Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Alþjóðaráðstefna um kynferðislega misbeitingu barna í gróðaskyni haldin í Stokkhólmi Mein sem breiðist út í krafti alþjóðavæðingar Stokkhólmi. Morgunblaðið. SYLVÍ A Svíadrottning kemur til opnunarathafnar alþjóðaráð stefnu um kynferðislega misbeitingu barna í gróðaskyni í Stokkhólmi. AÐ VIÐSTADDRI Silvíu Svía- drottningu var alþjóðaráðstefna um kynferðislega misbeitingu barna í gróðaskyni opnuð í Stokkhólmi á þriðjudag. Áhugi drottningar á efn- inu er ósvikinn, því hún hefur áður látið þessi mál til sín taka. Hún ávarpaði ráðstefnuna óvænt og utan dagskrár og óskaði gestum alls hins besta í vinnu sinni, sem hún fylgdist með af áhuga. Ein milljón barna í vændi í Asíu í ræðu sinni sagði Göran Pers- son, forsætisráðherra Svía, að mis- notkun barna væri viðurstyggileg- asti glæpur sem hugsast gæti. Ron O’Grady formaður ECPAT, End Child Prostitution in Asian Tourism, einn af frumkvöðlum ráðstefnunn- ar, sagði að hér væri við að glíma alþjóðlega glæpastarfsemi. Ekki vantaði lagasetningu, heldur að lög- unum væri framfylgt. Fulltrúar 130 landa sitja ráðstefnuna, en í þeim hópi er enginn íslenskur fulltrúi. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki væri mannskapur til að taka þátt í öllum ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna. í ávarpi sínu sagði Ron O’Grady að þegar hugmyndin að ráðstefn- unni hefði vaknað í júní 1994 hefði hún virst óhöndlanleg draumsýn, því ráðstefna af þessu tagi hefði ekki verið haldin áður. O’Grady sagði að alþjóðavæðing hefði áhrif á allt líf okkar. Allt mælti með opnum mörkuðum og óheftum viðskiptum og ferðalög og símasamskipti af öllu tagi skap- aði heim án landamæra. Þetta væri uppörvandi og stuðlaði að friði og betra lífí, en þessi þróun hefði líka sínar svörtu hliðar og ein þeirra væri verslun, þar sem böm væru söluvaran. Ef við samþykktum slíkt þegjandi og hljóðalaust ættum við það ekki skilið að kallast siðmenntað fólk. Tölurnar tala sínu máli um þær hörmungar, sem ráðstefnunni er ætlað að beijast á móti, því O’Grady sagði að á þeirri viku, sem ráðstefn- an stendur yfir mætti búast við að 10-12 milljónir fullorðinna leiti eftir kynferðismökum við börn gegn greiðslu. ECPAT stefnir að því að vinna að því næstu fimm árin að stemma stigu við barnavændi, en O’Grady sagðist síðan vona að að þeim tíma liðnum yrði samtakanna ekki lengur þörf. Ognvekjandi áhif vændis Carol Bellamy, framkvæmda- stjóri UNICEF, Bamahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, sagði við opnun- ina að áhrif vændis á börn væm ógnvekjandi. Það hefti andlegan og líkamlegan þroska þeirra, gerði þau fórnarlömb lögi’eglu, sem eltist við krakkana en ekki þá sem skipu- legðu vændið og ef þau hyrfu aft- ur heim væru þau oft útskúfuð af fjölskyldu sinni. Hún sagði að í hópi þeirra sem gerðu út á barnavændi væri alls konar fólk, lögreglumenn, stjórn- málamenn, prestar og kennarar. í baráttunni gegn barnavændi væri brýnt að beijast fyrir bættri stöðu og menntun kvenna og beijast gegn kynþáttamisrétti, því þetta tvennt væri oft nokkurs konar rétt- læting þeirra, sem leituðu sam- neytis við börn. Engin ein lausn væri á vandanum, en það hjálpaði að beina börnunum inn á aðrar brautir en vændi, mennta þau og gefa þeim börnum er þegar hefðu leiðst út í vændi kost á heilbrigðis- þjónustu og félagslegri og sál- fræðilegri aðstoð. