Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN HARALDSSON + Stefán Haralds- son fæddist á Akureyri 9. mars 1922. Hann andað- ist á heimili sínu 18. ágúst síðastlið- inn. Stefán var son- ur hjónanna Har- aldar Björnssonar leikara, f. 1891, d. 1968, og Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunarkonu, f. 1891, d. 1983. Systkini Stefáns voru: Dóra, f. 11.9. 1924, og Jón, arki- tekt, f. 17.10. 1930, d. 28.5. 1989. Stefán kvæntist 25. júní 1949 Sveinrúnu Arnadóttur, f. 7.9. 1925. Foreldrar hennar voru Árni Pálsson, f. 1893, d. 1958, og Ingibjörg Sveinsdótt- ir, f. 1902, d. 1988. Stefán og Sveinrún eignuðust eina dótt- Mig langar að minnast tengda- föður míns Stefáns Haraldssonar í nokkrum orðum en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. ágúst sl. Ég kynntist Stefáni fyrst fyrir 16 árum þegar ég tók að venja komur mínar á heimili hans til þess að heimsækja Sigrúnu dótt- ur hans, en hún var einkabarn þeirra hjóna og því augasteinninn hans pabba síns. Held ég að honum hafi alls ekkert litist á þetta sam- band okkar í byrjun, þótt við full- ung, og ekki tilbúinn að láta hana frá sér í hendurnar á einhverjum stráklingi sem hann þekkti ekki neitt. En eftir því sem við kynnt- umst betur þá varð okkur vel til vina og lýsti það sér best í því að hann innréttaði fyrir okkur íbúð á heimili sínu á Laufásvegi 63 þar sem við byijuðum okkar búskap. Stefán kom mér alltaf fyrir sjón- ir sem mjög heilsteyptur maður, hann gat verið mjög ákveðinn en sanngjarn, dugnaður og samvisku- semi fannst mér ávallt einkenna ur, Sigrúnu, f. 19.1. 1965, gift Hirti Sigvalda- syni, f. 19.3. 1964, og eiga þau tvo syni, Stefán og Andra. Stefán ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1942 og varð cand.med. frá Há- skóla íslands 1949. Á árunum 1953- 1971 stundaði hann sérnám og starfaði við bækl- unarlækningar í Svíþjóð. Hann varði doktorsritgerð við Háskólann í Lundi 1959 og varð dósent í bæklunarskurð- lækningum við sama háskóla 1962. Hann fékk sérfræðivið- urkenningu í bæklunarlækn- ingum í Svíþjóð 1969 og varð hann. Hann var mjög fróður maður og lýsir það sér best í því bóka- safni sem hann nú skilur eftir sig. Hans aðaláhugamál fyrir utan læknisfræðina og bókmenntir voru utanlandsferðir, hafði hann ferðast vítt og breitt um allan heim ásamt konu sinni, henni Sveinrúnu Áma- dóttur. Margs er að minnast á þessum 16 árum en efst er mér þó í huga brúðkaupsveislan sem hann hélt okkur Sigrúnu og ræðan sem fylgdi í kjölfarið en það lá við að maður táraðist. Svo hjartnæmur gat hann verið og góður ræðumað- ur var hann. Eins þegar eldri son- ur okkar Sigrúnar var skírður Stef- án í höfuðið á afa sínum þá held ég að ég hafi aldrei séð glaðari og stoltari mann. Hann var ekki bara orðinn afi heldur átti hann nú orðið nafna. Stefán var óvenju barngóður maður og lýsti það sér best þegar nafnarnir voru að fara í sund, í bíó, eða sátu við að teikna eða lesa uppi á skrifstofu. Veit ég yfirlæknir við bæklunar- skurðdeild í Hárnösand sama ár. Einnig sinnti hann þar ýmsum ráðgjafar- og stjórn- unarstörfum. Þessum störfum gegndi hann þar til hann flutt- ist aftur til íslands 1971. Stef- án fékk sérfræðiviðurkenn- ingu í bæklunarskurðlækning- um á Islandi 1971 og tók þá við stöðu yfirlæknis á bæklun- ardeild Landspítalans, sem var stofnuð sama ár. Árið 1975 varð hann dósent í bækl- unarlækningum við lækna- deild Háskóla íslands. Þessum störfum gegndi hann til 1992 er hann hætti störfum vegna aldurs. Á árunum 1972-1986 var hann formaður Félags ís- lenskra bæklunarlækna. Hann sat í stjórn og gegndi for- mennsku norrænna samtaka bæklunarlækna, var fulltrúi í alþjóðasamtökum bæklunar- lækna, var í ritstjórn fagtíma- rita um bæklunarlækningar