Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 3 7 H j I < i i i i < I < I í 2® m Köngulóin handtekin ► KLIFURMÚSIN og fjalla- geitin Alain „Könguló" Robert frá Frakklandi sem frægur er fyrir að klifra upp um bygg- ingar víða um heim án alls öryggisbúnaðar, var handtek- inn í vikunni þegar hann gerði sig líklegan til að klífa 35 hæða byggingu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Robert var kominn upp á fimmtu hæð byggingar- innar þegar öryggisverðir tóku hann höndum. Honum lík- aði ekki handtakan og slapp úr klóm þeirra og hóf klifrið á ný. Þá var lögreglan kölluð til sem setti hann í járn og færði í fangaklefa. Hann var kærður fyrir friðarspjöll og þarf að mæta fyrir dómara í byrjun næsta mánaðar. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann þurft að dúsa tvo mánuði í fangelsi. Robert hafði þremur dögum áður klifið 38 hæða byggingu í sömu borg. A meðal annarra bygginga sem hann hefur klifið eru Brooklyn brúin í New York og Golden Gate brúin í San Francisco. Hann hóf fjallaklifur fyrir 20 árum, en ákvað fyrir tveimur árum að snúa sér að mannvirkjum. FÓLK í FRÉTTUM -þín saga! DAN6LEIKUD í kvöld DJttBD HJÖHEB leikur fyrir dansi frá kl. 22-03 ASTOS 21 ! 4 '7? uU-'J'ÁiftlKW' Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. Heilbrig’ðir o g vel byggðir ÞEIR sem lifa í sviðsljósinu þurfa að passa upp á útlitið öllum stundum og því er elli kerling ekki veikomin í heim- sókn. Margar aðferðir eru notaðar til að halda henni í hæfilegri fjarlægð og algengustu að- ferðimar eru líkamsæfing- ar, hugleiðsla, rétt matar- æði og að sjálfsögðu fegr- unaraðgerðir. Þær em að ryðja sér til rúms í ríkum mæli og ekki telst neitt tiltökumál lengur að bregða sér undir hnífinn. Jerry Hall leikkona, fyrirsæta og eiginkona rokkarans Micks Jaggers segir líkama sinn ekki fullkominn. „Fætur mínir eru of stórir og andlitið of langt. Hárið er stolt mitt og prýði. Ég þvæ það upp úr hráum eggjum en líkamann rækta ég með jóga- æfingum, sundi og útreiðum. Útreiðam- ar em í sérstöku uppáhaldi því þær móta sitjanda minn svo vel. Besta líkams- ræktin, að hinum ólöstuðum, era þó bólfarir okkar Jag- ■.-c Patncia gers. Það er ekkert sem slær þeim við,“ sagði Jerry. Breski leikarinn Chris Barrie leikur heilsuræktarstöðvarstjórann Brittas í sjónvarpsþáttunum „Kóngur í ríki sínu“. „Ég er með minnimáttarkennd út af nefi mínu og hárinu sem er allt of liðað. Þegar ég var giftur var ég alltof feitur. Fyrmm eiginkonan er ítölsk og var dugleg að elda pasta með matarmikilli sósu og ég borðaði ótæpilega af því auk þess sem ég var kominn með bjórvömb og mjóa leggi,“ sagði Barrie. Nú stundar hann líkams- rækt, hjólar og lyftir lóðum. „Ég trúi því einlæglega að maður sé hamingju- samur ef maður er vel á sig kominn. „Líkaminn er frábært tæki og full- kominn í byggingu en við þurfum að ráða yfir honum en hann ekki okkur. Ég fæ mikla líkamsþjálfun út úr vinnu minni í þáttunum „Sókn í stöðutákn" þar sem ég leik Hyacinth Bucket. Maður verður að vera í fínu formi til að geta mnnið á bananahýði, þegar þess er krafist, eða gera aðrar kúnst- ir,“ segir leikkonan Patricia Routledge sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við úr áðumefndum sjón- varpsþáttum. Ofurfyrirsætan Ella Macpherson ber viðurnefnið skrokk- urinn, „The Body“. „Fólk kallar mig skrokkinn vegna þess hve ég er vel vaxin en ég var ekki jafn falleg í bamaskóla. Ég fór oft heim með grátstafinn í kverkunum og spurði móður mína af hveiju engum þætti vænt um mig og af hverju enginn strákur liti við mér. Þegar ég varð sextán ára brejttist allt skyndi- lega. Ég missti barna- fituna og bijóstin uxu á einni nóttu,“ sagði Ella Jerry sem þakkar foreldrum Hall sínum fyrir góða húð, góða beinabyggingu, langa leggi og metnaðargimi. YDALIR Laugardagskvöld 24. ágúst Heímír Karlsson vandar gömlum vínnuveítanda ekki kveðíurnar;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.