Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR S1988 197"? : 3 jj T^976 1 E31965 Bikarmeistarar karla í knattspyrnu frá upphafi 7 Guðjón Þórðarson þjálíari Skagamanna leiðir lið sitt til sigurs fjórða árið í röð, ÍA 1993, KR 1994, KR 1995 og svo aftur ÍA nú 1996. Ingi Björn Albertsson var þjálfari I/als þegar liðið vann þrjú ár í röð 1990 til 1992. 4 C4~U 1980 'Cí 1984 o 1983 51982 1970 1978 ÍBV 1981 2 1972 ■ ALEXANDER Popov, ólymp- íumeistari í 50 og 100 m skriðsundi frá Rússlandi, gekkst undir aðgerð á sunnudag vegna hnífstungu sem hann varð fyrir á laugardag. Ólympíumeistarinn var stunginn í bijóstið eftir að hafa rifist við vatns- melónusölumenn á götu Moskvu- borg. Að sögna lækna er hann ekki í lífshættu og ætti að geta hafið sundæfingar fljótlega. ■ DANNY Blind, sem verið hefur fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki framar kost á sér í landsliðið. Blind er orðinn 35 ára gamall og ætlar að einbeita sér að því að leika fyrir félagslið sitt, Ajax. ■ ALLT bendir til þess að Real Madrid kaupi brasilíska landsliðs- manninn Flavio Conceicao frá Palmeiras, en hann er 22 ára sókn- armaður. Kaupverðið er áætlað um 335 milljónir króna. ■ LÍTIL heimatilbúin sprengja sprakk rétt við fyrsta teig á Fire- stone golfvellinum í Ohio í Banda- ríkjunum á laugardaginn, rétt eftir að síðustu menn höfðu slegið þar. Áhorfendur voru því komnir tals- vert frá svæðinu en þrír meiddust þó lítilega. ■ LINFORD Christie frá Bret- landi hefur verið beðinn um að FOLK vera í „Draumaliðinu“ í 4x100 metra boðhlaupi, en í því eru bestu spretthlauparar heims, á Grand Prix mótinu í Berlín á föstudag. Hlaupið er til minningar um Jesse Owens, sem fyrir 60 árum vann fern gullverðlaun á leikunum i Berl- ín. Heimsmethafinn Donovan Bai- ley frá Kanada, Frankie Fred- erics frá Namibíu og Carl Lewis verða einnig í sveitinni. Lewis er reyndar lítillega meiddur og ekki víst að hann geti hlaupið. ■ EF „Draumaliðið" hleypur undir heimsmetstímanum verður það auðvitað ekki staðfest sem heimsmet vegna þess að hlaupar- arnir eru ekki sömu þjóðar. „Við munum taka þetta hlaup alvarlega og gera okkar besta, en það verður erfitt að hlaupa undir heimsmet- inu,“ sagði Bailey. Aðspurður um hvern hann teldi besta spretthlaup- ara sem_ uppi hefur verið, svaraði hann: „Ég held að það hafi verið Jesse Owens.“ ■ BRYNJAR Kvaran fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknatt- leik hefur verið ráðinn aðstoðar- þjálfari meistaraflokks karla hjá Sljörnunni í Garðabæ, en aðal- þjálfari félagsins er sem kunnugt er Valdimar Grímsson. Brynjar mun einnig þjálfa 2. og 3. flokk karla. ■ WAYNE Ferreira frá Suður- Afríku sigraði í opna kanadíska meistaramótinu í tennis sem lauk um helgina. Hann vann Todd Wo- odbridge frá Ástralíu í úrslitum 6-2 og 6-4. Með sigrinum færist Ferreira úr 10. sæti upp í sjöunda á heimslistanum. Sigurlaun Fer- reira voru 19 milljónir króna. ■ TOMMI Makinen frá Finn- landi, sem ekur Mitsubichi, sigraði í þúsund vatna rallinu sem lauk í Jyvaskylda í Finnlandi í gær. Rallið er liður í heimsmeistara- keppninni í rallakstri. ■ FLAVIO Conceicao, landsliðs- maður Brasilíu í knattspyrnu, er að öllum líkindum á förum til Real Madrid frá brasilíska liðinu Pal- meiras og er talið að gengið verði frá samningum síðar í vikunni. Conceicao er 22 ára miðjumaður. MARKMIÐ Islenska íþróttafólkið stóð sig frábærlega á ný afstöðnu Ólympíumóti fatlaðra og kom heim með fímm gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun um leið og það setrí fjölmörg heims- ólympíu- og íslandsmet. ísland varð í 28. sæti af 117 þátttökuþjóð- um á verðlaunalist- inga- og keppnisdagskrá þeirra ákveðin. Um leið voru þjálfarar valdir sem hafa fylgt hópnum síðan. Á sama tíma var unnið ötullega við að afla tekna til að hópurinn gæti undirbúið sig og náð hámarks árangri í Atlanta. Þetta hefur tekist og ber að óska ÍF, anum. Kristín Rós Há- konardóttir var óum- deilanlega „gull- drottning“ leikanna. Hún stakk sér ijór- um sinnum í sund- laugina og kom að bakkanum með þrenn gull- verðlaun; sigraði í 100 m bringusundi, 100 m baksundi og 200 m fjórsundi og setti jafnframt heimsmet í þremur greinunum. Árangur Kristínar Rósar sýnir og sannar enn einu sinni hversu langt er hægt að ná með þrotlausum æfingum og viljastyrk. Hún hefur ekki látið fötlun sína aftra sér frá íþróttaiðkun. Dugnaður ís- lensku keppendanna í Atlanta er öðrum fötluðum einstakling- um