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, hélt tilfinninga- þrungna ræðu um efnið. Á blaða- mannafundi á eftir rifjaði Kinkel upp að þegar hann var dómsmála- ráðherra var efnt til blaðamanna- fundar, þar sem barnaklámefni og umfang þess var kynnt blaða- mönnum með skelfilegu myndefni. Kinkel sagðist aldrei hafa upplifað annan eins fund, því bæði liann og aðrir hefðu verið slegnir djúpum óhug yfir því efni, sem þar var kynnt og vart mátt mæla á eftir. Rétt eins og O’Grady undirstrikaði Kinkel að ekki vantaði lagasetn- ingu, heldur að lögunum væri fylgt eftir. Takmarkið væri að armur laganna næði um allan heim. Stokkhólmi. Morgunblaöið. NÝSJÁLENDINGURINN Ron O’Grady, formaður ECPAT, End Child Prostitution in Asian Tourism, og frum- kvöðull ráðstefnunnar um kynferðislega misnotkun barna í gróðaskyni er glaður yfir því að takast skyldi að hleypa ráð- stefnunni af stokkunum. Og O’Grady hef- ur margar ástæður til að gleðjast því að umræða undanfarinna ára, sem gert hefur lýðum Ijósa þörfína á að taka á barna- vændi og skyldum málum, er ekki síst honum og samtökum hans að þakka. I opnunarræðu sinni sagist hann hafa elst um mörg ár á þeim fimm árum, sem hann hefur einbeitt sér að þessu dapurlega efni og í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að láta af störfum sem formaður ECPAT á næsta ári. Það gangi of nærri honum að sinna þessu lengur og betra sé að aðrir taki við. Þessi brosmildi, hlýlegi og gráhærði maður hefur um ára- bil unnið að mannréttindamál- um og segist hafa snúið sér að bamavændi og annarri kynferð- islegri misnotkun barna 1991. „Ég og fleiri tókum eftir rannsóknum, sem sýndu að barnavændi og barnaklám var alþjóðlegt fyrirbæri. Það varð til þess að við stofnuðum ECPAT. Þó ýmiss konar orðrómur hefði verið á kreiki um að til Dóttir seld fyrir siónvarp í fyrstu lagði enginn trúnað á orð okkar væri skipulagt barnavændi, sala á börnum og barnaklám var enginn sem trúði okkur í fyrstu. Það fór því mikil vinna í að safna áreiðanlegum vísbendingum. En áhugi fjölmiðla vaknaði og við gátum sagt blaða- mönnum hvert þeir gætu farið til að sann- færast um það sem við töluðum um. Þeir fóru á staðina og smám saman fór umfang þessara viðskipta að renna upp fyrir ábyrgum aðil- um.“ ________ Þú nefndir í ræðu þinni að barnaklám og barnavændi væri hluti af alþjóðlegri glæpastarfsemi. Get- urðu gefíð hugmynd um hve víðtæk hún er? „Það er erfitt, því þetta er neðanjarðar- starfsemi, sem aðeins örsjaldan kemur fram í dagsljósið. Barnamorðin í Belgíu eru angi af þessum andstyggilega iðnaði, sem að þvi er virðist hefur þrifist þar um árabil. I Ástralíu er nú konungleg nefnd að störfum til að kanna hlut lögreglunnar í iðnaði af sama tagi. í ljós hefur komið að í Sydney og nágrenni hefur starfað hring- ur er fæst við þessa skuggaiðju. Það eru ekki aðeins lögreglu- menn, sem tengjast honum, held- ur einnig stjórnmálamenn og prestar. Þetta eru aðeins tvö ___________ dæmi úr tveimur heimshlutum, en vísast má víða fínna það sama.“ Þeir sem vinna að málefnum barna í Asíu og víðar rekast oft á að í einu þorpi gera foreldrar allt til að halda börnum frá vændi, meðan foreldrar í næsta þorpi selja börn sín. Hvernig stendur á þessum mun? „Þetta snertir einmitt einn mikilvæg- asta þáttinn í fyrirbyggjandi starfi og svarið við þessu er ólíkt gildismat. Fátækt er ekki einasta skýringin á að foreldrar selja börn til vændis, heldur einnig gildis- mat. Neysluþjóðféiagið hefur víða breytt gildismati fólks. Kona selur kannski dótt- ur sína í vændi til að geta keypt sér sjón- varp. Gildismat hefur áhrif á hegðun fólks, er driffjöður í hegðun fólks og þess vegna er mikilvægt að skilja hvaða gildismat liggur til grundvallar að hegðun fólks. Hér skiptir einkum máli að einbeita sér að mannlegum samskiptum og þá kyn- hegðun, en einnig að afstöðu til barna.