Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORA ÁGÚSTSDÓTTIR + Þóra Ágústs- dóttir fæddist í Stykkishólmi 30. apríl 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. ágúst síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Fella- og Hólakirkju 23. ágúst. Kæra tengdam- amma. Ekki fór það svo að þú dveldir hjá okkur um jólin eins og við vorum búin að hlakka svo til. Þér var fyrirhugað annað ferðalag og ann- ar áfangastaður. Ég veit þó að þú munt njóta þessarar ferðar sem og allra ann- arra sem þú tókst þér á hendur. Þó mun víst margt bera fyrir augu þín sem þér mun þykja forvitnilegt að skoða. Eins er víst að þegar áfangastað er náð, munu allir verða til að bjóða þig velkomna, líkt og alstaðar þar sem þú hefur ykomið. Margs er að minnast frá kynn- um okkar enda samband þitt við dóttur þína Siggu Hönnu mikið og gott. Einnig nutu ömmubörnin hlýju þinnar og umhyggju. Ötul varstu líka við að vekja áhuga Ebbu og Jóhannesar á góðri tón- list. Ekki taldirðu heldur eftir þér að skjótast með þeim í bíó, þótt mig grunaði að stríðsmyndir þær sem Jóhannes vildi sjá væru vart innan áhugasviðs þíns. Allt þetta er nú að baki, einung- is minningar um góðar stundir sem við áttum saman og eftirsjá vegna þeirra sem við væntum að eiga saman í langri framtíð, en fáum ekki að njóta. En þannig er það; mennirnir áforma en Guð ræður. Ég kveð þig nú með sárum söknuði en í þeirri vissu að vel mun Jóhannes tengdapabbi taka á móti þér. Þinn elskandi tengdasonur, Ágúst Þórarinsson. Ég veit að núna ertu hjá afa og þar líður þér vel. Samt er ég svo eigingjörn að segja að ég vildi óska að ég hefði getað haft þig miklu lengur hjá mér. Þú hefur alla tíð verið svo stór hluti af lífi mínu að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér núna þegar þú ert farin. Ég vona svo heitt og inni- lega að þú hafir vitað hvað ég hlakkaði mikið til að fá þig i heim- sókn um jólin til okkar í Lúxem- borg, ég veit ekki hvort ég sagði það nokkurn tímann við þig nógu og skýrt og greinilega. Þitt snögga fráfall hefur kennt mér eitt sem er mjög dýrmætt og það er að nota hvern dag eins og hann væri minn síðasti og segja fólki hve vænt mér þykir um það og vera góður við alla í kring- um mig. Við fáum nefnilega ekki að vita hvenær Guð kallar okkur á sinn fund. Elsku amma, ég veit að þú hvílir í friði og ert núna á meðan ég skrifa þetta að gera eitthvað skemmtilegt með afa og ég sam- gleðst ykkur svo inni- lega að þið skuluð nú loks vera sameinuð. Elsku amma, skilaðu ástar- kveðju til afa frá mér. Hafðu það gott, ég elska ykkur bæði. Ykkar Ebba Guðný. Elsku Þóra mín. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, ekki síst þessi síðustu ár eftir að við vorum báðar orðnar ekkjur. Það var oft gaman hjá okkur, sér- staklega voru tónleikar vinsælir og svo skruppum við að sjá bió- myndir sem ekki voru bannaðar fyrir börn og ömmur eins og þú sagðir. Þó svo þú værir föðursyst- ir þá var aldursmunurinn aðeins 7 ár og við áttum börn á svipuðum aldri og deildum gleði og áhyggj- um af þeim og barnabörnunum. Á tímabili stóð eins á hjá okkur, við vorum með barnaböm á heimilinu og hittumst nokkrum sinnum hvor með sitt barn í barnaguðsþjónustu á sunnudagsmorgni og á eftir var „bra bra“ gefið. Hugurinn leitar aftur til bernskuára þegar lítil frænka var hjá ömmu og afa og skreið langt undir stóra rúmið til að finna kassa með dúkkulísum sem hún vissi að voru faldir þar, og stóra frænka kom í dyrnar og hljóðaði upp, „hún hefur náð í Shirley Temple lísuna mína“. Þá mátti amma koma til skjalanna og bera í bætifláka fyrir litla skemmdarvarginn. Við hlógum seinna að þessu og öðru svipuðu. Við ætluðum að vera saman á elli- heimilinu og skemmta okkur vel. Þú sagðir að við myndum gæta hvor annarrar þar, þá værum við búnar að ná sama aldri. í Spámanninum segir um sorg og gleði: „Þegar þú ert sorgmædd- ur, skoða huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur það sem var gleði þín.