Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt aðalskipulag í Garðabæ Á NÆSTU vikum verður nýtt aðalskipulag fyrir Garðabæ árin 1995 til 2015 kynnt og leitað athugasemda. í framhaldi af þvi verður óskað samþykkis skipulagsstjórnar ríkisins og staðfestingar umhverfisráðherra. Fjögur ný íbúðasvæði og margir möguleikar fyrir atvinnurekstur NÝTT aðalskipulag fyrir Garðabæ fyrir árin 1995 til 2015 er nú til- búið og verður lagt fyrir næsta bæjarstjórnarfund að auglýsa eftir athugasemdum við það eins og lög- boðið er. Arkitektarnir Pálmar Óla- son og Einar Ingimarsson unnu skipulagið fyrir bæinn og tók sú vinna tvö ár. í skipulaginu er mörk- uð stefna bæjarins um þróun byggðar næstu 20 árin og útfæra skipulagshöfundar hana með tillög- um sínum um landnotkun og upp- byggingu hvers svæðis um sig, þjónustu og samgöngur. Þá er um leið unnið sérstakt umhverfisskipu- lag sem þeir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson landslagsarki- tektar hafa annast. Garðabær teyg- ir sig yfir svæði allt frá_ Skógtjörn og Lambhúsatjörn á Álftanesi í vestri og til austurs og suðausturs langt inn í Heiðmörk og Reykjanes- fólkvang og afmarkast síðan í byggð í aðalatriðum af Arnarnes- hálsi í norðri og Engidal í suðri. Eiríkur Bjarnason bæjarverk- fræðingur og arkitektarnir Pálmar Ólason og Einar Ingimarsson greindu frá helstu þáttum í aðal- skipulaginu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Einnig er stuðst við viðamikla greinargerð skipu- lagsins þar sem meðal annars koma fram forsendur, stefna og markmið og lýsing einstakra svæða. Skipu- lagið er endurskoðun á gildandi skipulagi sem tekur til áranna 1985 til 2005 en það er fyrsta skipulagið sem staðfest hefur verið í bænum. Þó að unnið hafí verið eftir eldri skipulagstillögum voru þær ekki staðfestar. Frá því núgildandi skipulag var unnið hefur Garðabær keypt land af ríkinu á Álftanesi en í nýju aðalskipulagi Garðabæjar sem brátt verður kynnt er gert ráð fyrir fjórum nýjum íbúðahverfum. Jóhannes Tómasson kynnti sér skipulagið en bærinn hefur samtals um fjögur þúsund hektara til umráða og af þeim er byggð á aðeins 700 hekturum. áður höfðu farið fram lagfæringar er einnig að til að áætlanir um og breytingar á bæjarmörkum bæði uppbyggingu nái fram að ganga við Kópavog og Hafnarfjörð. Ljóst þarf að tryggja ráðstöfunarrétt yfir landsvæðum og lóðum með samn- ingum, forkaupsrétti eða beita eign- arnámi. En hver eru helstu mark- mið aðalskipulagsins nú? -Þau eru helst að skilgreina land- notkun í öllu bæjarlandinu, ákveða þéttleika íbúðabyggðar, finna hvernig helstu umferðaræðar, stofn- og tengibrautir eiga að liggja og síðan er fjöldi smærri atriða sem þarf að ákveða svo sem stærðir og nýtingahlutfall lóða, möguleika fyr- ir almenningsvagna, leik- og úti- vistarsvæði og yfírleitt hvaða þjón- usta þarf að vera á hverju svæði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að leysa ýmis vandamál byggðar- —f^%.....rw " Í, lí* ¦¦ ¦- f m ¦¦ *•*¦ ;~- ¦ '~. ~.. • •'-. ?£$pZ5£~£2, - ¦ —« - "~f • . 4.' * '" - ii-T-^ ''"""""rán '"t^'ti- ""'*' f--- —--r. ~ . • ~V.-£~ iA' -¦ "fTjF* "'.1 "•" ¦^¦•••¦*_^ps* "'¦'¦¦ 'J, "-*' "*l ¦~3**ií*«"^»M " -'', |r ~Sr9t\ T. -', ~'~~ ~~~ZcM~nrL' ¦-—~p, -y -,-jtw,. y' L ¦ "SSSt. *2Sa," > "331, "~~sl \ m, m '" •WlWhii* ¦ »m P* ^tt^HtfOfí '' ~~^\ 1 "'A" jbr ' fy¦'&¦ W *r~t>-'~m (,¦•-¦ . -¦ '¦*» .. - : w ¦*—**!¦¦ WJBU'', *» *'¦ "Ett-r*" - j. ' p4BL~~ 4mi Iy"<*ÍÍR|>~Jjj~~ " '"** - - ~r*-<';. . ¦ ¦ "" i," - ¦ m 9- , : ¦» W* Mr ¦¦& ¦•tí^ ¦. H \:t - - VkÓSfc**-* "& i ¦•- ' '¦*' • ' .