Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Múslimar ósáttir við fyrirkomulag kosninga í Bosníu Flóttamenn dragi að greiða atkvæði Sar^jevo, Nagyatad. Reuter. Deilt um lausn 500 fanga London. The Daily Telegraph. YFIR 500 fangar hafa verið látnir í lausir í Bretlandi, vegna deilna um túlkun tæplega þrjá- tíu ára gamalla laga. Innanrík- isráðherrann, Michael Howard, hefur lýst því yfir að ekki sé nein von til þess að koma mönnunum að nýju á bak við lás og slá. Breski fangelsismálastjór- inn; Richard Tilt, upplýsti How- ard um málið og baðst afsökun- ar á því. Það kom upp sl. föstu- dag og var boðað til neyðar- funda um helgina vegna þess. Hann hefur ekki boðist til að segja af sér og ráðherra hefur ekki gert kröfu um afsögn. Eiga 1.000 fangar rétt á lausn? Ástæða þess að menriírnir voru látnir lausir, var túlkun reglna um lausn fanga. Sam- kvæmt þeim töldu fangelsis- málayfirvöld að veita mætti um 1.000 manns frelsi nú þeg- ar og áður en afskipti innan- ríkisráðuneytisins hófust, höfðu 527 fangar verið látnir lausir. Reglurnar eru frá árinu 1967 og kveða á um að fangar sem sitja af sér fleiri en einn dóm á sama tíma eigi rétt á því að sá tími sem þeir voru í gæslu- varðhaldi, dragist frá hveijum dómi fyrir sig. Því eigi t.d. fangi sem sitji af sér þijá sex mán- aða dóma, eftir að hafa setið sex mánuði í gæsluvarðhaldi, rétt á lausn nú þegar. Howard stöðvaði lausn fang- anna eftir að hafa leitað ráða hjá lögfræðingum. Líklega kemur í Ijós í vikunni hvort að láta verður hina 500 lausa, en þá fellur dómur í hæstarétti í máli sem fangi höfðaði á hend- ur ríkinu. Telur hann sig hafa átt rétt á iausn mun fyrr en varð vegna þessa ákvæðis. Falli dómur honum í hag, má búast við holskeflu skaðabótakrafna frá föngum sem telja sig hafa setið of lengi í fangelsi. UTANKJORSTAÐAKOSNING hófst á meðal bosnískra flótta- manna í gær en gengið verður til þing- og forsetakosninga í landinu 14. september nk. Ýmis vandkvæði hafa komið upp við atkvæðagreiðsl- una og hvatti stjórnarflokkur músl- ima, SDA, flóttamenn erlendis til að greiða ekki atkvæði fyrr en leyst hefði verið úr þeim ruglingi sem hefði gætt. Yfir 640.000 bosnískir flótta- menn hafa atkvæðisrétt í kosning- unum og eru flestir þeirra múslim- ar. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE), sem sér um fram- kvæmd kosninganna, ákvað á þriðjudag að fresta sveitastjórnar- kosningum í Bosníu vegna brota á reglum um kjörskrár. Þing- og for- setakosningar fara hins vegar fram samkvæmt áætlun. Eru múslimar ósáttir við þessa ákvörðun ÖSE og 'telja að frekari skýringar þurfi að koma til á ástæð- unum að baki henni áður en gengið verði til atkvæða. ÖSE fullyrðir að stjórnvöld Bosníu-Serba hvetji serb- neska flóttamenn til að skrá sig á kjörskrá í borgum þar sem múslim- ar voru í meirihluta áður en átök hófust, til að treysta stöðu sína. Þá hafa fréttir af viðbrögðum Bosníu-Serba við ákvörðun ÖSE verið misvísandi. Þeir hafa mót- mælt henni harðlega en í gær hafi fréttastofa þeirra eftir Aleksa Bu- ha, formanni Serbneska lýðræðis- flokksins, að flokkurinn myndi að öllum líkindum sætta sig við ákvörðunina, þó hún bryti i bága við