“ Þetta er mikill sannleik- ur því aðeins það sem var gott og maður gladdist yfir skilur eftir í hjartanu tómið sem sorgin fyllir núna. Sagt er að tíminn lækni sár, um það eru skiptar skoðanir en hann kennir manni að hægt er að lifa áfram og gleðjast yfir litlu hlutunum jafnt ogþeim stærri Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. — Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EMIL GÍSLASON, húsasmíðameistari, Flókagötu 41, Reykjavik, er látinn. Ásdi's Gunnarsdóttir, Hulda Emilsdóttir, Jón Einarsson, Þóra Emilsdóttir, Helgi Briem, íris Ingunn Emilsdóttir, Sigurður Grétarsson, Auður Ósk Emilsdóttir, Eiríkur Árnason og barnabörn. og þegar ég fer á tónleika næst mun ég hafa þig með mér. í hug- anum ber maður alltaf með sér minningarnar og þau áhrif sem kær vinur hefur skilið eftir sig. Ég kveð þig Þóra mín með þakk- læti fyrir að hafa átt góða og in- dæla frænku og vinkonu sem allt- af reyndist traust og góð. Ég bið góðan guð að styrkja börnin þín og barnabörn í þeirra miklu sorg. Ég bið fyrir systkinunum frá Vík sem nú kveðja næstyngsta barnið í hópnum en höfðu áður kvatt þann elsta fyrir bráðum 18 árum, þá á sama aldri og Þóru núna. Sérstaklega hugsa ég til Hrafn- hildar sem sér á eftir því systkini sem var henni næst í aldri og þeirra á milli voru sterk bönd og seinna varð Þóra hennar besti tengiliður við fjölskylduna eftir að Hrafnhildur fluttist af landinu. Megi Guð gæta hennar. Síðustu orð mín til ykkar og Þóru minnar núna fæ ég að láni frá Spámannin- um: „Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólarskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ Þín frænka, Sesselja Hrönn. Þóra Ágústsdóttir kom inn í þennan heim 30. apríl 1935 og yfirgaf okkur 17. ágúst, þó má segja að kallið hafi komið 3. ág- úst, öllum að óvörum, eins og svo oft áður. Oft er sagt: „að gott sé að vita ekki ævi sína fyrr en öll er“. Við ráðum svo litlu við mann- anna böm, þetta er víst allt í Guðs hendi. Laugardaginn 17. ágúst var ég stödd í Stykkishólmi á einum af fegustu dögum sumarins. Sólin faðmaði bæinn og fólkið, eyjarnar glitruðu, ljósálfar svifu á öldum sævar, fjallahringurinn söng af gleði. Fortíð og nútíð runnu saman í eitt, á þeirri stundu kom kallið til einnar af Stykkishólmsdætrum. Ég átti því láni að fagna að eiga Þóru í fjölskyldu minni í um 30 ár. Afasystir barnanna minna, var hún mér sem ættingi og kær vinkona. Þegar lífsgöngunni er lokið, sér maður eftir þeim stund- um sem við hefðum getað ræktað betur vináttuna. Myndir úr minn- ingabankanum koma fram ein af annarri. Sumarið 1960 fórum við ungu hjónin í brúðkaupsferð í Stykkis- hólm og fengum að gista hjá Magðalenu ömmu og Ágústi afa Arnar í kjallaranum hjá Þóru og Jóhannesi. Eftir að Ágúst var burtkallaður var Magðalena amma heimilisföst hjá Þóru dóttur sinni og við komum í heimsókn á hveiju sumri, fyrst með eitt barn, síðan tvö og loks þrjú. Alltaf jafn velkomin og allt var gert til að skemmta okkur. Það var nú gam- an þegar öll fjölskyldan kom sam- an, systurnar þijár, Elsa, Þóra og Hrafnhildur, og bræðurnir, Guðmundur, Dalli, Ásgeir, Siggi og Þórólfur. Sterkur frændgarður og sú sem hélt um taumana var auðvitað móðirin og eftir hennar dag Þóra. Hún var með sterka þræði, hún hélt sterk um