Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 IJPJfj M0RGUN3LAÐIÐ i m AíIíj H SKRAUTBÚIN kommóða í barokkstíl eftir André-Char les Boulle frá 1700 sem til heyrir Lúðvík XIV. Hús- gagn ið er inngreypt með íbenviði og skelplötum í anda Boulie. Andlitsgrím- umar sem eru úr gylltum málmi, ankantusbiöð in og íburðarmiklar umgjarð ir utan um um skrautmunina eru einkennandi fyrir barokk tfmann. 0 GYLLT, útskorið veggborð eftir Nicolas Pineau frá 1715 frá ríkissfjórnartíð Pil- uppus ar hertoga af Or- leans. Borðið er sambland af barokk- og rókókóstfl. And- litsgrímur og sjávarspendýr sem koma fram í útskurðin- um falia und ir skrautað- ferðir á barokk tímanum. KJ KOMMÓÐA í stfi Lúðvfks XV frá 1750 eftir I.P Latz . Hérna eru greypt í viðinn fugla- og blómamunstur (marquetry). Kommóðan stendur á sveigð um fótum. í gylltu málmflúr inu má sjá ósamloka bugður eins og C og S sem eru tákn rænar fyrir rókókóstflinn. □ KÚPT kommóða í stíl Lúð- víks XV, merkt Fieury, frá 1745-51. f gylltu skrautinu má sjá C og S. □ GYLLTUR stóll í stfl Lúð- víks XV í anda Cresson. í út- skurði má sjá C-lögun. Fæt- ur sveigð ir og minna á S. Þessi gerð af stól hefur oft verið nefnd drottningar- stóllinn. FRÖKKUM var öðrum tamara að skipta rókókótímabilinu í smærri einingar sem er fyrst og fremst vinnuregla frekar en fyrir- fram ákveðið samkomulag lista- manna. Frönskum rókókóstíl má skipta í þrjú tímabil. Fyrsta tímabil- ið var kennt við Lúðvík XIV, (1643- 1715), en á síðustu árum hans tók að örla á rókókóstílnum. Annað tímabil- ið var kennt við ríkisstjórnarstíl Fil- ippusar hertoga af Orleans (1715- 1723). Þriðja tímabilið var kennt við LúðvíkXV, (1730-1764). Á síðustu árum Lúðvfks XIV tók rókókóstílsins að gæta. í lok barokk- tímans höfðu verið stofnuð austur- asísku verslunarfélögin og flutt var inn mikið af austurlenskum munum sem var farið að stæla. Útbúin voru húsgögn og húsbúnaður eftir kín- verskri fyrirmynd. Jean Bérain (1637- 1711) var konungleg- ur húsgagnasmiður Lúðvíks XIV, í lok 17. aldar. Hann var fyrsti húsgagna- meistarinn sem kom með nýjan fínleika í franska húsgagn- gerð. Hann byggði talsvert á grótesku- stíl (sem sýndi alls kyns kynjaverur inn- an um blóma- og laufskreytingar). Siðari tíma húsgögn hans voru inn- lögð ýmiss konar gyllingu og höfðu kínverskan blæ og voru fínlegri en áður hafði þekkst. I byrjun 18. aldar réð skreytilista- maðurinn André-Charles-Boulle (1642-1732) enn ríkjum í franskri húsgagnagerð. Húsgögn hans voru smíðuð fyrir Versali og inngreypt dýrindis viði, steinum, skelplötum og gyll- ingu í viðinn, eins og greint var frá í síð- ustu grein. Eftir því sem á leið urðu hús- gögn hans léttari. A aldar- margni Rókókóstílnum í Frakklandi má skipta í þrjú tímabil, segir Sigríður Ingvarsdóttir, sem 1 þessum þætti fjallar um fæðingu rókókóstflsins 1720 til 1760. Sálh anungurinn Lúðvík XIV var þriðji Bourboninn á konungsstóli Frakklands. Þótt gáf- ur hans væru á engan hátt taldar miklar, bjó hann yfir meðalgreind og ýmsum hæfileikum. Hann