Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1996, Blaðsíða 1
• }■,:Ct* BLAÐ ALLRA L A NDSMANNA FRJALSIÞROTTIR KNATTSPYRNA: FRAM BURSTAÐIVÍKING í 2. DEILD / C2 BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni á Akranesi lék best íslensku kylfínganna i gær á Evrópumót- inu f golfi sem nú stendur yfír í Karlstad f Svf- þjóð. Hann lék á 70 höggum, eða eina hðggi undir pari vallarins og hefur því leikið á samtals 142 höggum (lék á 72 höggum fyrsta daginn) og er f 15. sæti af 147 keppendum. Félagi hans úr Leyni, Kristinn G. Bjamason, lék á 73 höggum í gær og er á 147 höggum eftir tvo fyrstu keppnis- dagana og er í 56. sæti. Björgvin Sigurbergsson úr Keili var á 74 höggum og samtals 149 höggum og er f 77. sæti. Eftir þriðja hring í dag verður skorið niður og fá þá aðeins 70 að halda áfram síðasta hringinn. Björgvin sagði að þeir félagar væru nokkuð ánægðir með gengið f gær og þá sérstaklega Birgir Leifur sem lék hreint frábærlega. Hann sagði að töluverður vindur hafi verið í gær og það hafí reynst mörgum erfitt. „Vindurinn virtist koma úr öllum áttum og því erfitt að átta sig á aðstæðum. Nú er spáð rigningu á morgun [í dag] og erum við ánægðir með það. Þekkjum þær aðstæður ágætlega,“ sagði Björgvin. Besta skor gærdagsins átti Þjóðverji sem lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Pálmar fékk silfur í Atlanta Eigum möguleika og verðum að trúa því sjálfir KR-ingar drógust gegn sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi í Evrópukeppni bikarhafa er dregið var í 1. umferð keppninnar í gær. KR fékk heimaleikinn á undan og verður hann á Laugardalsvelli 12. september, en síðari leikurinn verður á Rásunda-leikvanginum 26. sept- ember. „Ég er nokkuð ánægður með að lenda á móti AIK. Ég t.el að við eigum möguleika gegn þessu Iiði og við verðum lfka að trúa því sjálfir að það sé hægt að vinna það. Eins verður þetta frekar þægilegt ferða- lag,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga, um mótherjana í Evrópu- keppninni. Lúkas heldur utan til Svíþjóðar í dag ásamt Jónasi Kristinssyni, stjórnarmanni knattspyrnudeildar KR, til að fylgjast með deildarleik AIK og Örgryte sem fram fer í Stokkhólmi á morgun. „Það verður gaman að fylgjast með þessum leik og eins að sjá Rúnar Kristinsson sem leikur með Örgryte. Ég hef verið að afla mér upplýsinga um AIK-liðið og veit að það hefur verið að leika vel að undanförnu eftir frekar slaka byijun. Það verður því forvitnilegt að sjá leikinn og þá get ég örugg- lega sagt meira um liðið og leikstíl þess. Það er ljóst að við þurfum að ná hagstæðum úrslitum á Laugar- dalsvelli og það ætlum við líka að gera. Ég er alls ekki ósáttur við að fá heimaleikinn á undan. Við þurfum að gefa okkur alla í þessa leiki og mæta með réttu hugarfari í þá,“ sagði Lúkas. Arnór Guðjohnsen hefur leikið um árabil í Svíþjóð og þekkir því vel til AIK liðsins. „Liðið hefur staðið sig vel að undanförnu, en venjulega hefur gengið svona upp og ofan hjá því. AIK vann IFK Gautaborg til dæmis um daginn 6:0 og Malmö 3:0 á útivelli, en á hinn bóginn er AIK eina liðið sem við höfum sigrað á útivelli, við unnum 2:0 í Stokk- hólmi,“ sagði Arnór. Hann sagði ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir KR-inga, það væru ekki neinir heimsfrægir í liðinu, en hann nefni þó Paskal Simson, stóran þel- dökkan miðjumann sem væri einn besti maður liðsins og hefur verið að banka á landsliðsdyrnar. Einn landsliðsmaður er í liðinu, bakvörð- urinn Gary Sandgren og síðan hefur markvörðurinn Magnus Hetman ver- ið varamarkmaður landsliðsins. Am- ór kvað mjög líklegt að KR-ingar gætu fengið einhveijar greiðslur fyr- ir sýningarréttinn því AIK væri vin- sælasta félagið í Stokkhólmi. Hörðustu stuðningsmenn AIK nefna sig „Svarta herinn“ og hafa verið mjög áberandi á leikjum liðsins og fylgja því hvert sem er. Þeir þykja ekki til fyrirmyndar og hafa oft skapað ólæti í kringum leiki liðsins. „Þessi hópur er ekki skipaður sak- lausum kórdrengjum, heldur eru þetta atvinnulausir unglingar sem láta oft ófriðlega,“ eins og sænskur blaðamaður sem til þekkir orðaði það. Hann taldi líklegt að stór hluti þessa hóps myndi fylgja liðinu til Reykjavíkur. LAUGARDAGUR 24. AGUST BLAD Annað heimsmet Masterkovu á níu dögum RÚSSNESKA hlaupadrottn- ingin Svetlana Masterkova gerir það ekki endasleppt á hlaupabrautinni því á Heysel- leikvanginum í Brussel í gær- kvöldi setti hún nýtt heimsmet 11.000 metra hlaupi og er það annað heimsmet hennar á niu dögum. Hér kemur hún I mark á 2:28,98 mínútum og bætti gamla metið, sem Maria Mutola frá Mósambík setti á sama velli fyrir ári, um 0,36 sekúndur. Á miðvikudag í síðustu viku setti Masterkova heimsmet í mflu- hlaupi á móti í ZUrich í Sviss. Salah Hissou frá Marokkó vann reyndar afrek kvöldsins er hann bætti heimsmetið í lOkm hlaupi um 5,45 sekúndur og hljóp á 26:38,08 min. Sló hann met, sem ólympíu- meistarinn Haile Gebreselassie frá Eþíópíu setti í Hengelo í Hollandi í júní í fyrra en hann var ekki með í Brussel í gær. PÁLMAR Guðmundsson vann til silfurverðlauna 1100 metra skriðsundi í flokki S3 á Ólympíu- móti fatlaðra í Atlanta I gær. Hann synti á 1.59,82 mín. og var undir gamla ólympíumetinu sem var 2.00,14 mín. Sigurvegarinn synti á 1.59,21 mín. Pálmar hefur því unnið bæði gull- og silfurverðlaun í Atlanta því á þriðjudaginn sigraði hann 1200 metra skrið- sundi. Hann keppir síðan í 50 metra skriðsundi í dag. Sigrún Huld Hrafnsdótt- ir varð í þriðja sæti í 50 m skriðsundi þroskaheftra, syntí á 33,29 sek. Bára B. Erlingsdóttír varð sjötta i sama sundi á 34,10 sek. Gunnar Þ. Gunnarsson hafnaði í 14. sætí í 50 metra skriðsundiþroskaheftra og korast ekki í úrslit. Hann synti á 30,00 sek. íslenska íþróttafólkið hefur imnið til tíu verð- launa í Atlanta, hlotið fern gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og fem bronsverðlaun. KR dróst gegn sænska liðinu AIKfrá Stokkhólmi í Evrópukeppni bikarhafa 1996 KNATTSPYRNA Birgir Leifur í 15. sæti á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.