Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFÞREYIIMG/LISTIR Söngsmiðjan reynir að kenna jafnt laglausum og lagvísum söng Kanadísk djass- söngkona með námskeið SONGSMIÐJAN hóf göngu sína sem skóli þar sem haldin voru hópnámskeið fyrir byrj- endur í söng, en fljótlega óx starfseminni fískur um hrygg og bryddað var upp á nám- skeiðum fyrir laglausa sem og lagvísa, söngleikjadeild, gosp- elkór, barna- og unglingasöng- smiðju og einsöngskennslu. Esther Helga Guðmunds- dóttir, einn forráðamanna skólans, segir að nú í vetur, þegar Söngsmiðjan er að hefja sjötta starfsár sitt, hafi verið ákveðið að sækja kennara til útlanda og metnaður hafi ráðið því að kanadíska djasssöng- konan Tena Palmer varð fyrir valinu. Fengið jákvæða gagnrýni Tena mun kenna einsöngs- nemendum og halda tvö hópn- ámskeið þar sem áhersla verð- ur lögð á blús, djass, popp og fleira í sama dúr. Tena hefur sungið með djasskvartettinum Chelsea Bridge sem hefur að- setur í Ottawa en ferðast víða um heim til tónleikahalds og hefur gefið út geisladiska sem innihalda meðal annars tón- smíðar Tenu. „Hún hefur fengið frábæra dóma fyrir söng sinn og sviðs- framkomu sem þykir brjóta af sér ýmsar hefðir á þessum vettvangi. Tena Palmer hefur verið kölluð mest spennandi djasssöngkona Kanada og það er ekki lítill heiður, auk þess sem hún hefur vakið mikla athygli á þeim tónleikum og tónlistarhátíðum sem hljóm- sveitin hefur sótt heim,“ segir Esther. A barna- og unglinganám- skeiðum, sem eru ætluð börn- um allt frá fimm ára aldri, er lögð áhersla á söngkennslu, almenna tónlistarfræðslu, hreyfingu og leikræna tjáningu. A al- mennum námskeiðum er hópkennsla fyrir laglausa og lagvisa eins og áður er get- ið, og námskeið fyrir jafnt byrjendur og framhaldshópa þar sem kennd er söngtækni, tónfræði og samsöngur. Léttari tónlist í boði Einnig er meðal annars boð- ið upp á hópnámskeið þar sem áhersla er Iögð á Iéttari tón- list, svo sem söngleiki, gospel, blús, popp og djass. Þá er nám- skeið haldið í söngtækni, sam- söng, einsöng, tónfræði og framkomu, svo eitthvað sé nefnt. LÖGÐ er áhersla á söngkennslu, almenna tónlistarfræðslu, hreyfingu og leikræna tjáningu. ta~V?-n STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK GMDSS fjarskiptanámskeið l.sept. -11.sept. ■ V vVl Nýja neyðar- og öryggisfjarskiptakerfið. Námskeiðið hefst 2. september kl. 16.10. Upplýsingar og skráning í síma 551 3194. Bréfasími (fax) 562 2750. Skólameistari FÆÐIOG KLÆÐI Hótel- og veitinga- greinar í brennidepli FRÆÐSLURÁÐ hótel- og veitinga- greina stendur fyrir námskeiðum um sölutækni, öryggismál, mat- seðlagerð, fjármál, samskipti hótel- og ferðaskrifstofa, undirbúning fyr- ir kaupstefnur og verðlagningu á gistingu og veitingum, svo eitthvað sé'nefnt. Gunnar Kristinsson hjá fræðslu- ráðinu, segir hlutverk þess m.a. að sinna sí- og endurmenntun fyrir þau félög sem að því standa, en þau eru Samband veitinga- og gistihúsa, Félag framreiðslumanna og Félag matreiðslumanna. Almenningi standi þó mörg námskeið til boða einnig. Sérfæði, ábætisréttir og klakaskurður „Fræðsluráðið stendur auk þess sem áður er nefnt fyrir