- -f«* Aðalskipulag Garðabæjar 1995 - 2015 ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦iíiii:: ¦ Landnotkun ¦ Stærð lands - land Girösbcjiir 400O ha (40 km:) - byggö svsði verða um 700 ha eða 18% - óbyggö svcði verða um 3300 ha eða 82% ¦ fbúarjöldi i-m 7.wi • 2003 «00 - 3013 I0JO0 innar beggja vegna Hafnarfjarðar- vegar, frá Vífilsstaðavegi að Engi- dal. Umferðin Þeir félagar segja að mikilvægt hjálpargagn við allt umferðarskipu- lag sé reiknilíkan af umferð á höf- uðborgarsvæðinu en með því megi finna út helstu þarfir á komandi árum varðandi legu stofnbrauta og afkastagetu. Þegar Garðabær verð- ur fullbyggður er áætlað að um 80 þúsund bílar fari gegnum bæinn á degi hverjum, 40-50 þúsund bílar um Hafnarfjarðarveg og 30-40 þús- und um Reykjanesbraut. -Nauðsynlegt er við alla upp- byggingu að tengja vel saman hverfin sem skerast vegna þessara tveggja stofnbrauta en Iega þeirra er einnig kostur því að byggð ligg- ur mjög vel við samgöngum til allra átta. En vandinn er hinn" mikli umferðarþungi og því er gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarvegur verði 4 til 6 akreinar, að mislæg gatnamót verði gerð við Vífilsstaðaveg og Engidal, vegurinn lækkaður gegn- um Hraunsholt og yfir hann þar verði lögð brú og svipaða sögu er að segja um Reykjanesbraut. Hún verði fjórar akreinar og gatnamót við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Álftanesveg verði mislæg. Þá er gert ráð fyrir að Álftanesvegur verði færður nokkuð til norðurs, spölkorn út í Garðahraun og að mislæg gatnamót komi á gatnamót hans við Reykjanesbraut, Hafnar- fjarðarveg og Vífilsstaðaveg í Garðahrauni. Helstu tengibrautina segja þeir vera Vífilsstaðaveg sem lengist að Garðaholti og verði umferðarás byggðarinnar milli Vífilsstaða og Garðaholts. Meðal safngatna eru Ásgarður sem fer um göng undir Vífilsstaðaveg og lengist til suðurs að Hraunsholti og á brú yfir Hafn- arfjarðarveg, svo og Vetrarbraut sem tengir byggðina í Hnoðraholti við Vífilsstaðaveg og Arnarnesveg. Framkvæmdir á stofnbrautunum og öðrum þjóðvegum eru háðar framlögum vegagerðarinnar sem kostar gerð þjóðvega í þéttbýli og segir Eiríkur Bjarnason að reikna megi með fyrstu mislægu gatna- mótunum á Reykjanesbraut um næstu aldamót og síðan taki hver gatnamótin við af öðrum út skipu- lagstímann. Mörg ný íbúðahverfi Land Garðabæjar er fjögur þús- und hektarar og verða byggð svæði á um 700 hekturum en óbyggð svæði um 3.300 hektarar. í dag eru íbúar í bænum rúmlega 7.800. Eft- ir 10 ár er gert ráð fyrir um 9.300 íbúum og 10.300 í lok skipulags- tímans. Miðað er við að í bænum fullbyggðum verði um 17.000 íbúar en ekki er gert ráð fyrir að það verði fyrr en eftir árið 2050. í nú- verandi byggðakjarna er gert ráð fyrir um 9 þúsund íbúum, um 4.500 á Garðaholti og 3.500 austan Reykjanesbrautar. Ný íbúðahverfi eru Hraunsholt, Garðaholt, Arnarnesháls, Urriða- holt, hluti Setbergslands, Svínholt og sá hluti Hnoðraholts sem ekki hefur þegar byggst. Þessi svæði eru misjafnlega á vegi stödd. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um hvar næst verður byggt, samningar hafa ekki enn tekist við eigendur lands á Arnarneshálsi, stofnað hefur ver- ið til samkeppni um deiliskipulag á Hraunsholti vestan Hafnarfjarðar- vegar, í norðurhluta Hnoðraholts er samþykkt deiliskipulag og ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í að skipuleggja í Garða- holti. Þá eru nokkrar lóðir óbyggðar í einstaka eldri hverfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.