Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Starfsmannafundur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur Stofna 4 þjónustumiðstöðvar Teymi fagfólks mun sinna sér- fræðiþjónustu í nokkrum skólum í hverju hverfi ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipta Reykjavík upp í fjögur hverfi í byij- un september og í hveiju hverfí verði komið á fót þjónustumiðstöð fyrir grunnskóla. Innan hverrar þjónustumiðstöðvar mun starfa teymi fagfólks, s.s. sálfræðingar, kennsluráðgjafar, sérkennarar og fagstjórar í sérkennslu, að því er fram kom á starfsmannafundi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í gær í Laugardalshöll. Hverfín fjögur eru Vesturbær með sex skóla, Austurbær með níu skóla, Grafarvogur með fímm skóla og Arbæjar- og Breiðholtshverfí sem í eru átta skólar. Arthur Mort- hens forstöðumaður þjónustusviðs sagði aðspurður að mönnum þætti eflaust meiri skriffínnska fylgja Morgunblaðið/Þorkell NOKKUÐ fjólmennt var á starfsmannafundi Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur í Laugardalshöll í gær. þessu kerfí til að byija með, en menn byndu vonir við að til lengri tíma litið verði um markvissari vinnubrögð að ræða. Hann sagði jafnframt að ýmis vandamál hefðu fylgt fyrrverandi vinnubrögðum, sem vonandi hyrfu með nýiu fyrir- komulagi. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri, sagði í upphafi fundarins að tilgangur hans væri þríþættur. í fyrsta lagi að undirstrika þau tíma- mót sem nú stæðu yfir í skólamálum Reykjavíkur, í öðru lagi að miðla upplýsingum um Fræðslumiðstöð- ina og í þriðja lagi ættu stafsmenn skólanna rétt á að kynnast viðhorf- um hennar sjálfrar til skólastarfs. Hún sagðist vilja leggja sérstaka áherslu á fjóra þætti í skólastarfi komandi ára, þ.e. samfelldan vinnu- dag frá morgni fram á miðjan dag fyrir alla aldurshópa, flölbreytta sérfræðiþjónustu, markviss tengsl skóla við umhverfi sitt, þar með talin tengsl við atvinnu- og menn- ingarlíf, auk tengsla við fyrri og komandi skólastig og í fjórða lagi hlut náttúrufræðigreina. Nefndi hún að margt benti til þess að kennsla í eðlis- og efna- fræði væri á undanhaldi í skólum og þá ekki aðeins í grunnskólum heldur einnig í framhalds- og há- skólum. „Við erum komin í víta- hring sem e.t.v. á sér upptök í grunnskólanum og erfitt er að kom- ast út úr. Kannski velja menn ekki eðlisfræðibrautir í framhaldsskóla af því þeir hafa ekki fengið þá hvatningu og kennslu í grunnskóla, sem vekur áhuga þeirra á þessum greinum. Fáir innritast í þessar greinar í háskóla þar sem fáir völdu eðlisfræðibraut í framhaldsskóla. Þeir örfáu sem útskrifast úr há- skóla í þessum greinum fara ekki í kennslu og því lyftast þessar greinar ekki í grunn- og framhalds- skólurn." Asókn í af- mælistertu VEGFARENDUR létu ekki bjóða sér tvisvar að bragða á 10.000 manna afmælistertu ís- lenska útvarpsfélagsins á Ing- ólfstorgi í gær. Hér sjást Sig- urður Hall, matreiðslumeistari, og Björgvin Halldórsson, söngv- ari, í óða önn að útdeila tert- unni. Björgvini gafst stutt stund milli stríða því hann sté á svið á útitónleikum á torginu skömmu síðar. Af öðru tónlist- arfólki má nefna Bubba Morth- ens og Emilíönu Torrini. Efnt var til hamborgaraveislu fyrir 1.000 manns á Hard Rock Café fyrr um daginn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Andlát BARÐUR JÓHANN- ESSON BARÐUR Jóhannesson gullsmíða- meistari lést þann 21. ágúst á Land- spítalanum sjötugur að aldri. Bárður var fæddur í Reykjavík 24. júní 1926 og bjó þar alla tíð. Foreldr- ar hans voru hjónin Jóhannes Bárð- arson og Margrét, Jónsdóttir. Bárður fór ungur að vinna við gull- og silfursmíði, fyrst hjá Guð- laugi Magnússyni, Laugavegi 22, en lengst af rak hann fyrirtæki undir eigin nafni og verslun tengda því, ásamt eiginkonu sinni. Þijú börn frá fyrra hjónabandi lifa föður sinn. Eft- irlifandi eiginkona hans er Ósk Auð- unsdóttir. Útför Bárðar hefur farið fram í kyrrþey. Jóhann G. Bergþórs- son ákveður að áfrýja MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhanni G. Bergþórssyni: „Eftir ítarlega skoðun hef ég ákveðið að áfiýja til Hæstaréttar í heild sinni dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir mér. Ég er sann- færður um að þar var ég dæmdur að ósekju. Sem framkvæmdastjóri Hagvirkis-Kletts lagði ég alla áherslu á það í erfíðri stöðu félags- ins, að tryggja starfsmönnunum laun og að forða tapi kröfuhafa, þ.m.t. ríkissjóðs. Ég er hins vegar m.a. dæmdur til greiðslu sektar upp á kr. 4.000.000, sem greiðast á innan 4 vikna, að viðlögðu fang- elsi. Slík sekt á hendur einstaklingi jaðrar við skuldafangelsi. Með ákæru í málinu og dómi tel ég að