og sat í stjórn vísindasjóðs Háskólans. Útför Stefáns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. að Stefán yngri á eftir að sakna afa síns mikið, því að í afa sínum átti hann góðan vin. Yngri sonur okkar hann Andri verður ekki þeirrar gæfu aðnjótandi sökum ungs aldurs að fá að alast upp með afa sínum, en við munum geyma minningarnar um hann og deila þeim með honum þegar hann verður eldri. Ég votta öllum ástvinum samúð mína, megi Guð veita þeim styrk í sorg sinni og þá sérstaklega tengdamóður minni, henni Rúnu. Elsku Stefán minn, mig langar til að þakka þér fyrir alla þá um- hyggju sem þú hefur borið fyrir okkur í gegnum tíðina, og eins fyrir þær góðu samverustundir sem við höfum átt saman. Með kveðju og þökk, Hjörtur Sigvaldason. Hann Stefán vinur minn Har- aldsson, hann var heimsmeistari. Hann var ósjálfrátt heimsmeistari í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, þannig var hann fæddur og þannig var hann lífið í gegn. Sem dæmi má nefna að hann var orðin fluglæs aðeins fimm ára gamall. Ég á Stefáni Haraldssyni ýmis- legt að þakka. í heil tuttugu ár stóðum við oft saman við skurðar- borðið og þar var hann óspar á að láta í ljós þekkingu sína á inn- viðum mannslíkamans mér og öðr- um til fróðleiks. Fyrstu fimm árin sem við Stefán störfuðum saman vissi hann ekki hvað ég hét eða öllu heldur þóttist ekki vita._ Hann kallaði mig alltaf „systir“. í hans augum var ég stelpukjáni sem las ekkert annað en Vikuna. Þegar ég hafði komist í gegnum fyrrnefnd fimm ár án þess að beija Stefán í höfuðið með hamrinum,sem not- aður var til að slá inn gerviliði, þá hafði ég loks hlotið mína eldskírn og fyrir því varð ég að vinna. Næstu fimmtán árin voru allar aðgerðir, sem Stefán gerði, að hans áliti hundleiðinlegar ef ég var ekki með. Stefán hafði slíkt minni að hann gat þulið upp heilu blaðsíðumar úr eðalbókmenntunum og sumar sögu- persónurnar vom honum einkar kærar. Hann leit á Óla í Fitjadal og Bjart í Sumarhúsum sem sér- staka einkavini sína. Á meðan að Stefán hélt því fram að ég væri á „Vikustiginu", eins og hann orðaði það, þá notaði ég tækifærið og las hans uppáhalds bókmenntaverk, því stolt mitt bannaði mér að láta manninn stanslaust tala framhjá mér þótt ég stæði við hlið hans. Það fór því þannig að Bjartur í Sumarhúsum varð sérstakur einka- vinur okkar beggja, ég komst í álit og var þar með tekin í „kristinna manna tölu“. Stefán leit á lífíð sem leiksvið. Þar túlkaði hann skraut- legan persónuleika sem gaf lífinu lit. Hann vissi það að „maðurinn lifír ekki á brauði einu saman“. Og vegna þess að ég er farin að tala um brauð þá er ekki úr vegi að minnast þess að fyrsti sjálfsalinn sem settur var upp á Landspítalan- um seldi brauð. Hann var staðsett- ur við hlið einkaskrifstofu Stefáns. Sjálfsalinn hafði þann leiða sið að stela tíköllum. Þetta tiltæki hans hljóp í skapið á hungruðu starfs- + Anna Sigurðar- dóttir fæddist í Syðsta-Hvammi, Vestur-Húnavatns- sýslu 12. janúar 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 19. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Digraneskirkju 28. ágúst. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þegar horft er yfir farinn veg man ég ávallt þær gleðistundir er ég átti með ömmu minni og afa í Hrauntungu. Ég kom þar inn fyrst sem nýfætt barn með móður minni og eyddi mínu fyrsta ári við ást og alúð ömmu og afa. Þrátt fyrir að ég flytti síðan burt með móður minni var eins og sterk bönd hefðu myndast milli okkar ömmu. Þótt fjarlægðin væri oft mikil var hún ávallt nálæg. Það var eins og að hafa ósýnilega verndarhendi yfir sér, sama á hveiju gekk. Þegar ég var 18 ára flyttist ég til ömmu og afa, þar óx og dafnaði vinátta okk- ar ömmu mikið þrátt