“ Þú sagðir í ræðu þinni að þú hefðir elst um mörg ár þau fimm ár, sem þú hefur sinnt þessum málum. Hvernig ætl- arðu að halda áfram? „Það er ekki hægt að sinna þessum --------- málum án þess að verða fyrir miklum áhrifum af því að sjá og heyra af ólýsanlegri neyð barnanna. Því eru þess vegna _________ takmörk sett hve lengi maður getur sinnt þessum málum. Ég ætla að vinna út næsta ár og láta það þá gott heita. Það er ekki hægt að gera það að ævistarfi að sinna þessum málum. Ég sé árangur og nú er komið að öðrum að taka við.“ Ólíkt gildis- mat ein helsta skýringin Lögfræð ingrir Dutroux neitar að veija hann Jumet, Bratislava. Reuter. Sólhattur - Propolis Steinefiiaríkar jurtir styrkjandi og .. stuðla að betri líðan. Önnur heilsu- efni frá Natur Drogerict. BIO-SILICA fyrir hárið, neglumar, húðina, bandvefi og beinin. JÁRN í melassa og sojaolíu virkar vel. SKALLIN PLIJS vinur magans, hreinsandi og grennandi Fræhýði af Ispaghúla náttúrulegur fiber. Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BÍÓ-SELEN UMB., SÍMI557 6610 FJÖLMIÐLAR í Belgíu sögðu í gær að lögreglan kynni að finna lík fímm stúlkna við hús Belgans Marcs Dutroux, sem hefur játað að hafa rænt ungum stúlkum og er grunaður um að hafa myrt þær. Alþjóðalög- reglan Interpol sagði að Dutroux væri grunaður um að hafa myrt slóv- akíska stúlku og að hafa lagt á ráð- in um að ræna að minnsta kosti einni slóvakískri konu. Lögfræðingur mannsins hefur neitað að verja hann af siðferðilegum ástæðum. Lögreglan hélt áfram uppgreftri við hús Dutroux í bænum Jumet í suðurhluta Belgíu og fjölmiðlar sögðu hugsanlegt að lík fímm stúlkna fyndust þar. Dutroux hefur játað að hafa rænt tveimur þeirra, Ee§e Lambrecks og An Marchal. Áður höfðu lík tveggja átta ára stúlkna fundist við annað hús í eigu Dutroux en tveimur stúlkum var bjargað úr þriðja húsinu af alls sex í eigu Dutroux. í húsunum hafa ennfremur fundist klámmyndir þar sem börnum er misþyrmt gróflega. Belgar eru slegnir miklum óhug vegna málsins og lögfræðingur Dutroux, Didier de Quevy, kvaðst í gær ekki vilja veija hann. „Ég á dóttur á sama aldri og fórnarlömbin [átta ára]. Hún er miður sín vegna þessa máls og ég tel ekki að hún gæti skilið hvers vegna ég verði þennan mann,“ sagði hann. Grunaður um morð í Slóvakíu Lögreglan notaði vélgröfu við uppgröftinn í gær í garði hússins í Jumet og gróf einnig undir geymslu- skýli á lóðinni. Hundum og fullkomn- um tæknibúnaði var beitt til að ákveða hvar grafíð yrði. Lögreglan tæmdi einnig kjallara hússins til að undirbúa leit undir honum. Að minnsta kosti 15 börn hafa horfið í Belgíu á síðustu sex árum, sjö þeirra hafa fundist látin, tveimur hefur verið bjargað og sex er enn saknað. Rudolf Gajdos, yfírmaður útibús Interpol í Bratislava, sagði að Dutro- ux væri grunaður um að hafa myrt unga sígaunakonu í Topolcany í vesturhluta Slóvakíu. Vitað væri að hann hefði verið í Topolcany þegar konan var myrt og lýsingar vitna bentu til þess að hann hefði framið morðið. „Belgíska lögreglan hefur enn- fremur skýrt okkur frá því að Dutro- ux hafi ásamt öðrum manni lagt á ráðin um að ræna að minnsta kosti einni slóvakískri konu,“ sagði Gaj- dos. „Svo virðist sem þetta hafi ekki tekist þar sem þeim reyndist erfitt að komast yfír landamærin.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.