Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Glæsiíbúð á Laugavegi 76 Opið hús kl. 18-21. Stórglæsileg 3ja herb. íb. á 2. hæð, öll uppg. á glæsil. hátt. Lofthæð 3,10 m. Merbau-parket. Einstök eign. Verð 6,4 millj. Allir velkomnir. Vantar einbýli/raðhús strax Fjársterkir kaupendur * Garðabæ - staðgreiðsla I boði. Verðhugmynd 13-18 millj. * Grafarvogi. Verðhugmynd 12-18 millj. * Fossvogi/Smáíbúðahverfi. Einbýli eða raðh. Verðhugmynd 12-16 millj. Allar upplýsingar veita sölumennirnir Bárður, Ingólfur eða Þórarinn. Fasteignasalan Valhöll Mörkin 3. 1 08 Reykjavík sími 588 - 4477. Fax 588 - 4479 RÁfíGJÖF • BÓKHALD • SKATTAAfíSTOfí •KAVPOG SALA FYRIRTÆKJA FÍN FYRIRTÆKI • Kaffihús við Hlemmtorg. Góð tæki og áhöld. • Bakarí í eigin húsnæði í vesturbæ Reykjavíkur. • Bakarí í þekktum verslunarkjarna. • Bakarí við Bankastræti. Vandaðar innréttingar. • Bakarí í þekktum verslunarkjarna í Kópavogi. • Bakarí í Hafnarfirði. Góð staðsetning. • Góður skyndibitastaður í miðbæ Reykjavíkur. • Skyndibitastaður í Múlahverfi. Opinn kl. 8-18. • Pizzastaður í þekktum verslunarkjarna. • Sportvöruverslun, útivistarvörur, nýtt og notað. • Heildverslun, smásala, verkfæri og áhöld. • Ritfanga- og gjafavöruverslun í miðbæ Reykjavíkur. • Rótgróin heildverslun með þekkt umboð. VIÐSKIPTAÞJÓNUS TAN Kristinn B. Ragnarsson, viðskiptafrœðingur SíSumúla 31 • KiH Rcykjavík • Sími 56S 929) • Fax 568 1945' FRETTIR Innköllunar Isuzu Trooper krafist í Bandaríkjunum Ekki talin hætta hérlendis BÍLAFRAMLEIÐENDURNIR Izuzu og Honda hafa hafnað kröfu banda- rískra neytendasamtaka, The Consu- mers Union, um að árgerðir 1995 og 1996 af jeppabifreiðinni Isuzu Trooper og árgerð 1996 af Honda Acura SLX jeppanum verði innkall- aðar, vegna meintrar hættu á að bifreiðir af þessari tegund séu lík- legri til að velta en aðrar. Talsmenn viðkomandi bifreiðaumboða hér á landi segja að þetta hafi ekki áhrif hér. Frá þessu var greint í Financial Times á fimmtudag, en þar kemur einnig fram að umræddum bifreiða- tegundum hafi verið reynsluekið af erindrekum tímarits neytendasam- takanna og þeir komist að ofan- greindri niðurstöðu. Samtökin hafa nú þegar óskað eftir að sölu þessara bílategunda verði hætt um sinn og að seldar bifreiðar verði innkallaðar, auk þess að óska eftir því við banda- ríska umferðaröryggisráðið að það láti kanna hönnun þeirra. Innköllun algeng ytra Honda Acura SLX er í raun lítt breyttur Isuzu Trooper jeppi, þó svo að bifreiðin sé seld undir heiti Honda á Bandaríkjamarkaði, en fæst ekki hérlendis, að sögn Gylfa Gunnars- sonarframkvæmdastjóra Honduum- boðsins. „Við fáum engan þessara bíla því að þeir eru eingöngu seldir í Banda- ríkjunum eins og raunin er með margar aðrar tegundir sem ætlaðar eru einvörðungu fyrir Ameríku, þannig að þetta mál snertir okkur ekki neitt,“ segir hann. Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima, kveðst ekki hafa heyrt um kröfu bandarísku neytendasamtakanna, en hins vegar sé tæplega fréttnæmt þótt framleið- endur innkalli bifreiðar af einhveijum sökum eða að kröfur um slíkt komi fram í dagsljósið. „í Isuzu Trooper jeppanum er afl- mikil vél og hann er mjög þægilegur í akstri, þannig að mér fínnast fregn- ir um að jafnvægi hans sé ekki í lagi hljóma einkennilega. Einnig má benda á að fjöðrunin í bílum fyrir íslandsmarkað og í raun Evrópu í heild er yfirleitt ekki eins mjúk og i Bandaríkjunum, þar sem gerðar eru aðrar kröfur. Ef eitthvað á að vera að jafnvæginu í þessum jeppa, má spyija hvernig öryggi annarra jeppa- bifreiða er háttað hérlendis, þar sem tíðkast að breyta þeim á alla hugsan- lega vegu,“ segir Júlíus Vífill. Hann kveðst ekki vita um nein vandkvæði samfara Isuzu Trooper jeppanum hérlendis, hvorki slys né annað, og ástæðulaust sé að skjóta fólki skelk í bringu með fregnum af erindrekstri bandarísku samtakanna. Hann telji enga hættu vera á ferðum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURÐUR Helgason, Oli H. Þórðarson, Helga Sigrún Harðardóttir, Þorsteinn G. Gunnarsson og Þuríður Sigurðardóttir fagna tímamótum hjá Utvarpi Umferðarráði. 