Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 E 7 TÖLVUR 66% af veltu Tölvu- o g verkfræðiþjón- ustunnar vegna námskeiða TÖLVU- og verkfræðiþjónustan leggur mikla áherslu á þarfir fyrirtækja og sérfræðinga fyrir tölvuþekkingu. Fræðst um Verald- arvef og vefsíðugerð TÖLVU- og verkfræðiþjónustan hefur frá því fyrirtækið tók til starfa fyrir áratug, boðið upp á tölvunámskeið á almennum mark- aði. Halldór Kristjánsson fram- kvæmdastjóri segir að 1.600-1.800 manns sæki námskeið fyrirtækis- ins að jafnaði á ári og virðist vera um aukningu að ræða. Um 66% af veltu fyrirtækisins er vegna námsskeiða. Auk námskeiða veitir fyrirtækið jafnframt óháða ráðgjöf á tölvu- sviði og er það vaxandi þáttur í rekstrinum að sögn Halldórs. Geta fengið aðgang að „þjóni“ Á haustmisseri nú verða í boði almenn námskeið um tölvunotkun, jafnt fyrir notendur Windows, sem og Macintosh-tölva. Þar má nefna námskeið á borð við Windows 95, Word, Excel, Access, Schedule, ClarisWorks, Quark Xpress, Free- hand og FileMaker. „Internetnámskeið eru einnig fyrirferðarmikil, en í boði eru námskeið um notkun Veraldar- vefsins og tölvupósts, fréttahópa og aðra notkun netsins. Einnig eru sérstök námskeið um vefsíðu- gerð og forritunarmálið Java á dagskrá hausmisseris. Fyrirtækið rekur eigin þjón á Internetinu og geta nemendurnir fengið aðgang að honum gegn vægu gjaldi,“ seg- ir Halldór. Hann kveður mikla áherslu vera lagða á þarfir fyrirtækja og sér- fræðinga fyrir tölvuþekkingu og bjóði fyrirtækið nú upp á mörg styttri og lengri námskeið þar sem þetta sé í fyrirrúmi. Þar má nefna námskeiðið tölvu- umsjón í nútímarekstri, sem er 99 klukkustunda langt, nútíma forrit- un sem er um 36 tímar að lengd, umsjón tölvuneta sem er jafn langt og námskeið um Excel við fjár- málastjórnun og Visual Basic for- ritun sem eru hvort fyrir sig 15 tímar að lengd. Einnig eru marg- vísleg framhaldsnámskeið um áð- urnefnda flokka. Samningur við ríkið „Tölvu- og verkfræðiþjónustan var annað tveggja fyrirtækja sem valið var af Ríkiskaupum til að veita starfsmönnum ríkisins góð tölvunámskeið á hagstæðu verði. Samningurinn er í gildi til áramóta og njóta mörg hundruð ríkisfyrir- tæki- og stofnanir bestu kjara. Einnig má geta þess að um langa hríð hefur fyrirtækið umbun- að þeim sem sækja fleiri en eitt námskeið með því að veita vaxandi afslátt eftir því sem fleiri nám- skeið eru sótt og getur hann farið upp í 20%,“ segir Halldór. Hann segir fyrirtækið hafa veitt allmörgum fyrirtækjum og stofnunum heildarfræðslu á sviði tölvumála, og sé slík fræðsla unnin í samráði við viðkomandi aðila og séu samningar hagstæðari en vegna almennra námskeiða. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Námsframboð skólaárið 1996-1997 í dagskóla er kennt á þessum sviðum: -heilbrigðissviði -hússtjómarsviði -tæknisviði -uppeldisssviði -útvegssviði auk fomáms. Námið er að verulegu leyti starfstengt, en þó er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum sviðum. Heimilisfang: Eyrarlandsholt, pósthólf 280, 602 Akureyri, sími 4611710, bréfasimi 461 1148, netfang: vma@ismennl.is Utvegssvið Heimilisfang: Við Hafnarlorg, pósthólf 41, 620 Dalvík, simi 466 1083, bréfasimi 466 3289. í kvöldskóla: -öldungadeild -meistaraskóli -fjarkennsla um menntanetið -ýmis námskeið, s.s. nýbúafræðsla og tölvunámskeið, Skólinn er á Eyrarlandsholti á Akureyri og næsta nágrenni, nema útvegssvið sem er á Dalvík. Prófnám - öldungadeild Grunnskólastig - íslenska, stærðfræði, danska og enska Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunn- skólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk eða vilja rifja upp. Undirbúningur fyrir nám á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólastig - menntakjarni Fyrstu þrír áfangar kjamagreina auk sérgreina á sjúkraliðabraut. Innritun í prófnám fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, 29. og 30. ágúst kl. 16.30-19.30. Frístundanám Fjölbreytt tungumálanám og bóknám M.a. íslenska fyrir útlendinga, Norðurlandamál, enska, franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska, arabíska, japanska, kínverska, rússneska, gríska og portúgalska. Ritlist, trúarbragðasaga og listasaga. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið M.a. teikning, vatnslitamálun, módelteikning, bókband, fatasaumur, skrautskrift, glerskurður, postulínsmálun, tréskreytilist. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla.. Kennsla fyrir börn í norðurlandamálum, þýsku og leiklist. Sérkennsla í lestri og skrift. Innritun í frístundanám fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1,12. og 13. september kl. 16.30-19.30. Kennst verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd á efri hæð skiptistöðvar SVR. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Foreldraþing í félagsheimilinu á Seltjamamesi 13.-14. september 1996 Grunnskólinn - ábyrgð og áhrif foreldra Dagskrá Föstudagur 13. september Kl. 13.30 Skólinn hjá sveitarfélögunum, nærforeldrum Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sambandi ísl. sveitarfélaga. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kennarasambandi íslands. Kaffihlé Kl. 15.15 Foreldrar og skólastarf. Foreldraráð frá sjónarhóli skólastjóra. Regína Höskuldsdóttir, Seltjamarnesi. Foreldraráð, reynsla og framtíðarsýn. Ámi Gunnarsson, Hveragerði. Fyrirspumir og hópumræður. Kl. 17.15 Fundi frestað. Kl. 09.00 Kl. 13.00 Kl. 14.00 Kl. 15.30 Kl. 17.30 Laugardagur 14. september. Vinnuhópar - námskeið M.a: Starfsreglur fyrir foreldraráð - Samstarf innan sveitarfélaga Tengsl foreldraráðs/foreldrafélags - Lög og reglugerðir um skólastarf. Aðalnámskrá/skólanámskrá. - Foreldraráð/skólanefndir í fámennum skólum. - Líðan nemenda og samskipti - Skipulag og rekstur foreldrafélaga. Matarhlé Foreldraráð/skólastarf - hagnýtar upplýsingar. Samstarfforeldra í nútíð ogframtíð. Kaffihlé Aðalfundur Heimilis og skóla. Þingslit. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Heimilis og skóla í síma 562 7475 $)búnaðarbankinn - Trumtur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.