Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 1
+ :c BLAÐ ALLRA LANDSMANNA $to#tgmiib^Vb 1996 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST BLAÐ B Guðjón Þórðarson þjálfari Akurnesinga bikarmeistari fjórða árið í röð Hver sigur sætastur Akurnesingar urðu bikarmeist- arar í knattspyrnu á sunnudag með 2:1 sigri á ÍBV í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta var sjöundi sigur Skagamanna í keppninni og fjórða árið í röð sem Guðjón Þórðar- son, þjálfari þeirra, stýrir liði til sig- urs i bikarúrslitum. Er ekkert lát á sigurgöngu hans í bikarkeppninni? „Nei, ekki núna að minnsta kosti. Maður stefnir auðvitað alltaf að því að vinna og til þess er maður í þessu," sagði Guðjón við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann var með Skagamenn árið 1993 þegar liðið varð síðast bikar- meistari, gerði KR-inga að bikar- meisturum tvö síðustu ár og núna Skagamenn á ný. Er öðruvísi að verða meistari með sínu heimaliði en það var með KR-ingum? „Ég er að vinna með vanari liði núna, KR-ingar höfðu ekki .unnið í tæpa þrjá áratugi og það var auðvitað mjög skemmti- legt augnablik. En hver sigur og núið er alltaf sætast. Þetta er alltaf jafngaman og menn verða alls ekki leiðir á að verða bikarmeistari. Ef menn verða leiðir á því þá er eitt- hvað að." Guðjón sagði að ÍA-liðið hefði átt góðan og rólegan tima á Hótel Örk fyrir leikinn og þar hefðí verið farið vandlega yfir hvernig menn ætluðu að spila leikinn. „Leikurinn þróaðist eins og við ætluðum okkur. Við viss- um að við hefðum getu til að skora og myndum vinna nema ef eitthvert slys yrði af okkar hendi, sem varð ekki. Þetta var mjög rólegur bikarúr- slitaleikur, fyrri hálfleikurinn var eins og þægilegur deildarleikur, en það var hluti af því sem við vildum. Við fórum varlega og vildum það frekar en missa leikinn í einhvern hasar og hamagang. Við erum bestir þegar við höldum haus, spilum og látum boltann vinna og við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum eftir að við komust í 2:0, vorum nær þvf en þeir að komast inní leikinn." Þeir sóttu mikið síðustu mínúturn- ar. Varstu aidrei hræddur? „Nei, nei. Þetta var mjög eðlilegt. Við hefðum hæglega getað bætt við þriðja markinu, en það hafðist nú ekki. Sóknir þeirra undir lokin voru eðlilegar, við erum tveimur mörkum yfír og erum að láta leikinn líða," sagði Guðjón. Á efri myndinni fagna bikarmeist- ararnir ásamt stuðningsmönnum sín- um og hér til hliðar er það Alexander Högnason sem bleytir í fyrirliðanum Ólafi Þórðarsyni með mjólkurskvettu. ¦ Meistarar / B2 ¦ Lelkurinn / B4 ¦ Úrslit/B7 Q&MÆ UPPLYSINGAR • Bónusvtnnlngarnli itaugard |lnn v.H voru Kt'vplir i Soliiniinmum Hamraborg .1 Is.iíhöi o.i hfyk KfAvi^ Byggbaveg ^i Akurayii i: V«itu viðbúin(n) vinningl "t$m 1. vínningur er iaetlaftur 40 milfjónir kr. i FATLAÐiR: GLÆSILEGUR ÁRANGUR ÍSLENDINGA í ATLANTA / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.