Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 31
f MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 31 GGIRMAR tur og LStÓll mál, til dæmis fiskveiðideilur, sem kosta ekki eins mikinn undirbúning og er hægt að afgreiða á skemmri tíma. Þessi dómur á að verða skil- virkur og ódýr í rekstri fyrir málsað- ila. Þar sem reynsla dómaranna er svo mikil, ætti að verða auðvelt fyr- ir þá að úrskurða um það hver lögin eru. Flestir hafa þeir tekið þátt í mótun þeirra," segir Guðmundur. „Að lokum hljóta síðan viðameiri mál að koma til okkar einnig, ef við sýnum strax af okkur þessa eigin- leika. Það verður þó ekki beint um neina samkeppni við Alþjóðadóm- stólinn að ræða, enda fjaliar hann um allar þjóðréttardeilur, en við að- eins um hafréttinn.“ Dómarar í aukastörfum til að byija með Dómarar við Hafréttardóminn njóta diplómatískra réttinda og frið- helgi. í samþykkt dómstólsins kemur fram að sérhver kjörinn dómari skuli þiggja árslaun, ásamt launauppbót fyrir hvern dag sem hann gegnir störfum sínum. Guðmundur segir að þetta fyrirkomulag sé haft á vegna gagnrýni, sem upp hafi komið um að verið væri að setja á stofn fjöl- mennan dóm með dómara á fullum launum, sem kynni síðan að hafa lítið að gera. Til að byrja með megi gera ráð fyrir að dómararnir verði ekki á fullum launum, aðrir en for- seti dómsins, og muni því þurfa að hafa önnur störf með höndum sam- hliða dómarastarfinu. Dómurunum eru hins vegar settar strangar skorð- ur. Samkvæmt samþykktunum mega þeir ekki vinna stjórnmála- eða stjórnsýslustörf, sem þýðir til dæmis að Guðmundur Eiríksson getur ekki haldið áfram starfi sínu sem þjóðrétt- arfræðingur utanríkisráðuneytisins. Dómarar mega heldur ekki hafa virk tengsl við eða vera fjárhagslega riðn- ir við nokkrar framkvæmdir fyrir- ------------ tækja, sem starfa að rann- yggður sóknum eða hagnýtingu á ininaur auðlindum hafsins, og lóminn Þe'm er ekki heimilt að starfa sem umboðsmenn, ““lögfræðilegir ráðunautar eða lögmenn. Guðmundur segir að búast megi við að aukastörf dómar- anna verði einkum fræðilegs eðlis. Hann segist sjálfur ekki hafa ákveð- ið hvað hann taki sér fyrir hendur meðfram dómarastarfinu. Á einu til tveimur árum megi hins vegar gera ráð fýrir að dómarastarfið verði fullt starf, eftir því sem málum hjá Haf- réttardómnum fjölgar. Flokksþing demókrata í Chicago Reuter HILLARY Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta, veifar til fulltrúa á flokksþingi demókrata í Chicago. BLÖKKUMANNALEIÐTOGINN Jesse Jackson hvetur demókrata til dáða á flokksþinginu í Chicago. • • Orlar á gagnrýni en endur- kjör Clintons sett á oddinn Chicago. Reuter. HILLARY Rodham Clinton, eiginköna Bandaríkjafor- seta, var í sviðljósinu á flokksþingi demókrata í Chicago á þriðjudagskvöld, en blökku- mannaleiðtoginn Jesse Jackson og Mario Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York, voru fýrstir til að velqa máls á óánægju vinstri vængs demó- krataflokksins með að Bill Clinton for- seti skyldi undirrita lög um að skera niður framlög til félagsmála, þótt þeir lýstu báðir yfir stuðningi við hann. Demókratar tilnefndu Clinton í gær- kvöldi formlega forsetaframbjóðanda flokksins og var fyrirhugað að forset- inn kæmi þá til