Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 40
V ' 40 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Emil Gíslason fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1940. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 22. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Ingimundar og Helga Bjarnadóttir. Gísli og Helga eign- uðust fjögur börn. Bjama, Maríu, sem lést 2. janúar 1994, Trausta og Emil. Emil kvæntist Ásdísi Gunnarsdóttur, fóstru, f. 25. apríl 1937, frá Siglufirði. Foreldrar hennar voru Gunnar Símonarson og Þóra Einars- Það er sárt til þess að hugsa, elsku pabbi minn, að þú sért búinn að kveðja þennan heim og söknuð- urinn nístir hjarta mitt dag hvern en það er mér þó huggun að þú sért kominn til lands ljóss og friðar þar sem foreldrar þínir og systir hafa tekið vel á móti þér. Þar veit ég að þér mun líða vel og ert laus við allar þær þjáningar sem þú þurftir að þola í veikindum þínum. Þó áttir þú mjög dýrmæta tíma þá, eins og ferðin ykkar mömmu til Kanarí um páskana, hún gaf ykkur báðum svo mikið og er það krafta- verki líkast hversu vel þér leið þá. Eins fólkið sem þú kynntist á Grens- ásdeildinni, bæði sjúklingar og hjúkrunarfólkið, það voru svo sér- stök tengsl sem mynduðust milli ykkar sem þér þótti svo vænt um. Um leið og ég kveð þig, elsku pabbi minn, vil ég senda starfsfólki Grensásdeildarinnar innilegustu þakkir fyrir að hafa hugsað svona vel um þig. Elsku pabbi, ég þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum fengið að njóta saman og minningin um þær mun lifa í huga mínum alla tíð. Þín dóttir Auður Ósk. Það er jóladagur. Mamma hringir: „Pabbi þinn datt og er kominnn á sjúkrahús." Þannig hófst þrauta- ganga pabba míns og okkar. Þarna var búið að svipta hann þátttöku ^ _sinni í lífinu, hann var orðinn áhorf- andi. Það komu nokkur svona sím- töl i viðbót það sem eftir var af þessum vetri. Við pabbi áttum hins vegar góð- ar stundir saman. Nærri daglega hittumst við þetta árið. Ég furðaði mig stundum á því hvað hann tók þessu vel. Samt sagði hann oft: „Þetta er nú meiri aumingjaskapur- inn.“ Það sem hann óttaðist mest var að geta ekki talað. Það kom stundum fyrir en skamma stund í einu. — Ég sit við rúmið hjá þér. Við horfumst í augu. Það fellur tár. Það er búið að taka frá þér málið. Þú fékkst ekki að kveðja með orðum. ---■ Ég hugsa um hvað þú hefðir viljað segja, hvers þú hefðir viljað spyija. En það kemur bara tár. Þú áttir svo stóran þátt í tilveru minni að það er erfitt að sjá fyrir sér lífið án þín, þú ráðagóði pabbi minn. Þín Þóra. Nú er hann tengdapabbi dáinn. Þessi stóri, sterki maður, þessi klettur og kjölfesta fjölskyldu sinn- ar, er horfinn. Skarðið sem hann _ skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Emil var okkur sem annar faðir, en auk þess náinn vinur og skemmtilegur félagi. Ekki óraði okkur fyrir því fyrir tæpum 20 árum þegar Helgi kynnt- ist þeim bernskufélögunum Sigga og Jóni, að við ættum síðar eftir að kvænast þremur systrum og _js- gerast þannig á vissan hátt nánustu ættingjar hvers annars. dóttir. Dætur Emils og Ásdísar eru: 1) Hulda, f. 7. apríl 1962, gift Jóni Ein- arssyni, eiga þau Andra og Karen, fyrir átti Hulda Gísla EIí Guðnason. 