Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ IMÁMSKOSTIR Þörf fyrir sérmenntaða leiðsögumenn virðist vaxa „Strembið nám en skemmtilegta Með auknum ferðamannastraumi hefur vax- ið þörfín á þjónustu sérmenntaðra leiðsögu- manna. Rannveig Guicharnaud lauk námi í vor og segist hafa haft mikið gagn af. Morgunblaðið/Jóri Svavarsson RANNVEIG Guicharnaud Ieiðir erlenda ferðamenn í allan sannleika um undur Islands. í HEIMI nútimans eru gerðar miklar kröfur um að fólk bæti stöðugt við menntun sína og þekkingu, hvort sem er í leik eða starfi. Aldrei of seint að læra ÁR SÍMENNTUNAR hér á landi hófst í febrúar síðastliðnum með degi sem helgaður var þessu við- fangsefni og fólst meðal annars í að haldin var ráðstefna og menntastofnanir buðu gesti vel- komna. Árið 1996 er helgað sí- menntun að frumkvæði Evrópu- sambandsins. Guðný Helgadóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sem veitir átakinu forstöðu hérlendis, segir að með ári símenntunar sé stefnt að því að auka vitund Evr- ópubúa um nauðsyn símenntunar fyrir velferð samféiagsins. Auka vitund um menntun „Meginmarkmiðið hér á landi er að auka vitund almennings, stjórnenda fyrirtækja og mennta- stofnana um að menntun er ævi- verk, en er ekki leyst á fyrsta hluta ævinnar,“ segir hún. Hún minnir á boðskap þann sem kom meðal annars fram á veggspjaldi sem gefið var út fyrir dag símenntunar, en þar segir að aldrei sé of seint að læra eitthvað nýtt og auka við menntunina. „Fólk er einnig minnt á að menntun er fjárfesting sem aldrei verður tekin frá manni. Rétt er að hafa þessi orð í huga þegar haustar og hvetja sem flesta til að láta drauminn um að fara á námskeið verða að veruleika,“ segir Guðný að endingu. „MIG langaði að kynnast landinu mínu, hef áhuga á menningu og þjóð, hef gaman af því að umgang- ast fólk og þótti ekki verra að mega ferðast um landið og fá greitt fyr- ir,“ segir Rannveig Guicharnaud, sem var ein 24 útskriftarnemenda úr Leiðsöguskóla íslands síðastliðið vor, aðspurð um ástæður þess að hún ákvað að hefja þar nám. Rannveig hefur síðan hún út- skrifaðist verið önnum kafin við að fylgja frönskum ferðamönnum um ísland. Hún fékk starf hjá Ferða- skrifstofu íslands fjómm vikum eft- ir að náminu lauk og fleiri fyrir- tæki hafa leitað eftir starfskröftum hennar, svo að ekki þarf að kvarta yfir verkefnaskorti. Mikill utanbókarlærdómur „Leiðsögumenn eru ríflega 200 ef ég man rétt, en samt virðist allt- af vera skortur. Ég held að meiri- hluti þeirra, sem voru með mér í skólanum, hafi fengið vinnu,“ segir Rannveig. Námið er tvær annir og til þess að komast inn í skólann þurfa um- sækjendur að vera orðnir 21 árs, geta talað tvö tungumál fyrir utan íslensku og hafa lokið stúdents- prófi. Þar fyrir utan eru umsækj- endur boðaðir í viðtal þar sem þeir eru beðnir að segja frá málaflokk- um á borð við heilbrigðisástand á íslandi á því tungumáli sem þeir vilja leggja áherslu á. Standist þeir þá raun, fá þeir inngöngu. Rannveig segir flesta nemendur hafa verið á svipuðum aldri og hún, þ.e. 23-24 ára, en sá elsti hafí verið um fimmtugt og ekki sé hægt að sjá annað en að hópurinn hafi verið mjög blandaður. Á fyrri önninni er að sögn Rann- veigar farið yfir almennan fróðleik um helstu