Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 B 5 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Bikarinn fór nú í sjöunda skipti upp á Skaga. ÍÁ tapaði fyrstu átta bikarúr- slitaleikjum sínum en hefur sigrað í sjö síð- ustu skipti. Innfæddir Akur- nesingar hafa gert flest bikar- mörk fyrir ÍA. Teitur Þórðarson gerði 16, Matthías Hallgríms- son 15 og Pétur Pét- ursson 13. ristinn Tómasson, Fylki og Mi- hajlo Bibercic, ÍA urðu markahæstir í bikarkeppninni. Báði gerðu fimm mörk í keppninni. Akurnesingar og Eyja- menrr höfðu einu sinni áður mæst í bikarúrslitum, er ÍA sigraði 2:1 1993, í mjög sögulegri við- ureign. Rauða spjaldið fór i fyrsta og eina skipti á loft í úrslita- leik 1993; Grétar Norðfjörð rak þá Sig- urð Lárusson, fyrir- liða ÍA, af velli. Innileg gleði ríkti á Akranesi eftir sigurinn. Fólk safnaðist saman á Akratorgi og bæjar- stjórn bauð svo ÍA hópnum í matar- veislu. okkrar breytingar hafa orðið á liði Akurnesinga síð- an það varð bikar- meistari 1993. Sex leikmenn í hópnum þá léku nú. öfn þessara sex eru: Sturlaug; ur, Sigursteinn, 01- afur (Adolfsson), Ólafur (Þórðarson), Alexander, og Har- aldur. rni Johnsen, alþingis- maður ók inn á völlinn fyrir leikinn á mótorhjóli sínu og farþegi þans veifaði stórum ÍBV- fána. kurnesingar sigruðu Hött 3:1, Fram 3:1, Fylki 9:2 og ioks Þór 3:0 á Akureyri á leiðinni í úrslitaleikinn að þessu sinni. Keppni í deild- inni skiptir ekki máli þegar komið er í bik- arúrslit en síðustu sex ár hefur sigurlið- ið verið ofar í deild- inni. Rúmlega fjög- ur þúsund og níu hundruð manns greiddu að- gangseyri að úrslita- leiknum á sunnu- dag; nákvæmlega 4.907. Ils voru áhorfendur um 5.600 í Laugardal á sunnu- dag. Boðsgestir voru nefnilega um 300 og aðrir frímiðahafar um 400. Næsta víta- spyrna í bikarúr- slitaleik, á undan þeirra er Gylfi Orra- son dæmdi á 49. mín. á sunnudag, var í úrslitaleiknum 1981. Enska stúlka, Marie, sem býr á Akra- nesi í sumar, skemmti sér Vtel og dansaði Macarena lengi og af innlifun efst í stúkunni. igurleikir Skaga- manna í bik- arúrslitum hafa allir endað 2:1, nema sá fyrsti er Pétur Pét- ursson skoraði og þeir unnu Val 1:0. Mikil gleði MIKILL fjöldi fólks safnaðist saman á Akratorgi um kvöld- matarleytið á sunnudags- kvöldið þegar nýkrýndir bik- armeistarar komu þangað með bikarinn glæsilega. Liðið fór með Akraborginni frá Reykja- vík klukkan hálf sjö og var stemmningin ósvikin um borð, að sögn viðstaddra, því stuðn- ingsmenn fjölmenntu einnig og voru raddbönd þanin til hins ýtrasta; þekktir Skaga- slagarar hljómuðu alla leið. A Akratorgi var svo hefð- bundin móttökuathöfn, þar sem ræður voru haldnar og bikarmeistararnir voru hylltir eins og I fyrra skipti sem lið ÍA hefur sigrað í keppninni. Nú voru það loðhúfur SKAGAMENN vöktu mikla athygli eftir síðasta leikinn á Islandsmótinu i fyrra, gegn ÍBV, er þeir drógu upp sér- kennilega skoskar húfur. Þær voru köflóttar og rautt, sítt hár fylgdi með. Þá voru þeir nýkomnir frá Skotlandi eftir Evrópuleik við Raith Rovers. Eftir bikarleikinn á sunnudag drógu þeir úr pússi sínu for- láta