Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 44
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Jón Páll Halldórsson Rússnesk skonnorta kemur ÞRÍMÖSTRUÐ rússnesk skonnorta er væntanleg til hafnar í Reykjavík á morgun, sunnudag. Hún er rétt tæp 3000 tonn að stærð. Skipið, sem heitir Khersones, til- heyrði áður sovéska sjóhern- um en er nú rekið sem far- þegaskip af einkaaðilum. Skonnortan kom hingað til hafnar á seinasta ári. Kher- sones siglir héðan á miðviku- dag áleiðis til Grænlands, en myndin er tekin af skipinu í gær þar sem það var á sigl- ingu út af Garðskaga. Islenskir vefmiðlarar ósáttir við innkomu ríkisins á markaðinn Loka á alnetsþjón- ustu Pósts og síma KEPPINAUTAR Pósts og síma um sölu á alnetsþjónustu hafa lok- að fyrir aðgang stofnunarinnar að heimasíðum annarra íslenskra vefmiðlara. Hefur sú ráðstöfun það í för með sér að viðskiptavinir alnetsþjónustu'Pósts og síma geta ekki komist inn á aðrar íslenskar vefsíður. Björn Davíðsson, hjá Snerpu sf. á ísafirði, segir að hér sé í raun um sjálfsvarnaraðgerð af hálfu þessara fyrirtækja að ræða. Þau fyrirtæki sem reka alnets- þjónustu hér á landi hafa verið mjög ósátt við þá ákvörðun Pósts og síma að hefja rekstur alnets- þjónustu. Þá eru þau einnig mjög ósátt við það fyrirkomulag sem stofnunin hefur nú á þessari þjón- ustu úti á landi og telja þau að Póstur og sími sé að niðurgreiða símakostnað viðskiptavina sinna. Niðurgreidd þjónusta á kostnað skattgreiðenda Stofnunin notist við símtala- flutning, þar sem símtöl viðskipta- vina á landsbyggðinni séu flutt í símanúmer í Reykjavík, þeim að kostnaðarlausu, en Póstur og sími greiði mismuninn. Með þessu sé stofnunin að niðurgreiða þjónustu sína á kostnað skattgreiðenda. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Pósts og síma, segir þetta fyrirkomulag aðeins vera til bráðabirgða, meðan verið sé að koma upp innhringibúnaði á hveiju gjaldsvæði. Samkeppnis- svið stofnunarinnar haft valið að fara þessa leið og beri það kostn- aðinn af þeirri ráðstöfun að fullu. ■ Lokað fyrir/6 Elds: neyti flæddi Á FJÓRÐA hundrað lítra af bensíni flæddi um nágrenni bensínstöðvar Olís í Hamraborg skömmu fyrir klukkan 19 í gærkvöldi, þegar ver- ið var að dæla eldsneytinu úr bens- ínbíl yfir í geymi. Fyrir mistök virð- ist bensíninu hafa verið dælt á gas- olíugeymi. Bensín og olía flæddi um stórt svæði í Hamraborg og niður brekkuna fyrir neðan. Loka þurfti fyrir umferð meðan slökkviliðið í Reykjavík og starfsmenn Kópa- vogsbæjar hreinsuðu upp eldsneytið ■ en vinnan við það stóð langt fram eftir kvöldi. Ekki var talin veruleg hætta á ferðum, að sögn slökkviliðs- ins í Reykjavík, en þó var talin ástæða til fullrar aðgætni enda um afar eldfiman vökva að ræða. Morgunblaðið/Júlíus Alvarlegur fjárhagsvandi Byggingarsjóðs verkamanna 1.220 milljón króna tap á rekstrí sjóðsins í fyrra HALLINN á rekstri Byggingarsjóðs verkamanna í fyrra nam 1.220 milljónum króna en hafði verið 978 milljónir króna í árslok 1994, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Húsnæðismálastjórn leitar nú k;iða til að bæta stöðu sjóðsins. Eigið fé Byggingarsjóðs verka- manna um seinustu áramót var 8.591 millj. kr. og hafði minnkað um rúmlega 600 millj. kr. frá árinu á undan. Vegnir meðaltalsvextir af lántökum sjóðsins voru 6,5% en á útlánum voru þeir 2,4%. Gunnar S. Björnsson, varafor- maður Húsnæðismálastjórnar, segir að meginvandinn stafi af þeim mikla mun sem sé á lágum