Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 35
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 35 AÐSENDAR GREINAR KYNNING í Kópavogs Apóteki Ráðherra spriklar í alneti SAGT er að biskupar hafi áður sent frá sér umburðarbréf sem hétu þannig nafni á latínu að landslýðurinn kallaði bréfin bullur upp á íslensku. Þá var talað um bullur bisk- upsins og nutu þau víst lítillar virðingar. Síðan hafa valdsmenn ekki sent frá sér bullur þannig að talið sé til- tökumál; varla veit nokkur maður lengur hvað er umburðarbréf. Nú hefur tækni tölv- unnar haldið svo inn- reið sína að hún er sögð á öðru hveiju heimili og flestir menn sprikla í alnetinu einhvern dagspart samkvæmt skoðanakönnunum sem sagt er frá í þessu blaði. Fremstur meðal jafningja í þeim hópi er sjálf- ur menntamálaráðherrann og fer einkar vel á því að hann hafi þarna nokkra forystu. Hann hefur nú tek- ið upp þá iðju sem oft er talin þjóð- legust af öllu; að uppvekja gamla siði/ósiði. Þykja þeir stundum þeim mun betri sem þeir eru lengra frá okkur í tímanum, svo undarlegt sem það kann að vera. Þannig þykir það stundum best sem svokölluð þróun siðmenningar mannkyns eða þjóðar hefur strikað út með ærnu erfiði. Nú hefur Björn Bjarnason mennta- málaráðherra ákveðið að senda þannig frá sér umburðarbréf; að þessu sinni á alnetinu. í alnet sitt veiðir hann undirsátana hvern af öðrum. Nýjast fékk þjóðgarðsvörð- urinn á Þingvöllum að kenna á því að hafa ekki „verið virk í störfum sínum“. En hún hafði leyft sér að andmæla hans hátign. Heimild mín er umburðarbréf á alnetinu frá ráð- herranum en bréfið ber yfirskrift- ina: „Núpsferð — Þingvallaauglýs- ing“. Þar talar sá sem valdið hefur því ráðherrann er auk ráðherra- starfanna formaður Þingvalla- nefndar. I alnetsbréfinu „Afsagnir — áróð- ursfréttir — þjóð-, lista- og kirkju- hátíð“ fá starfsmenn skólanna á baukinn. Um það er dæmisaga á alnet i Björns sem þýðir: Ef starfsmaður menntamálaráðuneyt- isins andar því út úr sér að honum líki svo illa ráðstöfun ráðherr- ans að hann vilji helst hætta. Nú, þá skal sá hinn sami hætta og það strax. Þetta skrif- aði ráðherrann 17nda júní, á sjálfan þjóðhá- tíðardaginn. Undir- menn ráðherrans í Ríkisútvarpinu fá líka heldur betur til tevatnsins í sama bréfi. Reyndar kemur þar fram að hon- um er sérstaklega uppsigað við fjöl- miðla yfirleitt; þó finnst honum Morgunblaðið verst. í umburðar- bréfinu „Fjárhagsvandi — forseta- hátíð — sumarfrí" tekur hann Vinnubrögð ráðherrans, segir Svavar Gestsson, minna á gömlu umburð- arbréf biskupanna. Morgunblaðið til bæna; leiðari þess um fjárhagsvanda háskólans sé „síður en svo frumlegur“. Viðhorf leiðarahöfundarins sé „gamaldags viðhorf, kerfislegt og staðnað". Raunar skilur ráðherrann ekki að eigin sögn „að Morgunblaðið sjái ástæðu til að gagnrýna, að ráðherra leggi áherslu á að opinberar stofn- anir eins og Háskóli íslands hagi starfsemi sinni í samræmi við fjár- lög. Er þá Bleik brugðið, frá því að ég sat og skrifaði leiðara í það ágæta blað.“ í þessari tilvitnun koma fram þær upplýsingar, sem koma vissulega fáum á óvart, að ráðherrann skrifaði leiðara sína sitj- andi. Morgunblaðið hefur líka breyst Svavar Gestsson því Bleikur er hættur að skrifa leið- ara þess og spriklar í staðinn í alnet- inu. Vinnubrögð ráðherrans minna á hin gömlu umburðarbréf biskup- anna. En meðal annarra orða, að öllu gamni slepptu og í fullri al- vöru: er það eðlilegt að ráðherra, hver sem það er, vegi að undir- mönnum sínum úr launsátri alnets- ins eins og menntamálaráðherra hefur gert í sumar? Morgunblaðið getur svarað fyrir sig og því er engin vorkunn en starfsmönnum ráðuneytisins og Þingvallanefndar er vorkunn. Þessu fólki er brugðið. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík. -kjarni málsins! % VICHY LABORATOIRES V HEILSULIND HUÐARINNAR % X PUMA og CREBLET úlpurnar komnar Vind- og vatnsheldar með útöndun Frábært verð: Barnastærðir 6.990 og 7.990 kr. Fuliorðinsstærðir 8.990 kr. MARAÞON, Kringlunni, sími 581 1323. MARKIÐ, Ármúla, sími 568 8860 SPORTVER, Akureyri, sími 461 1445. ÚTILÍF, Glæsibæ, sími 581 2922 AUSTFIRSKU ALPARNIR, Egilsstöðum, sími 471 2533. te S x u. 63 te TRUIR ÞÚ Á ENDURHOLDGUN ? Kringlunni, sími 581 1323 Akureyri, sími 461 1445 Við kynnum nýju. endursköpuðu ALL STAR 2000 körfuboltaskóna — fyrstu meiriháttar breytinguna í 78 ár á vinsælustu körfuboltaskóm allra tíma. Við selduni 500 milljónir para af upphaflegu ALL STAR körfuboltaskónum, sem notaðir hafa verið af sögufrægum stjömuleikmönnum N.B.A.-deildarinnar eins og Dr. J og Larry Bird, sem lyftu körfuboltafþróttinni á hærra svið. Nú er nýi ALL STAR 2000 skórinn mættur til leiks. Hann sameinar hátækni nútíma körfuboltaskógerðar og klassískt yfirbragð og áferð fyrirrennarans. MARAÞON Gáðu að CONVERSE ALL STAR ðkktamerklnu - það tryggir gœðln. ALL STAR 2000 skórinn er sálin í leik hvers stjörnuleikmanns. SPORTVER Okkur þykja það mikil tíðindi fyrir íþróttaheiminn að þessir frábæru skór séu nú gengnir í endumýjun lífdaga og finnst ástæða til að kynna það á veglegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.