Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hækkun fjármagnsgjalda helsta orsökin fyrír verri afkomu Hagnaður SS 15 milljónir HAGNAÐUR Sláturfélags Suður- lands nam 15 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 42,3% lækkun frá sama tímabili á fyrra ári, en þá nam hann 26 milljónum króna. Velta fyrirtækisins nam 1.036 milljónum á tímabilinu sem er 4% aukning. Samkvæmt fréttar- tilkynningu frá SS stafar veltuaukn- ingin af auknum umsvifum kjötiðn- aðar á milli ára. Allar helstu lykiltöl- ur úr milliuppgjöri SS koma fram í meðfylgjandi töflu. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, segir að rekst- ur félagsins sé á áætlun. „Á fyrri hluta ársins 1995 varð veruleg lækkun á gengi dollars og þess vegna eru ijármagnsgjöld mjög lág á fyrri árshelmingi síðasta árs sem er til samanburðar miliiuppgjörinu núna. Þetta jafnaðist út yfir árið og það er útlit fyrir að ijármagns- gjöldin verði Jægri í ár heldur en á síðasta ári. Ástæðan er sú að það hefur farið fram endurfjármögnun hjá fyrirtækinu með að hluta til auknu eigin fé og ódýrara lánsfé. I maí fór fram útboð á hlutafé í fyrir- tækinu að nafnvirði 65 milljónir og í kjölfarið fylgdi 200 milljóna króna skuldabréfaútboð," segir Steinþór. Bjárfest var fyrir rúmar 80 millj- ónir á fyrri hluta ársins hjá félag- inu. Stærstu fjárfestingarnar eru vegna framkvæmda við sláturhúsið á Selfossi og vegna vélakaupa. Sláturhúsi lokað í Vík Til að auka hagkvæmni í slátrun hefur verið ákveðið að hætta slátrun í sláturhúsi félagsins í Vík í Mýrd- al. Sláturhúsið á Kirkjubæjar- klaustri verður áfram starfrækt auk sláturhússins á Selfossi, sem er aðal sláturhús félagsins, og við Laxá í Leirársveit. Að sögn Steinþórs hafa verið gerðar miklar endurbætur á Selfossi á síðasta ári og fyrri hluta þessa árs. „Til þess að uppfylla allar kröf- ur Evrópusambandsins réðumst við í breytingarnar og jafnframt settum við upp pökkunaraðstöðu þar. Það er talið lykilatriðið fyrir framtíð sauðljárræktar að ná viðunandi ár- angri í útflutningi. Þegar lagt er út í slíkar fram- kvæmdir verður að nýta þær betur og það er ein af ástæðunum fyrir því að slátrun er hætt í Vík,“ segir Steinþór. Ii| loiiiiii Ur milliuppgjðri 1996 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikflingur Milljónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.036 993 996 961 +4,0% +3,3% Rekstrarhagn. t. fjármagnsliði og skatta 43 35 j +22,9% Fjármagnsgjöld (26) (10) +160,0% Reiknaðir skattar (2) Hagnaður tímabilsins ! — 15 26 -42,3% Efnahagsreikningur Milljónir króna 30/6 ‘96 31/12'95 Breyting Eiynir: Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals Skuldir og eigið fé: | Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 626 .089 770 1.038 1.715 1.808 -18,7% +4,9% 459 778 478 705 735 368 -5,1% -34,9% +5,9% +29,9% 1.715 1.808 -5,1% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 27,9% 1,36 57 20,4% 1,09 133 -57,1% í fréttartilkynningunni kemur fram afkoman hjá Sláturfélaginu hefur undanfarin ár verið betri á síðari árshelmingi. Þetta stafar fyrst og fremst af afkomu afurða- deildar, en umsvif hennar aukast verulega við haustslátrun sauðfjár. í maí sl. var fyrirtækið skráð á Verðbréfaþingi og þá var gengi hlutabréfa í SS 1,70 en 2,45 í gær, sem er 44% hækkun. Skráning á sjónvarps- kortum í tölvur SJÓNVARPSKORT