Dayton-friðarsamkomulagið. Vita ekki hvað þeir kusu Bosnískir flóttamenn í Ungveija- landi urðu fyrstir til að greiða utan- kjörstaðatkvæði. Sögðu þeir kosn- ingareglumar ruglingslegar og sum- ir höfðu enga hugmynd um hveijum þeir greiddu atkvæði sitt. Að sögn yfírmanns einna flóttamannabúð- anna má kenna um ólæsi margra, reynsluleysis og þess að flóttamenn- imir þekktu hvorki haus né sporð á frambjóðendum og flokkum. Þá eru margir flóttamannanna ósáttir við að þeir eigi að kjósa á þeim svæðum þar sem þeir bjuggu áður en þau séu sum hver á yfir- ráðasvæði Bosníu-Serba. Keuter FYRSTI hópur alþjóðlegra eftirlitsmanna með kosningunum í Bosníu kom til landsins í gær. Alls munu um 1.400 erlendir eftirlitsmenn fylgjast með undirbúningi og framkvæmd kosninganna, sem fram fara 14. september. Akveðin gerð blóðþrýstingslyfja Kannanir á aukinni krabbameinstíðni EIN algengasta gerð lyfja við of háum blóð- þrýstingi og fleiri sjúkdómum, svonefndir kals- íum-blokkar, virðast geta aukið líkur á krabba- meini hjá öldruðum, að sögn bandarískra sér- fræðinga. Ekki er þó mælt með því að fólk hætti að nota þessi lyf en sagt að gera þurfi ítarlegri rannsóknir á áhrifum lyfjanna. Heil- brigðisyfirvöld vestra hvetja fólk með of háan blóðþrýsting til að taka slík lyf áfram en hafa á hinn bóginn ítrekað viðvörun frá því í septem- ber um að læknar ættu að sýna „mikla vark- ámi“ við að vísa á þessi lyf, einkum gerð er nefnist nifedipine og jafnvel forðast þau vegna þess að þau geti aukið hættu á hjartaáfalli. Nifedipine er einnig selt undir heitunum Adalat og Procardia. Könnuð voru áhrif lyfja sem notuð eru tiltölu- lega skamman tíma og tekin nokkrum sinnum á dag; önnur og nýrri lyf úr sama flokki eru tekin einu sinni á dag og að staðaldri. Tíðni krabbameins var 72% hærri hjá þeim sem tóku fyrr- nefndu lyfin en þeim sem ekki taka þau. Þátttakendur voru 5.000, allir 71 árs eða eldri. Hópur vísindamanna undir stjórn Marcos Pahors hjá Tennesse-háskóla í Memphis annað- Hart deilt um neikvæð áhrif lyfja ist rannsóknina sem kostuð var af Bandaríkja- stjórn. The New York Times segir að skýrt sé frá niðurstöðunum í grein í breska læknatímarit- inu Lancet sl. laugardag. Kalsíum-blokkar séu m.a. seldir í Bandaríkjunum undir heitunum nifedipine, verapamil og diltiazem. Deilur hafa verið meðal hjartasérfræðinga, faraldursfræðinga og fleiri sérfræðinga um nei- kvæð áhrif lyfja af þessu tagi um hríð og túlkan- ir á niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum mánuðum hafa verið leiddar að því líkur að lyf- in gætu einnig valdið blæðingum í meltingarfær- um og aukið líkur á hjartaáfalli. Yfírleitt hefur þá verið um að ræða kannanir á áhrifum lyfja sem eru tekin nokkrum sinnum á dag. FBI kannar morðhótanir Lancet gagnrýndi önnur fagtímarit fyrir að _______ hvetja til þess að bundinn verði endi á þessar umræð- ur, sagði ritið að slíkar tillög- ur væru andstæðar fræði- mannsheiðri þeirra er ábyrg- ir væru fyrir ritunum. Ritið sagði í leiðara að viðbrögðin við skýrslum um hugsanlega hættu á að umrædd lyf væru krabbameinsvaldur væru „furðuleg". Læknar sýni „mikla varkárni" Bandaríska alríkislögreglan, FBI, væri