rússneskar loðhúfur og settu upp í sólinni í Laugar- dal. Þeir Iéku sem kunnugt er í Moskvu í síðustu viku. Verðum að halda meðÍA „EFTIR að við lentum 2:0 und- ir hrukkum við loks í gír en stressið var aUt of mikið hjá okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn. „Við náðum að slaka á eftir að lenda tveim- ur mörkum undir og þá byij- uðum við að spila eins og við eigum að okkur. Vítaspyman sem við fengum í lokin var ekkert annað en gjöf, eins og þeir fengu í fyrsta markinu. Hann var að réttlæta einhverja vitleysu með því að dæma víta- spymuna í lokin.“ Hlynur sagði leikinn mikla og mikilvæga reynslu fyrir Eyjaliðið. „Þetta er gríðarleg reynsla fyrir þessa stráka og hún mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni og ég vona svo sannarlega að þeir eigi eftir að lenda í þessari aðstöðu aft- ur, að leika bikarúrslitaleik. Það er mjög gaman að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin er stórkostleg og það er auð- vitað draumur hvers knatt- spyraumanns á Islandi að komast í þennan leik,“ sagði Hlynur og bætti því við að nú yrðu Eyjamenn að halda með Skagamönnum það sem eftir væri af Islandsmótinu, því ef í A verður Islandsmeistari kemst ÍBV í Evrópukeppni bikarhafa. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Gulir og glaðir! SKAGAMENN fögnuðu innilega eftir að sigurinn var í höfn. A myndinni hér að neðan hefur Ólafur Þórðarson tekið við Mjólkurbikarnum og Bjarni fé- lagi hans Guðjónsson baðar fyrir- liðanna í mjólk. Ekki verður bet- ur séð en Eggert Magnússon, formaður KSI, og Friðrik Soph- usson, fjármálaráðherra, sem afhenti bikarinn, eigi fótum fjör aðlauna. Lengst til vinstri lætur Olafur Þórðarson þrumuskot ríða og skömmu síðar var knött- urinn kominn í netið aftan við Friðrik Friðriksson, og hér til hliðar eigast þeir við, Hermann Hreiðarsson, besti maður ÍBV, og Bjarni Guðjónsson. Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, ósátturvið ákvörðun Gylfa Orrasonar Vona dómarans vegna að þetta hafi verið víti Atli Eðvaldsson, þjálfari Eyjamanna, var þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna eftir leikinn en hann var hins vegar ekki ánægður með dómarann. „Ég vona bara dómarans vegna að þetta hafi verið vítaspyrna. Ef þetta var ekki vítaspyrna hefur hann mikið á samviskunni. Það hlýtur að vera agalegt fyrir dómara í svona leik að dæma víta- spyrnu sem er ekki vítaspyrna," sagði Atli um atvikið fljótlega í seinni hálfleik er Gylfi Orrason dæmdi vítaspyrnu á Frið- rik Sæbjörnsson sem hann taldi hafa ýtt á bak Haraldar Ingólfssonar með þeim afleiðingum að hann féll í teignum. Ekkiívafa „Ég var ekki í nokkrum vafa,“ sagði Gylfi aðspurður um umræddan vítaspyrnu- dóm. Nokkrar sekúndur liðu frá því atvik- ið átti sér stað og þar til hann benti á vítapunktinn, en um það sagði Gylfi: „Ég var bara að bíða eftir staðfestingu frá Agli Má [aðstoðardómara á hliðarlínunni] um að brotið hefði átt sér stað innan víta- teigs." „Strákarnir reyndu sitt besta og gerðu allt sem þeir gátu. Við áttum tvö færi í fyrri hálfleik og síðan kemur þessi víta- spyrna eins og kollsteypa