þessa frændatauma, alltaf svo hlý, glöð og gefandi. Hún hélt utan um systkinahópinn og afkomendur þeirra, lét sig varða um þessi bönd, er héldu saman hópnum, líka þá sem á undan voru gengn- ir. Því þarna á bak við voru fjórar systur er giftust fjórum bræðrum, svo frændgarðurinn var sterkur og stór. Gaman er að minnast þess þeg- ar Þóra stóð fyrir því, einn fagran sumardag, að stór hópur fór út í Sellátur með ömmu, sem sýndi okkur eyjuna sína. Hvar hún fæddist og ólst upp, benti á álagablettina og hvar huldufólkið bjó og hvar bátarnir lögðu að, sagði frá lífinu hér áður fyrr, sagði frá foreldrum sínum og systkinum. Fleiri eru minningamyndirnar, ófáar voru ferðirnar í beijamó með Þóru, Jóhannesi og börnunum þeirra þremur og við með okkar. Það var nú ekki amalegt að eiga þau öll að, þá bjuggu Ásgeir, Guð- rún og dæturnar í Hólminum, Dalli, Laufey og barnahópurinn þeirra, Siggi, Elín og þeirra börn, Þórólfur, Hulda og þeirra dætur. Hrafnhildur, Dagbjartur og hópur- inn þeirra og svo komu Elsa, Grét- ar og synir líka vestur, þá var nú oft glatt á hjalla. Eftir að amma Magðalena fór í annan heim kom skarð í hópinn. Einnig þegar Jóhannes fór og heimilið splundraðist og Þóra flutti suður í höfuðborgina, á eftir börn- um_ sínum. Ásgeir flutti suður, Þórólfur fór líka suður á bóginn, Guðmundur tengdafaðir minn flutti í annan heim og yngsta systirin og fjöl- skyldan hennar fór suður og svo vestur um haf. Þóra fluttist í Breiðholtið og vann í Búnaðarbankanum á Esju, bömin hennar giftu sig og stofnuðu fjölskyldur og hún var í ömmuhlut- verkinu, svo sönn og hlý, góð amma og mamma. En alltaf fannst mér að hún biði eftir að geta flutt í húsið sitt. Að einhvers staðar biði hennar hús, sem líktist því er hún átti í Stykkishólmi. Nú er hún flutt og er ég viss um að Jóhannes henn- ar og foreldrar hafa byggt henni fallegt hús með útsýni yfir fagran fjörð er líkist Breiðafirði. Þóra var og er falleg kona, björt og litrík, ekki bara í brosi og fasi, heldur í björtum geislum sálar sinnar. Megi englar Guðs fylgja henni á þessari vegferð og leiða hana inn í frændgarðinn. Þakka þér sam- fylgdina, elskulega vina. Sendi ég samúðarkveðjur til barnanna hennar, Ágústar, Sigríð- ar Hönnu, Guðrúnar og ijölskyldna þeirra. Oft er mér sem andi líði þinn um mig þar í morgunblænum svala. Mér er sem þú viljir, vinur minn, við mig eitthvað blítt í hljóði tala. En þú sefur, allt er kyrrt og hljótt, aldrei þó ég hætti þín að minnast! Sofðu í friði, góða, góða nótt! Guð á himnum láti okkur finnast. (Guðm. Guðmundsson) Erla Stefánsdóttir. Þóra frænka er dáin. Hún var aðeins 61 árs að aldri og með lífs- orku sem tók mörgum fram. Hún var systkinabarn í báðar ættir við móður mína, Ásdísi Jónas- dóttur og í mín eyru hefur hún alltaf verið kölluð Þóra frænka. Sem barn í Stykkishólmi á sumrin man ég eftir henni og manni henn- ar Jóhannesi sívinnandi í garðinum sínum. Eins komu þau oft við á Útgörðum í Silfurgötunni á kvöld- göngum sínum í Hólminum. Þá var oft fullsetin stofan í litla húsinu af góðu fólki og mikið hlegið, skraf- að og skeggrætt. Margt af því fólki sem þarna átti góðar stundir saman er nú horfið sjónum okkar og nú bætist Þóra í þann hóp. Eftir að Jóhannes dó flutti Þóra til Reykjavíkur, þar sem bömin hennar þijú voru þegar búsett. Hún lét ekki hendur falla í skaut, hélt áfram að starfa og rækta garðinn sinn. Fyrir utan fasta vinnu hélt hún áfram að mennta sig og naut þess að fara á tónleika og í leik- hús. Það var greinilegt að hún kunni þá list að haga seglum eftir vindi. Nýjar aðstæður kölluðu á nýjar athafnir en ekkert virtist henni vera