Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 B 7 AKSTURSÍÞRÓTTIR m Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Lokaslagurmn GARÐAR Þór Hilmarsson náði strax forystu í úrslitum í flokki krónubíla, en helstu andstæðing- ar hans fylgdu honum fast eftir. Meistarinn varð að selja sigurbflinn GARÐAR Þór Hilmarsson á Toy- ota Celica tryggði sér íslands- meistaratitilinn í flokki krónubíla í bílkrossi um helgina. Hann vann lokamótið á lánsbíl sem vinur hans hafði lánað honum. Hann varð að selja bflinn á staðnum fyrir 150.000 krónur eins og kveður á í reglum fyrir krónubfla. Það er gert tiláð halda kostnaði í lágmarki á útgerð keppnisbfla ■ þessum flokki. að var allt í lagi, bíllinn var seld- ur undan mér. Vélin bilaði í síðasta móti í Sapporo keppnisbíl mínum og varahlutir Gunnlaugur fengust ekki í tæka Rögnvaldsson tíð. Ég bað því Her- skrífar mann Hermannsson að lána mér bíl sem hefur verið til sölu í tvö ár. Hann er vel útbúinn og var metinn á meira en hann seldist á eftir keppni, en það hefði líka kostað mig talsvert að gera upp vélina í hinum bílnum. Ég fékk líka meistaratitilinn fyrir vikið KAPPAKSTUR á góðum bíl,“ sagði Garðar Þór í samtali við Morgunblaðið. Hann hef- ur keppt bæði í bílkrossi og rall- akstri í ár og keppir í alþjóðarallinu að tveimur vikum liðnum. „Ég geri engar rósir í alþjóðrallinu, vonast til að ná þriðja sæti í flokki ódýrra keppnisbíla. Mig vantar mun meiri æfíngu í rallakstri og keppi þar á Toyota Corolla. Það þarf mikla reynslu til að ná árangri í rallinu, í bílkrpssinu hef ég lært vel á braut- ina. Ég lagaði afturfjöðrunina í kross- bílnum íyrir úrslitamótið og það átti sinn þátt í sigrinum," sagði Garðar. Garðar ók hringina fimm best á 3,57 sekúndum, en í úrslitariðlinum varð Páll Pálsson annar og Ólafur Ingi Ólafssson þriðji, en þessir kapp- ar börðust hvað mest um titilinn við Garðar. Kænska Garðars að kaupa öflugan bíl fyrir lokamótið skilaði honum hinsvegar titlinum. Guðbergur Guðbergsson vann fimmta mótið í röð í flokki rally krossbíla á Porsche. Hann ætlar einnig að keppa í alþjóðarallinu á nýsmíðuðum Porsche, en hyggst selja krossbílinn og keppir ekki á næsta ári í bílkrossi. Tvær veltur urðu í mótinu, Jón Bjöm Hjálmarsson velti harkalega á Saab og varð að hætta keppni og Óskar Birgisson endaði á hliðinni á Fiat. Margrét Árnadóttir skall harka- lega á moldarbarði eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum og tognaði í baki. Hinsvegar tafði óhapp hennar keppnina talsvert, þar sem lögreglu- menn sem mættu á svæðið í kjölfar sjúkrabíls óskuðu eftir rannsóknar- lögreglumönnum á staðinn. „Þessir ungu strákar í löggunni tóku þá ákvörðun að kalla rannsóknarlög- regluna á svæðið. Slíkt held ég að myndi ekki henda í neinni annarri íþróttakeppni, þar sem meiðsl verða. En við verðum að hlýða tilmælum lögreglu," sagði Bragi Bragason framkvæmdarstjóri LIA, en um- stangið olli furðu margra áhorfenda og keppenda, en keppnin fór fram á lokuðu keppnissvæði á sérútbúnum keppnisbílum. Schumacher aftur kominn á skrið ÞJÓÐVERJINN Michael Schum- acher vann sinn annan sigur á Ferrari á sunnudaginn. Hann kom rúmum fimm sekúndum á undan Kanadabúanum Jaques Villenueve í mark í belgíska kappakstrinum sem var liðlega 300 km að lengd. Villenuve hafn- aði í öðru sæti en Finninn Mika Hakkinen náði þriðja sæti. Villenuve náði forystu í keppninni en Schumacher fylgdi í kjölfar hans og nýtti sér síðan til fullnustu töf sem varð á keppninni vegna óhapps eins keppanda. Hollendingur- inn Jos Verstappen gjöreyðilagði keppnisbíl sinn þegar hann ók á varn- arvegg og varð að hreinsa brautina. Á meðan skaust Schumacher fyrstur manna í viðgerðarhlé eftir bensíni og skaut því öðrum keppendum ref fyrir rass þar sem þeir voru seinni til að átta sig á hlutunum. Hakkinen var um tíma í forystu eftir að kepp- endur voru ræstir af stað en Schum- acher náði fyrsta sætinu þegar Finn- inn