Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ kynni mín við Stefán Haraldsson og konu hans Sveinrúnu Arnadótt- ur. Framan af hokraði ég einn og var þá tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Eftir að fjölskylda mín flutt- ist til mín hélst áfram greiður sam- gangur á milli heimilanna. Margt bar á góma og fátt var okkur óviðkomandi. Stefán, sem var eldri og reyndari, miðlaði mér mun meiru en ég gat endurgoldið, og bæði reyndust þau hjón mér og fjölskyldu minni góðir og ein- lægir vinir. Þegar ég fletti gömlum fjölskyldualbúmum rekst ég á margar ljósmyndir frá ferðum okk- ar um sunnanverða Svíþjóð og um Danmörku, sem flestar voru farnar í bifreið þeirra Stefáns. Þessara stunda er gott að minnast. Meðan Stefán vann að doktors- ritgerð sinni fylgdist ég grannt með og hlýddi oft á útlistanir hans. Einum þætti starfsins kom ég nærri, gerð sýnis af því hvernig æðar lágu inn í bein, þar sem skær- litum plastvökva, er síðan harðaði, var dælt inn í æðarnar og bakter- íur látnar tæra mjúkt hold frá beini og plasti. Að- ferðin var prófuð á kanínubeinum og ég fylgdist með rotnuninni í illa þefjandi dalli á sýklafræðistofnun háskólans með- an Stefán sinnti læknisstörfum norðar í landinu. Árangurinn birt- ist á litljósmynd í doktorsritinu. Hana tókum við félagar með bún- aði sem í dag þætti hlálega frum- stæður. Eftir að við komum heim frá námi tóku við annasöm störf hjá báðum og tengslin rofnuðu að mestu. Nú, þegar leiðir skilur, sakna ég þess að þau urðu ekki meiri. Fjölskyldu Stefáns Haraldsson- ar votta ég einlægar samúðarósk- ir. Blessuð sé minning hans. Örnólfur Thorlacius. Kæri nafni, vinur og frændi. Mig langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir samverustundirnar þótt ekki hafí þær verið margar í seinni tíð. En þessar æskuminning- ar eru mér ljóslifandi. Ég var skírð- ur í höfuðið á þér og þú tókst strax miklu ástfóstri við mig. Við fórum alltaf saman í sund á sunnudögum og heimsóttum ömmu Júlíönu á Hrafnistu á eftir og fengum límon- aði. Við keyrðum austur fyrir fjall á fína bílnum þínum, fórum í Eden þar sem við Sigrún komumst snemma upp á lag með að borða hálfan ísinn, missa hann svo í gólf- ið og fá annan frítt. Ég man eftir öllum 8 mm Chaplinkvikmyndun- um, sem þú áttir og við krakkarn- ir horfðum á aftur og aftur. Og dularfullu læknabækurnar þar sem við Sigrún gleyptum í okkur mynd- ir af hræðilegum sjúkdómum og öðrum ófögnuði. Ég var alltaf velkomin á ykkar heimili og þið Rúna voruð mér alltaf góð. Því miður hittumst við allt of sjaldan þegar á leið. Síðast heimsótti ég ykkur nú í sumar með eldri strákana mína tvo. Rúna tók okkur opnum örmum og þú sast á skrifstofunni og last bækur í stöflum, Laxness og mannkyns- söguna á dönsku. Strákarnir fengu límonaði en við röbbuðum um daginn og veginn, lífið og dauðann. Þú sagðist ekki trúa á neitt framhald, líkaminn væri efnaverksmiðja og á dauðastund- inni væri starfseminni hætt, hún flyttist ekki á annað heimilisfang. Ég hef þá trú og ætla rétt að vona að læknirinn hafi rangt fyrir sér í þessu efni. Þú hefur væntan- lega komist að hinu sanna á þess- ari stundu, situr eflaust og ræðir um fyrri líf við foreldra þína og bróður. Það væri gaman að vera fluga á skýi þar. Ég þakka þér kærlega fyrir samveruna, elsku nafni, vinur og frændi. Guð blessi þig- Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur, Rúna, Sigrún og fjölskylda, okkar