Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINN tMAUGLYSINGAR Umboðsmaður Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu á blaðinu í Borgarnesi. Upplýsingar í síma 569 1113. Vélavörð og afleysingar yfirvélstjóra vantar á mb. Melavík SF 34, 690 hp Callesen aðalvél og mb. Garðey SF 22, 800 hp M.BIackstone aðalvél. Bæði skipin eru gerð út á línuveiðar með línubeitningarvél frá Hornafirði. Einnig vantar bátsmann og háseta, vana veiðum með línubeitningarvél. Upplýsingar í símum 478 1544 og 892 0664. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Miðasala Miðasölustjóri og starfsmenn í almenna miðasölu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu óskast til starfa sem fyrst. Skriflegar umsóknir berist í síðasta lagi 9. september til Þórhildar Þorleifsdóttur, leikhússtjóra, Leikfélagi Reykjavíkur, pósthólf 3390, 123 Reykjavík. Innheimtustarf Innheimtufólk óskast á eftirtalda staði: Seyðisfjörð, Vopnafjörð, Grundarfjörð, Stykkishólm og Reykjavík. Upplýsingar gefur Anna Kristjánsdóttir í síma 515 5556. FROÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Seljavegi 2. Ferðamálafulltrúi Vestfjarða Ferðamálasamtök Vestfjarða og Fjórðungs- samband Vestfirðinga óska eftir að ráða ferðamálafulltrúa til starfa. Starfið felst í að framfylgja stefnu Ferðamálasamtaka Vest- fjarða með áherslu á skipulags-, markaðs- og umhverfismál. Ferðamálafulltrúi vinnur í samstarfi við atvinnuráðgjafa Vestfjarða. Leitað er eftir hugmyndaríkum og skapandi einstaklingi sem hefur áhuga á uppbyggingu í ferðaþjónustu. Sérmenntun eða reynsla af ferðamálum er skilyrði. Um er að ræða fullt starf á ísafirði, en starf- inu fylgja ferðalög um Vestfirði. Upplýsingar gefa Áslaug S. Alfreðsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, í síma 456-4111 og 456-3915 (hs), eða Elsa Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi Vestfjarða í síma 456-4780. Umsóknarfrestur er til 10. septemberog ber að skila umsóknum til Ferðamálasamtaka Vestfjarða, pósthólf 165, 400 ísafjörður. Sérkennari í sérdeild Grunnskólinn í Ólafsvík auglýsir lausa stöðu sérkennara í sérdeild skólans. Námskrá deildarinnar næsta skólaár liggur þegar fyrir og starfsemi deildarinnar er nær fullmótuð af fráfarandi sérkennara. Starfið er heil staða ásamt yfirvinnu ef óskað er. Spennandi starf fyrir metnaðarfullan sér- kennara við góðar starfsaðstæður. Grunnskólakennari (B.Ed.) kemur einnig til greina í starfið. Flutningsstyrkur, útvegun húsnæðis og 60% niðurgreiðsla húsaleigu í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir skal senda til Grunnskólans í Ól- afsvík, Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík, eða í myndsendisnr. 436 1481, fyrir 3. sept. nk. Nánari upplýsingar veita: Gunnar Hjartarson, skólastjóri, símar 436 1150/436 1293, og Sveinn Þór Elinbergsson, aðstoðarskóla- stjóri, símar 436 1150/436 1251. Verslunarstörf Óskum að ráða starfsfólk til almennra verslunarstarfa. Ekki yngra en 18 ára. Tekið á móti umsóknum í dag kl. 14-18 á skrifstofu okkar í Nóatúni 17, 2. hæð. Umsóknareyðublöð á staðnum. 0 NóATtnsr IUII1IIBSI lilllteeiii IMIIIIIIII Lektorsstarf í sálfræði Við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar lektorsstarf í sálfræði. Starfið er í afbrigðasálfræði og á skyldum sviðum (t.d. rannsóknum geðbrigða eða sálfræðilegri meðferð). Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslureynslu og vísindastörf. Umsækjendur sendi með umsókninni 5-10 helstu fræðilegar ritsmíðar sínar og geri grein fyrir því hverjar rannsókna sinna þeir telji markverðastar. Jafnframt skal gerð grein fyrir hlutdeild umsækjenda í ritsmíðum, þar sem höfundar eru fleiri en einn. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsókn- ir, sem umsækjendur hyggjast sinna verði þeir ráðnir til starfsins. Áætlað er að ráðið verði í starfið frá 1. ágúst 1997. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 9. september 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu v/Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Jörgen Pind, prófessor, í síma 525 4086. RADA UGL YSINGAR KENNSLA FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Námskeið fyrir starfandi sjúkraliða Haustönn 1996 Skráning á námskeiðin í september, október og nóvember heldur áfram næstu vikurnar. Tekið verður á móti fyrirspurnum og óskum um þátttöku mánudaga og miðvikudaga milli kl. 14.00 og 16.00. Hægt er að greiða með reiðufé, Euro- eða Visa-greiðslukortum og ávísunum. Myndlista- og handíðaskóli íslands Skólinn verður settur mánudaginn 2. sept- ember kl. 10.00 í Skipholti 1. Nemendur mæti í deildir sama dag kl. 11.00. Fornám, grafík, grafísk hönnun, leirlist og textíll í húsnæði skólans í Skipholti 1. Málun, skúlptúr og fjöltækni í húsnæði skól- ans á Laugarnesvegi 91. Skólastjóri. Framhaldsskólinn á Laugum Skólinn verður settur í íþróttahúsinu sunnu- daginn 1. september kl. 15.00. Foreldrar og velunnarar skólans eru vel- komnir. Kaffisamsæti í matsal að athöfn lokinni, auk þess sem nýtt húsnæði bókasafns og vinnu- aðstaða nemenda verða gestum til sýnis. Skólameistari. Frá Öskjuhlíðarskóla Skólasetning verður mánudaginn 2. september. Nemendur 7.-10. bekkjar og starfsdeilda mæti kl. 10.00 og nemendur 1.-6. bekkjar mæti kl. 13.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðju- daginn 3. september. Skólastjóri. Cessna185 1/7 hluti í TF-ELX til sölu ásamt vönduðu flugskýli í Fluggörðum. Upplýsingar í síma 552 8065. SfMÖouglýsingcir Ættfræðinámskeið Lærið að rekja ættir ykkar sjálf. Skráning stendur yfir. Ættfræðiþjónustan, sími 552 7100. Kínversk rithmic leikfimi. Áhugaverður valkostur fyrir kon- ur og karla á öllum aldri. Æfingar sem sameina mýkt, ein- beitingu og öndun. Bæta svefn, meltingu og alla almenna líðan. 6 vikna námskeið á 4.200 kr. Upplýsingar og innritun í síma 552 6266. FELAGSLIF Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30 kveðjusam- koma fyrir Gils Guðmundsson. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferðir 1. september 1. Kl. 9.00 Fjallasyrpan, 8. ferð; Skarðsheiði. Farið upp úr Leir- árdal og gengið á Skarðshyrnu og þaðan á Heiðarhorn. Verð kr. 2.100/2.300. 2. Kl. 9.00 Nytjaferö 7. ferð; berjaferð. Helgarferðir 30. ágúst -1. september Afmælisfagnaður Fimmvörðu- skála. 1. Kl. 20.00 Básar, Fimmvörðu- skáli 5 ára. Farið föstud. 30/8 i Bása og gist. Farið um morgun upp á Fimmvörðuháls gangandi eða með rútu. Kaffihlaðborö í Fimmvörðuskála. Verð kr. 5.600/4.900, en akstur upp á háls kostar 1.500 kr. aðra leið. 2. Kl. 8.00 Fimmvörðuháls, Fimmvörðuskáli 5 ára. Farið með rútu laugard. 31/8 upp á Fimmvöröuháls frá Reykjavík. Kaffihlaðborð í Fimmvörðuskála. Verð kr. 6.600/6.100. Netfang: http://www.centrum.is/utivist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.