kjamanám- skeiðum, sem taka fjórar klukku- stundir hvert. Hægt er að taka þau öll saman á tveimur dögum, eða hvert í sínu lagi. Um er að ræða námskeið í innra eftirliti við mat- vælaframleiðslu, námskeið um ör- yggismál, um þjónustusamskipti og námskeið um ræstingu," segir hann. Ráðið stendur ennfremur í haust og vetur fyrir endurmenntunarnám- skeiðum í Matreiðsluskólanum okk- ar, sem hann segir hugsanlegt að verði hægt að fá metið til eininga í fagnámi meistarnáms matreiðslu- manna og framreiðslumanna. Með- al þess sem þar er boði, má nefna námskeið um íslenska matargerð, strauma og stefnur í matargerð, veitinga- og matvælalöggjöf, heilsu og sérfæði, ábætisrétti o.fl. I samvinnu við ráðið heldur skól- inn síðan fjöldann allan af nám- skeiðum fyrir fagfólk og almenning um t.d. gerbakstur, fugla og villi- bráð, kökubakstur, konfektgerð, klakaskurð, patégerð, íslensk krydd og úrbeiningu kjöts, svo stiklað sé á stóru. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÆÐSLURÁÐ hótel- og veitingagreina býður meðal annars upp á námskeið fyrir fagfólk og almenning í matreiðslu fugla og villibráðar, kökubakstri og konfektgerð. HANNA Hlíf Bjarnadóttir, einn nemenda á pijónanám- skeiði Storksins, velur sér garn fyrir prjónaskapinn. Sérstök að- ferð við peysuprjón GARNVERSLUNIN Storkurinn hefur haldið pijónanámskeið und- anfarin tíu ár og seinustu ár hafa námskeið í útsaumi bæst við. Malín Örlygsdóttir hjá Storkinum segir að fyrstu árin hafi verið haldin um tvö námskeið á ári, en aðsókn hafi margfaldast og hafi verið haldin allt að 18 námskeið á vetri seinustu misseri, með um 10 nemendum á hverju. Hvert námskeið stendur í sex vikur og er samtals 24 kennslu- stundir. Sunneva Hafsteinsdóttir textílkennari er leiðbeinandi og hefur sér til aðstoðar einn starfs- manna Storksins. Malín segir námskeiðin eiga að nýtast bæði byijendum og lengra komnum og sé þeim ætlað að auka almenna þekkingu á pijóni. Á námskeiðum gefst nemend- um meðal annars kostur á hjálp við að pijóna „óskapeysuna" sína að sögn Malínar, og segir hún sumar þær peysur, sem þannig hafa orðið til, vera listasmíði. í PRJÓNASKÓLA Tinnu er lögð áhersla á myndprjón. FJÖLBRAUTASXÓUNN BREI0H0LTI RAFVIRKJUN Fjölbrautasltólinn Breiðholti Grunndeild rafiðna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám TRÉSMÍÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám Prjónað við kunnáttuna PRJÓNASKÓLI Tinnu á árs af- mæli um þessar mundir og eru kennarar við skólann tveir, þær Hanna Marinósdóttir og Halla Benediktsdóttir, en báðar hafa mikla reynslu af prjónaskap að sögn Auðar Kristinsdóttur, stofn- anda skólans. Auður rekur jafnframt Garn- búðina Tinnu í Hafnarfirði, og er skólinn jafnframt þar til húsa. Helstu kennslugreinar eru mynd- pijón, almennt prjón fyrir byij- endur og lengra komna og einnig hekl. Auður segir viðtökur hafa verið góðar og voru nemendur í fyrra 145 talsins, þar af einn karl- maður. „Markmið skólans er hvoru tveggja að viðhalda og bæta við þekkingu fólks á prjónaskap, jafnframt því að kenna ungu fólki fyrsta handverkið,11 segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.