innilegustu sam- úð. Stefán Jónsson. FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 39 MINIMINGAR KRISTÍN G UÐMUNDSDÓTTIR + Kristín Guð- mundsdóttir fæddist í Ólafsvík 23. ágúst 1919. Hún lést á dvalarheimil- inu Hrafnistu 21. ágúst siðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Ólafíu Katrín- ar Sveinsdóttur verkakonu frá Stað- arfelli, Fellsströnd, og Guðmundar Þórðarsonar út- gerðarmanns. For- eldrar Ólafíu voru hjónin Andrea Kristín Jóhannesdóttir og Sveinn Einarsson, til heimilis að Staðarfelli. Foreldrar Guð- mundar voru Þórður Þórarins- son í Bug og Kristín Guðmunds- dóttir kona hans, ættuð frá Gíslabæ á Hellnum. Kristín giftist 26.12. 1967 Bernskuheimili Stínu frænku var að Hruna í Ólafsvík. Þar áttu foreldrar hennar kú og nokkrar kindur og Guðmundur faðir hennar var sá fyrsti sem gerði út vélbát frá Ólafsvík. Stína var sú þriðja í röðinni af átta systkinum. Hún missti ung föður sinn. Strax frá barnæsku vandist hún því að vinna hörðum höndum og taldi það ekki eftir sér. Hún tók virkan þátt í uppeldi yngri systkinanna og heim- ilisstörfunum. Afi Stínu, Þórður Þórarinsson frá Ytri-Bug, dvaldist í Hruna síð- ustu æviár sín og var þá orðinn blindur. Stína sem þá var lítil stúlka leiddi hann um og annaðist gamla manninn sem henni þótti mjög vænt um. Ef einhver fann að við Þórð hljóp Stína litla alltaf til hans til að gæta hans. Þórður kallaði Stínu alltaf litla sólargeisl- ann sinn. Eins og tíðkaðist á þess- um árum fór Stína snemma að vinna fyrir sér. 14 ára gömul fór hún suður til Reykjavíkur í vist og hefur búið á höfuðborgarsvæðinu alla tíð eftir það. Alltaf rækti hún störf sín af einstakri sarnvisku- semi, elju og trúmennsku. Ósérhlíf- in var hún með fádæmum og ákaf- lega hógvær. Orð hennar voru betri en loforð margra annarra. Faðir minn er systursonur Stínu. Hann ólst upp hjá þeim mæðgum, Stínu og Ólafíu langömmu minni. Strák- urinn var uppátækjasamur, en allt- af fyrirgaf Stína honum prakkara- skapinn. Til hennar gat hann leitað þegar í nauðirnar rak og hjá henni kom hann aldrei að tómum kofan- um. Á námsárum föður míns styrkti Stína þennan fósturson sinn og hjálpaði, og lagði mikið á sig til að koma honum til manns. Stína var foreldrum mínum ómetanleg hjálp þegar þau voru að koma undir sig fótunum, og okkur systkinunum reyndist hún eins og besta amma, enda ákaflega bamgóð. Alltaf var hún boðin og búin að passa okkur krakkana, og alltaf kom hún færandi hendi. Það verður ekki hjá því komist að nefna fiskibollurnar hennar Stínu sem tvímælalaust voru þær bestu í heimi. Pönnukökurnar hennar og kleinurnar voru heldur ekki af lök- ustu sort og mátti undrum sæta hversu fljótt þær gátu horfið ofan í óseðjandi krakkagemlingana. Stína átti því láni að fagna að vera ágætlega gift. Þau Magnús voru samhent um ræktun skógar og fegrun sumarbústaðarlandsins í Biskupstungum, en þar dvöldu þau langtímum saman meðan Stínu entist heilsa. Fór oftast. vel á með þeim hjónum. Var einna helst að þeim yrði sundurorða um stjómmál, því þótt Stína væri blíð- lynd kona þá gat hún verið föst fyrir þegar því var að skipta. En Magnúsi Kr. Jóns- syni, f. 10.2. 1920, vélstjóra og lista- manni frá Bolung- arvík. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason sjómað- ur í Bolungarvík og Kristín Guðmunds- dóttir húsfreyja. Systkini Kristínar eru : 1) Hallgrímur f. 1916, d. sama ár; 2) Þórður, f. 1917, d. 1992, bifreið- arstjóri í Kópavogi, ekkja hans er Dagmar Clausen húsfreyja, þau eignuðust þrjú börn; 3) Aðal- heiður Sigríður, f. 1922, d.1990, húsfreyja í Reykjavík, fyrri eig- inmaður hennar var Þórarinn B. Ólafsson bifreiðarstjóri, lát- inn, þau eignuðust fjögur börn, seinni eiginmaður hennar var ekki máttu þau hvort af öðm sjá, hjónin. Alla ævina vann Stína frænka hörðum höndum, og gerði það vel sem hún tók að sér. Aldrei hef ég heyrt hana biðja um neitt handa sjálfri sér, hún gladdist mest þegar hún gat glatt aðra. Margar góðar minningar úr æsku okkar systkin- anna eru tengdar Stínu og Magn- úsi, og margt eigum við þeim hjón- um að þakka. Hún Stína frænka mín var falleg kona og sviphrein, og laus við alla tilgerð. Hún var fremur hlédræg en þó glaðvær og hláturmild. Á síðustu æviárum sínum átti Stína við heilsuleysi að stríða. Líkaminn var skar en hugurinn var tekinn að fjarlægjast þennan heim, líkt og hún væri að búa sig undir ferða- lag til betri staðar. Undir það síð- asta varð Stínu tíðrætt um móður sína, og hún brosti góðlátlega að þeim okkar sem reyndu að sann- færa hana um að Ólafía langamma mín væri ekki lengur á meðal vor. Ég er sannfærð um að Stína er hamingjusöm núna. Hún er laus úr fjötrum ellinnar að afloknu erf- iðu ævistarfi. Víst er að minning- amar um þessa einstöku konu munu ylja okkur sem eftir lifum um ókomna framtíð. Ég kveð Stínu frænku mína með þakklæti og eft- irsjá. Hún var gull að manni. Magnúsi og öðrum aðstandendum sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur. Kristín Björg Guðmundsdóttir. Elsku Stína mín, nú ertu farin yfir móðuna miklu, þangað sem leiðin okkar allra liggur að lokum, og ég get ekki látið hjá líða að þakka þér samfylgdina hér. Þú reyndist mér sem besta móðir, eft- ir að ég kom inn í fjölskylduna, og stóðst með mér og börnunum mínum í gegnum þykkt og þunnt ogþið hjónin bæði. Otaldar eru ánægjustundimar, sem við áttum öll austur í sum- arbústað, þeim unaðsreit, sem var annað heimili ykkar hjónanna á sumrin. Þar var alltaf nóg að sýsla og þú alveg óstöðvandi, máttir varla vera að því að koma í heita pottinn á eftir, en oftlega var legið þar - slappað af og hlustað á fuglasöng á vornóttum eða taldar stjörnurnar er hausta tók, og varð sumum að yrkisefni. Aldrei mátti maður koma við án þess að þiggja veitingar, en þú varst svo dugleg að baka kleinur, kryddbrauð og pönnukökur og voru málin oftlega rædd og ýmislegt brotið til mergjar yfir kræsingunum í Hruna, en svo heitir bústaðurinn í höfuðið á æskuheimili þínu á Snæfellsnesi. Margs er að minnast og margt Kristján Georg Jósteinsson rennismiður, látinn, þau eign- uðust þrjú börn; 4) María Hall- gerður, f.1927, húsfreyja í Ástr- alíu, eiginmaður hennar var Valdimar Árnason bifreiðar- stjóri, látinn, þau eignuðust þrjú börn; 5) Nanna, f. 1929, verkakona í Reykjavík; 6) Guð- rún Andrea, f. 1933, húsfreyja í Reykjavík, eiginmaður hennar var Helgi Kristófersson sjómað- ur, látinn, þau eignuðust þrjú börn; 7) Guðmundur, f. 1935, vélvirki í Hafnarfirði, eig- inkona hans er Matthildur Þor- kels Matthíasdóttir sjúkraliði, þau eiga eitt barn. Kristín gekk í skóla í Ólafs- vík frá 8 til 14 ára aldurs og fór síðan í vist til Reykjavíkur. Hún starfaði í byrjun fimmta áratugarins um nokkurra ára skeið í Hampiðjunni og síðan í Gildaskálanum um tíma. Hún var þó lengst af starfsmaður KRON, eða í 41 ár, en Kristín var verslunarstjóri í verslun- inni