Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐiÐ Heínspekískólínn Kennsla hefst mánudaginn 18. september Fjölbreytt námskeiö í boöi fyrir 6 - 14 ára nemendur. Uppslýsingar og innritun í síma 562 8283 kl. 16.00 - 18.30. Viðskipta- og skrifstofutækninám Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta: I. Sérhæfð skrifstofutækni Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar, þ.e. notendaforrit og internet, en einnig er tekin fyrir bókfærsla og verslunarreikningur. Almenn tölvufræði og Windows, 12 klst. Ritvinnsla, 22 klst. Töflureiknir og áætlanagerð, 20 klst. Tölvufjarskipti, lnterneto.fl., I4 klst Glærugerð og auglýsingar, 12 klst. Bókfærsla, grunnur, 16 klst. Verslunarreikningur, 16 klst. Tölvubókhaid, 16 klst. 2. Bókhaldstækni Markmiðið er að þáttakendur verði færir um að starfa sjálfstætt við bókhald fyrirtækja allt árið. Almenn bókhaidsverkefni, víxlar og skuldabréf, 16 klst. Launabókhald, I2klst. Lög og reglugerðir, 4 klst. Virðisaukaskattur, 8 klst. Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar, I2klst. Tölvubókhald, 32 klst. Skráning er hafin. Upplýsingar í síma 561-6699 eða í Borgartúni 28 TÖLVUR Tölvuskóli EJS breytir um áherslur TÖLVUSKÓLI EJS hefur undanfarin ár boðið upp á al- menn tölvunámskeið fyrir þá sem vilja kynna sér vandratað- an heim Microsoft og Word Perfect hugbúnaðar og hafa um 500 manns sótt þau á hverj- um vetri, eða alls um 8.000 manns frá upphafi. Nú hefur hins vegar verið gerð breyting þar á, aðallega vegna þess að margir aðilar bjóða nú upp á samsvarandi tölvunám. Margrét Guðjónsdóttir, skólastjóri, segir að í vet- ur verði boðið upp á nám- skeið með námsefni frá Microsoft Education Services í Bandaríkjun- um, fyrir þjón- ustuaðila Mic- rosoft hugbún- aðar og not- endur, eða þá sem stýra tölvunetum og sjá um stærri tölvukerfi. Kennarar hafa verið breskir og verða það áfram, vegna samnings við breska tölvu- skólann Pyg- malion sem hefur milli- göngu um að útvega leið- beinendur. Hugsað fyrir „sérfræðinga" „Þessi námskeið eru ekki beinlínis fyrir almenning, held- ur eru þau frekur hugsuð fyrir fólk sem hefur menntun á sviði tölvufræða og vill vita meira um t.d. NT-netstýrikerfi frá Microsoft. Þátttakendur þurfa í flestum tilvikum að hafa grunnþekkingu eða reynslu. Það er hins vegar tiltölulega Sérhæfð námskeið í stað al- mennra stór hópur eða nokkur hundruð manns, því að flest fyrirtæki - að minnsta kosti þau stærri - eru komin með einhvers konar tölvunet og þá þurfa stjórnend- ur þeirra að kunna meira en aðrir. Við höfum haft þessi námskeið á boðstólum í á annað ár og aðsókn hefur verið mjög mikil, en við höfum hins vegar auglýst þau innan ákveðins markhóps. Hingað til hefur tölvufólk þurft að sækja þessi námskeið til útlanda með til- heyrandi fyrirhöfn og kostnaði, en við bjóðum þau á lægra verði en þar eru til dæmis í Englandi. Fyrir liinn almenna notanda verður hins vegar í boði nám- skeið fyrir sérstaka hópa sem hafa áhuga á einhverri kennslu og er þá miðað við starfsmenn í fyrirtækjum eða stofnunum," segir Margrét. A námskeiðum Tölvuskóla EJS í haust og vetur er meðal annars farið yfir uppsetn- ingar og lag- færingar á tölvukerfum, og kynnt hvað út af getur brugðið. Tölvuskóli EJS hefur ver- ið starfandi í átta ár og hef- ur til þessa ver- ið með almenn námskeið eins og áður sagði, en hefur liætt þeim nú að sögn Margrét- ar þar sem aðr- ir skólar bjóði upp á keimlík námskeið, niðurgi-eidd af stéttarfélögum og öðrum sam- bærilegum að- ilum. „Við teljum að samkeppn- isaðilar okkar á þessu sviði sinni þeim þörfum sem eru til staðar á almennum markaði, en við munum hins vegar halda áfram með sérhæfð námskeið, bæði fyrir tölvukerfin eins og áður sagði, og einnig bankakerf- ið og eins launakerfið á okkar vegum.“ Námskeiðin nú eru flest um 40 klukkustundir að lengd, en voru áður mest 15 klukkustund- ir, og kostar hvert námskeið um 125 þúsund krónur, sem í langflestum tilvikum er greitt af fyrirtækjum eða stofnunum. Námskeiðin eru undanfari svo kallaðra MCP-prófa (Microsoft Certified Professional) sem er staðfesting á því að menn séu færir um að vinna við Micros- oft-hugbúnaðinn. Slík próf hafa verið haldin tvisvar á ári hér- lendis síðast liðin ár, og segir Margrét það orðið fremur eftir- sótt hjá einstaklingum í tölvufaginu að hafa slíka próf- gráðu í farteskinu. S<zum<zátcidíá fiónlaccýafi I! <tf*a 554 0363 Áhugafólk um fatasaum Saumanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Dag-, kvöld- og helgamámskeið. Nánari upplýsingar okg skráning í síma 554 0363. 'fiá'itauy TZayncvt&dóttcn- * SuCiHtt t (cjáfaáauttii. Morgunblaðið/Golli MARGRÉT Guðjónsdóttir skólastjóri Tölvuskóla EJS, en hann hefur nú ákveðið að einbeita sér að námskeiðum fyrir fagfólk í tölvugeiranum. LISTDANSSKOLI ISLANDS Engjateigi 1, 105 Reykjavík, sími 588 9188 Inntökupróf verða mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. sept. á Engjateigi 1. Kennarar i vetur: Birgitte Heide, Auöur Bjarnadóttir, Margrét Gísladóttir, Guðmundur Helgason, Lauren Hauser, Ingibjörg Björnsdóttir, David Greenall, Hany Hadaya o.fl. Nemendur frá því í fyrra staöfesti skólavist sína laugardaginn 31. ágúst millikl. 10.00 og 12.00 Skráning í inntökupróf og frekari upplýsingar veröa 29. og 30. ágúst kl 16.00-19.00 í síma 588 9188. Kennsla hefst fimmtudaginn 5. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.