og strákarnir gátu ekkert gert við þessu. Það var mikið áfall að fá tvö mörk á sig með svo stuttu millibili en strákarnir sem komu inn á hjá mér spiluðu vel. Við fengum ekkert gefíns og ég vona að Skagamenn hafí ekki held- ur fengið neitt gefíns,“ sagði Atli. Sanngjamt, en umdeildur dómur skipti sköpum Akumesingar urðu bikarmeistarar með því að leg-gja Vestmannaeyin^a að velli, 2:1, og var sig- ur þeirra sanngjarn. Skapti Hallgrímsson var ánægður með veðrið og stemmninguna á Laugar- dalsvelli á sunnudaginn, en varð hins vegar fyrir afar miklum vonbrigðum með leikinn. Sigur Akurnesinga var verð- skuldaður, um það held ég enginn efist, og fögnuðurinn í lokin var ósvikinn, innan vallar sem utan. En að öðru leyti var ekki mikill glæsibragur á frammistöðu bikar- meistaranna frekar en Eyjamanna. Samkvæmt gamalli tuggu verður ekki spurt að því þegar frá líður hvernig leikurinn hafi verið heldur hvort liðið hampaði bikarnum og það er hverju orði sannara. í leik sem þessum er sigur það eina sem skiptir máli. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lélegur. Hreinlega eitthvað það allra slakasta sem sá er hér skrifar hefur séð lengi á knattspyrnuvelli. Liðsmenn beggja fylkinga voru svo hræddir við að gera mistök að nán- ast var ekki boðið upp á neitt af viti í heilar 45 mínútur. Mikið var hróp- að, hlaupið og sparkað en hugsun leikmanna var ekki í neinu sam- ræmi við öll hlaupin og spörkin. Mjög lítið sást af skynsamlegu spili því óttinn við sjálfan sig, óttinn við að gera mistök, var svo yfirþyrm- andi. Skiljanlegt er að lið í bikarúrslit- um vilji leika varfærnislega, en öllu má nú ofgera. Fljótlega var ljóst að það sem vantaði var að annað hvort liðið bryti ísinn; mark hefði örugglega hleypt lífi í leikinn en því miður tókst hvorugu liði að finna leiðina í net andstæðingsins - reyndar er varla hægt að segja að þau hafi fundið leiðina að vítateig móthetj- ans fram að hléi! Tryggvi Guðmundsson átti gott skot að marki ÍA snemma leiks frá vítateigshorni, en framhjá fjær- stöng og á 18. mín. skaut Hlynur Stefánsson utan vítateis, knötturinn fór í samheija og breytti um stefnu en Þórður varði engu að síður auð- veldlega. Fyrsta almennilega skotið á mark kom hins vegar á 35. mín. Bjarni Guðjónsson þrumaði þá frá vítateig en Friðrik markvörður ÍBV varði glæsilega. Ekki voru liðnar nema tæpar fimm mín. af síðari hálfleik þegar Gylfi Orrason dómari færði Ákur- nesingum vítaspyrnu á silfurfati. Haraldur Ingólfsson skoraði úr henni og aðeins um þremur mín. síðar kom Ólafur Þórðarson knett- inum einnig í markið hjá Friðrik Friðrikssyni - með glæsilegu bylm- ingsskoti af 25 metra færi - og þar með voru úrslitin ráðin. Þegar þarna var komið sögu fóru Akur- nesingar loksins að leika afslappað, létu knöttinn ganga milli manna og voru eins og þeir eiga að sér. Eyjamenn neituðu auðvitað að gef- ast upp og minnkuðu muninn á lokasekúndunum úr vítaspyrnu, en áttu aldrei raunhæfa möguleika á að brúa það bil sem orðið var á lið- unum eftir mörkin tvö. Lítið hafði gerst af viti áður en Haraldur Ingólfsson gerði fyrsta mark leiksins og