Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vill skýrar reglur um útflutning físks MÁL Samheija gegn íslenska ríkinu, sem fyrst var höfðað um mitt ár 1994 og fjallar í kjarna sínum um hvort ráðherra sé heimilt að framselja vald til Aflamiðl- unar, kemur fyrir Hæstarétt þann 20. september nk. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil, en þar sem Samherjamenn voru ósáttir við niðurstöðu undirréttar var ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar. „Framsal valds er ólöglegt“ Málið var höfðað á sínum tíma eftir að Aflamiðlun hafði synjað Samhetja um leyfi til útflutnings á ísfiski eftir að búið hafði verið að gefa leyfi til þess. Framsal tll klúbbs úti í bæ „Þetta mál fjallar um framsal á valdi ráðherra til einhvers klúbbs úti í bæ sem heitir Aflamiðlun og er ekki stjórnvald. Nefndarmenn í Aflamiðlun ákvarða eftir eigin geð- þótta hverjir fá að fara með físk á markaði og hveijir ekki. Við það verður ekki unað. Leyfí til siglinga verða að byggjast á formlegum stjórnvaldsaðgerðum, sem lúta þeim reglum sem gilda um slíkar ákvarðanir í stað þess að vera á valdi einhverra hagsmunaaðila úti í bæ sem þverbrotið geta t.d. reglur um óhlutdrægni," segir Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Samheija. Fullir eftirvæntingar í málinu krafðist Samheiji bóta vegna ólögmætrar synjunar utanrík- isráðuneytisins um leyfí til útflutn- ings á ísuðum karfa í gámum í des- ember 1993. Vegna hennar hafí stefnandi orðið af tekjum af sölu á afla togarans Víðis EA í Evrópu, þar sem talsvert hærra verð hafí verið að fá en bauðst hér á landi. Undirréttur sýknaði stefnda af kröfum stefnanda. Gísli Baldur kvaðst telja niðurstöðu héraðsdóms ranga og því biðu menn nú fullir eftirvæntingar eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Fjölstofnaráðstefna Hafrannsóknastofnunarinnar Hafrannsóknastofnunin býður til ráðstefnu þar sem niðurstöður svonefndrar fjölstofnaáætlunar stofnunarinnar, sem staðið hefur yfir frá árinu 1992, verða kynntar með erindum og veggspjöldum. Tími: 3. og 4. september kl. 09 til 17 báða dagana. Staður: Scandic Hótel Loftleiðir - ráðstefnusalur. Fjallað verður um efni ráðstefnunnar í stuttum erindum (20 mínútur) á 6 þemafundum og með veggspjaldasýningu. Alls verða flutt 25 erindi og 10 veggspjöld verða til sýnis. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Dagskrá: Þriðjudagur 3. september: 09.00 Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, setur ráðstefnuna. 09.10-10.55 11.00-12.05 12.05-13.05 13.05-13.45 13.50-14.30 15.00-17.00 Dýrasvif og uppsjávarfiskar Botndýr og fæða botnfiska Matarhlé Botndýr og fæða botnfiska Veggspjaldakynning: Fæða fiska Fæðuþættir og atferli þorsks Miðvikudagur 4. september 09.00-10.20 Fæðuvistfræði sjófugla 10.25-12.05 Fæðunám sjávarspendýra 12.05-13.05 Matarhlé 13.05-14.45 Fjölstofnalíkan byggt á útbreiðslu, göngum, vexti og áti fiska 15.15-17.00 Samantekt, almennar umræður og ráðstefnulok Að ráðstefnu lokinni verða veitingar í boði sjávarútvegsráðherra. FRÉTTIR „Það er óþarfi að fara yfir lækinn eftir vatni“ Oddmund Bye telur litlar líkur á samkomulagi í Smugudeilunni ÉG TEL engar líkur á því að samkomulag náist um veiðar ís- lendinga í Smugunni á næstunni. íslend- ingar telja hag sínum bezt borgið, þannig að ósamið sé. Þá geta þeir haldið áfram að ausa upp físki og skerða kvóta norskra sjómanna. Þá tel ég að það sé sama og að fara eftir vatni yfir lækinn að fara að semja um gagnkvæmar veiðiheimildir. Það er ekkert vit í því að sigla 500 mílur til að skiptast á fiski," segir Oddmund Bye, formað- ur Norges Fiskarlags, í samtali við Morgunblaðið. „íslendingar hafa engan sögulegan rétt til veiða í Barentshafí eða Smug- unni,“ segir Bye. „Hins vegar er ákvæði þess efnis í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna um veiðar á út- höfunum að þjóðir, sem eru sérstak- lega háðar sjávarútvegi, geti átt til- kall til veiðiheimilda á fískimiðum utan lögsögu annarra ríkja. Þar kem- ur Smugan til sögunnar, en ákvörðun um heimildir á slíkum miðum eiga að heyra undir svæðisbundnar nefnd- ir, sem skipaðar eru af þjóðum, sem eiga lögsögu að svæðinu og öðrum, sem þar eiga lögmætra hagsmuna að gæta. Samkvæmt útreikningum, sem byggjast á því hve lengi veiðamar hafa verið stundaðar, og hve mikið þorskurinn heldur sig í Smugunni, eiga Islendingar alls ekki rétt á eins miklum heimildum og þeir hafa