2ja hæða hús. 3ja—4ra herbergja íbúðir. Stórkostlegt útsýni, bæði fjalla- og sjávarsýn. Viðhaldsfrí utanhússklæðning (Steining). Utivistarsvæði, sundlaug (áætluð) og golfvöllur verða í nágrenninu. Stutt verður í grunnskóla og fyrirhugaðan framhaldsskóla. Sérinngangur í hverja íbúð.engin þrif á stigagangi, hver hefur sína útihurð. Stórir einkagarðar íbúða á neðri hæð og góðar svalir á efri hæð. Skjólgóður stór sameiginlegur garður sem snýr mót sólu. Traustur byggingaraðili: Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf.,sem byggt hefur um 700 íbúðir. Viðurkennd efni og vandaður frágangur fagmanna. BIFROST L fasleignasala «UIMIHIIMiniMBIIMB«ll l»Wli Vegmúla 2, S. 533-3344 ■ 1 rttTiLl* FJARFESTING FASTEIGNASALAehf Borgartúni 31,105, Rvík, Lögfr.: Petur Þór Sigurðsson, hdl. s. 562 4250 NG Fallegar íbúðir á frábærum stað Til afhendingar fljótlega Tíuþúsundasti þáttur Utvarps Umferðarráðs ÚTVARP Umferðarráð sendi út tíu- þúsundasta þátt sinn á þriðjudag. Útvarpið hefur ver- ið starfandi siðan haustið 1992 og sendir út hagnýtar upplýs- ingar um umferðina á öllum helstu útvarpsstöðvum lands- ins. Oli H. Þórðarson, formað- ur Umferðarráðs, segir að 10-12 þættir séu sendir út dag- lega. „Útvarpsstöðvar sem segja frá umferðarástandi eru starfandi í mörgum löndum, en það sem er sérstakt hjá okkur er að við erum á öðrum útvarpsstöðvum. Oli segist hafa orðið greini- lega var við að útvarpið hafi áhrif. „Ánægðir hlustendur láta okkur vita og eins sést stundum úti í umferðinni hvernig ökumenn bregðast við skilaboðum í þáttunum, til dæmis um að hafa ljósin kveikt, eða öryggisbeltin spennt.“ Ný útvarpstækni á sennilega eftir að bæta umferðarþjón- ustuna enn frekar. „í mörg útvarpstæki í bílum eru komin tæki sem gætu gert okkur kleift að rjúfa útsendingu ef koma þarf mjög mikilvægum skilaboðum að. Þetta myndi ekki aðeins gagnast okkur, heldur líka til dæmis Almanna- vörnum.“ Bílvelta á Fjarðarheiði BÍLVELTA varð á Fjarðarheiði um hánótt aðfaranótt þriðjudags- ins. Einn maður var í bílnum og er talið að hann hafi sofnað undir stýri. Maðurinn var á leið til Egils- staða og ók upp svokallaða Sprengibrekku en efst í henni er beygja sem'hann missti af. Bíllinn lenti utan vegar og fór þar margar veltur og endaði úti í á. Maðurinn var lítillega hruflaður en þurfti enga aðhlynningu. Hann þurfti að ganga talsverðan spotta í skýli SVFÍ á Fjarðarheiði til þess að láta vita af sér. Fall er fararheill Bandarísk hjón á brúðkaups- ferðalagi veltu bílaleigubíl sínum í Köldukinn, um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Húsavík- ur, um fjögurleytið á þriðjudag- Líklegt er talið að þau hafí misst bílinn út í lausamöl og fór hann þrjár veltur utan vegar. Lögreglan telur að hjónin hafi verið afar heppin að sleppa án meiðsla miðað við aðstæður á slysstað. Þau kvörtuðu þó undan meiðslum og voru flutt til rann- sóknar á sjúkrahús. Hjónunum fannst slæmt að hefja sinn búskap á þennan hátt og skrifaði lög- reglumaður á Húsavík íslenska máltækið fall er fararheill á miða sem eiginmaðurinn kvaðst ætla að varðveita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.