útláns- vöxtum sjóðsins og þeim markaðs- vöxtum af iántökum sem sjóðurinn þarf að greiða. Að óbreyttu hallar fljótt undan fæti upp úr aldamótum „Það stefnir að öllu óbreyttu í það að fljótlega upp úr aldamótum fari að halla mjög undan fæti. Staða Byggingarsjóðs ríkisins er mjög góð og þessa stundina er verið að skoða samspil þessara tveggja sjóða,“ sagði Gunnar í samtali við Morgun- blaðið, en vildi ekki greina nánar frá þeim úrræðum sem nú eru til athugunar. Aðspurður kvaðst hann ekki gera sér miklar vonir um að framlag ríkissjóðs yrði hækkað en það hefur farið lækkandi ár frá ári. Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, segir í formála ársskýrslunnar að orsakir erfiðleika sjóðsins séu fjór- þættar. „í fyrsta lagi hefur framlag ríkissjóðs til hans farið sílækkandi um margra ára skeið. í staðinn hefur honum verið gert að afla fjár með lántökum, sem hafa verið hon- um afar óhagstæðar sakir þess hve vextirnir hafa verið háir. Samtímis þessu hafa útlán hans verið stór- aukin. í fjórða lagi hafa útlánsvext- ir hans, í þessari stöðu, verið ákaf- lega óraunhæfir í íjölmörg ár. Að sjálfsögðu eru það stjórnvöld ein, sem mótað hafa þessa stefnu og ráðið þessari ferð. Það er nú mikil- vægt umhugsunarefni hvernig til hefur tekist varðandi mótun vaxta- stefnunnar og hvort ástæða sé til að huga að breytingum í ljósi þess.“ Á seinasta ári fékk Byggingar- sjóður verkamanna um 534 millj. kr. framlag frá ríkissjóði og þar af voru 81,7 millj. kr færðar til tekna á rekstrarreikningi en um 453 millj. voru færðar til hækkunar á eigin fé. Heildarútlán sjóðsins í árslok námu um 45,5 milljörðum kr. eða 24,8% af heildarútlánum Húsnæðis- stofnunar. Útlán sjóðsins jukust á seinasta ári um 3,9 milljarða eða um 9,4%. Asókn í land til upp- græðslu MIKIL ásókn er af hálfu ein- staklinga, félagasamtaka og annarra í að taka flög eða land- spildur í fóstur til uppgræðslu, ýmist til tijáræktar eða til að loka jarðsárum og hefta upp- blástur. Ekki líður svo vika að ekki hringi einhveijir í landbún- aðarráðuneytið og biðji um land undir slíkt. Níels Árni Lund deildarstjóri segir að ráðuneytið hafi átt í vandræðum með að útvega það land sem borgarbú- ar óska eftir að taka í fóstur. „Það liggur í hlutarins eðli að ríkisjarðir eru ekki bútaðar niður til nota í þeim tilgangi sem hér um ræðir. Hins vegar sé ég fyrir mér að taka land- svæði eins og Reykjanesskag- ann, það er næsta nágrenni við Reykjavíkursvæðið, og virkja þessa áhugasömu hópa í að græða _ upp svæði þar,“ segir Níels Árni. Hann segir ennfremur að menn séu ekki að leita að iandi fyrir sumarbústaði heldur séu það aðallega skólar, bekkjar- deildir eða félagasamtök, sem vilji fá afmarkaða reiti til að græða upp og sjá árangurinn. I Heiðmörk er víða að finna spildur, sem merktar eru sam- tökum og fyrirtækjum og sér Níels Árni fyrir sér að spildu- menningin gæti breitt úr sér inn á Reykjanesskagann. „Ég held að það blundi óskaplega í mörg- um manninum þessi frummað- ur, sem vill komast út í náttúr- una og eigna sér smáland, sjá það gróa upp og hlúa að því,“ segir Níels Árni. „Það eru firna- margir á höfuðborgarsvæðinu sem eru þannig í sveit settir að þeir hafa engan aðgang að minnstu garðspildu og mér finnst það ákaflega sárt að þurfa að svara þessu fólki á þann veg að maður hafi ekki neitt milli handanna til ráðstöf- unar,“ sagði hann ennfremur. ■ Miklar væntingar/22-23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.