þurfti að fara í viðgerðarhlé eft- ir bensíni. „Þetta var hrein heppni. Ég þurfti Michaei Schumacher að ná í bensín, tankurinn var nánast tómur þegar óhappið varð,“ sagði Schumacher sem vann sinn 21. sigur á ferlinum. „Um tíma hélt ég að stýr- ið væri að bila en það lagaðist eftir að ég skipti um dekk í viðgerðar- hléi. Eg var mjög ánægður með nýja sjö gíra gírkassann í Ferrari-bílnum og var ánægður að ekkert bilaði í þetta skiptið." Villenuve gat ekki nýtt sér ólán Damon Hill í kapphlaupinu um heimsmeistaratitilinn. Hill náði sér illa af stað í rásmarkinu, datt úr öðru sæti í það fjórða, þrátt fyrir að hafa æft af kappi að taka af stað. Hann er einn fárra ökumanna sem ekki notar rafeindastýrða kúplingu í stýri, vill heldur kúplingspedala. Hill endaði í fimmta sæti og tap- aði dýrmætum stigum í baráttunni við Villenuve. Nú hefur hann 13 stiga forskot á Villenuve þegar þremur mótum er ólokið. Fyrir sigur fást 10 stig, annað sætið gefur 6 stig, þriðja 4 og síðan 3,2 og eitt stig fyrir næstu sæti á eftir. Möguleikar Vil- lenuve á fyrsta titlinum hafa því aukist og Williams félagarnir tveir ætla sér báðir titil ökumanna. „Það eru vonbrigði að hafa ekki unnið og saxað meira á forskot Hills. Það urðu mistök í sambandi við við- gerðarhlé mitt og ég kom ekki inn til dekkjaskiptinga á þeim tíma sem ég vildi,“ sagði Villenuve vonsvikinn eftir keppni. AÐSENDAR GREINAR Árangurinn lét ásérstanda VEGNA greina Sigurð- ar Einarssonar, nafna míns, í Morgunblaðinu 21. og 22. ágúst sl. sem fjalla meðal annars um „ófagleg vinnubrögð framkvæmdastjórnar Óiympíunefndar ís- lands“ óska ég að eftir- farandi komi fram. 30. janúar 1995 sendi þáverandi fram- kvæmdastjóri Óí, Björgúlfur Lúðvíksson, stjórn FRÍ bréf með til- lögum viðmiðunar- nefndar Óí að lágmörk- um til þátttöku á ÓL í Atlanta 1996, með ósk um rökstudd- ar athugasemdir. Þess er einnig get- ið í bréfinu að lágmörkin frá Alþjóða- ólympíunefndinni og Alþjóðafijáls- íþróttasambandinu liggi ekki fyrir og því hugsanlegt að þau geti tekið breytingum þegar það gerist. 21. febrúar 1995 berst fram- kvæmdastjóm ÓI bréf frá fram- kvæmdastjórn FRÍ sem var í raun erindi landsliðanefndar FRÍ óbreytt, þar sem gerðar vom tillögur um hert lágmörk í 5 greinum karla og 4 grein- um kvenna. Að auki var í bréfinu mælst til þess að á alls 13 innlendum mótum á árinu 1995 mætti ná lág: mörkum þessum og að FRÍ og OÍ þyrftu að ákveða og samþykkja lista yfir slík mót fyrirfram og að eftirlits- dómari yrði á öllum mótunum. 3. apríl 1995 hélt undirritaður ásamt Ágústi Ásgeirssyni, einum nefndarmanna viðmiðunamefndar Óí, fund með landsliðsþjálfurum FRÍ og SSÍ að viðstöddum framkvæmda- stjóra Óí. Lagðar voru fram óskir þessara sambanda um mót þar sem þau vildu að leyft yrði að reyna við ólympíulágmörkin. Óskað var eftir að slíkt yrði hægt að gera frá 1. maí 1995 og þar til frestur til að skrá þátttöku á ÓL í Atlanta rynni út. Einnig var á fundinum samstaða um að setningin: „Jafnframt að nái íþróttamaður lágmarki á þessu ári (95) þurfi hann að staðfesta getu sína og æfingastig með sambærileg- um árangri 1996,“ yrði skjalfest. 18. apríl 1995 hélt viðmiðunar- nefnd ÓI fund þar sem fjallað var um lágmörk fyrir sund og fijálsar íþróttir og varð niðurstaðan sú að leggja til við framkvæmdastjórn Óí að farið yrði eftir öllum tillögum frá FRÍ og SSÍ, þar með talin breytingar- tillaga FRÍ til þrengingar á ÓL-lág- mörkunum. Á fundi stjórnar Óí 3. maí 1995 voru tillögur viðmiðunarnefndar Óí samþykktar eins og þær lágu fyrir, enda virtist sem góður friður ríkti um þær þar sem kappkostað hafði verið að hafa náið samband og sam- starf við viðkomandi sérsambönd all- an ferilinn. Var viðkomandi sérsam- böndum tilkynnt þetta bréflega. Fimm sundmenn höfðu náð B-lág- mörkum til þátttöku á ÓL upp úr áramótum 95-96. Engu að síður fór það ekki á milli mála í íþróttafrétt- um, í hugum forystumanna SSÍ og