Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ \ Wmk N°7 7TILBOÐ KR.690 TÆKNISPREY MEIK Tilvalið tækifæri til að líta betur út FÆSTI BETRI SNYRTIVÖRU- VERSLUNUM OG APÓTEKUM Sjálfsafgreiðslu■ afsfáttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum bensínlftra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti + 2 kr. • Gullinbrú í Grafarvogi • Klöpp við Skúlagötu • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi 'Viðbótarafsláttur vegna framkvæmda. léttir þér lífið Wilhelm Norðfjörð Hugo Þórisson Upplýsingar og skráning eftir kl. 16.00 og um helgar í síma 562 1132 og 562 6632 Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: •aðstoða börn sín við þeirra vandamál. *að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. •byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. Lífrænt o g vistrænt í mörgum útgáfum Fyrsta heimssýningin á vistrænum vörum var haldin í Kaupmanna- höfn nýlega. Sigrún Davíðsdóttir heimsótti hana og segir hér frá því sem fyrir augu bar. FYRSTA heimssýningin á vist- rænum vörum var nýlega haldin í Kaupmannahöfn, samhliða ráð- stefnu IFOAM, Alþjóða hreyfing- arinnar um lífrænan landbúnað. Það leynir sér ekki að þróunin er hröð á þessu sviði, því mikið fæst orðið af slíkum afurðum. Og ekki vantar áhugann, því þúsundir Kaupmannahafnarbúa og annarra gesta streymdu út í Hólmann, þar sem sýningin var haldin. Reynsla Dana af sölu lífrænna afurða hef- ur líka sýnt að þetta er vaxandi markaður. Það er ekki lengra síð- an en fimm ár að lífrænar vörur sáust ekki nema í sérstökum heilsufæðisbúðum. Nú keppast kjörbúðakeðjurnar um að hafa sem best úrval og árið 2000 er reiknað með að lífrænt ræktaðar matvörur nemi 15-20 prósentum af mat- vælamarkaðnum. Flugfélög, hús- gagnabúðir, hótel og fataframleið- endur eru meðal þeirra aðila, sem einnig freista þess að markaðs- setja lífræna vöru og þjónustu. Sýningin var haldin undir ber- um himni og í tjöldum á svæðinu gat bæði að bragða og sjá vörurn- ar. Skemmtiatriði voru á sviði, þar sem áhorfendur gátu setið á hálmstöbbum. Hálmstöbbum var einnig komið fyrir víðar og meðal annars var þarna leikvöllur fyrir krakka, búinn til úr hálmstöbbun- um. Einstök lönd kynntu einnig lífræna vörur og vistræna þjón- ustu. Þeirra á meðal voru Finn- land, sem vakti sérstaka athygli á norðlægustu landbúnaðarhér- uðunum og möguleikum þar á líf- rænni ræktun. I tékkneska básn- um voru bæði kynntar lífrænt ræktaðar vörur af ýmsu tagi, svo sem korn, jurtir og vín, en einnig bændagisting á bæjum, þar sem lífræn ræktun er stunduð og hinn vistræni hugsunarháttur í háveg- um hafður. Lífrænt vín er ekki lengur sjald- séð fyrirbæri, heldur er úrvalið orðið fjölbreytt af slíkum vínum. Gæðin eru upp og ofan eins og í hefðbundinni vínframleiðslu, en það er ekki lengur neinn hörgull á góðum vínum af þessu tagi. I flestum vínbúðum í Danmörku og víðar er orðið nókkuð úrval þess- ara vína, því eins og aðrar lífræn- ar vörur fást þau ekki lengur að- eins í sérstökum heilsuvörubúðum eins og var fyrir nokkrum árum, heldur miklu víðar. Og svo má ekki gleyma að mörg veitingahús bjóða nú að sjálfsögðu upp á lífræn