Morgunblaðið - 27.08.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 27.08.1996, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þrjár lóðir í Garðabæ fá viðurkenningu ÞRJÁR lóðir við íbúðarhús í Garðabæ fengu á dögunum viður- kenningu umhverfismálanefndar bæjarins fyrir snyrtilegt umhverfí. Eru það lóðir við Fögruhæð 5, Garðaflöt 17 og Tjaldanes 9. Þá fengu tvö fyrirtæki viðurkenningu, þ.e. Olís fyrir smekklega og vel hirta lóð og Pharmaco fyrir skjótan frágang eftir stækkun húsnæðis og Kirkjutorg varð fyrir valinu í flokknum opið svæði eða gata. Eigendur Fögruhæðar 5 eru þau Auður Hallgrímsdóttir og Óðinn Gunnarsson og fá þau viðurkenn- ingu fyrir sérlega skemmtilegan garð þar sem upprunalegt umhverfi hefur fengið að halda sér, mói með holtagijóti og tilheyrandi gróðri. -Við ákváðum að láta holtið halda sér sem mest og hér eru upprunar- legar tjarnir og mosi en við höfum síðan plantað trjám og sótt meiri mosa en teljum þó margt enn ógert og ég var í raun mjög hissa þegar okkur var tilkynnt um þessa viður- kenningu, sagði Auður Hallgríms- dóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Lóðin er um 1.500 fermetrar að stærð og húsið tæpir 150 fermetrar að grunnfieti. Sagði Auður að þeir sem hefðu valið sér svo stórar lóðir eins og þau yrðu að veija talsverðum tíma til að sinna þeim og þar sem þau væru í fyrir- tækjarekstri væri garðvinnan afs- löppun þeirra hjóna. -Hér í hverfinu hafa menn verið fljótir að ljúka görðunum, jafnvel áður en gólfefni eða loftklæðningar eru komnar enda hefur bærinn farið á undan með góðu fordæmi og lokið öllum frágangLÓÐIN við Fögruhæð 5 hefur verið látin halda séri hér í kring. Eigendur Garðaflatar 17 eru þau VIÐ Garðaflöt 17 er snyrtileg lóð með þessu sérkenni, keilulaga gljávíði. EIGENDUR Tjaldaness 9 fá viðurkenningu fyrir fallegan garð. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg LÓÐIN við Fögruhæð 5 fær viðurkenningu sem sérlega skemmti- legur garður þar sem upprunalegt umhverfi hefur haldið sér. Svipað verð á blokkaríbúðum á Akureyri og f Reykjavík ALLTAF er eitthvað um að eignir úti á landi komi í sölu hjá fasteigna- sölum í Reykjavík. Hjá Valhöll er til dæmis nýkomið í sölu hús á Höfn í Hornafirði, annað er til sölu í Ólafsvík og svo mætti lengi telja. Bárður Tryggvason hjá Valhöll sagði í samtali við Fasteignablað Morgunblaðsins að markaðurinn úti á landi hefði að undanförnu verið frekar hægur ef svo má að orði komast og mismunandi eftir stöð- um. „Markaðsverð á eignum t.d. á Sauðárkróki veit ég að hefur verið frekar hátt, vegna þess að þar er mikil eftirspum. Á Akureyri eru íbúðir í fjölbýlum á svipuðu verði og sambærilegar íbúðir í blokkum í Reykjavík. Eignir I einbýli eru þar hins vegar eitthvað lægra verðlagð- ar, kannski 10 til 20% lægri í verði. Mikið framboð eigna er á Akureyri núna. Ef um er að ræða blokkaríbúðir í minni bæjarfélögum er yfirleitt um að ræða félagslegar íbúðir. Hróplegt ósamræmi er á milli verðs íbúða í félagslega kerfinu og íbúða sem seldar eru á fijálsum markaði. Til dæmis má nefna íbúð á Hellis- sandi, þriggja herbergja raðhús, tæplega hundrað fermetra, svona eign er verðlögð í kringum ellefu milljónir króna, en ef eignin væri á fijálsum markaði væri hún kannski einhvers staðar í kringum 5 milljón- ir. Þetta stafar af því íbúðarverð hefur staðið í stað eða lækkað á fijálsum markaði en er miðað við byggingarvísitölu í félagslega kerf- inu. Svona er þetta víða um land þar sem ég þekki til.