jafn fjarlægt og aðgerð- arleysi. Fyrir tveimur árum fóru Þóra og Únnur móðursystir mín saman á ráðstefnu um jafnréttismál í Finnlandi, en þær voru vinkonur alla tíð frá því í bernsku. Á baka- leiðinni frá Finnlandi komu þær við hjá mér í Uppsölum í Svíþjóð. Mér er minnisstæð sú gleði sem þær geisluðu af eftir vel heppnaða og viðburðaríka ferð. Dóttir mín, Birta, þá þriggja ára, kynntist þarna Þóru frænku sem síðar sendi henni bók í jólagjöf. Nú tveimur árum síðar, er ég skýrði Birtu frá andláti Þóru, vildi hún að ég læsi fyrir sig bókina sem Þóra frænka hafði gefið henni. Af veikum mætti reynum við að skilja gang lífsins, en minning- in um hlýja og elskulega frænku okkar mun lifa. Við Steffen og Birta Marlen sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til barna og systkina Þóru og fjölskyldna þeirra. Sigurlaug Regína F. Lamm. Mig langar að minnast í fáum orðum elskulegrar vinkonu og samstarfskonu Þóru Ágústsdótt- ur. Við kynntumst þegar hún hóf störf í Háaleitisútibúi 1985 og varð stuttu seinna skrifstofustjóri útibúsins. Þóra var góður yfirmaður, trygg, dugleg, vel inni í öllu, bæði gömlu og nýju, glaðvær, elskuleg og bar hag starfsmanna fyrir bijósti. Þegar ég lít yfir farinn veg er margs að minnast. Er ofarlega í huga mínum þegar hún ákvað að kaupa farmiða til Lúxemburg- ar, flug og bíl, og var að velta þvi fyrir sér hvort hún treysti sér til að keyra bíl þarna úti, því að hún hafði lítið keyrt í fjöidamörg ár. Ég hvatti hana eindregið til þess, því henni treysti ég fullkomlega til þess arna. Þegar hún var farin út fóru vitrir menn að stinga því að mér hvort að það væri nú ráð- legt, kona á hennar aldri með litla reynslu í akstri. Átti ég þá nokkr- ar andvökunætur þangað til frétt- ir bárust frá henni að allt væri í besta lagi. Heim kom hún svo sig- ursæl eftir vel heppnaða ferð. Hún hafði yndi af því að ferðast og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Hún fór líka til Kölnar og Boston í þýsku- og enskunám, kom heim reynslunni ríkari, byijuð að hugsa til næstu íerðar. Þóra var mikill mannvinur. Minnist ég margra ferða okkar saman á fund eldri borgara þar sem allir tóku á móti henni fagnandi því hún sýndi þeim sem og öðrum samferðamönnum sínum alla þá virðingu og alúð sem þeir áttu skilið. Þóra var frá vinnu sl. vetur vegna ökklabrots og kom þá greinilega í ljós umhyggja þeirra fyrir henni. Hún var mjög flink í höndum og saumaði mikið áður fyrr. Sl. vetur héldum við árshátíð og ætlaði hún af því til- efni að kaupa sér nýjan kjól. Það reyndist erfitt í henni Reykjavík að fá kjól á stóra og myndarlega konu. Én hún bjargaði því snar- lega, saumaði glæsilegan kjól á nokkrum kvöldum og mætti eins og drottning til veislunnar. Slíkir smámunir uxu henni ekki í augum. Margar góðar stundir áttum við saman og ræddum þá gjarnan um lífið og tilveruna. Mun ég sakna þeirra stunda sárt. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín börnum henn- ar, barnabörnum og öðrum að- standendum, þeirra missir er mestur. Eftir lifir minningin um hugdjarfa og yndislega konu, blessuð sé minning hennar. Þuríður Isólfsdóttir. í dýrð hásumars kvaddi þennan heim, skyndilega og fyrirvara- laust, kær frænka og vinkona Þóra Ágústsdóttir frá Vík við Stykkishólm. Foreldrar hennar voru Magðalena Níelsdóttir og Ágúst Pálsson frá Höskuldsey. Sannarlega þurftu þau hjón að vinna langan og strangan vinnu- dag til að koma upp svo stórum barnahóp á þessum tíma kreppu og atvinnuleysis. Vinnusemi og glaðværð einkenndi Víkurheimilið. Þar var öllum tekið opnum örmum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.