsfélaga, sem haft var sam- band við, eru flestir nokkuð sáttir við ástandið það sem af er árinu og eru jafnframt þokkalega bjart- sýnir fyrir haustið og veturinn framundan. Björn Snæbjömsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, segir að árið hafí verið nokkuð gott at- vinnulega en þó hafi nýlega komið bakslag vegna hráefnisskorts hjá Utgerðarfélagi Akureyringa hf. og vegna vinnslustopps hjá Stiýtu. Um 100 manns, aðallega skólafólk, hef- ur ekki haft vinnu í ágúst hjá ÚA og um 35 starfsmenn Strýtu voru sendir heim í mánaðartíma á meðan rækjuvinnsla liggur þar niðri. Atvinnulausum fækkað „Atvinnuástandið hefur farið batnandi á árinu, miðað við undan- farin ár og útlitið framundan er nokkuð gott. Það hefur verið upp- gangur hjá einstaka fyrirtækjum, eins og Slippstöðinni og það er mjög jákvætt. Atvinnulausum hef- ur fækkað en á meðan einhveijir eru á skrá er ástandið samt ekki nógu gott,“ segir Björn. Guðmundur Ómar Guðmunds- son, formaður Félags bygginga- manna Eyjafirði, segir að atvinnu- ástandið á þessu hausti sé betra en það hefur verið til fjölda ára. „Það getur hugsanlega orðið eitt- hvað atvinnuleysi í vetur en miðað við undanfama vetur sé ég í hendi mér að það verði mun minna. Verk- efnastaða fyrirtækja er auðvitað misjöfn og trúlega verður eitthvert uppihald hjá einhveijum þeirra en ég óttast ekki veturinn." Ástandið gjörbreyst á árinu Guðmundur Ómar segir að það sem af árinu hafi ástandið verið ágætt og hafi í raun gjörbreyst í mars sl. og verið gott síðan. „Við vorum með um 20% atvinnuleysi frá nóvember og fram í mars en þá lagaðist ástandið." Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrifstofu- fólks, tekur í sama streng og segir að atvinnuástandið hafi verið gott það sem af er árinu en hins vegar sé óvissa um haustið og veturinn framundan. KEA hefur hætt versl- unarrekstri í Vömhúsinu og segir Jóna að eitthvað af því fólki hafí þegar fengið aðra vinnu og eins sé hluti starfsfólksins enn á uppsagn- arfresti. Um þetta leyti í fyrra voru 86 félagsmenn á Eyjafjarðarsvæð- inu á atvinnuleysisskrá en 62 nú og er hluti fólksins, um 20 manns, í einhveijum hlutastörfum. Kjarasamningar lausir um áramót Guðmundur Hjaltason, ritari Félags málmiðnaðarmanna, segir að atvinnuástandið hjá jámiðn- aðarmönnum sé gott um þessar mundir og horfur góðar. Hann seg- ir að oft sé mikil vinnutöm hjá járn- iðnaðarmönnum en aftur sé vinnan jafnari í bílgreinunum og minna um yfirvinnu. „Það er þó ekkert at- vinnuleysi í okkar röðum og ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið," sagði Guðmundur. Kjarasamningar eru lausir um áramót og að þessu sinni verður unnið að kjarasamningum eftir nýj- um lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. Guðmundur Ómar segir að lögin séu staðreynd en hins vegar liggi ekki fyrir hvemig eigi að vinna eftir þeim og að mörg atriði séu óljós. „Þetta getur komið til með að skapa bæði óvissu og hættu á frekari átökum en ella hefði þurft að vera í kringum áramót. Launafólk hefur fært fórnir „Ég vil þó vera bjartsýnn þótt forsvarsmenn vinnuveitenda telji hættu í því fólgna að hér íjölgi Morgunblaðið/Kristján atvinnutækifæram. Menn verða að horfa framhjá slíku og um leið og reynt verður að auka atvinnu og bæta kjörin, þarf að huga að því að halda verðbólgunni í skefjum. Ég sé þó ekki að það sé láglauna- fólkið og skuldugu fjölskyldurnar sem eru að eyða í umframneyslu. Það er frekar fólkið sem hefur meira á milli handanna og fólk sem skuldar lítið.“ Guðmundur Ómar segir að menn sætti sig ekki við annað en fá vera- legar kjarabætur, hvort það gerist í einu stökki um áramót eða á lengri tíma. „Ég held að allir séu sammála um að launafólk hefur fært miklar fórnir til að ná þessum stöðugleika og langlundargeð þess nær ekki lengra. Það var stefnt að því með samningum sem hafa verið gerðir frá 1990 að bæta hag fyrirtækjanna og það eru allir sam- mála um að það hefur tekist. Nú er komið að því að fylgja þessu eftir og bæta hag launafólks.“ Launamisréttið óþolandi Jóna Steinbergsdóttir segir að verslunarmenn hafi lítið gert í kröfugerð fyrir komandi kjara- samninga en sú vinna hefjist innan skamms. „Það er þó alveg ljóst að þessir lægstlaunuðu hópar geta ekki lengur látið ganga yfir sig á sama hátt og gert hefur verið. Við höfum yfirleitt leitt kjarabaráttuna og samið fyrst og svo koma aðrir hópar á eftir og fá helmingi meira. Þessari þróun þarf að snúa við, enda er launamisréttið í landinu með eindæmum og í raun óþol- andi. Og ég hef trú á að fólk sé tilbúið að beijast fyrir bættum kjörum og þá skiptir samstaðan öllu máli,“ sagði Jóna. Björn Snæbjörnsson segir að menn séu farnir að undirbúa sig fyrir komandi kjarasamningavið- ræður og um leið að reyna átta sig á nýjum lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. „Eftir því sem maður skoðar þessi lög betur, kem- ur alltaf betur í ljós hversu vitlaus þau eru og að stjórnvöld hafa ekki haft hugmynd um hvað þau voru að gera. Ég held líka að menn viti hreinlega ekki hvernig þeir ætla að vinna úr þessu.“ Samningamálin í höndum landssambandanna Björn segir að nú sé lag til að ná launahækkunum án þess að hann viiji nefna ákveðna tölu í því sambandi. „Þessi klisja um að verðbólgan æði af stað ef launin hækka, kemur alltaf upp þegar á að huga að launahækkunum fyrir þá lægstlaunuðu en hún er orðin ansi þreytandi. Við erum að hefja okkar vinnu og komum til með að halda fundi með einstaka starfsgreinum. Fyrsti fundurinn verður haldinn í næstu viku, með fiskvinnslufólki á Eyjafjarðar- svæðinu, þar sem sérmál þess verða rædd. í framhaldinu þarf að gera viðræðuáætlanir við vinnuveitendur og ég vona að menn fari að ræða málin í október eða nóvember. Þó eiga félögin eftir að ákveða hvort landssam- bandið fari með samningamálin eða hvort félagið sjálft sjái um samningagerðina. Ég er persónu- lega þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera í höndum landssam- bandanna," sagði Björn. \ I > í » ! I B 5 t t t ■ fe 1 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.