borgarinnar eftir að hafa ferðast þangað með járnbrautar- lest og kynnt ýmis mál, sem hann hyggst setja á oddinn á næsta kjör- tímabili nái hann endurkjöri. Mikil bjartsýni ríkti á þinginu, enda hefur forskot Clintons á Bob Dole, frambjóð- anda repúblikana, verið að aukast á ný samkvæmt skoðanakönnunum. í gær hugðist hann lýsa yfír því að hann ætlaði að veija tveimur milljörð- um Bandaríkjadollara (140 milljörðum íslenskra króna) til að hreinsa upp eitr- aðan úrgang úr iðnaði og hvetja fýrir- tæki til að blása nýju lífí í vanrækt iðnaðarhverfí stórborganna. Hillary Clinton svarar Dole Hiliary Clinton var fagnað með fjög- urra mínútna lófataki þegar hún steig á sviðið. Forsetafrúin lagði áherslu á fjölskylduna og svaraði um leið gagn- rýni Bobs Doles, forsetaframbjóðanda repúblikana, á metsöiubók sína um barnauppeldi. Titill bókarinnar er „Það þarf þorp til“ (It Takes a Village) og er þar um að ræða afrískt orðtak. Dole sagði á flokksþingi repúblikana í San Diego fyrir hálfum mánuði að það þyrfti ekki þorp, „það þarf föður og móður“ og sakaði Hillary Clinton um að vilja auka ríkisafskipti. Hillary Clinton sagði að ýmsar stétt- ir væru mikilvægar við uppeldi bams; kennarar, prestar og læknar, og bætti við: „Já, það þarf þorp til og það þarf forseta, Bill Clinton.“ Það var hins vegar Emanuel Clea- ver, borgarstjóri Kansas-borgar, sem gerði hörðustu atlöguna að Dole með því að rekja sögu, sem frambjóðandinn hefur oft sagt sjálfur. Cleaver rifjaði upp þegar Dole kom mikið særður til heimabæjar síns, Russel í Kansas, eft- ir að hafa barist í heimsstyijöldinni síðari 'og sagði að þá hefðu þorpsbúar safnað handa honum fé í vindlakassa til þess að hann gæti gengist undir uppskurð, sem hann annars hefði ekki haft efni á. Rifjaði upp 21 árs hjónaband Ræða forsetafrúarinnar virtist til þess ætluð að vísa á bug þeirri gagn- rýni, sem dunið hefur á manni hennar allt frá því að hann bauð sig fram til forseta árið 1991. Hún rifjaði upp tæplega 21 árs hjónaband og sagði FJÖGURRA ára gömul stúlka, Maggie Lane Moone, situr á háhesti og heldur á lofti áróðursspjaldi á kosningafundi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta í borginni Pontiac í Miehigan-ríki á þriðjudag. að „fjölskyldan hefði verið miðpunkt- urinn í lífi“ þeirra hjóna. Chelsea Clinton, dóttir forsetahjón- anna, sem nú er 16 ára, sat í sal ráð- stefnuhallarinnar á meðan móðir henn- ar talaði og sagði meðal annars að engin reynsla hefði verið jafn dýrmæt og að ala dótturina upp. Clinton-hjónin hafa reynt að halda Chelsea fyrir utan sviðsljósið, en á þriðjudagskvöld nefndi Hillary Clinton hana sex sinnum á nafn og hún hefur einnig vakið athygli fýrír að hafa verið með föður sínum í lestarferðinni um- töluðu. Hillary Cíinton nefndi ekki lögin, sem maður hennar, undirritaði nokkr- um dögum fyrir þingið um niðurskurð í velferðarmálum, en rakti þess í stað ýmis mál, sem hann hefði barist fyrir. Það var meiri broddur í ræðum Jack- sons og Cuomos, þótt þeir hafí farið sér hægt í gagnrýni á Clinton. „Mörg okkar, þar á meðal ég, eru þeirrar hyggju að hættan, sem börn eru sett í, sé of mikil til að réttlæta undiirítun laganna, sama hvaða póli- tíski ávinningur hlýst af því,“ sagði Cuomo, en