Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST1996 BLAÐ „Við eigum erfítt með að skilja afstöðu Islendinga“ ,,EG VONA að Sjávarútvegsráðherra Noregs Si|diafaþað er sendir Islendinffum tóninn erflt; . fyrir 0 norska sjomenn og útgerðarmenn að sætta sig við óheftar veiðar íslenzkra skipa í Smugunni," segir Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í samtali við Verið. Hann segir það einnig erfitt að skilja afstöðu íslendinga, sem fari ekki að veiði- stjóm á Flæmska hattinum einir þjóða, grafi undan ábyrgri veiðistjórn í Barents- hafi, en kreíjist þess af öðrum þjóðum, að þær fari að veiðistjórn á Reykjanes- hrygg. „íslendingum .ber skylda til að standa að ábyrgri fiskveiðistjórnun í Bar- entshafi,“ segir Olsen. „Það hafa engar formlegar viðræður um Smugudeiluna átt sér stað síðan í vor og engir fundir eru ákveðnir. Við vorum nokkuð langt komnir í vor með að ná samkomulagi, en það gekk ekki. Þetta er deila sem þjóðirnar þijár eiga að leysa með viðræðum sin á milli og þær viðræður fara ekki fram í fjölmiðl- um. Því vil ég ekkert tjá mig um mögu- legan kvóta Islands í Smugunni," segir Olsen. í hæsta máta ósanngjarnt „Það eru ekki mörg ár síðan ég varð að ferðast um norsku ströndina með lögmanni, til að hjálpa sjómönnum og útgerðum að komast hjá gjaldþroti og missa bæði bát og hús. Staðan var mjög erfið vegna slakrar stöðu þorskstofnins 0g margir urðu fyrir miklum skakkaföll- um. Síðan hafa menn þraukað þorrann og góuna og náð að byggja þorskstofn- inn upp. Norskum fiskimönnum finnst það því í hæsta máta ósanngjarnt að fjöldi erlendra fiskiskipa skuli nú koma Ráðstefnur 9 Norræna sjávarútvegs- ráðstefnan Markaðsmál 10 Aukinn síldarinn- flutningur til ESB ákveðinn í haust Viðtal \ \ Grímur Valdimarsson, forstjóri Rf í Barentshafið og til að njóta ávaxtanna af friðun og ábyrgri fiskveiðistjórnun Norðmanna. Æfir út í íslendinga Á sama tíma hafa Norðmenn tekið þátt í því að koma á veiðistjórn á rækju- miðunum á Flæmska hattinum, sem ætlað er að koma í veg fyrir ofveiði þar. Við höfum því takmarkað fjölda skipa frá okkur þar í samræmi við sam- þykktir NAFO (Fiskveiðinefndar Norð- vestur-Atlantshafsins). Islendingar eiga þar einnig hagsmuna að gæta, en þeir eru eina landið, sem stundar veiðar á Flæmska hattinum, sem hefur stóraukið sóknina á þessi mið og eina landið, sem ekki fer að tillogum NAFO um veiði- stjórnun. Það ætti því að vera íslendingum skiljanlegt að norskir sjómenn og út- gerðarmenn séu æfir út í íslendinga fyrir það hvernig þeir haga sér á Flæmska hattinum. Við stundum þar ábyrgar veiðar, en íslendingar ekki. Margir hafa reynt að sýna fram á að Norðmenn gangi of langt á ijarlæg- um miðum, með því að benda á karfa- veiðar okkar á Reykjaneshrygg. Stað- reyndin er sú, að við höfum dregið veru- lega úr karfaveiðum okkar á Hryggnum, á sama tíma og íslendingar hafa marg- faldað veiðar sínar þar. Þrátt fyrir þetta greiddi Noregur atkvæði með Islending- um og Færeyingum, en gegn Rússum og Pólveijum á síðasta fundi NEAFC (Fiskveiðinefndar Norðaustur-Atlants- hafsins) til að fá bindandi veiðistjórnun fyrir karfann á Reykjaneshrygg. Jákvæðir gagnvart íslendingum Auk þess höfum við, að rnínu mati, verið mjög jákvæðir gagnvart íslending- um, þegar við samþykktum að íslend- ingar megi taka allan sinn kvóta af norsk-íslenzku síldinni innan lögsögu Jan Mayen á þessu ári. Við vissum að það var nauðsynlegt fyrir íslendinga að hafa þennan möguleika til að hægt væri að veiða eitthvað af síldinni til manneldis, en ekki bara í bræðslu. Haldi aftur af sér í Smugunnl Því vona ég að íslendingar skilji, að í Noregi óska menn