að kanna morðhótanir sem borist hefðu læknum er tengd- ust deilunum. Mikið er í húfi. Vegna greinarinnar í breska tímaritinu, sem vitað var að myndi birtast, greip læknahópur í ísrael undir forystu Shimons Braun til þess óvenjulega ráðs að skýra frá niðurstöðum sinnar könnunar á áhrifum kals- íum-blokka en skýrsla hefur enn ekki verið gerð um þá rannsókn. Niðurstöðurnar benda ekki til þess að tíðni krabbameins aukist. The New York Times segir að lyfjafyrirtækið Bay- er, sem framleiðir lyf af þessu tagi, hafi veitt aðstoð við að semja og dreifa fréttatilkynningu um ísraelsku rannsóknina. Braun segir að hópur sinn muni skýra frá niðurstöðunum á læknaráðstefnu í Birmingham í vikunni og grein um þær hafi verið send banda- ríska læknatímaritinu Circulation fyrir rúmri viku. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir hjá Hjartavernd, sagði í samtali við Morg- unblaðið að umrædd lyf væru notuð hér á landi. Skýrslur um rannsóknir Bandaríkjamannanna og ísraelanna hefðu enn ekki verið gefnar út og því óvarlegt að tjá sig mikið um þær í bili. mmw stutt Sary stað- festir klofning IENG Sary, einn af leiðtogum Rauðu khmeranna í Kambódíu, staðfesti í gær að hann hefði slitið öllu sambandi við Pol Pot og félaga hans og stofnað nýjan stjórn- málaflokk með það að markmiði að ná sáttum við núverandi stjórnvöld í Phnom Penh. Sary var á sínum tíma dæmdur til dauða fjarstaddur fyrir þátt- töku sína í fjöldamorðunum árin 1975 til 1979 er Rauðu khmeramir voru við völd, hann gekk þá næstur Pot að völdum. Sary sagði nýlega í blaðavið- tali að hann hefði ekki átt sök á fjöldamorðunum enda verið mikið erlendis vegna starfa sinna. Búist er við að stjórn- völd náði nú Sary. Hvít-Rússar kaupi innlent ALEXANDER Lúkasénko, for- seti Hvíta-Rússlands, hefur skipað öllum verslunum í land- inu að sjá til að þess að á búð- arhillunum séu að minnsta kosti 75% söluvamings innlend framleiðsla. Ónefndur embætt- ismaður sagði að gerðar yrðu fleiri ráðstafanir í sama dúr enda hlæðust upp birgðir af innlendri framleiðlu. Sagði hann að ætlunin væri að hækka innflutningstolla úr 10% í 100% og leggja sér- stakan, 50% söluskatt á inn- flutta vöru. Ekki stjórn- arerindrekar ÍRAKAR sögðu í gær að sjö menn sem rændu súdanskri farþegaþotu á mánudagskvöld og neyddu hana til að lenda í Bretlandi, hefðu ekki verið úr röðum stjórnarerindreka. Var sagt að „göfugir" írakar myndu aldrei haga sér þannig. Flugræningjamir, sem eru íraskir, hafa beðið um landvist af pólitískum ástæðum. Forsetakjör 20. sept- ember EMBÆTTISMENN eistneska þingsins ákváðu í gær að næsta umferð forsetakjörs í landinu yrði 20. september. Arnold Ruutel, fyrrverandi for- sætisráðherra, býður sig fram gegn núverandi forseta, Lenn- art Meri, sem nýtur mikilla vinsælda hjá þjóðinni en síður hjá þingmönnum. í september munu þingmenn og þar að auki 272 fulltrúar sveitar- stjórna kjósa. Afrýjun Okinawa-búa hafnað HÆSTIRÉTTUR í Japan hafnaði í gær einróma áfrýjun landstjóra eyjarinnar Okinawa sem telur að eignamám stjóm- valda á landi vegna herbæki- stöðva Bandaríkjamanna á eyj- unni sé brot á stjómarskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.