2) Þóra, gift Helga Bri- em, eiga þau Kára Emil og Ægi Mána. 3) íris Ingunn, gift Sigurði Grétarssyni, eiga þau Agnesi Helgu og Sindra Má. I heimahúsum er Auður Ósk, unnusti hennar er Eiríkur Árnason. Útför Emils fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hin glettnislega tortryggni sem hinn árvökuli faðir sýndi þessum ungu mönnum sem leituðu kynna við ástkærar dætur hans vék fljótt fyrir sannri vináttu og tryggð sem hélt alla ævi. Emil var ákaflega vandvirkur við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn keypti einn okkar sér íbúð og hóf standsetningu und- ir leiðsögn meistarans. Eftir nokk- urra tíma vinnu þótti honum nóg spartlað og taldi sig geta byijað að mála. Ekki aldeilis. Hann fékk ekki að snerta pensil fyrr en þrem- ur vikum síðar þegar Emil taldi spartlvinnu lokið svo að sér líkaði. Þau karlmannsverk voru ekki til sem Emil kunni ekki skil á betur en flestir aðrir, eldhússtörfin þó undanskilin. Bar hann takmarka- lausa virðingu fyrir dugnaði tengdasona sinna á þeim vettvangi. Emil vildi ekki tvínóna við hlut- ina, heldur gera þá strax og tæki- færi gafst til. Einn okkar sat á sunnudagskvöldi og lét sér leiðast yfir sjónvarpinu. Um ellefuleytið hringdi síminn og var þar Emil. „Ég er með blauta lakkrúlluna hérna og er að koma. Það þarf að lakka eldhúsgólfið hjá þér.“ Þá nótt var seint gengið til náða. Eitt sinn langaði Emil mjög að taka þátt í tvímenningskeppni í golfi. Eini félaginn sem völ var á var einn okkar, sem aldrei hafði komið nálægt golfi. Tengdasynin- um var kennt í skyndi að_halda á kylfu og svo var mætt. Útkoman var ófögur. Skot tengdasonarins hrutu ýmist einn metra áfram eða í sveig útaf brautinni. Emil tókst þó að bjarga miklu svo þeir enduðu ekki nema u.þ.b. tuttugu höggum fyrir neðan næstneðsta par. Eftir mótið var Emil spurður hvernig strákurinn hefði staðið sig. Emil opnaði munninn til að svara en hætti svo við. Aftur opnaði hann munninn, en hikaði. Loks brosti hann og sagði: „Hann átti bara ansi gott högg þarna á fimmtu brautinni." Flest okkar eru þannig gerð að við lofum oft meiru en við getum staðið við. Hjá Emil var þessu öfugt farið. Hann lofaði helst engu, en var síðan mættur í bítið með verk- færatöskuna í hendinni og sagði: „Drífum í þessu, ég ætla í golf eft- ir hádegi.“ Við munum sakna Emils meir en við getum lýst og vitum að svo er um marga fleírí. Hann snerti líf margra, jafnvel þeirra sem aðeins höfðu hitt hann stundarkorn. Um ókomna tíð mun allt í kringum okk- ur minna á þennan góða vin. Tengdasynirnir, Helgi Briem, Jón Einarsson og Sigurður Grétarsson. Mig langar með fáum orðum að minnastgóðs vinar sem jarðsunginn verður í dag. Kynni okkar hófust er hann gerðist starfsmaður minn sem húsasmiður vorið 1970. Strax þá mynduðust vináttubönd sem ekki hafa rofnað síðan. Breytti þar engu þó hann nokkrum árum síðar hætti störfum hjá mér og hæfi sjálf- stæða starfsemi sem bygginga- meistari. Emil var gleðimaður sem gaman var að umgangast og fljótlega varð samband okkar og fjölskyldna okk- ar mikið og náið. Við félagarnir áttum enda mörg sameiginleg áhugamál á þeim árum og má þar nefna ferðalög og veiðiskap. Voru margar ferðir farnar bæði innan- lands og utan sem geymast munu í minningunni ævilangt. Alltaf var Emil hrókur alls fagn- aðar og engin leið annað en að hrífast með af fjöri hans og lífs- gleði. Seinna hófum við saman að leika golf og má segja að þá hafi orðið nokkur kaflaskipti. Smátt og smátt