fyrir aldurs- mun og kynslóðabil sem virtist ekki skipta máli þar sem hún var ávallt ung í anda eins og sjá má á öllum þeim vinum sem fylgt hafa henni gegnum tíðina. Amma studdi mig áfram í námi og var ávallt til staðar til að stappa í mann stál- inu ef illa gekk. Hún var mikill bóka- og ljóðaunnandi og kenndi hún mér að meta falleg ljóð og góðar bækur. Heim- sóknirnar í Hraun- tunguna og síðar á Kópavogsbraut voru gleðistundir sem aldr- ei .gleymast. Elsku amma, ég hefði aldrei get- að þetta án þín, þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Þín nafna og dótturdóttir, Anna Gréta. Elskuleg vinkona okkar, Anna Sigurðardóttir, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Fyrir 48 árum hittumst við 8 íslenskar stúlk- ur í Soi'0 húsmæðraskóla í Dan- mörku, allar í útlöndum í fyrsta skipti. Við bundumst traustum vin- áttuböndum, sem aldrei hafa rofnað síðan. Anna er önnur af okkur skóla- systrum sem kveður. Eftir heimkomuma stofnuðum við saumaklúbb, sem lauk á hveiju vori með helgarferð í Borgarfjörð til tveggja skólasystra okkar, sem eru búsettar þar. í vor fórum við ekki vegna veikinda Onnu, en hún talaði oft um, að strax og hún hefði heilsu færum við í Borgarfjörðinn. Anna var ákaflega glaðlynd og víðlesin og miðlaði öðrum af þekk- ingu sinni. Anna giftist Sören Jónssyni 19. október 1947 en hann lést árið 1992. Anna og Sören eignuðust eina dótt- ur, Grétu Björgu, sem var sólargeisl- inn í lífi þeirra. Á heimili Önnu og Sörens áttum við margar gleði- stundir, enda voru þau hjón mjög gestrisin. Anna var mjög trúuð kona. Hún trúði á æðri mátt handan við móð- una miklu og óttaðist ekki heimkom- una. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ (Kahlil Gibran). Við kveðjum og þökkum Önnu fyrir tryggð og vináttu liðinna ára og vottum Grétu Björgu og öllum ástvinum dýpstu samúð. Guð blessi minningu Önnu Sigurðardóttur. Vlnkonurnar frá Soro. Kveðja frá Sam- Frímúrarareglunni Reglusystkin í Sam-Frímúrara- reglunni Le Droit Humain sjá nú á eftir öflugri systur úr forystusveit sinni og hafa þar með misst sterka stoð úr musteri sínu. Anna Sigurðardóttir gekk í regl- una 1958 og hefur því starfað þar í 38 ár samfleytt, þótt úr því hafi dregið nú að síðustu er hún átti við erfið veikindi að stríða. En jafnvel þá og allt fram til hinstu stundar fylgdist hún með reglustarfinu af brennandi áhuga, enda var líf henn- ar orðið samtvinnað þessu starfi og tæpast skil á milli reglustarfs og einkalífs. Anna Sigurðardóttir tók skjótum framförum í fræðum frí- múrara og ég held að hún hafí get- að látið þær hugsjónir verða sér leiðarljós í lífí sínu. Systkin hennar fundu líka einlægni hennar og hæfni og treystu henni fyrir stúkustjórn og öðrum trúnaðarstörfum. Hún komst til efstu stiga innan reglunn- ar og skipaði forystusveit íslands- sambands þessarar alþjóðlegu reglu um langt skeið, athugul og starfsf- ús, hvenær sem til hennar var leitað og kraftar hennar leyfðu. Hins mikla starfs hennar minnumst við þakklátum huga. Persónulega minnist ég Önnu með bróðurþeli og söknuði. Við gengum bæði í regiuna á sama hausti og vorum samferða, ekki aðeins fyrstu skrefin, heldur langt upp eftir stigakerfinu og tókum þátt í stofnun nýrrar stúku, sem varð til Jiess að efla þrótt starfs okkar. A þau tengsl féll aldrei skuggi, enda var systurkærleiki hennar mikíll. Söknuðinum fylgir því einnig þakklæti fyrir langa sam- fylgd og leiðsögn í mannræktar- starfí. Fyrir hönd Sam-Frímúrararegl- unnar á Islandi flyt ég Önnu Sigurð- ardóttur einlægar þakkir fyrir ómet- anlegt starf, sem önnur reglusystkin geta tileinkað sér til eftirbreytni. Hún hverfur nú til hins eilífa aust- urs, þar sem leiðin liggur gegnum sólarlagið og inn í vermandi geisla