fyrir tölvur falla undir útvarpslög og ber að skrásetja. Þetta kemur fram í bréfi frá Innheimtudeild Ríkisútvarps- ins til tölvuverslana. í 24. gr. út- varpslaga segir að „eigandi við- tækis, sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins, skal greiða afnotagjald, útvarpsgjald, af hveiju tæki. Þó skal aðeins greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjölskyldu á heimili." I 17. gr. reglugerðar nr 357/1986 segir að til viðtækja teljist m.a. myndskermar sem tengdir eru myndbandstækjum eða öðrum tækjum með útbúnað til sjón- varpsmóttöku. Til þess að tölva þjóni hlutverki útvarps þarf að bæta sérstöku útvarpskorti við tölvuna. Sölumað- ur í tölvuverslun sagði í samtali við Morgunblaðið að Innheimtu- deild RUV hefði óskað eftir því að verslunin útfyllti söluskýrslur um kaupendur sjónvarpskorta en hvergi sé minnst á kaupendur út- varpskorta. Þar sem einungis er greitt af einu sjónvarpstæki á heimili bætist lítið við innheimtu- tekjur RÚV þrátt fyrir söluskrán- ingu sjónvarpskorta í töivur. Stjórn NIB fundar hér á landi Lán til ríkissjóðs Afkoma Flugleiða veldur vonbrigðum á verðbréfamarkaði Gengi hlutabréfa félags- ins lækkaði um 13% ígær STJÓRN Norræna íjárfestingar- bankans (NIB) kemur saman til fundar hér á landi miðvikudaginn 28. ágúst. Stjórnin mun m.a. taka til umfjöllunar ósk ríkissjóðs um lán- veitingu til ýmissa vega- og hafnar- framkvæmda auk annarra innviða- framkvæmda hér á landi. Er þar um að ræða lán svipað því sem bank- inn veitti hingað til lands á síðasta ári vegna framkvæmdanna við Vest- fjarðagöngin og Höfðabakkabrú. Evrópski fjárfestingarbankinn, EIB, hefur þegar samþykkt að lána 2,7 milljarða króna til þessara verk- efna en bankinn veitti einnig lán til Vestfj arðaganganna. Stjórnarfundur NIB verður hald- inn á Hótel Sögu en um kvöldið mun bankinn bjóða stjórnmála- mönnum og fulltrúum íslensks at- vinnulífs til kvöldverðar í Viðey. Talsverðar hækk- anir hjá SR-mjöli GENGI hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði um 13% í gær í kjölfar frétta af því að heildartap félagsins hefði numið 844 milijcr.um króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta tap olli greinilega vonbrigðum á verð- bréfamarkaði, en þar höfðu skapast væntingar um að afkoma félagsins á þessu ári yrði betri en á því síð- asta. Gengi hlutabréfa í SR-mjöli hækkuðu hins vegar um rúm 11% en lækkunin í Flugleiðum ásamt lækkun á gengi hlutabréfa í nokkr- um öðrum félögum olli því að þing- vísitala hlutabréfa lækkaði um 1,2% í gær. Mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Flugleiðum í gær. Heild- arviðskipti með bréfín námu rúmlega 21 milljón króna að söluvirði, sem samsvarar um þriðjungi allra við- skipta á hlutabréfamarkaði í gær. Gengi bréfanna lækkaði hins vegar strax í gærmorgun niður í 2,70 en náði síðan jafnvægi í kringum 3,0 og lokagengi bréfanna var 2,96. Gengi bréfanna við iokun í fyrradag var hins vegar 3,42. Albert Jónsson, verðbréfamiðlari hjá Landsbréfum, segir að rekstr- arniðurstaða Flugleiða á fyrri hluta ársins hafi vissulega valdið nokkrum vonbrigðum, enda hafi forstjóri fé- lagsins lýst því yfir fyrr á þessu ári að gert væri ráð fyrir því að félag- inu tækist að bæta rekstarafkomu sína nægilega til að vega upp á móti söluhagnaðinum af flugvélasölu félagsins í síðasta ári. Albert segir að