vék veiðihugurinn fyrir golf- inu og nú urðu ferðirnar fyrst og fremst til að fullnægja þeirri áráttu. Á vetrarkvöldum þegar ekki var tækifæri til golfiðkunar eða innan- landsferða var spilað brids vikulega með góðum félögum án þess að þar ríkti þó sami keppnisandinn og í golfinu. Nokkurt hlé varð á spilamennsku þegar Emil fluttist með fjölskyldu sinni til Hellu og gerðist þar kaupfé- lagsstjóri um tíma en þráðurinn var tekinn upp að fullu þegar þau komu aftur í bæinn. Oft var þó vetrar- spilamennskan rofin með ferð til sólarlanda þar sem hægt var að dusta rykið af golfkylfunum og taka nokkra hringi. Um síðustu jól dró svo ský fyrir sólu. Fyrstu alvarlegu einkenni þess sem í vændum var komu í ljós. í fyrstu var vonað að um tímabundið ástand væri að ræða en sú von reyndist tálvon og á tiltölulega stuttum tíma varð ekki við neitt ráðið. Ef til vill er það við slíkar aðstæð- ur, þegar maðurinn stendur varnar- laus, sem hann ris hæst. Ég minn- ist stunda við sjúkrabeð hans þegar hann sagði mér af líkunum á fram- haldinu hjá sér, rólega og yfirveg- að. Ég man áhyggjur hans af fjöl- skyldunni, þakklætið fyrir góða ævi og stillingu hans yfir eigin örlögum. Upprifjun hans á góðum stundum okkar. Við heiðarvatn þar sem húm- aði að, veiðinni var lokið og þögnin ein ríkti, þar sem ekkert var sagt, og ekkert var hægt að segja þar sem það hefði rofið helgi stundar- innar. Við laxveiðiá, spennunni þeg- ar tíminn var að verða búinn og enginn lax kominn á land og gleð- inni þegar það tókst. Golfinu, ekki síst þegar við vorum að byija. Ör- litlu voninni, þrátt fyrir allt, að eiga ef til vill enn, kannski næsta sum- ar, eftir að komast aftur út á völl. En umfram allt félagsskapurinn og vináttan. Þrátt fyrir erfiðleika hans við að tjá sig, þá kom það allt. Við hjónin sendum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Vertu sæll góði vinur. Haraldur Sumarliðason. Nú er hann Emil dáinn eftir hetjulega baráttu. Emil hóf störf hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar í byijun árs 1990 og starfaði þar sem yfirverk- stjóri. Fjórum árum síðar varð hann eftirlitsmaður á byggingadeild borgarverkfræðings og starfaði þar til dauðadags. I starfí reyndist Emil vera traust- ur maður. I krafti reynslu sinnar átti hann auðvelt með að leysa hin margvíslegustu vandamál. I sam- skiptum var hann hinn þægilegasti maður, heiðarlegur og sanngjarn. Verktakar svo og aðrir sem hann átti samskipti við báru mikla virð- ingu fyrir honum. Emil var góður félagi og naut sín vel í góðra vina hópi. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi bygginga- deildar og leysti hann störf sín þar af hendi af alúð. Gott var að leita til hans, því hann var jákvæður að eðlisfari, duglegur og ósérhlífinn. Við munum minnast Emils sem góðs drengs, sem ekki mátti vamm sitt vita og lagði sig fram við að láta gott af sér leiða. Hans er nú sárt saknað. Við biéjum algóðan Guð að styrkja fjölskyldu Emils á erfiðri stundu. Starfsmenn byggingadeildar borgarverkfræðings. Farinn er góður vinur og félagi eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sárt að sjá á eftir svo góðum dreng í blóma lífsins teknum burt frá yndislegri fjöl- skyldu og björtum framtíðarvonum. Ég hafði fyrst kynni af Emil Gíslasyni 1982 þegar ég hóf störf hjá Samverk á Hellu. Emil rak þá af miklum myndarskap