freklega hafí verið brotin á mér jafnræðisregla, enda fjölmörg dæmi um mun langvinnari vanskil, sérstaklega við ríkissjóð, sem látin eru átölulaus. Reyndar var beint ítarlegum fyrirspumum um þessi atriði til fjármálaráðuneytis í febr- úar sl., sem framsendi erindið til ríkisskattstjóra, en viðhlítandi svör hafa ekki borist, þrátt fyrir afskipti umboðsmanns Alþingis af málinu. Þessi staðreynd og hin háa fjársekt á hendur einstaklingi, sem einskis hags naut af meintu broti, hlýtur að vera brot á almennum mannrétt- indum. Ákvörðun um áfrýjun er ekki síst tekin í ljósi þess að ég veit að við rekstur Hagvirkis-Kletts var í öllu farið að lögum, enda þótt fjár- hagslegir erfiðleikar hafi leitt til vanskila. Þessa skoðun staðfestir reyndar dómarinn í málinu. Þar kemur m.a. fram að bókhald fé- lagsins hafi verið óaðfinnannlegt, allar upplýsingar til ríkissjóðs, líf- eyrissjóða og stéttarfélaga hafí verið réttar og látnar af hendi reglulega, við þessa aðila var haft samband og reynt að greiða þeim eftir fremsta megni, launþegar fé- lagsins misstu hvorki lífeyrisrétt- indi né félagsleg réttindi og að ég persónulega auðgaðist ekki á rekstrinum, heldur lagði allt mitt undir til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Þá kemur þar einnig fram að réttmæti væntinga minna um betri tíð hjá félaginu er ekki dregið í efa. Þá sáu skipta- stjórar félagsins heldur ekki ástæðu til þess að leggja fram kæru vegna málsins. Með tilkynningu minni í dag um áfrýjun hef ég farið þess á leit að málinu verði hraðað svo sem kost- ur er. Eg hef jafnframt falið lög- manni mínum að kanna ýmislegt það sem fjallað hefur verið um málið og mig í kjölfar dómsins með hiiðsjón af ærumeiðingarlöggjöf- inni.“ Nýjar lagnir í Alfhólsveg FRAMKVÆMDUM sem staðið hafa yfir við Álfhólsveg í Kópa- vogi í vikunni er að ljúka. Að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæj- arverkfræðings, er verið að endurgera Skólatröð og hefur þurft að skipta þar um lagnir bæði skolps og vatns og tengja þær út í aðalæð í Álfhólsvegi og þurfti að þvera götuna. Auk þess hefur Hitaveita Reykjavík- ur verið að endurnýja sínar lagnir. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki í dag eða á morgun. Nýr sendi- herra Banda- ríkjanna SENDIRÁÐ Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Day Mount, nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, kæmi til Islands í gær. Mount er starfsmaður utanríkisþjónustunnar og gegndi síð- ast (frá 1993) stöðu yfírmanns Um- hverfismálaskrifstofu í þeirri deild utanríkisráðuneytisins sem fjallar um umhverfismál á alþjóðahafsvæð- um. Tilnefning hans til að verða sendiherra var staðfest af Banda- ríkjaþingi þann 11. júní 1996. Mount sendiherra hefur störf þegar hann hefur afhent forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf sitt þann 3. september. Day Olin Mount fæddist í New York 17. maí 1940 og hlaut menntun sína í Dartmouth College og New York University, þar sem hann tók meistaragráðu í viðskiptafræði (MBA). Hann er kvæntur Kathie C. Mount og á þijár dætur, Jessicu, Juliet og Genevieve Mount. Mount gekk í utanríkisþjónustuna árið 1970 og hefur starfað í Vín í Austum'ki, Bangkok í Tælandi, Aþenu í Grikklandi og síðast (1990-93) sem aðalræðismaður á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Stuttgart í Þýskalandi. Hann hefur jafnframt gegnt ýmsum störfum í utanríkisráðuneytinu í Washington. Innlend dagskrá Sjónvarpsins í vetur Nýr umsjón- armaður Dagsljóss KOLFINNA Baldvinsdóttir verður einn umsjónarmanna Dagsljóss hjá Sjónvarpinu í vetur. Ritstjóri þáttar- ins verður Svanhildur Konráðsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson mun einnig vinna áfram að þættinum. Að sögn Sigurðar Valgeirssonar, dagskrárstjóra innlends efnis hjá Sjónvarpinu, verða þættirnir nokkuð styttri en verið hefur. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir verður í nýju verkefni hjá Sjónvarpinu, en hvert það verður er ekki látið uppi á þessu stigi. Hermann Gunnarsson tekur aftur upp þráðinn frá því fyrir tveimur árum og verður með þátt með tón- list og uppákomum annan hvern laugardag. Spaugstofan verður ekki með þátt í haust en annar gaman- þáttur undir leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur verður á dagskrá. Umsjónarmenn hans verða þeir Sig- uijón Kjartansson og Jón Gnarr. Unglingaþátturinn Óið verður á þriðjudagskvöldum eins og var í fyrra, undir ritstjórn Ásdísar Ólsen og í umsjón Selmu Björnsdóttur og Markúsar Andréssonar. Guðfinna Rúnarsdóttir tekur við Stundinni okkar af þeim Felix Bergssyni og Gunnari Helgasyni. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.