“ Framboð meira en eftirspurn „Ég held að framboðið sé mun meira en eftirspurn í flestum bæjar- félögum og þess vegna hefur fólk leitað til okkar hér á höfuðborgar- svæðinu með að selja þessar eignir af því að því hefur ekki fundist því vera sinnt á sínum heimaslóðum. Okkur hefur gengið heldur treglega að selja þessar eignir, en þó betur í nágrannabyggðarlögum, t.d. Hveragerði. Markaðurinn hér á höf- Raðhús á verði blokkaríbúðar TIL sölu eru hjá fasteignasölunni Hraunhamri húseignir að Vesturtúni 1, 2 og 14 á Álftanesi. Þetta eru eitt 140 fermetra endaraðhús á einni hæð sem er tilbúið til afhendingar nú þégar, þriggja herbergja miðju- raðhús og 103 fermetra endaraðhús. „Hús þessi afhendast öll tilbúin undir tréverk eða lengra komin að innan, allt eftir samkomulagi, að utan eru þau fullbúin og máluð,“ sagði Hilmar Bryde hjá Hraun- hamri. „Húsin eru teiknuð af Sig- urði Þorvarðarsyni. Þarna getur fólk keypt sérbýli á verði blokkar- íbúðar í Reykjavík. Það er auk þess sérstakt við þessar eignir að lóð er algerlega tilbúin og gangstígar hellulagðir. Bílastæði eru malbikuð. Útsýni er frá þessum húsum til sjáv- ar, mjög fagurt. Verð húsanna er frá 7,4 milljónir króna upp í 9,3, millj. kr. eftir stærð. Minnsta húsið er 89 fermetrar en það stærsta 140 fermetrar. Byggingaraðili er Eð- varð Hallgrímsson." Hulda Ingvarsdóttir og Rögnvaldur Finnbogason. Fá þau viðurkenn- • ingu fyrir mjög snyrtilega lóð og sérkenni garðsins sem er frumleg formklipping á gljávíði í keilu, grá- víði og brekkuvíði sem klifplöntu. Þá fá eigendur Tjaldaness 9, Anna Lísa Magnúsdóttir og Krist- ján G. Tryggvason viðurkenningu fyrir snyrtilegan garð sem nýlega hefur verið lokið við. Er bæði að- koma frá götu og baklóðin sem dvalarstaður sérstaklega smekkleg. uðborgarsvæðinu er núna mjög líf- legur og mikið af fólki er að leita að íbúðum af ákveðnu tagi, t.d. tveggja og þriggja herbergja íbúð- um. Unga fólkið er einkum að leita fyrir sér. Þetta stafar af m.a. 70 prósent lánahlutfalli til fyrstu kaupa og líka kemur til aukin bjart- sýni í þjóðfélaginu. Afkoma fyrir- tækja er betri en verið hefur og það kemur strax til góða í sölumálum. Verðlag er hins vegar svipað og það hefur verið. Mikil eftirspurn er eftir einbýlishúsum á verðinu 10 til 15 millj. kr.“ RAÐHÚS þessi við Vesturtún á Álftanesi eru til sölu hjá Hraunhamri. Fasteigna- sölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson Almenna fasteignas. Ás Ásbyrgi Berg Bifröst Borgareign Borgir Brynjólfur Jónsson Eignamiðlun Eignasalan Fasteignamarkaður Fasteignas. Reykjavíkur Fjárfesting Fold Framtíðin Frón Gimli Hátún Hóll Hraunhamar Húsakaup Húsvangur Kjöreign bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. 13 10 26 17 24 12 28 4 bis. 14-15 Laufás Óðal Skeifan Stakfell Valhús Valhöll Þingholt bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls. bls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.