rísandi sólar. Ættingjum hennar flyt ég samúðarkveðjur. Þegar tími orðinn er að eyðist lífsins kvaðir, góða heimferð gefi þér gæskuríkur faðir. Njörður P. Njarðvík. ANNA SIG URÐARDÓTTIR fólki sem vildi ná brauðinu sínu út og þegar það mistókst þá tók fólk sig til og sparkaði í og barði sjálfs- salan með tilheyrandi formæling- um. Óhljóðin heyrðust vel inn á skrifstofu yfírlæknis og trufluðu hann oft við vinnu sína. Til að fá vinnufrið þá brá Stefán á það ráð að mæta til vinnu með fulla vasa af tíköllum. Þegar barsmíðamar gerðust hvað háværastar þá opnuð- ust dyr yfírlæknisins, hann rak út höfuðið og spurði kíminn á svip: Vantar þig tíkall? Einu sinni sagði Stefán mér að hann væri að fara til Kaupmannahafnar. Nú - hvað viltu þangað spurði ég. Jú - hann ætlaði á bæklunarlæknaþing en bætti svo við kíminn að hann hygð- ist nú nota tímann- til annars líka. Hann ætlaði að sækja smurbrauðs- námskeið hjá frú Idu á Vest- erbrogade, því ekki væri hægt leng- ur að kunna ekki á áleggið eftir að hann hefði tekið við rekstri sjálf- salans „Stebbabúð". Eftir Danmerkurreisuna var það mál manna að vörugæðin í „Stebba- búð“ hefðu aukist til muna. Hins- vegar kvartaði Stefán sjálfur sáran undan því, að það væri alltof mikið álag á sig að standa alla daga að skera upp og þurfa svo að vera langt fram á nætur á skrifstofu sinni að smyija og eiga þá eftir að raða inn í sjálfsalann bakatil. Svona var grínið og glensið á gullaldar- árum skurðstofunnar, þegar fólk hafði ennþá tíma til að slá á létta strengi og hlæja. Stefán hafði mikla ánægju af ferðalögum, sérstaklega til útlanda. Hann var heimsmaður og gisti ávallt á fimm- stjörnuhótel- um. Þegar heim var komið rakti Stefán mjög ítarlega ferðasögu sína fyrir okkur samstarfsfólkið. Hann sagði okkur sögur af „mafíósum" sem voru með afsagaðar byssur í fiðlukössum og borðuðu á sömu veitingastöðum og hann. Einhvern- tímann þreytti frásagnargleði Stef- áns af ferðalögum sínum einn lækn- inn svo alvarlega að sá hinn sami stóð upp, gekk að Stefáni, lagði hönd á öxl hans og mælti: Stefán, hefur aldrei neinn reynt að drepa þig? Þá hló enginn meira en Stefán sjálfur. Ekkert var skemmtilegra en að mæta Stefáni og hans glæsilegu frú og dóttur þeirra sem hann var svo stoltur af, á förnum vegi. Þá tók hann ofan eins og sönnum herramanni sæmdi og ávarpaði mig: Komdu margblessuð unga frú, hvert er ferðinni heitið? Þegar Stefán lét af störfum var honum haldið hóf og honum færð- ur að gjöf listmunur. Þar var kom- inn gamli hamarinn sem hafði sleg- ið inn svo marga gerviliði. Hann hafði fengið þann virðulega stall sem hann átti skilið, á íslensku blágrýti. Nú áttu þeir Stefán og hamarinn hans að hvílast eftir ár- angursríkan og strangan vinnu- dag. Ég var sú hjúkrunarkona sem oftast hafði rétt Stefáni hamarinn á hans starfsferli. Mér hlotnaðist því sá heiður að rétta honum ham- arinn í síðasta sinn, það gerði ég með stolti. í hjarta mínu bærðist hlýhugur og virðing í garð góðs samferða- manns sem kennt hafði „stelpukjánanum" svo ótal margt, sem breytt hafði henni í hugsandi konu. Þessi kona var fyrir langa löngu búin að steingleyma því, að á sínum yngri árum hafði hún átt þá ósk heitasta að beija yfirlækn- inn í höfuðið með hamrinum. Samstarfsfólk Stefáns Haralds- sonar í gegnum árin á skurð- og svæfingadeild Landspítalans vott- ar Rúnu eftirlifandi eiginkonu hans og Sigrúnu dóttur þeirra og henn- ar fjölskyldu samúð sína. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur. Á sjötta áratugnum, þegar ég var við nám í náttúrufræðum í Lundi á Skáni, kynntist ég ýmsum íslenskum læknum, sem þar voru við sérnmám, og fjölskyldum þeirra. Nánust og lengst urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.