Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 1
íslenska á Hótelrásinni HJÁ Myndbæ hf. er nu unnið að kennslu- myndbandi í íslensku fyrir útlendinga. Myndbandið verður svo sýnt á Hótelrá- sinni, en hún hóf göngu sína fyrir þrem- ur árum á stærstu hótelum borgarinnar. Dagskrá er send út um ljósleiðarakerfi allan sólarhringinn. Margar myndir eru sýndar á Hótelrá- sinni um ýmiss konar efni, eins og við- skiptalíf, ísienska náttúru og samfélag. Morgunbíaðið/Asdís ÚR myndbandi um islenskukennslu. SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 BLAÐ C Ódýrir bílaleigubílar fyrir Islendinga. Vikugjald, lágmarksleiga Opel Corsa dkr. 1.795 Opel Astra dkr. 1.995 Opel Astra, st. dkr. 2.195 Opel Vectra dkr. 2.495 2ja vikna gjald Opel Corsa dkr. 2.995 Opel Astra dkr. 3.590 Opel Astra, st. dkr. 3.990 Opel Vectra dkr. 4.390 Innif. ótakmarkaður akstur, tryggingar, vsk. Fáið nánari verðtiiboð International Car Rental ApS. Uppl. á Islandi, sími 456 3745. Sala ó ferðum til Kanaríeyia hefst ó morgun Ovenju mikió framboð VERÐ á ferðum til Kanaríeyja í vetur verður á svipuðum nótum og liðinn vetur samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Hins vegar er meira framboð á ferðum. Eldri borgarar og fjölskyldufólk eru flest- ir kaupenda ferðanna, og eru jólin vinsælasti tíminn. Andri Már Ingólfsson segir Heimsferðir vera með vikulegar ferðir til Kanaríeyja frá 17. desem- ber með beinu Boing 757 leiguflugi LTE fram yfir páska. Fyrsta ferð Heimsferða til eyjanna verður 20. október. Vikuferð til Kanarí kostar 39.900 krónur með öllu fyrir hjón með 2 börn. Þetta verð er greitt fyrir hvert þeirra. Goði Sveinsson hjá Úrval-Útsýn segir að ferðaskrifstofan auki fram- boð sitt til Kanaríeyja núna um nokkur hundruð sæti og að allar gistingar verði á Ensku ströndinni. Flogið er vikulega og nokkrum aukaferðum bætt við. 6. nóvember er fyrsta ferðin til eyjanna, en um er að ræða 31 dags ferð á vildar- kjörum. Goði nefnir verðdæmi: Tveggja vikna ferð fyrir hjón með 2 börn kostar 38.465 fyrir hvern fjölskyldumeðlim í tveggja svefn- herbergja smáhýsi. Dóra Magnúsdóttir hjá Flugleið- um segir að félagið verði í vetur með fleiri gististaði en áður og meira úrval. Verðið er óbreytt eða jafnvel lægra. Fyrsta ferð til Kan- aríeyja er 6. nóvember og fylgir henni afsláttur. Frá 1. janúar fram í apríl er flogið vikulega. Verðdæmi hjá Flugleiðum: 31 dagur fyrir hjón með 2 börn kostar 46.865 krónur fyrir manninn. 14 daga ferð fyrir tvo fullorðna kostar 56.900 á mann. Helgi Pétursson, Samvinnuferð- um-Landsýn, segir að flogið sé vikulega með Flugleiðavél til Kan- arí. Hann nefnir verðdæmi í jan- úar: Tveir fullorðnir með tvö börn í 3 vikur kostar 58.715 fyrir hvert þeirra með öllu. Tveir í íbúð í 3 vikur kostar 83.500 krónur. Laufey Jóhannsdóttir, hjá Plús- ferðum, segir að farið verði á tveggja til fjögurra vikna fresti til Kanaríeyja í jafnlangan dvalartíma. Ferð fyrir hjón með tvö börn í 4 vikur kostar 52.300 krónur fyrir manninn, en 66.300 á mann í tví- býli á Ensku ströndinni. Á síðasta ári fóru 3.700 farþegar til Kanaríeyja með vélum Flugleiða, á annað þúsund með Heimsferðum og einhverjir eftir öðrum leiðum. Ekki er talið ólíklegt að um fimm- þúsund íslendingar heimsæki Kan- aríeyjar í vetur. Öll ofangreind verð eru miðuð við einstakar ferðir á tiltekna gisti- staði og geta verið einhverjir fyrir- varar eins og að borga eigi fyrir tiltekna daga. ¦ Sælkerar til Frakklands ? SÆLKERA- og vínsmökkun- arferð til Frakklands á vegum Samvinnuferða-Landsýnar verður 17.-27. september næst- komandi. Fararstjórar verða Þorfinnur Ómarsson og Sigurð- urL.Hall. ? Dvalið verður tvo daga í Paris og síðan haldið í Cognac- héraðið með tilheyrandi smökk- unarheimsóknum til framleið- enda. ? Einnig verður farið til Bordeaux, St. Emilion og Heut Médoc. ? Dvalið verður í kastalanum Chateau d'Artigny, haldið svo til Reims, en þar verður snædd sérstök kampavinsmáltíð. Trier er næst á dagskrá og að lokum flogið heim frá Lúxemborg. ? Ferðin á að einkennast af heimasveitum koníaksins, fal- legum hótelum, strandbæjum og útsýni yfir Loire-dalinn, og merkum sögustöðum. Verðið er 128.920 krónur á mann í tví- býli. Innifalið er flug, gisting, akstur, skoðunarferðir, vínsm- ökkun og sælkeramáltíðir o.f 1. ásamt fararsl jórn. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.