þess að þeir haldi aftur af sér við veiðarnar í Barents- hafi. Þeim ber að taka þátt í því að koma á ábyrgri fiskveiðistjórnun þar í stað þess að koma í veg fyrir að svo geti orðið. Ég hef heyrt það úr mörgum áttum að íslendingum sé þetta ljóst. Því er erfitt að skilja hvers vegna þeir haga sér á þennan hátt. AFMÆLI FAGNAÐ • JAN HENRY T, Olsen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, varð fertugur í síðustu viku meðan á norræuu sjávarútvegsráð- stefnunni í Bergen stóð. Morgunblaðið/HG Afmæli hans var meðal annars fagnað um borð í seglskipinu Statsraad Lehmkuhl, en þar voru honum færðar ýmsar gjafir. Fréttir Kvótinn næsta fiskveiðiár • YFIRLIT yfir kvóta allra islenzkra fiskiskipa næsta fiskveiðiár fylgir Verinu í dag. Samkvæmt upplýsing- um Fiskistofu hefur Þor- steinn EA mestan kvóta allra fiskiskipa, eða rúm- lega 4.842 þorskígildistonn. Næstur kemur togarinn Haraldur Böðvarsson AK með rúm 4.300 tonn og loks Baldvin Þorsteinsson EA með 4.200 tonn. Kvóta- hæstu útgerðirnar eru Grandi með 16.101 tonn, ÚA með 15.757, Haraldur Böðvarsson með 14.501 og Samheiji með 12.909./5-8 Litlar líkur á samkomulagi • „ÉG TEL engar líkur á því að samkomulag náist um veiðar íslendinga í Smugunni á næstunni. ís- lendingar telja hag sínum bezt borgið, þannig að ós- amið sé. Þá geta þeir haldið áfram að ausa upp fiski og skerða kvóta norskra sjó- manna. Þá tel ég að það sé sama og að fara eftir vatni yfir lækinn að fara að semja um gagnkvæmar veiði- heimildir. Það er ekkert vit í því að sigla 500 mílur til að skiptast á fiski,“ segir Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlags, í sam- tali við Morgunblaðið./2 Gæðamálin í ólestri • í PÓLLANDI eru nokkur þúsund fiskvinnslufyrir- tæki, flest lítil eða meðal- stór, en af öllum þessum fjölda uppfylla aðeins 50 fyrirtæki gæða- og hreinlætiskröfur Evrópu- sambandsins, ESB. Er ástandið í þessum efnum mjög slæmt og á síðasta ári var níu fyrirtækjum lokað vegna sóðaskapar./3 Tilraunkerfi fyrir eftirlit • DNG-SJÓVÉLAR hf. á Akureyri vinna nú að upp- setningu á tilraunakerfi fyrir sjálfvirka tilkynninga- skyldu og fiskveiðieftirlit, svokölluðu LOGIS-kerfi. Fyrirtækið vinnur að verk- efninu í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Rac- al Survey USA Inc. og Stefju ehf./8 Markaðir Lágt verð á botnfiski • VERÐ á þorski hefur ver- ið fremur lágt lengi, þrátt fyrir viðvarandi þorskskort á öllum helztu þorskmörk- uðum vestan hafs og aust- an. Litlar líkur eru taldar á því að þorskverðið hækki á ný, meðal annars vegna þess að mikið framboð er af ufsa. Það hefur farið langt með að fylla upp í gatið, sem þorskskorturinn hefur myndað. Rétt er að geta þess að á myndinni er miðað við kanadíska þorskblokk en verð á henni er mun lægra en á þeirri íslenzku. Islenzka blokkin selst á um 80 sent kílóið Verðþróun á botnfiski á Bandaríkjamarkaði síðastliðín tvö ár Dollarar Ikg. 4,0 3.5 3,0 2.5 2,0 1.5 1,0 0,5 0,0 Stöðugt verð á túnfiskinum Verðþróun á túnfiski á ýmsum mörkuðum síðastliðin tvö ár Dollarat / kg. 3,0 2.5 2,0 1.5 1,0 0,5 0,0 ' Albacore * Yellowfin |\ ; á I w JX « \ n || IS94 1995 1996 • VERÐ á túnfiski er oftast fremur óstöðugt. Miklar sviptingar urðu í við- skiptunum með túnfisk fyr- ir um ári, en síðan hefur markaðurinn róazt. Verð er að jafnaði langhæst fyrir Albacore-túnfisk, en hann fer inn á dýrasta markað- inn í Japan. Aðrar tegundir fara mikið í niðursuðu, en eftirspurn eftir túnfiski til þeirrar vinnslu hefur auk- izt í Evrópu. Eftirspurn í Bnndaríkjunum er hins veg- ar nokkuð stöðug. Þá eru birgðir litlar í Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.