Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 28.08.1996, Page 1
f d\n a Grjótflutningar á Bakkafirði ÞENNAN vörubíl sá ég í sumar þegar ég var hjá afa mínum á Bakkafirði. Hann keyrði gijót í höfnina. Sesselja, 6 ára. Að beygja vatn NUDDIÐ plastskeið (má vera annar plasthlutur) við efnisbút og hún hleðst upp af raf- magni. Hún dregur til sín smáa hluti, t.d. pappírsbúta, ryk og þvíumlíkt. Prófið að gera eins og sýnt er á myndinni: Látið renna mjóa bunu úr kalda- vatnskrananum (munið að skrúfa fyrir að notkun lok- inni!) og haldið skeiðinni nærri bununni, sem á þá að sveigja að skeiðinni - og þar með haf- ið þið beygt vatnið! Simmi teiknar KÆRU Myndasögur. Sigmundur B. Þorgeirsson er ætíð að teikna, þá sér hann myndir í blöðum og bókum og stækkar á annað blað. Hérna kemur ein sem hann stækkaði úr Morgunblaðinu, en þar sér hann oft fyrirmyndir. Bless og kær kveðja, Simmi og Björg mamma. Orl til Mogg- ans HALLÓ, kæri Moggi! Ég klambraði saman einu ljóði sem þið megið birta ef þið viljið. Að lesa Moggann er gaman að gera, ég vona að hann ætli að vera. öm Myndasögur Moggans má gott eitt segja - samt ætla ég um það að þegja. Sumt má bæta - annað er gott, en það mun ykkur kæta, að flest er flott! Höfundur: Elín Ólafs. Sumarið kveður senn VIÐ kveðjum gott sumar með fallegri mynd Kristínar Birnu, 8 ára. Veðrið hefur verið afskap- lega milt í sumar, að minnsta kosti hér á suðvesturhorninu, og vonandi hafa sem flest ykkar átt hið allra besta sumar, sem hefur þroskað ykkur til líkama og sálar. Skólinn byrjar hjá flestum ykkar í næstu viku og óska Myndasögur Moggans ykkur allra heilla í leik og starfi á komandi vetri. Ferða- Ijöð ÉG skrifaði þetta ljóð í Svíþjóð. Ég var í Svíþjóð j í sumar. Égtók Norrænu ,■ til Danmerkur og fór með henni heim frá Nor- - egi. Kveðja, Ester K. Bro- mell, 9 ára. Í9\ Gleðilegt sumar Trén koma. Blómin byija að blómstra. y Fuglarnir byija að verpa. Skólinn hættir. Sumir fá sumarleyfi. Sumir fara í útilegur. Margir fara til útlanda. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.