þótti mannglöggur og snjall mannþekkj- ari. Sjálfstraust hans, þótti og trú á eigið ágæti var eflaust veikasti þátt- urinn í fari hans, og af skiljanlegum ástæðum ágerðust þessar veilur með aldrinum í því umhverfi sem hann skapaði sér. Honum var það mikið kappsmál að auka orðstír sinn og veldi og tók snemma að hyggja á landvinninga og setti sú árátta svip á feril hans. Hann hafði ekki verið lengi kon- ungur þegar hann réðst í það með oddi og egg að reisa stórbyggingar. Þjóðfélag miðalda hafði einkennst af stöðugleika. En nú var þetta breytt. Sólkonungurinn varð að sannfæra þegnana um ágæti sitt og guðlega forsjá og vekja fjöldahrifningu. Barokklistinni var beitt sem slíku áróðurstæki, tilkomumikil og áhrifa- mikil. Ekkert var nógu stórt. Sólrós- in var gott dæmi um þetta. Hún er stærsta blómið í Evrópu og var því dálæti barokktímans. Lúðvík lét þegna sína kalla sig sólkonung, sem átti að varpa ljóma á nafn hans, minna mátti það ekki vera. Allt sem var ofhlaðið eða skrumskælt heyrði undir barokktímann. Kapp var lagt á byggingu Louvrehallar- innar, þáverandi aðsetur hirðarinn- ar. Bernini sem þótti besti arkitekt í heiminum var sóttur til Rómar og falin yfirumsjón með verkinu. Árið 1668 var ákveðið að reisa Versali, mestu höll veraldar, 25 km fyrir utan París. Lúðvík XIV fékk Charles Lebrun (1619-90) til að stjórna byggingunni. Hann varð næstum einráður í túlkun Versalat- ísku, og um tíma stjórnaði hann listaakademíunni, skreytingum Ver- salahallar og Góbelínverksmiðjunni. Hann sagði fyrir um skreytingar í smáatriðum, teiknaði myndaramma, skrautlista, laufbeðjur, myndvefnað og kristallskrónur. Um miðja 17. öld fór að bera á léttari bólstruðum stólum sem voru oft í stíl við gardínur og rúm. Stólar voru gylltir og útskornir með laufa- og blómamunstri og bólstraðir með silki, damaski, flaueli og góbelíni. Það var um þetta leyti sem gyllta, útskorna veggborðið með marmara- plötunni leit dagsins ljós. Skápar og borð frá tíma Lúðvíks XIV voru stór og íburðarmikil. Sterkir litir voru áberandi eins og skínandi rautt, grænt og gyllt. Góbelínsverksmiðjan framleiddi skápa úr íbenviði, ígreypt steinum sem var ítölsk aðferð, bronsið var fagurlega gyllt og sett á viðinn. Góbelínverksmiðjan og fleiri bjuggu líka til skápa ígreypta málmi og út- skurði. Á þessum skápum var ein hurð í miðjunni og til hliðar voru lítil hólf ígreypt gylltum málmi. Um 1680 var byrjað að inngi’eypa skjaldbökuskeljar í við húsgagna, svokölluð Boulle aðferð eftir hús- gagnahönnuðinum André Charles Boulle 1644-1732). Chai-les Boulle hélt áfram að þreifa fyrir sér með gerð nýrra húsgagna. RíhisstJárnarstíU Fiiippusnr hertaga Annað tímabil rókókótímans var kennt við ríkisstjórnarstfl Filippusar hertoga af Orléans (1715-1723). Með fráfalli Lúðvíks XIV, bar bróðursyni hins látna að gegna ríkisstjórnar- störfum uns Lúðvík XV næði lög- aldri. Filippus var ágætlega mennt- aður og vel gefinn, en hann þótti ekki mikill stjórnandi. Hann leiddist út í svall og lausung sem hann stund- aði fyrir opnum