byggingafé- lagið Einingu og keypti gler af Páli í Samverk. Páll gerði mér strax ljóst að Emil væri einn af mikilvægustu viðskiptavinum fyrirtækisins, afar traustur og orðheldinn maður. Ég vissi því hver maðurinn var þegar hann flutti til Hellu til að taka við starfi kaupfélagsstjóra árið 1985. Emil og Dísa voru fljót að aðlag- ast samfélaginu í Rangárvallasýslu og ekki skemmdi fyrir að góð að- staða var á Strönd til golfiðkunar. Emil tókst að endurvekja áhuga minn á golfíþróttinni fljótlega eftir að hann flutti til Hellu og tengdust við síðan traustum vinaböndum. Það var mikil gæfa fyrir golf- áhugamenn í Rangárvallasýslu þeg- ar Emil og Dísa fluttu til Hellu. Emil sýndi strax mikinn áhuga á félagslegu starfi golfklúbbsins og þeirri uppbyggingu sem unnið var að á Strandarvelli á þeim tíma. Honum var falið að gegna margvís- legum trúnaðarstöríum fyrir klúbb- inn sem hann gegndi með sóma allt til dauðadags. Frá 1986 til 1994 sat hann nánast óslitið í stjórn sem ritari og síðan varaformaður, í nokkur ár var hann formaður kappleikjanefndar og nú síðastliðið ár formaður vallarnefndar. Þegar ákveðið var að stækka klúbbhúsið 1994 þá tók Emil að sér for- mennsku í byggingamefnd og skil- aði því verki með miklum myndar- skap. Hann var mótsstjóri Lands- mótsins í golfi 1991 og í mótsstjórn Landsmótsins 1995, en bæði mót.in voru haldin á Strandarvelli. ÖIl þessi störf vann hann af ósérhlífni og dugnaði þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík frá 1989. Emil var einnig óþreytandi við að hvetja fólk sem hann komst í kynni við til að prófa golfíþróttina og þeir eru margir sem hafa slegið sitt fyrsta golfhögg und- ir hans leiðsögn. Fyrir hönd Golf- klúbbs Hellu vil ég þakka Emil allt það sem hann lagði klúbbnum til. Það gladdi okkur Helgu mikið að Emil skyldi hafa kraft til að koma í brúðkaupsveislu okkar nú í júlí og samfagna með okkur. Við vissum að barátta hans var erfið en okkur grunaði ekki að svo stutt yrði í kveðjustundina. Elsku Dísa, við Helga biðjum góðan Guð að styrkja þig og ijöl- skyldu þína í sorg ykkar. Gunnar Bragason. Með fáum orðum langar mig til að kveðja móðurbróður minn Emil Gíslason og þakka honum sam- fylgdina. Hann andaðist á Grensás- deild langt um aldur fram aðeins 56 ára gamall. Emil var um ferm- ingaraldurinn þegar ég fæddist, hann er því tengdur mínum fyrstu bernskuminningum á ýmsan veg allt frá því að vera barnapía eða við leiki og síðar sem góður vinur, seinna varð hann svo meistari að húsi fyrir fjölskyldu mína. Emil lærði húsasmíði hjá Ólafi Magnús- syni afa mínum. Síðar stofnuðu þeir faðir minn og hann saman byggingarfélag, það fór alltaf vel á með þeim sem mágum og sam- starfsmönnum. Af öllum þessum ástæðum urðu tengslin við þennan frænda minn svo náin sem hér hef- ur verið lýst. Emil var hávaxinn maður og gjörvilegur ásýndum, en hann kom aldrei með neinum asa heldur var alltaf hljóður og prúður í fram- komu. Hann kom oft til mín á vinnu- stað eftir að vinnudegi hans lauk til þess að spjalla og heyra hvernig mér og minni fjölskyldu liði. Emil EMIL GÍSLASON var mjög sáttur við það starf sem ég lagði fyrir mig sem er bílavið- gerðir. Hann hafði gaman af að koma og fylgjast með þeim nýjung- um sem alltaf eru að koma í stétt okkar iðnaðarmanna. Hann furðaði sig oft á því hvernig við breyttum svo og svo mikið