skoraði því næst á kjósend- ur að styðja Clinton til áframhaldandi setu í embætti. „Forsetinn er þess full- viss að hann geti bægt þessari hættu frá með frekari lagasetningu áður en bömin bíða tjón af,“ sagði Cuomo, sem oft hefur verið talinn einn mesti ræðu- skörungur demókrata og orðaður við forsetaframboð, en beið skipbrot þegar hann tapaði ríkisstjórakosningum í New York fyrir tveimur árum. Gagnrýni og stuðningur „Við skulum vona og biðja fyrir því að forsetinn hafí rétt fyrir sér, en við skulum gera meira. Við getum ekki reitt okkur á það að repúblikanar vinni með Clinton að því að bjarga börnum okkar. Við þurfum því að efla forset- ann með því að tryggja demókrötum [meirihluta á þingi].“ Jesse Jackson hefur verið kallaður samviska Demókrataflokksins, en hann hefur ekki jafn mikil ítök og áður. „Þegar forseti er málsvari þess að útrýma sjálfvirkum vopnum, hækka lágmarkslaun ... efla kosningarétt og félagsleg réttindi og raunverulegt jafn- rétti, á hann skilið að sitja fjögur ár til viðbótar,“ sagði Jackson. „Vera má að við séum ósammála um mikilvæg atriði á borð við velferðarmál, en ef við kjósum hann rennur upp annar og betri dagur. Haltu í trúna, berðu höfuð- ið hátt, herra forseti." Gagnrýndi Colin Powell Jackson beindi spjótum sínum einnig að repúblikönum og gagniýndi meira að segja Colin Powell, fyrrverandi yfír- mann bandaríska herráðsins, sem repúblikanar binda miklar vonir við. Jackson sakaði Powell, sem er svart- ur og á uppgang sinn að ýmsu leyti aðgerðum ríkisins til að jafna rétt kyn- þátta að þakka, um að veita repúblik- önum milda ásjónu til að hylja harðn- eskjulega stefnu þeirra. „Næsta kynslóð á það á hættu að öll þau réttindi, sem veittu Powell brautargengi, verði ekki til staðar jjeg- ar kemur að þeim,“ sagði Jackson og vék frá sýnu mildari texta, sem upp- runalega hafði verið samið um að hann flytti. Demókratar samþykktu einnig stefnuskrá á þriðjudag og þykir hún bera því vitni að áhersla hafí verið lögð á að koma sjónarmiðum Clintons á framfæri og leita inn á miðju stjóm- málanna. Þetta er fyrsta sinni í langan tíma, sem demókratar samþykkja stefnuskrá án heiftúðugra deilna, og má rekja það til þess að þeir misstu meirihluta sinn í báðum deildum þings- ins fyrir tveimur árum og vilja ekki láta óeiningu spilla fyrir sér í kosninga- baráttunni. Forskot Clintons eykst Samkvæmt skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöðin NBC birti í gær, hefur Clinton nú 12 prósentustiga forskot á Dole. I könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem birt var á þriðjudag, hafði Clinton 15 prósentustigum meira fylgi en Dole. Dole, sem nú er í fríi í Santa Bar- bara í Kalifomíu, kvaðst bjartsýnn og sagði að kannanir, sem hann hefði sjálfur látið gera, sýndu að forskot Clintons í Kalifomíu væri nú aðeins átta prósentustig. Dole sagði blaðamönnum á þriðju- dag að Clinton myndi fá örlitla upp- sveiflu meðan á flokksþinginu stæði, en hún myndi fljótt hverfa. A1 Gore varaforseti átti að halda ræðu í gærkvöldi og í kvöld lýkur flokksþingi demókrata á því að Clinton flytur ávarp þar sem búist er við að hann rýmki undanþágur frá fjár- magnstekjuskatti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.