Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 17 Á KÁNTRÝDANSLEIK í EYJAFJARÐARSVEIT Hvað er félagsfælni oghvernig má lækna hana? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: Ég tel mig vera hald- inn andlegum veikleika sem kallast félagsfælni, sem lýsir sér sem sjúklegt óöryggi í námunda við annað fólk eða nýjar aðstæður. Sjúkdómur þessi hefur mikil áhrif á vinnu, nám og einkalíf, auk þess sem hann eykur löngun eftir áfengisáhrifum. Líðanin er eins og að vera alltaf uppi á leiksviði. Því óska ég eftir að þú gerir gi-ein fyr- ir þessum sjúkdómi og þá einnig hvort lyfjagjöf sé íysilegur kostur og þá hvaða lyf. Svar: Pælni er mikill ótti við til- tekin áreiti eða kringumstæður, sem verður til þess að viðkomandi forðast slíkar aðstæður, og það er einmitt óttinn við óttann sem við- heldur fælninni. Óttanum fylgja sterk lífeðlisleg viðbrögð, eins og ör hjartsláttur, öndunartruflanir eða handskjálfti. Óttinn er oftast algerlega óraunhæfur og skýring- ar á honum sjaldan ljósar. Oft má þó finna uppruna hans við tiltekn- ar ki-ingumstæður fyn' á ævinni, sem viðkomandi hefur gleymt eða bælt. Dæmi um fælni er ótti við að lokast inni í þröngum herbergjum, eins og t.d. lyftum, ótti við skor- kvikindi og flughræðsla. Fælni af þessu tagi er nefnd einföld fælni. I öðru lagi er víðáttufælni, sem er óttinn við að vera einn og birtist í mörgum myndum. I þriðja lagi er svo félagsfælni, sem hér er spurt um, og er óttinn við að vera innan um fólk eða koma fram. Sálfræðingarnir Eiríkur Örn Arnarson og Ása Guðmundsdóttir hafa kannað algengi og tíðni fælni hér á landi, og kom í ljós að rúm- lega 7 prósent manna eru haldin fælni á hverjum tíma, 8,8% kvenna og 5,3% karla. Fælni er því á meðal algengustu geðkvilla. Um 2% karla og um 2,6% kvenna eru haldin fé- lagsfælni og virðist hún vera al- gengust á miðjum aldri 30-50 ára. ■ Það eru eflaust mun fleiri, sem finna til óþæginda við að vera í margmenni og njóta sín t.d. illa í samkvæmum, ekki síst ef athyglin Fælni beinist að þeim, án þess að um eig- inlega fælni sé að ræða. Þeir ei’u hræddir við gagnrýni og við að verða sér til minnkunar. Sumir eru einrænir og ómannblendnir að skapferli og kjósa fremur að vera einir eða í fámennum hópi vina sem þeir þekkja vel. Þeir grípa gjarnan til áfengis til að auka sér sjálfstraust og slá á félagskvíðann. Það þarf þó ekki að vera þeim á nokkurn hátt óbærilegt að vera innan um fólk. Það er hins vegar það sem einkennir hina fælnu. í margmenni fá þeir óttaeinkenni bæði i hugsun, tilfmningum og lík- amiegum viðbrögðum, sem eru þeim óviðráðanlega og óbærileg, þótt þeir geri sér oftast grein fýrir því hversu óraunhæfur óttinn er. Þeir forðast því stöðugt slíkar að- stæður, og það hefur augljóslega mikil áhrif á allt þein-a lif, nám, starf, einkalíf og félagslíf. Þeir eru fangar óttans. Því er mikils um vert að hægt sé að ráða bót á þessu ástandi. Sem betur fer hafa lækningar á fælni verið árangursríkar. Kvíða- stillandi lyf eru talsvert notuð af læknum við fælnieinkennum. Rétt er að leita álits geðlæknis á því hvaða lyf eiga best við. Lyf draga úr einkennunum og geta þá í besta falli hjálpað viðkomandi til að mæta óttavekjandi kringumstæð- um, venjast þeim og takast á við þær. Sálfræðileg viðtalsmeðferð hefur lengi verið beitt gegn fælni eins og öðrum sálrænum kvillum, en þá er