við Vitastíg. Útför Kristínar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. að þakka og þá sérstaklega, er þú tókst að þér að gæta yngsta sonar míns, hans Óla Gauta, hálf- an daginn, uns hann var nógu stór til að fara á leikskóla. Þá áttuð þið hundinn Caesar og mik- ið lagði stráksi á sig til að kenna hundinum hennar ömmu Stínu að tala, að því ógleymdu þegar hann ætlaði að „skera hann upp“ og gá hvað væri innan í honum. Osjaldan fór strákurinn með skólatöskuna sína til ykkar hjón- anna, þegar fram í sótti og mamma var að vinna, sótti í hlýj- una og ylinn, og var margt spjall- að og sér til gamans gert og allt- af áttu amma Stína og Magnús eitthvað gott í handraðanum. Stína mín, hafðu hjartans þökk fyrir tryggðina og mannkostina alla. Við vitum að þú munt upp- skera á himnum svo sem þú sáðir hér og hljóta góða heimkomu. Magnúsi óskum við góðrar heilsu, og megi algóður Guð styrkja hann á þessari stundu og blessa okkur öll. Anna Björg. Hún Stína frænka hefur kvatt þennan heim - og það getur hún gert með góðri samvisku, því alltaf hefur Stína skilað sínu hundrað prósent og stundum rúmlega það. Þeir eru ekki margir eftir í heimin- um í dag sem eru jafnhógværir og ósérhlífnir og hún Stína. Ég man alltaf eftir því þegar hún spurði mig hvers vegna ég hefði verið a^_ skipta um starf og ég svaraði henni sem svo að ég hefði verið orðin hálfleið á þessu og langað til að gera eitthvað annað. Þá horfði hún á mig með furðusvip og sagði að vinnan ætti nú ekki að vera nein skemmtun. Þetta flnnst mér lýsa Stínu mjög vel; hún bað ekki um mikið fyrir sjálfa sig en gaf öðrum þeim mun meira. Okkur systkinunum reyndist Stína sem besta amma. Þær voru ófáar fiskibollurnar sem hún steikti ofaní okkur og brauðsúpan hennar var hreinasta lostæti. Það fór engí > inn svangur frá Stinu - og oftar en ekki stakk hún að okkur ein- hveiju góðgæti í nesti er við kvödd- um. Og ekki brást það þegar Stína kom í heimsókn að eitthvað góm- sætt leyndist í töskunni hennar. Já, hún hugsaði vel um sína, hún Stína. í mínum huga mun alltaf lifa minningin um harðduglega konu sem tók því sem að höndum bar með æðruleysi, vann úr því af sam- viskusemi, lagði allt sitt í það og taldi það ekki eftir sér. Vertu sæl Stína - njóttu hvíldarinnar, þú ert vel að henni komin. Þorgerður Guðmundsdóttir. Þær eru margar bemskuminn- ingamar úr Miðtúninu hjá Stínu og Magnúsi. Öll höfum við dvalið þar löngum systkinin, stundum í pössun hjá þeim hjónum, og þrátt fyrir að kröfur okkar væm miklar og að stöðugt þyrfti bamshugurinn að hafa eitthvað fyrir stafni leidd- ist okkur aldrei. Amma Stína lum- aði alltaf á einhveiju góðgæti, spil- aði við okkur Marías, leyfði okkuf^ að fara í feluleik í skápunum sínum eða hleypti okkur lausum í verk- færageymslu Magnúsar. Alltaf var hún glettin á svip og stutt í hlátur- inn. En tíminn þeytist áfram og í dag er hún amma Stína horfín á braut. Búin að skila dagsverkinu og vel það og heilsar nú upp á góða ættingja sem famir eru á undan. Án efa mun hún halda áfram að fylgjast með okkur að handan og beina okkur rétta leið. Við munum ætíð minnast ömmu Stínu sem glaðværrar og umfram allt góðrar konu. Magnúsi sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðj- ur. Megi Guð veita honum stysj^,. og blessun. Jón Garðar Guðmundsson. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsia. MS. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.