tjöldum í París. Að- setur Filippusar ríkisstjóra var Palais Royal og varð miðpunktur léttúðlegra veisluhalda meðan hús- bóndans naut við. Engu að síður var hann fagurkeri og lét listþróun til sín taka. Hann dó úrið 1723. Þótt André-Charles Boulle hafi Þriðja tímabilið var kennt við Lúðvík XV, (1730-1764). Lúðvík XV varð ekki konungur fyrr en hann varð lögráða, 1730. Hann var engu verr gefinn en langafi hans Lúðvík XIV, en var ósjálfstæður, vantreysti sér í hvívetna og hafði sáralítinn áhuga á stjómmálum. Hann hrakt- ist eins og rekald milli hinna ýmsu valdahópa innan hirðarinnar. Hvað sem því líður var þetta tímabil há- degissól rókókóstflsins. Útlínur húsgagna vora sveigðar. Húsgögn voru gyllt eða máluð í pastellitum sem var í stfl við annan húsbúnað. Greypt voru í viðinn skreytingar úr íbenviði, gylling og dýrindis málmar. Gyllt málmflúrið minnti á kufunga og skeljar. Dýrari húsgögn vora lökkuð samkvæmt japanskri fyrirmynd. Bræðurnir Vernis Martin náðu mestri færni í japanskri lakkáferð. Um 1740 var inngreyping blómamunstra orðin vinsæl. Kommóðan var húsgagn þessa tímabils og hafði tvær eða þrjár skúffur, sveigða Jætur með skreytingu að framan. Á umræddu tímabili jókst eftirspurn stórlega eftir málverkum, einkum andlits- og mannamyndum. Var nú ekki lengur eingöngu beðið um helgimyndir og altaristöflur heldur kaus aðallinn að birtast sjálfur á léreftinu í herklæð- um og dýrindis stássi. Um 1750 náði rókókóstíllinn mestri snilld og fegurð. Húsgögn voru gerð af mikilli listrænni fágun og ótrúlegum fjölbreytileika sem verður fjallað nánar um í næstu grein. verið einn mesti skreytilistamaður síns tíma þá var það ekki hann sem var upphafsmaður rókókóstflsins. Það var húsgagnasmiðurinn Charles Cressent (1685-1758) sem átti heið- urinn af því að útfæra rókókóstflinn. Kommóðan varð enn glæsilegri, en jafnframt fínlegri með marmarplötu, eins og sést á mynd. Kommóðan stóð á vel sveigðum fótum sem voru lengri og grennri en tíðkast hafði. Skúffurnar voru tvær í stað þriggja eins og tíðkaðist áður. Þessar kommóður voru einkennandi fyrir tímabil Lúðvíks XV. Kommóðan var húsgagn rókókótímabilsins. Á ríkisstjórnartímanum var rókókóstfllinn tekinn að þróast verulega. Hann varð léttari og glæsilegri, en áður hafði þekkst. Iburður barokktímans vék fyrir rókókóstflnum. Nú var áhersla lögð á fágun og fínleika. Rókókóstfllinn hafði mikið dálæti á blóm- um sem birtust í skreytingum innan- stokksmuna og bús- hlutum og notuð til mikils yndisauka. Einnig fór að bera á fíndregnum sveigum eins og C og S. Hirðin hvarf frá Versölum til Parísar, þar sem reistar voru margar smáhallir sem ljómuðu af lífsgleði og þægindum að innan. Léttúðin og gleðin birtust í stflgerð- inni. í París voru smærri salarkynni orðin miðpunktur fyrir heldra fólkið og listamenn. Áhrif rókókóstílsins bárust fljótlega til flestra þjóða í Evrópu sem heilluðust af þessum fágaða franska stfl. Tímabii Lúðvíhs XV LISTMUNIR Á LAUGARDEGI \ \ i j K 1 I fe I. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.