skemdum bílum þannig að þeir urðu sem nýir aftur. Emil kunni vel að meta góða bíla og hafði gaman af að spjalla um það sem var nýtt á því sviði. Við áttum fleiri áhugamál sameiginleg en bílana, má þar nefna golfið sem hann var mikill áhugamaður um og alltaf ætluðum við nú að spila meira saman en úr varð. Mér er minnistætt atvik sem gerðist á golf- vellinum á Hellu. Á elleftu braut er rafmagnsstaur í brautaijaðrin- um, Emil sagði mér að miða bara á staurinn til þess að vera viss um að kúlan lenti ekki í „röffinu“ en ég var svo hittinn að kúlan lenti beint á staurnum og fannst ekki eftir það og skemmti Emil sér mik- ið yfir þessari tilsögn. Emil hafði gaman af skotveiði og fór til ijúpna þann fyrsta dag sem veiðin var leyfð. Hann fór alltaf á sama stað- inn austur i Hekluhraun og varð oft vel til fanga. Hann vildi kenna mér að veiða á þessum stað en þá vildi nú þannig til að það hafði ver- ið snjókoma og skafið í skafla. Við festum fljótlega bílinn, þó við vær- um nú vel tækjum búnir. Fór dagur- inn í það að losa hann og komast heim fyrir mýrkur, veiðiferðin okk- ar breyttist því í jeppaferð sem við höfðum nú báðir gaman af á endan- um og aldrei þessu vant kom hann ijúpulaus heim í það skiptið, bless- aður. Ég veit að Emil frændi minn var drengur góður og á því góða heimvon á öðru tilverustigi. Ég þakka honum allt sem hann gerði fyrir mig og geymi um hann hug- ljúfar minningar. Ég sendi eigin- konu hans, dætrum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Friður Guðs veri með honum. Gísli Örvar Ólafsson. Látinn er hér í borg Emil Gísla- son húsasmíðameistari. Hann var fæddur í Reykjavík 9. ágúst 1940 og var því aðeins liðlega 56 ára er hann lést 22. ágúst sl. eftir erfið veikindi. Emil var maður athafna fremur en orða og kom því víða við og skildi eftir sig spor sem seint munu mást. Ég kynntist Emil í ársbyijun 1977 þegar ég tók við af honum sem gjaldkeri Iþróttafélagsins Fylk- is, en hann hafði gegnt því starfi undangengin þijú ár. Hann reyndist mér ráðagóður og hollur vinur í raun, ekki svo að skilja að erfitt væri að taka við fjárreiðum og bók- haldi af Emil, því þar var allt með góðum brag. Á árinu 1975 fékk Fylkir heimild til að reisa lítið timb- urhús á landi borgarinnar við mal- arvöllinn og skyldi húsið bæta úr brýnni þörf hins unga félags fyrir félagsaðstöðu og samastað. Kosin var byggingarnefnd en hana skip- uðu Emil Gíslason og Jón H. Guð- mundsson, báðir húsasmíðameist- arar, sem hönnuðu húsið og stjórn- uðu framkvæmdum ásamt Ólafi Loftssyni húsasmíðameistara, þriðja manni í nefndinni. Bygging hússins hófst 20. september og húsið var formlega opnað við hátíð- lega athöfn 10. janúar 1976. Emil og félagar settu sér það markmið að greiða engin vinnulaun og var húsið byggt algjörlega í sjálfboða- vinnu og án allra opinberra styrkja. Þáttur Emils Gíslasonar í þessu máli var stór og hann ber að þakka. Þó Emil hyrfi úr stjórn Fylkis fyrir tæpum tuttugu árum var hugurinn áfram hjá félaginu og ekki stóð á stuðningi, væri eftir honum leitað. Ágæti vinur og félagi hafðu þökk fyrir allt sem þú varst Iþróttafélag- inu Fylki. Við sendum Ásdísi, dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um góðan dreng verða ykkur styrkur í sorginni og guð blessi ykkur öll. Jóhannes Óli Garðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.