sundfólksins, að það væri ekki nægi- legt, heldur þyrfti að ná lágmörkum ÓI. Þremur sundmönnum tókst þetta í maí og júní á þessu ári. Það var öllum ljóst. Hvernig það fór svo fram hjá ein- hveijum íþróttamönnum í fijálsum- íþróttum hvernig í pottinn var búið er mér óskiljanlegt. Þegar svo Ólympíuleikarnir nálguðust og óviss- an magnaðist um hvort tilteknir fijálsíþróttamenn næðu lágmörkum á árinu 1996, þá breiddist þetta skiln- ingsleysi út og varð að lokum svæsið. Það má öllum vera ljóst sem fylgd- ust með baráttu sundfólksins við að ná lágmörkum Óí að það sama giiti vitaskuld um frjálsíþróttafólkið. í grein sinni reynir Sigurður ítrek- að að slá ryki í augu lesandans með því að margendurtaka að hann hafi margsinnis náð alþjóðlegum lág- mörkum. Hér á Sigurður við svo- nefnd B-lágmörk IOC og IAAF, 75 m í hans grein, sem eru minnstu kröfur sem gerðar eru til keppenda á Ólympíu- leikum. Aftur á móti vefst það fyrir Sigurði að skýra lesendum Morgunblaðsins frá því að aðeins einu sinni tókst honum að ná ís- lenska lágmarkinu (79,90) sem var for- senda fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Atl- anta. Þeim árangri náði hann 11 mánuðum fyrir leikana í Atlanta, og honum tókst ekki að ná því aftur. Hefði Sigurð- Sigurður Einarsson ur nug sambærilegum árangri á þessu ári þ.e. 79,90 m, þá hefði málið litið allt öðru visi út. Staðreynd málsins er að geta Sig- urðar Einarssonar er ekki sambæri- leg við það sem hún var sl. haust. Fyrir leikana voru flest köst Sigurðar á bilinu 72 til 76 metrar, aðeins tvö köst yfir 77 metra. Nú í byijun ágúst- mánaðar, eftir Ólympíuleikana í Atl- í grein sinni reynir Sig- urður ítrekað, segir Sig- urður Einarsson, að slá ryki í augu lesenda. anta, á Laugardalsvellinum, sama velli og hann kastaði yfir 80 metra í ágúst 1995, kastar hann aðeins rúmlega 72 metra. Hér má geta þess að 12. maður á Ólympíuleikunum í Atlanta kastaði 78,58 m og 11. maður 80,96 m. En hvað er þáð þá sem veldur slak- ari árangri en bæði hann og aðrir vonuðust eftir? Sigurður hefur sjálfur svör á reiðum höndum,: 1. Sigurð vantaði tækniþjálfara. (Það er ekki verksvið Ólympíunefnd- ar.) 2. Sigurður segir að Ólympíusam- hjálpin hafi bannað þeim að ferðast. Sannleikurinn er sá að Ólympíusam- hjálþin (ÓS) neitaði að greiða fleiri farseðla og uppihald utan Bandaríkj- anna vegna íþróttakeppni Sigurðar. 3. Veðuraðstæður voru hinar verstu. 4. Iþróttamótunum, sem í boði voru, var annaðhvort frestað eða aflýst. 5. Þeim, mótum sem hann á annað borð náði að keppa í, var annað hvort seinkað eða flýtt. Sigurður veitist að mér finnst ómaklega að Ólympíunefndinni og formanni hennar, Júlíusi Hafstein. Hann talar um svik, ófagleg vinnu- brögð, fáfræði svo eitthvað sé nefnt. Sennilega hafa fáir íþróttaforystu- menn stutt betur við bakið á Sigurði Einarssyni og þá sérstaklega gagn- vart Ólympíusamhjálpinni en for- maður Ólympíunefndar Islands. Það eru ófá handtökin sem liggja þar að baki. En orðbragð Sigurðar sannar vel orðatiltækið, að sjaldan launar kálfurinn ofeldið. En hvað sem orðafari, veðurfari á mótum, alþjóðlegum B-lágmörkum og öðrum einkennilegum fullyrðing- um Sigurðar líður, þá er niðurstaða ávallt sú sama, árangurinn lét á sér standa, það er kjami málsins. Það er sárt að þurfa að viðurkenna það en það verður Sigurður Einarsson að gera eins og fjölmargir aðrir íþróttamenn um allan heim. Þegar umræðan um val á þátttak- endum á Ólympíuleikana ber á góma meðal hins almenna borgara þessa hmds er það hið almenna viðhorf að Ólympíunefnd íslands hafi gert rétt í því að sýna festu í málinu. Þjóðin er iöngu orðin þreytt á sérstakri undanlátssemi við einstaka íþrótta- menn í þessum efnum. Sérstaklega þegar um er að ræða íþróttamenn sem eingöngu gera kröfur til annarra en litlar sem engar til sjálfs sín. Höfundur er formaður viðmiðunar- nefndar Ólympíunefndai• íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.