Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 C 11 VIÐTAL Grímur Valdimarsson segir möguleika sem felast í framhaldsvinnslu stórlega vanmetna TÆKIFÆRI til verðmætaaukn- ingar í íslenzkum sjávarútvegi eru enn mjög mikil. Stór hiuti afurð- anna fer enn út sem hráefni til vinnslu annars staðar eða sem hálfunnin vara. íslenzkt-franskt á Akranesi þrefaldar hráefnisverðið með fullvinnslu. Hægt er að marg- falda verðmæti síldar og loðnu með fullvinnslu og frystingu. Með auk- inni hagræðingu og nýtingu fjár- festingar getur landvinnslan skilað hagnaði. Það er því ekki rétt að gefa sjávarútveginum þann stimpii að lítið meira sé út úr honum að hafa en nú er,“ segir Grímur Valdi- marsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðaðarins, í samtali við Verið. Verið leitaði til Gríms vegna ummæla Rögnvaldar Hannesson, prófessors við Verzlunarháskól- ann í Bergen í Verinu fyrir skömmu. Þar sagði hann að útveg- urinn gæti ekki staðið undir vax- andi kröfum um aukna velferð. Til hans væri ekki meira að sækja og aðrir atvinnuvegir yrðu að koma til. Áttföldun verðmæta frá 1945 „Menn hafa gjarnan sagt að fiskistofnarnir séu fullnýttir og geti ekki staðið undir kröfum um batnandi lífskjör," segir Grímur. „Þá segja menn einnig að fisk- vinnslan geti ekki staðið undir sér- lega háum launum. Þessi söngur hefur staðið anzi lengi, en benda má á að J)að kemur fram í bók Ragnars Arnasonar um íslenzkan sjávarútveg, að frá árinu 1945 hefur verðmæti íslenzks sjávarafla áttfaldazt. Það er auðvitað mikið vegna útfærslu landhelginnar og aukinn- ar veiði, en líka vegna meira virðis afla og afurða. Mér finnst nauð- synlegt að vekja athygli á því, að tækifæri til verðmætaaukningar eru mjög mikil. Sérstaklega þegar leiðari Morgunblaðsins segir orð- rétt: „Þó enn sé verið að auka verðmæti sjávarafla með vöruþró- un og aukinni fullvinnslu er grein- ing Rögnvaldar sennilega rétt til lengri tíma litið.“ Of lítiö gert úr virðisaukanum „Menn gera alltof lítið úr þeim virðisauka, sem hægt er að ná með vöruþróun og fullvinnslu hingað heim. Arnar Bjarnason, sem hefur skrifað doktorsritgerð um útflutn- ing sjávarafurða: „Það er skoðun höfundar að það sé verulegur efna- hagslegur ávinningur, sem felst í því fyrir íslendinga að umbreyta sínum sjávarútvegi úr farvegi framleiðslu og útflutnings hráefnis eða hálfunninnar vöru yfir í fram- leiðslu og útflutning fullunninna matvæla sem seld eru á neytenda- markaði." Menn eru reyndar tregir til að segja að hægt að sé tvö- eða þre- falda verðmætin, sem er mjög skiljanlegt, því þetta er mjög flók- ið dæmis.i Við höfum hins vegar dæmi frá íslensku-frönsku á Akranesi. Þar segir framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Þráinn Þor- valdsson, að með því að fullvinna vöruna með þeim hætti, sem þar sé gert, þrefaldist verðmæti hrá- efnisins." Miklir möguieikar í síld og loAnu „Það má líka taka dæmi um síld. Við vitum að út úr verzlun í Dan- mörku er verið að selja síld í krukku og Iöginn með á hvorki meira né minna en allt að 1.400 krónur íslenzkar kílóið án sölu- skatts Verð til sjómanna er undir 10 krónum á kíló. Þá má taka dæmi af loðnunni. Ég er hræddur um að fyrir nokkr- um árum hefðu ekki margir trúað því að hægt væri að selja frysta loðnu fyrir 100 krónur kílóið út úr Iandinu, en lítt takmarkaður markaður virðist vera fyrir frysta Ioðnu í Rússlandi. Þá er hér vísir Enn mikil tækifæri til verðmætaaukningar að loðnuþurrkun til útflutnings, en með þeim hætti er verð- mæti loðnunnar marg- faldað. Þarna er gríðarlegt markaðsfæri, sem bíð- ur okkar. En það er bara spurningin hvernig bezt er að standa að því.“ Mikil aukning í sölu tilreiddra afuröa „Þá má í þessu til- efni benda á prýðilega úttekt Einars Kristins Jónssonar fyrir Afl- vaka. Þar er bent á ýmsar staðreyndir fyrir framtíð sjávarútvegsins. Til dæmis er bent á, að í flestum löndum Evrópu hefur verið árleg söluaukning á sjávarafurðum um 3,2%. Þar hljóta að felast miklir möguleikar enda eru sjávarafurðir ekki vara sem fellur úr tízku. Þá bendir hann á að tilreiddar afurðir nemi nú þegar um 45% af heildarsölu sjávaraf- urða í Evrópu. Það er búizt við því Grímur Valdimarsson að þetta hlutfall verði komið upp í 60% fyrir aldamót. Langminnsti vöxturinn er á hinn bóginn í lítt unnum sjávarafurðum. Það hlýtur því að vera mik- ið tækifæri fyrir okkar að færa fullvinnsluna heim. Loks er bent á það í skýrslu Aflvaka, að þær framfarir, sem hafa orðið í vinnslu bolfisks í landi, hafi orðið til þess að verð- mæti landfrystra flaka náði að meðaltali 300 krónum á kílóið 1994, en verðmæti sjófiystra flaka að- eins 233,30. Þessi verðmætaaukn- ing næst með bitaskurði og ýmissi vöruþróun. Þrátt fyrir þetta er töluvert tap á landvinnslunni. Það stafar hins vegar að stærstum hluta af offjárfestingu. Talað er um að vinnslugeta í fiski sé fimm- falt meiri en þörf sé á miðað við vaktavinnu í húsunum. Á hinn bóginn græðir frystitogarinn þrátt BÁTAR-SKIP KVÖTABANKINN Aðeins þrír dagar eftir. Vinsamlega hafið samband. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. ATVINNUHUSNÆÐI BÍiWl Wm sSs ' , WllWiWTO /' 88888888888888888888^888888888» Frystihús Sjófangs hf., Hóimaslóð 2 í Örfirisey, Reykjavík, ertil sölu Um er að ræða steinbyggingu á tveimur hæðum, hvor hæð um 1.200 fm, samtals um 2.400 fm. Á neðri hæð er stór móttaka , sem nota má að hluta til ýmis konar vinnslu. Þar er einnig kæliklefi 100 fm, frystigeymsla 200 fm, vélasalur og snyrtiaðstaða. Þá er á neðri hæðinni sérstök aðstaða til reykingar á laxi o.fl., ásamt sérstökum kæli og pökkun- araðstöðu. Auk þess er þar sérstakur vinnu- salur 100 fm. Á efri hæð eru tveir vinnslusalir, annar 300 fm og hinn um 350 fm og frystigeymsla 200 fm. Ennfremur er þar vinnufatageymsla, snyrting, eldhús, stór kaffistofa, skrifstofur og fleira. Frystivélar og plötufrystar hafa afkastagetu fyrir um 25 tonn af frystri vöru á sólarhring og nóg rými er til stækkunar. í húsinu er rekin vinnsla á frystum, ferskum, reyktum og söltuðum fiskafurðum og leyfi Fiskistofu í lagi. Mikið athafnasvæði er í kring um hús- ið, eða um 2.500 fm. Staðsetning er ágæt við vesturhöfnina. Allar frystivélar og klefar eru í öðrum enda hússins, þannig að hægt er að skipta því í um 1.200-1.600 fm frystihús og 800-1.200 fm annað húsnæði. Ýmis önnur skipting er líka vel möguleg. Húsið hefur verið mikið endurbætt á undan- förnum árum. Upplýsingar gefa Jón Örn Jakobsson og Jakob Sigurðsson, símar 562 4980 og 893 6060. fyrir mun lægra afurðaverð vegna þess að þar er fjárfestingin full- nýtt.“ Fullvinnslu þurfa ekki að fylgja fleirl störf „Sumir halda því fram að full- vinnslu fylgi fleiri störf. Það þarf hins vegar alls ekki að vera. Þær verksmiðjur, sem til greina koma, eru mjög stórar og vélvæddar. Því fer meira magn í gegn um þær með hlutfallslega færra starfs- fólki. Þó virðist það alveg ljóst að hærra launuðum störfum mun fjölga. Það þarf lið tæknimanna, matvælafræðinga og fleiri til að þjónusta fullvinnsluna. Fiskvinnslan þarf ekki að vera láglaunaatvinnugrein. Við eigum að geta rifið okkur upp úr því og það hafa fiskvinnslumenn á frysti- ■ togurunum til dæmis gert. Þeir eru engir láglaunamenn. Þar er fjár- festingin fullnýtt og að því er land- vinnslan líka að stefna.“ MíkiA af ónýttu sjávarfangi Þá má ekki gera lítið úr því, að við eigum ennþá töluvert af ónýttu sjávarfangi hér við land. Þar má nefna kúfiskinn, sem við erum rétt að byrja á, hér er mikið af krækl- ingi og öðrum skelfiski. Þá býður þangið upp á margvíslegan úr- vinnsluiðnað. í Kaupmannahöfn eru þrjár slíkar verksmiðjur. Þeim virðist ganga mjög vel. Hvers vegna ætti svo ekki einnig að vera hér? Þá má nefna fiskitegundir eins og kolmunna, háffiska og fleira sem enn er ónýtt. Þetta gjör- breytir reyndar ekki dæminu. Stóru málin framundan felast í því að ná þessum virðisauka inn í land- ið. Það er óþarfi að gefa sjávarút- veginum þann stimpil að ekki náist meira út úr honum en nú er, nema að litlu leyti. Hann getur skilað mun meiru en hann gerir i dag,“ segir Grímur Valdimarsson. A TVINNUAUGL YSINGAR Útgerðarmenn Skipstjóri/stýrimaður óskar eftir góðu plássi, helst á Suðvesturlandi. Hefur mikla reynslu af beitingavélabátum. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 7. sept- ember nk., merkt: „S - 4045“. Borgey hf. Söltunarstjóri Hjá Borgey hf. er rekin ðflug sídarsöltun og var saltað í um 40.000 tunnur á síðustu vertíð. Borgey hf. stefnir að hrððum vexti í landvinnslu, aukinni tæknivæðingu og vinnslu uppsjávarfiska á næstu árum. Borgey hf. óskar eftir að ráða söltunarstjóra í síldarvinnslu. Söltunarstjóri er ábyrgur fyrir allri síldarsöltun hjá Borgey hf. Hæfniskröfur: 1. Góð menntun og reynsla í fiskvinnslu. 2. Þekking á síldarsöltun. 3. Skipulögð og öguð vinnubrögð. 4. Reynsla í stjómun. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, geta unnið sjálfstætt, góður í liðsvinnu, hafa frumkvæði og vera fylginn sér og tilbúinn til að vinna mikið. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé tilbúinn til að búa á Homafirði og geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Borgey 431” fyrir l.september n.k. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.