vín. Lífrænt súkkulaði, hrísgrjónamjólk og lúpínumatur Eftir heimsókn á sýninguna þá er Ijóst að lífrænar matvörur eru ekki lengur sjaldséðar og sérstak- ar. Það er hægt að fá næstum allt í lífrænni útgáfu, auk ýmissa nýrstárlegra afurða. Lífrænt súkk- ulaði, kaffi og te er merki um að lífræna ræktunin hefur einnig náð til þriðja heimsins, þar sem hún er mikilvægur og vaxandi angi af sjálfbærum landbúnaði. En lífræn ræktun snýst ekki aðeins um að rækta hefðbundnar landbúnaðarafurðir á óhefðbund- inn hátt, heldur einnig um að finna nýjar leiðir í ræktun og nýjar af- urðir. Sojamjólk hefur lengi verið kostur, sem ýmsir hafa hallað sér að í stað eða með annarri mjólkur- neyslu. En hrísgijónamjólk er einnig girnilegur kostur. Bragðið er létt og frískandi, örlítið sætlegt og án fitubragðsins, sem er af venjulegri mjólk og ísköld hrís- gijónamjólk er góður svaladrykk- ur. I Þýskalandi hafa verið gerðar tilraunir til að vinna mat úr lúpínu- tegund, sem ekki er sú sama og ræktuð er á íslandi. A sýningunni var hægt að bragða á ýmsum teg- undum lúpínuborgara, þar sem eggjahvítuefni lúpínunnar var uppistaðan. Þessir borgarar voru síðan kryddaðir á austurlenska og suður-ameríska vísu og útkoman er firna góð. Einnig var þarna ýmiss konar smurálegg úr lúpín- unni, kryddað á margvíslegan hátt. Korn hefur lengi verið ræktað lífrænt og nú er úrvalið af því orðið mjög fjölbreytt. í Danmörku er orðið sjálfsagt að geta gengið að góðum úrvali lífræns ræktaðs korns í flestum kjörbúðum. Nú eru einnig komnar á markaðinn korn- blöndur, sem hægt er að baka brauð úr, þannig að ekki þarf að bæta öðru en geri og vatni í. Af þessu tagi eru til dæmis rúg- brauðsblanda og útkoman er ljúf- fengt og gróft rúgbrauð. A sýningunni var einnig hægt að fá upplýsingar um ræktunarað- ferðir og orkunotkun á vistrænan hátt. Þeir sem vilja gera allt sjálf- ir geta líka keypt sér litlar korn- kvarnir og malað korn á þann hátt sem þeim hentar. Vistræn föt og húsgögn Margir fataframleiðendur eru farnir að framleiða föt úr lífrænni bómull. Það hefur þó leikið það orð á að erfitt væri fyrir framleið- endur að sýna fram á hið vistræna í framleiðslunni. Það breytir því þó ekki að æ fleiri fataframleið- endur nota bómull, sem þeir segja lífræna. Húsgagnaframleiðendur hafa farið sömu leið og nota í æ ríkari mæli við af svæðum, þar sem plantað er fleiri nýjum tijám en þeim sem tekin eru. Þetta er vottað og er mikilvægur hluti af markaðsfærslu og auglýsingum fyrir þessi húsgögn. Um leið er framleiðslan einnig sjálfbær. Það er ekki aðeins gengið á náttúru- auðlindir, heldur aukið í þær. Heildarhugsun er einmitt stór hluti af lífrænu hreyfingunni. Hún gengur ekki aðeins út á að útvega neytendum holla og góða vöru, heldur einnig að framleiðsla vör- unnar þjóni náttúrinni sem best. Sýningin og ráðstefnan sýnir svo ekki verður um villst að þessi hugsunarhættur er ekki aðeins dægurfluga, heldur afstaða, sem skýtur upp á stöðugt fleiri sviðum. ÍBanðum guænmeti ag átieacU fuúíóunnwt aegna Manneldisráð hvetur fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávoxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.