Skagamenn voru heppnir að skora á svo mikilvægu augnabliki. Vítaspyrnudómur Gylfa var afar vafasamur, svo ekki sé meira sagt, og reiði Eyjamanna vel skiljanleg. Gylfi taldi Friðrik Sæ- björnsson hafa ýtt aftan á Harald Ingólfsson yst í vítateignum en góðan vilja hlýtur að hafa þurft til að komast að þeirri niðurstöðu. Vestmannaeyingar höfðu verið skömminni skárri í fyrri hálfleikn- um og því var þeim mikið andlegt áfall að fá vítið á sig strax eftir leikhlé. Að ekki sé talað um svo umdeildan dóm. Og svo virtist sem þeir væru ekki enn búnir að jafna sig er Ólafur Þórðarson gerði seinna mark ÍA svo skömmu síðar. Það verður hins vegar ekki af Ólafi tek- ið að markið var frábært. Sigur Skagamanna var sann- gjarn sem fyrr segir. Eftir lélegan fyrri hálfleik voru þeir nær því að sýna hvað í þeim býr í þeim seinni og fengu þá tvö góð færi en Frið- rik varði glæsilega í bæði skiptin; fyrst frá Ólafí Þórðarsyni sem komst einn í gegn og síðan skalla frá Alexander. Eyjamönnum var greinilega ekki ætlað að sigra í bikarkeppninni í ár. Hér eru tvær ástæður: 1. Fyrri vítaspyrnudómurinn. 2. Heppnin var aldrei með þeim. Besta dæmið var er Þórður náði að vera á ótrúlegan hátt - stórglæsilega - eftir aukaspyrnu Sumarliða seint í leiknum; fyrst með fæti og síðan að slá knöttinn í þverslá. Hvorugt lið náði að sýna spari- hliðarnar á sunnudag. Ólafur Þórð- arson var besti maður vallarins, það var kraftur í karli eins og venjulega og mark hans var hápunktur leiks- ins. Þórður lék vel í markinu, Alex- ander átti góða kafla og framheij- arnir, Stefán og Bjarni, voru dug- legir og léku vel fyrir liðið. Þeir voru hins vegar í strangri gæslu og náði ekki að ógna mikið. Her- mann Hreiðarsson var bestur Eyja- manna og Friðrik lék vel, þó hann nagi sig eflaust í handarbökin vegna marks Ólafs. Svo virtist sem hann næði að veija, en skotið var einfaldlega of fast. .tmWntífi í Jw/ML h&álmJr M’ / iTifi HMi W ■ • 'éá - A, ; ér^Wlíj’/ÆBi |1Í ' iAmF 1«#fcRúmar þijár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar óvænt var ■ ■#dæmd vítaspyrna. Knötturinn var sendur inn á vítateig, Haraldur Ingólfsson og Friðrik Sæbjömsson voru í kapphlaupi yst í teignum, Skagamaður- inn féll og Gylfi dómari Orrason blés í flautu sínu. Orskurður hans var víta- spyma, sem nefndur Haraldur Ingólfsson tók sjálfur og skoraði örugglega. Friðrik henti sér niður til hægri en Haraldur skaut neðst í hitt hornið. 2*#%Aðeins Jiðu um þijár mínútur þar til Friðrik markvörður þurfti að ■ %/hirða knöttinn aftur úr netinu hjá sér. Og það mark var glæsiiegt. Hlynur Stefánsson missti boltann á miðjum vallarhelmingi ÍBV, Ólafur Þórðar- son fékk hann, lék nokkra metra áfram og hleypti síðan af með hægri fæti þegar um 25 metrar voru að marki. Svo virtist sem Friðrik ætti möguleika á að veija, því boltinn fór ekki utarlega í markið, en skotið var gífurlega fast og söng i netinu áður en Friðrik komst í veg fyrir boltann. ta afl Sumarliði sendi knöttinn inn á vítateig Akurnesinga frá hægri kanti ■ I er skammt var til leiksloka, Ingi Sigurðsson kom eins og elding, náði boltanum og átti