kraf- izt. Ég hef enga trú á því að sam- komulag náist um veiðar Islendinga í Smugunni miili Islands, Noregs og Rússlands. Ég held að íslendingar telji hagsmunum sínum bezt borgið með því að semja ekki, því þá geti þeir veitt meira og kæra sig kollótta um ábyrga fiskveiðistjómun á miðum, sem Norðmenn hafa byggt upp. Norskir sjómenn og útgerðarmenn eiga mjög erfítt með að skilja hegðun íslendinga, sem veldur því að við verð- um að minnka þorskkvóta okkar í Barentshafí. Það er anzi sárt að þurfa að skera eigin kvóta niður vegna veiða þjóða sem engan rétt hafa til að vera á svæðinu. Ekki vllji fyrir samvinnu íslendingar hafa algjörlega hafnað hugmyndum um gagnkvæmar veiði- heimildir milli Islands og Noregs. Það er augljóslega ekki vilji fyrir samvinnu af því tagi við Norðmenn meðal ís- lendinga. Norsk stjórnvöld hafa hins vegar lýst sig fylgjandi slíku sam- komulagi. Eigi það að verða niðurstaðan, að íslendingar fái þorsk í smugunni og við fáum aflaheimildir í íslenzkri lög- sögu í staðinn, en það er skoðun nor- skra sjómanna og útgerðarmanna, að engin þörf sé á slíku samkomulagi. Það þýði í raun ekkert annað en að menn séu að fara yfír lækinn eftir vatni. Af hveiji ættum við að gefa frá okkur físk, sem er við þröskuldinn hjá okkur, og fara síðan 400 til 500 sjómílur, til að sækja eitthvað í stað- inn,“ segir Oddmund Bye. „Höfum rétt til veiða á loðnu á þessum slóðum“ „ÞAÐ er ljóst, að þar til náðst hefur lausn í Kolbeinseyjardeilunni, eða hugsanlegur alþjóðlegur dómur hef- ur fallið í málinu, hafa Danir rétt til veiða á hinum umdeilda svæði. Við viðurkennum Kolbeinsey ekki sem grunnlínupunkt og förum því nær Islandi sem því nemur. Falli dómur- inn íslendingum í vil, skerðast rétt- indi danskra fískveiðiskipa, falli hann okkur í vil, skerðast réttindi ís- lenzkra skipa að sama skapi, svo fremi sem ekki komi til samkomulags milli landanna. Báðir aðilar hljóta að fara eftir niðurstöðunni, hver sem hún verður," segir Bent Rulle, for- maður dönsku sjómannasamtakanna í samtali við Verið. „Dönsk nótaveiðiskip veiða loðnu á þessum slóðum í samræmi við samninga, sem Evrópusambandið hefur gert við Grænland um veiði- heimildir. Við höfum rétt til að vera við þessar veiðar og það er í raun alveg sama hvar þessi loðna er veidd. Danir hafa rétt til veiða á um 60.000 tonnum af loðnu og það getur engu máli skipt hvar hún er veidd. Þessi deila, sem nú er uppi, er ekkert ann- að en óþarfa áreitni af hálfu Islend- inga. Að mínu mati er þama um að ræða storm í vatnsglasi, sem aldrei hefði þurft að eiga sér stað. Ég tel ekki að þarna sé um að ræða tilraun Dana og Grænlendinga til að auka hlutdeild sína í loðnukvótanum með því að ná stærri lögsögu, heldur að- eins að stunda þær veiðar, sem við höfum heimildir til,“ segir Rulle. Munu sækja loAnu í Barentshaf Útgerðir danskra nótabáta eiga nú í nokkrum vandræðum vegna helmings niðurskurðar á síldarkvót- anum í Norðursjó. Þeir þurfa því meira á því að halda að sækja á fjar- lægari mið, eins og loðnuna noður af íslandi og síld í Síldarsmugunni, en þeir hafa einnig lýst því yfir að þeir muni veiða loðnu í Barentshafi. „Við höfum fullan rétt til þess að stunda veiðar á loðnu í Barentshafí vegna samninga milli Evrópusam- bandsins og Noregs og Rússa. Engin loðnuveiði hefur verið leyfð í Barents- hafínu í nokkur ár. En verði veiðar leyfðar á ný, munu danskir sjómenn, sem meðlimir af ESB, sækja þangað. Þegar samið hefur verið um veiði- heimildir, hafa menn auðvitað leyfi til að nýta sér þær veiðiheimildir og eins að sleppa því. Láti ein þjóð það eiga sig að veiða upp í heimildir sín- ar, gefur það hins vegar ekki öðrum leyfí til að nýta þær. Halda áfram í Síldarsmugunni næsta sumar Þá sé eg ekki fram á annað en dönsk skip haldi áfram að veiða norsk-íslenzka síld í Síldarsmugunni næsta sumar. Evrópusam'bandið setti heildarkvóta á skip sín þar upp á 150.000 tonn. Það teljum við reyndar allt of lítið, en höfum þó farið eftir þeirri ákvörðun og hættum veiðum, þegar hámarki var náð. Ég sé ekki ástæðu til þess að leita samninga við Norðmenn, íslendinga, Færey- inga og Rússa um þessar veiðar. Það er allt of algengt að þjóðir hreinlega slái eign sinni á alþjóðleg fískimið og ætli sér svo að skammta öðrum úr hnefa. Undir slíkum kringum- stæðum þjónar það engum tilgangi að reyna samningaleiðina," segir Bent Rulle.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.