eldfjöll og aðra jarðfræði- lega þætti, helstu plöntur og fugla, en á seinni önninni er landinu skipt í fjóra hluta og þá „kemur sérhæfð- ur leiðsögumaður og fer yfir hvert einasta fjall og einasta hús á mjög ítarlegan hátt“, segir hún. Nemendur verða að læra þennan fróðleik utanbókar og kunna skil á öllum stokkum og steinum þegar þeir þreyta prófin. Ferðum mætti fjölga Um jólin er spurt um almennan fróðleik á skriflegum prófum sem eru þijár stundir í senn, auk þess sem haldin eru munnleg próf þar sem nemendur draga miða með ein- hveiju efni og eiga að segja frá t.d. þjóðgörðum, jöklum eða gróðurfari á tilteknu svæði á því tungumáli sem þeir sérhæfa sig í. Eftir ára- mót er farið líkt að, þijú skrifleg próf og eitt munnlegt. „Á seinni önninni eru líka haldin tvö munnleg próf í rútu, en þá er ekið um Reykjavík eða aðra staði og hver nemandi er kallaður upp án fyrirvara og þarf að lýsa því sem fyrir augu ber i fimm mínútur. Lýsingin er tekin upp á segulband og dæmd af prófdómurum," segir Rannveig. Náininu lýkur síðan á fimm daga hringferð um landið þar sem það helsta, sem lært hefur verið um yfir veturinn, er skoðað. „Þetta er mjög strembið nám og ég varð vægast sagt stressuð á þessum prófum. Erfiðast er að fara í saumana á þessum endalausu smáatriðum og þurfa að innbyrða svona gríðarlega mikinn fróðleik á stuttum tíma. Mætti ég breyta ein- hveiju myndi ég fjölga vettvangs- ferðum og leggja meiri áherslu á skilning á námsefninu með þeim hætti, í stað þess að sitja í stofu og læra utan að eins og páfagaukur. Litur á íslenskum pollum Hún segist hafa verið skelfingu lostin nóttina áður en hún tók á móti hópi ferðamanna í fyrsta skipti, legið andvaka og haft marg- sinnis yfir í huganum lýsinguna á leiðinni sem var farin. Þegar á hólminn var komið hafi hins vegar allt gengið eins og í sögu. „Eg fékk hnút í magann fyrst, ekki síst þegar ég var að vísa þeim inn í rútuna, en þetta reyndist áhugasamur og skemmtilegur hóp- ur þannig að vandkvæðin voru eng- in. Það þarf líka sjaldnast að hafa mikið fyrir Frökkum sem hingað koma þó svo að spurningarnar geti verið skrýtnar í okkar eyrum. Ein- hver spurði t.d. af hveiju drullupoll- arnir á íslenskum vegum væru eins á litinn og þeir eru. Það varð fátt um svör hjá mér, en leiðsögumaður verður líka að vera óhræddur við að játa vanþekkingu ef svo ber undir og kíkja í bækurnar til að svara fólki," segir Rannveig. Nám í Leiðsögumannaskóla ís- lands kostar 120 þúsund krónur, en síðan má reikna með um 15 þúsund króna kostnaði við námsbækur að sögn Rannveigar. Margir vilja auka lestrarhraða og bæta eftirtektina Sá fljótasti las 7.000 orð á mínútu SKÓLINN býður einnig upp á nám- skeið í námstækni, sem eru oft samtengd lestrarhraðanum. Ólafur Johnson skólastjóri segir fólk vilja auka lestrarhraða sinn og bæta eftirtektina. Tvöföldun eða endurgreiðsla „Árangurinn er góður, eða að jafnaði rúmlega fjórföldun á lestr- arhraða, með bættri eftirtekt. Þeir sem ekki ná að tvöfalda lestr- arhraðann hjá okkur fá endur- greitt, en þetta er þó háð því að menn þurfa að æfa sig heima og það kemur fljótt í ljós hvort þeir gera það eða ekki,“ segir hann. Námið er byggt upp á þann hátt að þátttakendur þreyta krossapróf í upphafi