í höggi við Kára Stein Reynisson. Aftur blés Gylfí i flautu sína, úrskurðaði að Kári Steinn hefði hrint á bak Inga og dæmdi víti. Tryggvi Guðmundsson skoraði af öryggi úr vitaspyrnunni, skaut með vinstri fæti efst í vinstra hornið, en Þórður skutlaði sér í rangt horn. Morgunblaðið/Halldór Hitli ágætlega Þrumufleygur Ólafs Þórðarsonar kom ÍA í þægilega stöðu Eg hitti boltann ágætlega. Það var bara bölvaður klaufaskapur að gera ekki fleiri mörk,“ sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA og besti mað- ur liðsins á sunnudaginn, kampakát- ur eftir sigurinn. „Það er alltaf jafn- gaman að vera í bikarúrslitum, og auðvitað er sérstaklega gaman að vinna,“ bætti hann við. Aðspurður um vítaspymuna um- deildu, sem Skagamenn fengu, sagði Ólafur: „Ég held að það megi horfa á báðar vítaspyrnunar og segja það sama um þær. Við gerðum eitt mark að auki þannig að það má þurrka þær út.“ Ólafur sagði fyrri hálfleik- inn rólegan, liðin hefðu verið að þreifa hvort á öðru. „í seinni hálf- leiknum komumst við snemma í 2:0 og eftir það var þetta nokkuð ör- uggt. Þeir sóttu talsvert undir lokin, en voru ekki að skapa sér nein telj- andi færi þannig að manni leið bara vel.“ Ertu þreyttari núna en eftir fyrsta bikarúrslitaleikinn þinn? „Já, ég hugsa það nú, enda eru komin ein þrettán ár síðan. Ég lék minn fyrsta bikarúrslitaleik 1983,“ sagði Ölafur. Steinar fagnaði sjötta sigrinum STEINAR Adolfsson varð bikar- meistari í sjötta sinn á sunnudag- inn. „Ég var varamaður hjá Val 1988, síðan lék ég til úrslita með Val 1990, 1991 og 1992 þegar við unnum og svo með KR 1995 og núna loks með Skagamönnum. Þetta er alltaf jafngaman. Bik- arúrslitaleikur er stærsti leikur ársins og ég hef verið svo heppinn að vera alltaf í sigurliði í úrslita- leik þannig að ég þekki ekkert annað. Ég er mjög þakklátur fyrir það því ég veit að það eru margir sem fara í gegnum marga úrslita- leiki án þess að sigra,“ sagði Stein- ar. Hann bætti síðan við að nú væri stefnan sett á íslandsmótið, þar væru Skagamenn með tveggja stiga forystu og ætluðu sér einnig að sigra þar. AIRaf jafngaman „Mér fannst þetta vera víta- spyrna. Ég ætlaði að taka boltann á bijóstið en þá var ýtt á bakið á mér þannig að ég féll,“ sagði Skagamaðurinn Haraldur Ingólfs- son eftir að flautað hafði verið til leiksloka á sunnudaginn. Haraldur tók spyrnuna sjálfur, var það fyrir- fram ákveðið? „Nei, oftast er það nú þannig að einhver annar en sá sem brotið er á tekur spyrnuna, en ég treysti mér fyllilega til að taka vítið og það var ekkert mál,“ sagði Haraldur. Hann sagði fyrri hálfleikinn : hafa verið mjög rólegan. „Bæði lið | voru að þreyfa sig áfram og síðan þegar við komumst í 2:0 í síðari hálfleik var þetta aldrei spurning. j Við stjórnuðum leiknum eftir það og þó svo Eyjamenn hafi sótt nokkuð undir lokin var maður aldr- ei hræddur. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni að við myndum vinna 2:1. Þetta er búið að vera frábær dagur og frábær stemmning. Það er alltaf jafngam- an að vera í bikarúrslitum," sagði Haraldur. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.