sjúklingnum hjálpað til þess að fá innsæi og sjá orsaka- samhengi í viðbrögðum sínum. Reynt er að komast að rótum fæln- innar og draga hinar tilfinninga- legu orsakir fram í dagsljósið, en það eru einmitt þessar duldu til- finningar sem gera óttann svo óraunhæfan og þar með illviðráð- anlegan. Árangursríkasta lækn- ingaaðferðin á síðustu árum og áratugum er þó tvímælalaust sál- fræðileg atferlismeðferð. Þá er sjúklingnum hjálpað til að kynnast hinum raunverulegu aðstæðum sem vekja ótta hans. Hann er lát- inn ímynda sér óttavekjandi kring- umstæður eins og mannamót, eða jafnvel sjálfan sig að halda ræðu. Stundum er honum jafnvel fylgt á slíkar samkomur og sálfræðingur- inn er honum þar til trausts og halds og hjálpar honum til að ná tökum á óttanum. Honum er kennt að þekkja viðbrögð sín við þessu og takast á við þau, t.d., með slök- un, öndunaræfingum o.fl. Á mark- vissan hátt er hann látinn horfast í augu við vandann og studdur til að takast á við hann. • Lcsendur Morgunblaðsins getn spurt sálfræðinginn nm þuð sem þeim liggur ií hjnrtji. Tekið er á móti spurningum á virkuni döguni niilli klukknn 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt Vikulok, Fax 5691222. ÞEGAR horft er á fólk með kántrýhatta, í gallabuxum og köflóttum skyrtum dansa kántrýdansa, dettur flestum vafalaust Skagaströnd og Hallbjörn Hjartarson í hug. En áhugi fyrir amerísku kántiýi er víðar og meðal annars á Akureyri og í Eyjaíjarð- arsveit. Það sýndi sig er Jó hann Öm Ólafsson dans- kennari stóð fyrir nám- skeiði í kántrýdönsum á Akureyri og að Hrísum í Eyjafjarðarsveit. Fjöl- margir Norðlendingar svo og fólk lengra að komið sýndi kán- trýdansinum mikinn áhuga og kom til að læra undir handleiðslu ‘ , Jóhanns Arnar. Eftir að hafa staðið fyrir tveimur námskeið- um á Akureyri hélt Jóhann Örn fram að Hrísum og efndi til dansleiks í hlöðunni þar. Hlöðunni að Hrísum hefur veríð breytt í myndarleg- an dansstað og þar hefur verið boðið upp á dansleiki um helgar í sumar. Við þetta tækifæri efndu Orlofshúsin að Hrísum og Meistarinn, sem er kj ötvinnslufyrirtæki og veisluþjónusta, til kynningar á vömm og þjónustu fyrirtækj- anna. Efnt var til helj- arinnar grillveislu, þar sem m.a. var boðið upp á pylsur með ýmsum bragðtegundum og fleira. Að Hrísum eru öll nútíma þæg- indi til hvfldar og þæginda fyrir dvalargesti. Þar er m.a. salur fyrir fyrir fundi og veislur og til viðbótar hefur hlaðan verið innréttuð til dansleikjahalds. STÍNA bongó og Böðvar á nikkunni komu í heimsókn að Hrísum og spil- uðu tónlist fyr ir gesti í hlöðunni og vakti uppákoma þeirra mikla at hygii- HALLDÓR Tryggvason, 5 ára snáði, lét sig ekki vanta á dansleikinn og stóð á sviðinu í „fullum skrúða.“ LÚÐVÍK Áskelsson og unn usta hans Jólianna Bára Þór isdóttir, öðru nafni Lúlli diskó og Hanna kán- trý voru í sann kölluðu hátíðarskapi. Mörg um fannst þó hatturinn hans Lúlla vera frekar skátalegur. ÞETTA unga fólk sat í mak indum á heyböggunum í kringum dansgólfið í hlöð unni og biðu eftir því að tóns listin færi f gang. Þau heita Krístin Karlsdóttir, Elvar Snæbjörnsson, Þórunn Haf steinsdóttir og Díana Sara Guðmundsdóttir. GESTIR á hlöðuballinu stíga kántrý- spor í takt undir hand leiðslu Jó- hanns Arnar Ólafs sonar, danskenn- ara, sem er með kúrekahattinn fremst á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.