námskeiðs til að mæla lestrarhraðann og hve vel þeir taka eftir því sem þeir iesa. Þess er gætt að niðurstöður úr þessu prófi komi ekki fyrir sjónir annarra þátt- takenda námskeiðsins. Þá er farið yfir námsefnið ög segir Ólafur algengt að strax í fyrsta tíma vaxi lestrarhraði um 20-50%. Þátttakendum er sett fyrir áð- Aukin tölvuvæðing og ffölgun myndmiðla hefur ekki dregið úr nauðsyn góðrar lestr- arkunnáttu og telja raunar margir þörf á henni vaxa frekar en hitt. urnefnd heimavinna og byggist hún á fjórum æfingum sem þarf að gera hvern dag. í næstu tímum er farið í aðra þætti lestrarins og fólki sagt hvað hafa á í huga við lestur og hvernig það á að bera sig að við mismunandi lesefni. 23 blaðsíður á mínútu Ólafur hóf að starfrækja Hrað- lestrarskólann árið 1980 og segir eftirspurn hafa verið mikla og sam- fellda frá þeim tíma, fyrir utan smá lægð þegar efnahagur almennings þrengdist í byijun síðastliðins ára- tugar. Um 50-60% þeirra sem vilja auka lestrarhraðann eru námsfólk á aldrinum 16 til 25 ára að sögn Ólafs, en þar fyrir utan fólk víða að. „Upp á síðkastið hef ég farið inn í fyrirtæki og kennt stjórnendum og öðrum hópum starfsmanna, því að lestrarhraði er slæmur flösku- háls hjá mörgum. Stjórnendur þurfa kannski að lesa 2-3 tíma á dag, og ef þeir geta skorið það niður um helming eða meira, er það vægast sagt ákjósanlegt. Auk þess telja margir sig ekki komast yfir að lesa allt það sem þeir þurfa, þrátt fyrir þann mikla tíma sem varið er í lestur.“ Ólafur segir dæmi um árangur sem telja má undraverðan, þótt þau séu vitaskuld færri en hin. Til dæmis hafi ungur maður sem sótti námskeið getað lesið um 7.000 orð á mínútu að því loknu. „Sjö þúsund orð eru sennilega um 23 blaðsíður á mínútu, og þá hugsa flestir að viðkomandi hafí ekki hugmynd um hvað lesið er, en svo var þó ekki I þessu tilviki sem er vitanlega einstakt, og meira Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÓLAFUR Johnson skólastjóri Hraðlestrarskólans lofar nemend- um sinum endurgreiðslu, tvöfaldi þeir ekki lestrarhraðann. en tvöfalt betri árangur en sá næstbesti náði. íslendingar lesa hægar Víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á lestrargetu og lestrar- hraða erlendis, og til að mynda var John F. Kennedy frægur fyrir að lesa um 3.000 orð á mínútu, svo að fólk hafi samanburð. Þessi ungi maður varð fyrir skömmu dúx frá virtum menntaskóla í höfuðborg- inni. Ég er sannfærður um að þessi mikli lestrarhraði hafí auðveldað honum að komast yfír námsefnið, þó svo að námsgeta og lestrarhraði haldist ekki endilega í hendur," segir Ólafur. íslendingar lesa að meðaltali hægar en flestar aðrar þjóðir og munar þar um fjórðungi að sögn Ólafar. „Ástæðan er tungumálið en ekki að við séum á nokkurn hátt tor- næmari en aðrir. Enskan er t.d. miklu léttari en íslenskan í lestri, ensk orð eru styttri og óbeygð þannig að menn geta lesið þau hraðar, eins og þeir vita sem lesa mikið af enskum reyfurum. Þetta er þó ekki algilt, og þannig var ég eitt sinn með fínnska konu á nám- skeiði hjá mér, sem las íslenskuna tvöfalt hraðar en sitt eigið móður- mál, því að þrátt fyrir allt er finnsk- an enn seinlesnari en íslenskan.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.