Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fltorgtttiMitMfr Misjafnt íbúðaverð VERÐ á íbúðum úti á landi er víða svipað og á höfuðborgar- svæðinu. Á Sauðárkróki er verðlagið svipað þar sem eftir- spurn hefur verið mikil. Á Ak- ureyri er verð á íbúðum í sér- býli 10 til 20% lægra en á höfuðborgarsvæðinu. / 2 ► Vandaðar hliðgrindur ÞEGAR smíða skal hliðgrind má hvort tveggja nota járn eða tré. Bjarni Olafsson gefur góð ráð í Smiðjugrein sinni og minnir á að hliðgrind verður að vanda og að hún getur verið-hin mesta prýði - ekki síst ef við- haldið er í lagi. / 24 ► Nýtt aðal- skipulag í Garðabæ NÝTT aðalskipulag fyrir Garðabæ sem gilda á árin 1995 til 2015 er nú tilbúið og verður lagt fyrir næsta bæjarsijórnarfund. Verður það síðan auglýst og að fengnum athugasemdum lagt fyrir skipulagsstjórn rfldsins og leitað staðfestingar um- hverfisráðherra. Arkitektarnir Pálmar Óla- son og Einar Ingimarsson unnu skipulagið fyrir bæinn og tók verkið tvö ár. Á gildistíma skipulagsins er ráðgert að byggja upp ný íbúðahverfi, m.a. á Hraunsholti og Garða- holti á Álftanesi sem er innan bæjarmarkanna. Einnig er gert ráð fyrir ýmsum mögu- leikum fyrir atvinnustarfsemi og nýtt atriði í skipulaginu er umhverfisskipulag sem lands- lagsarkitektarnir Reynir Vil- hjálmsson og Þráinn Hauksson hafa unnið. Tvær stofnbrautir liggja um Garðabæ og nánast skera bæinn í sundur og má segja að það sé bæði kostur og galli: Kosturinn er sá að auð- velt og fljótlegt er að ferðast frá bænum til allra átta á höf- uðborgarsvæðinu. Gallinn er að byggja verður margs konar umferðarmannvirki, mislæg gatnamót og slíkt til að bæjar- búar geti farið um bæinn án þess að vera í stöðgri hættu vegna þungrar umferðar. Ibúafjöldi Garðabæjar er nú kringum 7.800. Fullbyggður á Garðabær að geta hýst um 17 þúsund íbúa. / 16 ► Minnkandi bygg- ingaframkvæmd- ir í Garðabæ MILLI 49 og 101 íbúð hefur verið fullgerð árlega í Garðabæ síðustu þrjá áratugina en mjög er misjafnt frá einu ári til annars hversu marg- ar íbúðir eru fullgerðar. Sé litið á fimm ára tímabil voru flestar íbúðir að meðaltali árlega fullgerðar á ár- unum 1980 til 1984 eða 101, en fæst- ar á árabilinu 1965 til 1969 eða 49. Árin 1970 til 1974 voru 54 íbúðir full- gerðar að meðaltali á ári, 63 árin 1975 til 1979, 62 árin 1985 til 1989 og 64 á síðustu fimm árum. Alls voru rúmlega 2.300 íbúðir í Garðabæ í lok síðasta árs og voru þá 47 íbúðarhús í byggingu með samtals 74 íbúðum. Af öðrum húsum í bygg- ingu má nefna skrifstofuhús, iðnað- arhús, bílageymslur, við byggingar og fleira. Aðeins var hafin smíði á 7 íbúðum á síðasta ári. Fullgerð voru 32 íbúðarhús með 38 íbúðum. Fram til ársins 1975 voru nær eingöngu byggð einbýlishús og raðhús en eft- ir það hafa einnig verið byggð fjöl- býlishús. Sé litið á einstök ár allt frá 1979 kemur í ljós að hafin var framkvæmd við flestar íbúðir árið 1983 eða 110 en fæstar í fyrra eða 7 eins og áður seg- ir og þær verða álíka fáar í ár. Yfir 80 íbúðir voru í smíðum árin 1980 og 1991 og rétt tæpar 80 árin 1985 og 1987 en á áttunda áratugnum er fjöldi íbúða í smíðum mjög rokkandi, allt frá 40 og uppí yfir 100. Fjöldi íbúa í hverri nýrri íbúð hef- ur farið minnkandi á síðustu árum. Þannig voru 5,07 íbúar á hverja nýja íbúð á sjöunda áratugnum, 3,04 á þeim áttunda og 2,86 á síðasta ára- tug. Síðustu fimm árin hefur þessi tala enn lækkað og eru þá 2,58 íbúar á hverja nýja íbúð. Ibúðabyggingar í Garðabæ 1979-1995 Fjöidi íbúða sem byrjað var að byggja 100 80 60 40 20 0 1980 1990 1995 Heimild: Byggingafulltrúi, Gardabæ Þaðborgarsig að gcra verðsanianburð! Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Skandia keppist við að bjóða alltaf besta kaupgengið og staðgreiðir húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Skandia veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. Skandia FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA H F LAUGAVEQI 170 5 AO 50 B O FAX 5AO 50 B 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.