viðbrögð verð- bréfamarkaðarins hafi því verið eðli- leg, þó svo að gengi hlutabréfanna hafi e.t.v. farið of hratt niður í upp- hafi dags. „Hins vegar má segja á móti að ef maður skoðar sjóðs- streymi Flugleiða er gríðarlega mik- il fjármunamyndun í rekstrinum. F'élagið stendur því alveg undir þessu gengi en til lengri tíma lifir ekkert félag af nema það skili ein- hveijum hagnaði." Gott tækifæri fyrir langtí mafj árf esta Sem fyrr segir voru viðskipti með hlutabréf Flugleiða talsvert mikil I gær og þau kaup- og sölutilboð sem skráð voru í kringum gengið 3 voru rifin út. Albert segir greinilegt að margir fjárfestar hafi talið þetta góð kaup á þessu gengi. „Það eru margir sem líta á Flug- leiði sem mjög góðan langtímafjár- festingarkost og eru því alveg tilbún- ir til að kaupa á þessu verði því þeir ætla að eiga bréfin til lengri tíma. Svo eru aðrir sem eru í meiri spákaupmennsku og hafa því valið að selja núna þar sem þeir sjái ekki fram á miklar hækkanir í Flugieiðum alveg á næstunni." Gengið stöðugt næstu vikurnar Albert bendir á að viðbrögðin við fréttum af afkomu Marel á fyrri hluta ársins hafi verið nokkuð svip- uð. Þar hafi fjárfestar verið að reikna með að auknar sölur fyrirtækisins myndu skila því meiri hagnaði en engu að síður hafi hann orðið mjög svipaður og á fyrri hluta síðasta árs. Það hafi valdið nokkrum von- brigðum þó svo að menn líti á fyrir- tækið sem góðan fjárfestingarkost til lengri tíma. Halldór Friðrik Þorsteinsson, við- skiptafræðingur hjá Kaupþingi, tek- ur undir það að þessi afkoma Fiug- leiða hafi valdið nokkrum vonbrigð- um. Hann segist hins vegar telja að gengi hlutabréfanna hafi náð nokkru jafnvægi nú og megi reikna með því að það muni ekki breytast mikið fyrr en 7 mánaða uppgjör félagsins verði birt. Lífleg viðskipti á. hlutabréfamarkaði Viðskipti voru annars með líflegra móti á hlutabréfamarkaði í gær eft- ir nokkra deyfð í þessari viku. Hluta- bréf í SR-mjöli hækkuðu um rúm 11% í gær í kjölfar frétta af auknum hagnaði félagsins á fyrri hluta árs- ins. Þá voru talsverð viðskipti með hlutabréf í íslandsbanka en lítil breyting varð á gengi þeirra, loka- gengið var 1,90 sem er lítilsháttar hækkun. Hins vegar lækkaði gengi hluta- bréfa í nokkrum fyrirtækjum í við- skiptum í gær. Þannig lækkaði gengi hlutabréfa í Eimskip um tæp 2% og hlutabréf í Granda lækkuðu um tæp 4%. Þá lækkaði gengi hlutabréfa í Síldarvinnslunni um 1%. SJAVARUTVECSSYNINCIN Hvemíg getur þú gert þátttöhu þíns fyrírtœbís arðbœrari i harðnandi samkeppni. Tvö námskeið á vegum ]Útflutningsráðs íslands fyrii5 stjórnendur og starfsmenn; fyrirtækja sem taka þátt ( sjávarútvegssýningunni ^ í Laugardalshöll í september. Sýningarbásar og kynningarefni - hvernig verður skilaboðum fyrirtækisins best komið á framfæri. Námskeið 28.08. kl. 13-17. Verð 7.500 kr. m. vsk. Framkoma og atferli á sýningum - hagnýtar ábendingar um framgöngu og viðmót. Námskeið 12.09. kl. 13-17. Verð 7.500 kr. m. vsk. Námskeiðin verða haldin að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Skrá þarf fyrirtæki til þátttöku í síðasta lagi daginn fyrir námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir Útflutningsráð í síma 511 4000. 0 fff ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS l- í I \ \ l L C. i V ■ I i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.