hvatning til frekari dáða. Hann ber einnig vitni um að íþróttastarf fatlaðra á íslandi er í réttum farvegi og mörgum öðrum þjóðum til eftirbreytni. Árangurinn er rós ( hnappa- gat íþróttasambands Fatlaðra (ÍF). Þar var unnið vel og markvisst og allt gert til að búa þessa tíu íþróttamenn sem best undir mótið í Atlanta. Það hefur ekki verið tjaldað til einnar nætur. Eftir Ólympíu- mótin í Barcelona og Madrid fyrir Ijórum árum var mörkuð stefna - keppendur voru vald- ir fyrir mótið í Atlanta og æf- Dugnaðurinn er öðrum fötiuðum einstakling- um hvatning til dáða. íþróttafólkinu og þjálfurum hópsins til hamingju með glæsilegan árangur. Ólympíunefnd íslands ætti að taka vinnubröð ÍF sér til fyrirmyndar. Er ekki núna rétti tíminn til að huga að Ólympíu- leikunum í Sydney árið 2000 og gera líkt og ÍF gerði? Velja ólympíuhóp og um leið setja honum markmið. Þannig veit íþróttafólkið á hverjum tíma hvaða árangri þarf að ná til að halda sæti sínu í ólympíuliði íslands. Með markvissri stefnumótun mætti meðal ann- ars koma í veg fyrir uppákom- ur eins og voru fyrir Ólympíu- leikana í Atlanta þar sem kepp- endur voru að reyna við Ólympíulágmark fram yfir setningu leikanna. Það er einn- ig athyglisvert að á tvennum síðustu leikum hefur ekkert íslandsmet fallið í sundi. Hvers vegna „toppa" fótluðu íþrótta- mennirnir á réttum tíma en fáir hinna ófötluðu? Valur Benedikt Jónatansson ÁttisundkonanKRISTÍIMRÓSHÁKONARDÓTTIR vonáþvíaðyinnaþrjúgull? Heldáfram af krafti KRISTÍN Rós Hákonardóttir er 23 ára gamall Reykvíkingur sem keppti í sundi á nýafstöðnu Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta. Hún vann til þrennra gullverðlauna á Ólympíumótinu auk þess sem hún setti þrjú heimsmet. Hún lauk stúdentsprófi ífyrra og hefur undanfarið starfað við að leiðbeina byrjendum í sund- íþróttinni á sumrin. Kristín býr nú með foreldrum sínum, þeim Hákoni Magnússyni og Rósu Sigurðardóttur. og hef verið það síðan ég var átján mánaða gömul. Ég fékk hettusóttarveiru sem leiddi upp í heila og lamaðist þannig að vissu leyti. Eg get synt í öllum sund- greinum en flugsundið syndi ég með annarri hendinni." Hver er þín sterkasta keppnis- grein? „Ég myndi segja að það væri baksundið og bringan. Besti árangur minn er í þeim greinum.“ Bjóstu viðþvíað vinna öll þessi verðlaun á Oiympíumótinu? „Nei, alls ekki. Þetta kom mjög á óvart. Ég vissi að ég var með mjög góðan tíma í bringusundinu, en hitt kom verulega á óvart.“ Er samkeppnin jafnmikil eða meiri heldur en hún var á síðasta Ólympíumóti? „Hún er talsvert meiri að vissu Morgunblaðið/Golli KRISTÍN Rós Hákonardóttir: „Ég vissi að ég var með góðan tíma i bringusundinu, en hitt kom verulega á óvart.“ Eftir Edwin Rögnvaldsson Kristín Rós Hákonardóttir lét ljós sitt skína í hinni marg- umtöluðu Atlantaborg er Ólymp- íumót fatlaðra fór þar fram, en hún sigraði í 200 metra fjórsundi, 100 metra bringu- sundi og 100 metra baksundi og setti jafn- framt heimsmet í öllum fyrr- nefndum greinum. Þess má geta að hún átti sjálf öll heimsmetin sem hún bætti í Atlanta á dögun- um. Kristín hóf að æfa sund þeg- ar hún var níu ára gömul, en hún æfir með íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Hver er fötlun þín og hvaða áhrif hefur hún á getu þína í hinum ýmsu sundgreinum? „Ég er spastísk vinstra megin leyti. Það eru samt alltaf mis- margir þátttakendur í greinun- um. Það geta verið margir kepp- endur og mikil samkeppni í einni grein en aftur á móti geta þátt- takendur verið mun færri og samkeppnin þeim mun minni í annarri grein.“ Ertu að keppa við sömu stúlk- urnar núna og á síðasta Ólympíu- móti? „Nei, þetta eru aðallega nýjar stúlkur. Það eru samt nokkrar stelpur sem voru með á Ólympíu- mótinu í Barcelona.“ Kanntu einhverja skýringu á því af hverju íslendingar eiga svona mikilli velgengni að fagna f sundi fatlaðra? „Nei, í rauninni ekki. Við æfum mikið og höfum bara mjög mikið fyrir þessu og það er það sem þarf til að ná árangri.“ / hve marga tíma æfír þú í hverri viku? „Ég æfi átta sinnum á viku, tvær klukkustundir í senn. Tvo daga vikunnar mæti ég á æfingu tvisvar á dag en á sunnudögum er aldrei æfíng. Það má segja að við höldum hvíldardaginn heilagan.“ Hvað tekur svo við þegar þú kemur heim frá Atlanta? „Ég ætla að halda áfram að æfa af krafti, en ég ætla að taka mér örlítið frí fyrst. Þetta er búið að vera mjög erfitt æfinga- tímabil undanfarið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.